Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Vandi framsókn- armanna Töluverðar umræður eru nú um stöðu Framsóknar- flokksins í íslenskum stjórn- málum. Flokksforystan stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að fylgi flokksins hefur dvínað. í tilefni af þingi Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) hafa forvígismenn þess haft í frammi gagnrýni á for- ystu flokksins og þá sérstak- lega þingflokkinn. Margvísleg ganrýnisatriði eru tíunduð. Helgi Pétursson, fyrrum rit- stjóri Tímans og núverandi blaðafulltrúi SÍS, kemst meðal annars svo að orði í nýlegu blaði SUF: „Andstæðingum okkar hefur tekist að snúa því tímabili sem flokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjómum, — einu mesta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar, upp í and- hverfu sína og kalla það Framsóknaráratuginn með nei- kvæðum formerkjum." Hér skal þessi ályktun Helga Péturssonar ekki dregin í efa. í stjómmálaumræðum er allt annar blær yfir orðinu „fram- sóknaráratugurinn" en orðinu „viðreisnaráratugurinn" og vísan til „nýsköpunaráranna" er einnig jákvæð. Framsóknar- menn sátu hvorki í nýsköpunar- stjóminni né viðreisnarstjóm- inni. Þeir höfðu hins vegar setið lengi í ríkisstjóm, áður en ný- sköpunarstjómin var mynduð 1944 og voru einnig í þeim ríkisstjómum, sem sátu frá 1947 til 1959, þegar viðreisnar- stjómin komst á legg. Frá því að sú stjóm fór frá 1971 hafa framsóknarmenn keppst við að sitja í öllum ríkisstjómum. Þeir hafa skipt um stefnu hvað eftir annað í flestum málaflokkum til þess eins að halda í völdin. Á sama tíma hefur fylgi flokks þeirra minnkað jafnt og þétt, ekki síst í þéttbýli. Fyrrgreind orð Helga Pét- urssonar em ekki ein til marks um það, að framsóknarmenn kveinka sér undan hinni löngu stjómarsetu en vilja samt ekki horfast í augu við þann kost að vera utan ríkisstjómar. í forystugrein Tímans á fimmtu- dag er kvartað undan umræð- um um myndun ríkisstjómar að loknum næstu kosningum og sagt, að „ein lína“ ráði í þeim, síðan segir orðrétt: „Þessi lína er sú að Framsókn- arflokkurinn sé hentistefnu- flokkur, sé í stjóm með hveijum sem er til þess að gæta hags- muna Sambandsins, og verð- bólga liðinna ára sé honum að kenna. Framsókn eigi að fá frí eftir langa stjórnarsetu og aðr- ir að taka við.“ Ástæðulaust er að draga í efa, að málgagn Framsóknar- flokksins hafí rétt fyrir sér, þegar það metur stöðu flokks- ins í almennum stjómmálaum- ræðum með þessum hætti. Tíminn kemst að þeirri nið- urstöðu, að Framsóknarflokk- urinn sé „í pólitík" eins og það er orðað og hann muni láta málefni ráða afstöðu til stjóm- arsamstarfs að kosningum loknum; það sé alveg óþarfí að „afskrifa Framsóknarflokkinn í frí eftir kosningar". Að sjálf- sögðu ætti það að fara eftir fylgi framsóknarmanna í næstu kosningum, hvort þeir setjast í ríkisstjóm eða ekki. Reynslan frá framsóknaráratugnum sýn- ir hins vegar, að kjörfylgi eða yfírlýsingar fyrir kosningar skipta framsóknarmenn litlu ef nokkru þegar kemur að hrossa- kaupum við stjómarmyndun. Undan þeim dómi sögunnar geta framsóknarmenn ekki vik- ið sér, að þeir hafí oftar en aðrir haft í fyrirrúmi að kom- ast í ríkisstjóm hvað sem það kostaði. Einmitt þess vegna kenna menn þá við hentistefnu. Annað einkenni á Framsókn- arflokknum er, að hann leitar til vinstri, þegar hann starfar