Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 „Eftir því sem ég eldist, því minna langar mig til að eignast mína eigin fjölskyldu," segir hin ógifta, barniausa söngkona Randy Crawford. vel ort, yrkisefnið eitthvað sem skiptir máli, þá er sagan góð. En að semja góða sögu er hægara sagt en gert. Eg vil bera á borð fyrir almenning allt það besta sem ég á, allar þær blíðustu og hlýjustu tilfinningar sem blunda innra með mér. Ég vil iíka undirstrika þá lífsskoðun mína að allt sé mögu- legt, við getum allt sem við viljum, hver svo sem bakgrunnur okkar eða fjárhagur er. Vinni maður nógu markvisst að einhvorju, þá rætast draumamir. En viljinn og áhuginn verða líka að vera brennandi, fóm- arlundin alger,“ segir Randy. „Nú gætu margir haldið að mín frama- braut hefði verið þráðbein og greið, en svo er þó ekki. Að vísu var ég aldrei í neinum vandræðum með að fá að syngja á hinum og þessum stöðum — það gekk alveg eins og í sögu. En vandamál hafa vissulega komið upp — ég hef fengið minn skammt af skuggastundum, hef t.d. aldrei haft mikinn sjálfsaga, en hann er nauðsynlegur eigi maður að komast eitthvað áfram. Einkalíf- ið hefur líka oft og tíðum verið æði skrautlegt, þar hefur hver tilfínn- ingaflækjan rekið aðra og stundum hef ég verið að því komin að gefast upp. Mig dreymdi alltaf um það hér áður fyrr, að hætta að syngja og „Brennandi áhugi, ákafur vilji og þrotlaus fórnarlund, er gjaldið sem greiða verður fyrir velgengnina," fullyrðir Randy. stofna þess í stað fjölskyldu, eign- ast mann og böm. Sá draumur rættist ekki, enda hefur hann með árunum orðið æ þokukenndari. Eft- ir því sem ég eldist langar mig sífellt minna til að eignast fjöl- skyldu, er orðin svo upptekin af sjálfri mér og söng mínum. Ég er afskaplega ánægð með lífið og til- veruna í dag, reyni að njóta hvers augnabliks til hins ítrasta. Ég les mikið, fer í leikhús og á sýningar og þá oftast ein. Auðvitað á ég mína vini, sem ég skemmti mér með á góðri stund, en svona al- mennt, þá er ég ein. Ég ólst upp í bæ, þar sem meirihluti íbúanna var hvítur og kynntist því ung kyn- þáttafordómunum og öllu því, sem þeim fylgir. Ég var fyrirlitin af for- eldrum bekkjarsystkina minna og því var mér aldrei boðið að vera með, þegar eitthvað sérstakt stóð til. Kannske er það ein ástæðan fyrir því að ég blanda lítið geði við fólk. Ég veit hversu sár höfnunin er og hef ekki minnsta áhuga á að gefa fólki færi á að segja nei við mig,“ segir Randy, en brosir engu að síður sínu blíðasta, löngu búin að sætta sig við þessa þröngsýni, sem þjáir mikinn hluta mannkyns. Gulrótarsalat Salöt úr grænmeti og öðru 'Aagúrka, 5—6 hreðkur. Túnfiskurinn tekinn sundur í bita, lögurinn látinn síga vel af. Grænmetið þvegið og tekið sund- ur í bita, grænmeti; fiskur og egg sett í lög í skál. I staðinn fyrir túnfisk ér hægt að setja soðið kjöt eða annan fisk. Sósan: Safi úr einni sítrónu, 1 matsk. vatn, 2 matsk. olía, salt og pipar eftir smekk. Sósan er sett yfir salatið rétt fyrir neyslu og með er gott að bera brauð eða heit smábrauð. Blandað grænmetis- salat með „pasta“ 1 púrra, 2 piparávextir (paprika), 1— 2 rif hvítlaukur, 1 matsk. smjör, 1 matsk. ólífuolía, 1 stór ds. niðursoðnir tómatar (ca. 850 gr.), 1 agúrka, hýðið tekið af og skorin í sneiðar, 2— 3 lárviðarlauf, salt og pipar, 200 gr soðið „pasta" (hveiti- lengjur eða annað), nokkrar svartar ólífur (má sleppa). Púrran skorin smátt, paprikan skorin í hringi, hreinsað vel innan úr. Púrra, paprika og marið hvít- lauksrifið sett í pott með smjöri og olíu, látið smásjóða í nokkrar mín. Agúrku, tómötum og kryddi bætt út í og látið sjóða í 10—15 mín. Soðnu „pasta“ bætt saman við, hitað í gegn og bragðbætt að smekk. Borið fram heitt, ólíf- unum stráð yfir um leið og borið er fram. Gott brauð eða heitt smábrauð borið með. Túnfisksalat Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það verður víst seint brýnt nóg- samlega fyrir mönnum hve mikil- væg grænmetisneysla er og því verður sjónum beint að slíkum mat enn einu sinni í vikulegu Heimilishomi. Saman við græn- metið er hægt að setja ýmsan soðinn eða steiktan mat til að gera það matarmeira ef vill, en eitt sér stendur það vel fyrir sínu. Gulrótarsalat 6 meðalstórar gulrætur, vatn og salt, 1 stór græn paprika, 1 salathöfuð, 2 stórir tómatar, 2 matsk. heslihnetukjarnar (má sleppa). Sósan: 3/<—1 matsk. sinnep, 3 dl hrein jógúrt, salt, pipar, nokkrir dropar tabasco-sósa og edik. Gulræturnar eru hreinsaðar og brugðið heilum í vatn og soðnar þar til þær eru næstum meyrar. Salatblöðin rifin í sundur og sett í skál. Gulrætumar klofnar að endilöngu og skornar í bita, settar saman við kaldar, ásamt papriku- hringjum, tómatbátum og hnet- um. I sósuna er öllu hrært saman, farið varlega með tabascosósu og edik svo ekki verði of sterkt. Sós- an borin fram með í skál. Túnfisk-salat 1 ds. túnfískur (ca. 200 gr.) 3 sellerístilkar, 1 salathöfuð, 4 harðsoðin egg, 1 rauð paprika,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.