með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjóm, en til hægri, þegar hann situr við stjómvölinn með vinstri flokkunum. Skýr merki um þetta sjást nú, þegar yfír- lýsingar Páls Péturssonar, formanns þingflokks fram- sóknarmanna, eru metnar. Þær hníga flestar, ef ekki allar, að því að sverta Sjálfstæðisflokk- inn en koma sér í mjúkinn hjá vinstrisinnum. Helgi Pétursson taldi það bestu leið framsóknarmanna út úr þeim vanda, sem að þeim steðjar, að forystumenn flokks- ins yrðu „sýnilegri" eins og hann orðaði það; þeir létu meira til sín taka í fjölmiðlum en nú er. Fyrir aðra en framsóknar- menn er næsta erfítt að átta sig á því, hvemig Steingrímur Hermannsson, flokksformaður þeirra, getur verið oftar í fjöl- miðlaljósinu. Framsóknarmenn mega ekki gleyma því í umræð- um um eigin vanda, að það er traust manna á stefnu stjóm- málaflokka og starfsháttum, sem ræður mestu um gengi flokkanna. Fjölmiðlaæfíngar breyta engu um það. H&obDsS DŒáö Umsjónarmaður Gísli Jónsson 352. þáttur í góðri sögu, sem heyra mátti í sónvarpinu, kom fyrir setning sem umsjónarmanni þótti álappa- leg: „Hann bað hana að kvænast sér“. Konur kvænast ekki, ef allt er eðlilegt, aðeins karlar. Sögnin að kvænast merkir nefnilega að eignast konu. Aftur á móti fær umsjónarmaður ekki séð neitt at- hugavert við að bæði karlar og konur giftist. Sögnin að giftast er náskyld að gefa. Þegar karl og kona gefast hvort öðru, gift- ast þau. Hyggjum svo betur að sögninni að kvænast. Hún er dregin með i-hljóðvarpi af kván = kona. Af kván myndast einnig sögnin að kvánga(st), síðar kvonga(st). Það kallar próf. Halldór Halldórs- son framvirkt hljóðvarp, þegar vá > vó > vo. Á sama hátt breytt- ist kván í kvon með millistiginu kvón. Það orð kemur iðulega fyr- ir í fomum kveðskap og lengi fram eftir öldum. Dæmi úr Sólarljóðum: Óðins kvón rær á jarðar skipi móðug á munað. Seglum hennar verður síðhlaðið, þeim er á þráreipum þruma. Kván átti sér hliðstæðu í gotn- esku qéns, ógiftur maður var unqeniþs á þá tungu, og auðvitað er þetta sama og queen á ensku, þó að þar hafi orðið hafist upp til meiri tignar. Gömul, en ekki fom, eru í máli okkar orðin kvendi og kvinna. Ekki þykja þau nú eftirsóknarverð, en kvendi hafði skáldið um ástmey sína í vfsu í Víglundarsögu. En það var fyrir löngu. Allt er þetta svo auðvitað ná- skylt orðinu kona(<*kuna), sbr. kyn. Hið merkilegasta við orðið kona er óreglulegt eignarfall fleirtölu, til kvenna, en það er myndarleg og þakkarverð orð- mynd. Heldur þætti okkur snaut- legt, ef eignarfall þetta væri til *kona, eða *konna! Við því mætti búast, ef allt væri það sem kallað er reglulegt. Hér að framan var minnst á framvirkt hljóðvarp. Það gat haft annars konar breytingu í för með sér en vá > vó > vo. Það breytti einnig ve í vö og síðar stundum í vo eða jafnvel vu. Nokkur dæmi: Hvolpur hét fyrr meir hvölpur og enn áður hvelpur. Snorri Sturluson segir frá dvergum sem hvelfdu skipi. Sr. Stefán Ólafsson í Vallanesi (17. öld) yrkir um kumpána sem voru að „hvölfa/ elfum ölva/ í iðra sjá“. Það er svo að skilja að þeir hafi verið að hvolfa í sig kynstrum af öli, eftir okkar tali. Kvöld var áður kveld og lifir reyndar eldri orðmyndin enn í sumum samböndum. Spumarfor- nafnið hver átti til að breytast í hvör og jafnvel í hvur. Nú hefur bóklestur og skólaganga fært okkur aftur til upprunans í þessu efni. En Bólu-Hjálmar lét hvur (þar óákveðið fom.) ríma á móti -ur. Enn er þess að geta að kvöm var áður kvem, sbr, kvemgrjót og kvemsteinn, ogtvöfaldur var fyrr meir tvefaldur. Bragarháttur vikunnar er að þessu sinni breiðhenda (fer- skeytluætt X): Það er vist ég þér skal unna, þú hefur göfgað mína ævi. Þó ég hefði þúsund munna, þér ég alla kossa gæfi. (Bjami úrsmiður) Mikið er hve margir lof'ann, menn sem aldrei hafa séð’ann, skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. (Jóhannes G. Jónasson) Því má kannski bæta við, að maður nokkur tomæmur hreifst mjög af efni síðari vísunnar, en mátti lengi vel ekki nema hana. Eftir um það bil tvö ár kom hann til kunningja síns sigri hrósandi og sagðist nú loksins hafa lært vísuskömmina. Lát heyra, sagði kunninginn, og vísan varð þá svona: Mikið er hve margir lof’ann að ofan, menn sem aldrei hafa séð’ann að neðan. Úr orðabókunum: Að slá vatni upp á gásina, sletta vatni á gásir eða stökkva vatni á gæs em allt orðtök í sömu merkingu = „segja eitthvað sem ekki hrín á þeim sem áminntur er“. Að taka eða grípa gæs, með- an hún gefst er „að nota tæki- færið, meðan þess er kostur", og að gegna gæsunum sem í gær flugu merkir að svara út í hött. I sömu merkingu er sagt að svara tryppunum fram á dal. Að skera hrúta er að hijóta hátt og mikið, að mjólka hafur- inn (erlent að uppruna) = að reyna eitthvað ógerlegt, vinna fyrir gýg, að hefta hunda merk- ir að staldra við í heyrakstri eða tafsa f lestri og að bjóða hundi heila köku er „að bjóða einhverj- um eitthvað sem hann kann ekki að meta og er honum í raun of gott“. Beint flug til Orlando í Flórída: „I Flórída er allt sem hugfurínn girnist“ — Peter Robertson ferðaskrifstofu- eigandi í St. Petersburg tekinn tali BEINT áætlunarflug mun hefjast til Orlando í Fiórída í byrjun nóv- ember. Er þetta í fyrsta sinn sem flogið verður þangað beint, en til þessa hafa Flórídafarar þurft að skipta um vél í New York, eða Lúxemborg. Hér á landi er nú staddur Bretinn Peter Robertson, en undanfarin átta ár hefur hann verið umboðsmaður ferðaskrifstof- unnar Útsýnar í Flórída. Peter hefur búið þar siðastliðin tíu ár og er því öllum hnútum kunnugur. í tilefni hins fyrirhugaða Flórída- flugs tók Morgunblaðið hann tali. Til þessa hefur aðalferðamanna straumurinn frá íslandi legið til Evrópu og þá sérstaklega til suð- rænna sólarlanda. Útsýn hefur selt ferðir til Flórída undanfarin ár, en þrátt fyrir vinsældir þeirra hafa þær aldrei orðið almennar. Veldur þar tvennt: hátt verð Bandaríkjadals og flóknar samgöngur. „Það er bara ekki á alla leggjandi að fljúga fyrst frá Keflavíkurflugvelli til Kennedy-flugvallar í New York, skipta þar um flugvél, fljúga suður til Flórída og þurfa síðan að endur- taka leikinn á heimleiðinni. Fríið er orðið stutt þegar sitt hvor sólar- hringurinn fer í ferðalög. Hvort tveggja hefur breyst: dollarinn stendur höllum fæti og ykkar eigin flugfélag byrjar að fljúga þangað í nóvember. Flugið tekur um sex og hálfa klukkustund, sem er svipað og til Kanaríeyja, en mér skilst að þær séu mjög vinsælar á íslandi." Peter sagði að hann hefði kynnst íslendingum nokkuð undanfarin ár, og sagði hann að greinilegt væri að þeim líkaði vel við Flórída. Það væri ekki einungis veðráttan, þó svo að hún skipti miklu máli, heldur væri það fjölbreytnin, sem fólki líkaði best. „Það eru engar ýkjur að segja að allt fáist í Ameríku og Flórída er þar engin undantekning. Það er hægt að fíatmaga á strönd- inni, fara í leikhús, versla, fara á rokktónleika, í stuttu máli sagt allt sem hugurinn gimist. Vilji maður gera þetta allt saman og miklu meira, án þess að hreyfa sig of mikið úr stað, er hægt að dveljast allan tímann í DisneyWorld, sem er í næsta nágrenni Orlando.“ DisneyWorld „Það er ekki hægt að koma til Flórída án þess að koma við í Dis- neyWorld. Hins vegar hefur mörgum reynst erfitt að komast þaðan og yfir í hinn raunverulega „Ég á ekki von á breyting- um þegar Shamir og Peres skipta um ráðherrastóla“ Rabbað við Jehudith Huebner, sendiherra ísraels, sem var hér í kveðjuheimsókn „Það hefur veríð ákaflega ánægjulegt að koma hingað einmitt þeg- ar Reykvíkingar voru að halda upp á tvö hundruð ára afmæli höfuðborgar sinnar. Ég hef skemmt mér konunglega og veðrið hef- ur leikið við mig eins og aðra þessa daga. Ég ákvað að koma einmitt núna vegna afmælisins, þótt ég farí ekki frá Osló og heim til Jerú- salem fyir en með haustinu, sagði Jehudith Huebner sendiherra ísraels á íslandi með aðsetrí f Osló. Hún hefur gegnt starfinu í um það bil tvö ár og er nú i kveðjuheimsókn hér. Ég hef aldrei komið að sumarlagi raun. Heldur einnig vegna þess að fyrr og verð að segja, að það er mér fellur í geð viðmót og almenn skemmtilegt að hafa fengið nasa- sjón af öllum árstíðunum. Mér hefur satt að segja fundist Reylqavík dálítið þunglamalega borg, en hún tók hreinlega hamskiptum á af- mælinu. Allir virtust í svo góðu skapi og voru einhuga um að eiga ánægjulegan dag“. Jehudith Huebner sagði, að það hefði verið sér sönn gleði að fá að vera sendiherra Noregs og íslands. Hún hafi starfað lengi í utanríkis- þjónustu ísraels, „en þetta er fyrsta og eina sendiherraembættið mitt“. Hún sagði að sér geðjaðist vel að þeim íslendingum sem hún hefði kynnzt. „Ekki aðeins vegna þess að íslendingar eru vinir ísraela í afstaða íslendinga. Þeir eru fjarri neitt sykursætir í viðmóti, en þeir eru hlýir og vingjarnlegir og maður veit hvar maður hefur þá. Fólk sem maður getur treyst að segir hug sinn.“ Um ástand mála í Miðaustur- löndum nú eftir fund Shimons Peres forsætisráðherra ísraels og Hass- ans Marokkókonungs sagði Huebner: „Fundurinn í Marokkó var þýðingarmikill, fyrst og fremst af því, að hann var haldinn fyrir opn- um tjöldum. Eins og þið vitið er það nú svo f mörgum arabalöndum, að þar taka menn ekki orðið „ísrael" sér í munn. Á landakortum í þessum ríkjum er ísrael ekki til. Þar er aiið M^rgunblaðið/Einar Falur Jehudith Huehner, sendiherra. á hatri og þar ríkir fáfræði um ísra- ela. En Sadat braut ísinn og Hassan konungur hefur sýnt ótvírætt og aðdáunarvert sjálfstæði með því að ræða við Peres. Þetta gæti orðið upphaf að öðru meira og að fleiri arabaleiðtogar sæju, að það er alveg hægt að tala við okkur. Innan ísra- els er óhætt að segja að menn séu mjög ánægðir með fundinn, jafnvel hinir róttækustu. Og innan ara-- baríkjanna er athyglisvert hversu rólega menn tóku fréttum um fund- inn. Það bendir til ákveðinna breytinga sem áreiðanlega eru að verða. Þetta hefði allt verið óhugs- andi fyrir tíu árum. Ástæður þess eru ótalmargar, þar á meðal er auðvitað að tilvist ísraels er stað- reynd og það þýðir ekki Iengur að hafa á stefnuskrá að henda okkur í sjóinn, eins og var yfirlýst mark- mið PLO og fleiri á sínum tíma. Arabaríkin eru farin að skilja að við komum ekki til þeirra á hnján- um. Við gætum auðvitað vel hugsað okkur að tala við PLO. En þeir verða að uppfylla eitt skilyrði og það virðist vefjast fyrir þeim. Þeir verða að gefa yfirlýsingar um að stöðva alla hryðjuverkastarfsemi á yfirráðasvæði Israels. Þó að við vit- um að Sýrlendingar og fleiri ýti undir hryðjuverkastarfsemi og geri jafnvel hófsömum Palestínumönn- um, sem vilja frið, erfitt fyrir að því leyti, er ekki hægt að ímynda sér að við getum nokkuð aðhafst í málinu fyrr en við höfum tryggingu fyrir því að fólk þurfi ekki að búa við stöðugan ótta um ógnir. Eg á ekki von á breytingum þeg- ar þeir Shimon Peres og Yitzak Shamir skipta um embætti. Innan stjómarinnar á að ríkja jafnvægi, en það er auðvitað sérstætt við þessa ríkisstjóm að í henni á stjóm- arandstaðan sína fulltrúa og svo verður áfram eftir forystumanna- skiptin. í lýðræðisríki er eðlilegt að menn greini á og ísrael er svo óvenjulega mikið í fréttum út um allt, að við getum varla hreyft okk- ur án þess ekki sé gert veður út af því í heimspressunni. Á síðustu ámm hefur okkur orð- ið ákaflega mikið ágengt í efna- hagsmálum, enda var það tvímælalaust ástæðan fyrir því að flokkamir stóm gengu til sam- starfs. Þetta var allt komið á heljarþröm. En það hefur sýnt sig að stjómin hefur í samvinnu ráðið við vandann og vonandi verður áframhaldandi bati á því sviði sem og fleirum," sagði sendiherrann. Jehudith Huebner hefur þessa síðustu daga rætt við forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og ýmsa aðra embættismenn. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir könsku næturstemmningu svo raunverulega, að hann hefði „kvöld" eitt setið þar að snæðingi í mestu makindum, en krossbrugðið þegar út kom. Þar var allt í fuilum gangi, enda hábjartur dagur og ktukkan að verða þijú. „Þetta var svipað og að koma út af íslensku diskóteki að sumarlagi og uppgötva að úti er bjartur dagur um hánótt!" DisneyWorld er í sérstökum hreppi og er skipt í tvær borgir, sem hafa eigin borgarstjóra, slökkvilið, lögreglu og hvaðeina sem venjuleg- ar borgir prýða. Má enda minna á að í DisneyWorld em tíu hótel, mörg hundmð veitingastaðir og verslanir og starfa þar nú rúmlega 20.000 manns. Byggingu Disney- World verður seint lokið og er um þessar mundir verið að byggja eyju í skemmtigarðinum miðjum, þar sem einungis fullorðnir fá aðgang. hann héldi mikið upp á, „The Brown Derby", kostaði þríréttuð máltíð fyrir tvo 28 Bandaríkjadali, en það samsvarar rúmlega 1.100 krónum og þá er vín innifalið. Blaðamaður spurði hvort ekki væri talsvert um glæpi í Flórída og minntist kvik- mynda sem „Scarface". Hann svaraði að því væri ekki að leyna, en menn yrðu að gera sér grein fyrir að Flórída væri stórt ríki. „Flestir glæpir í Flórída eiga sér stað í Miami og það í nokkmm af- mörkuðum hverfum. Ég hef búið í St. Petersburg í tíu ár og leyfí mér að fullyrða að allan þann tíma hafi aldrei verið framinn alvarlegur glæpur gegn ferðamönnum, þó svo að vissulega séu þama vasaþjófar og annað slíkt hyski, en þrátt fyrir það er minna um þessa „hefð- bundnu" glæpi í St. Petersburg en annars staðar." I St. Petersburg er heiðarlegt fólk og kurteist, eins og íslendingar eiga að venjast, og síðan má kannski benda á þann kost, sem ég held persónulega að íslendingar kunni best að meta, og það er sú staðreynd að allir tala ensku, en ég hef ekki enn hitt þann íslending sem ekki er altalandi á ensku. Ann- ars get ég nefnt sem dæmi um Mikki Mús í glöðum hópi. í baksýn er foldgnár Töfrakastalinn. heim að nýju. Ætli maður sér að skoða DisneyWorld allan þarf að minnsta kosti þijá daga til þess og er þá ekki gert ráð fyrir að neins staðar sé stansað. Er ekki að furða, þegar til þess er litið að Disney- World er jafnstórt að flatarmáli og San Francisco". Peter sagði að í raun væri DisneyWorld safn margra skemmtigarða og eru þeir helstu EPCOT og The Magic King- dom (Töfrakonungdæmið). EPCOT er bland tveggja heima, annars vegar er þar framtíðarborg og allt samkvæmt nýjustu tækni, en hins vegar er þar sýnishom hinna ýmsu landa heims. Má nefna að þar verð- ur á næsta ári opnað norskt svæði og munu einungis þvottekta Norð- menn starfa við það, enda svæðið skipulagt í samráði við norsk stjóm- völd. Fyrir eru svæði fjölmargra þjóðlanda, má nefna Bretland, Frakkland, Ítalíu, Kína, Mexíkó og Þýskaland. Keppist hvert land við að gera sinn hlut sem frumlegast- an, en um leið dæmigerðan um menningu þess. Sem dæmi nefndi Peter að sýningarsvæði Mexíkó væri inni í húsi, og væri þar allt eins og á mexíkönsku markaðstorgi að næturlagi. Sagði hann hina mexí- Þar verður boðið upp á fjörugt og vandað næturlíf, en ekki þykir við hæfi að böm séu þar innan um. Hafí einhveijir íslendingar áhuga á að dveljast í DisneyWorld geta þeir að sögn Kristínar Aðalsteins- dóttur hjá Útsýn pantað hótelher- bergi í hveiju þeirra tíu gistihúsa, sem þar eru. í Flórída er fjöldi annarra at- hyglisverðra staða og má þar nefna sædýraskemmtigarðinn Seaworld, sem margir íslendingar kannast við. Eins má geta þess að mörgum íslendingum kynni að þykja fróð- legt að koma í Kennedy-geimflug- stöðina á Canaveral-höfða, en hægt er að fara þangað í kynnisferðir, bæði á eigin vegum og í fylgd starfsmanna NASA. St. Petersburg Blaðamaður forvitnaðist um St. Petersburg, en þar hafa flestir far- þegar á vegum Útsýnar dvalist. Peter sagði ströndina þar vinsæla vegna mildrar veðráttu, en bætti við að það ætti nú við um mestan hluta Flórída. Hann sagði að hún væri tiltölulega ódýr og nefndi hann sem dæmi að á veitingastað, sem þann anda, sem í borginni ríkir, að síðdegisblaðið The Evening Inde- pendent er ókeypis, ef ekki sést til sólar þann daginn! En það gerist nú heldur ekki nema fimm til sex sinnum á ári,“ sagði Peter og brosti. Peter sagðist vita að eitt helsta áhugamál Islendinga í útlöndum væri að versla og sagði að Flórída væri kjörin til þess að sinna því. „Að vísu veit ég ekki hvað það er sem íslendingar sækjast helst eftir, en ég veit að Bretamir kaupa helst rafeindavörur og tölvur ýmiss kon- ar. Hins vegar hugsa ég að þið íslendingar hafíð lítinn áhuga á tískufatnaði þar vestra, þar sem Bandaríkjamnenn eru nokkuð á eft- ir Evrópuþjóðum í tísku." Að lokum sagði Peter Robertson að Islendingar væru aufúsugestir í Flórída. Fyrir nokkrum árum hefðu sumir hóteleigendur heyrt að ís- lendingar væru brennivínsberserkir miklir, en reynslan hefði leitt í ljós að sá ótti var ástæðulaus. Vita- skuld væru svartir sauðir innan um, en það væri ekkert einsdæmi með íslendinga. Sagðist hann því vonast til þess að sem allra flestir íslend- ingar uppgötvuðu Flórída nú þegar kostur gæfist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.