Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 45 Mjólkurbikarinn-bikarkeppni KSÍ Morgunblaðið/Julíus • Úrslitaleikurinn f Mjólkurbikarnum — bikarkeppni KSÍ milli Fram og ÍA hefst á Laugardalsvelli á morg- un klukkan 14. Sóknarleikur á báða bóga - segir Asgeir Elíasson „Skagamenn eru með mjög leikreynt lið, stráka sem hafa leik- ið marga landsleiki og Evrópuleiki auk deildar- og bikarleikja hér heima, en engu að síður þurfa þeir að eiga toppleik til að vinna okkur á morgun, því við erum ekki siður með leikreynda menn, sem hafa staðið sig mjög vel í sumar,“ sagði Ásgeir Elfasson, þjálfari Fram, í samtali við Morg- unblaðið. Ásgeir tók við Framliðinu í fyrra og lék þá jafnframt með liðinu. Framarar urðu bikarmeistarar und- ir hans stjórn, en Ásgeir varð einnig bikarmeistari með Fram árið 1973. „Ég hef sagt, að ég vil frek- ar vinna deildina en bikarinn og ef valið stæði um annan hvorn titil- inn, kysi ég deildarbikarinn. Sem betur fer er ekki um neitt val að ræða, við erum í bikarúrslitum og auðvitað stefnum við að sigri á morgun. Leikir í bikarkeppni spilast allt öðruvísi en í deildinni. Tökum jafn- teflisleik okkar gegn FFI á dögun- um sem dæmi. Þar vorum við með knöttinn 80 til 90% af leiknum, sóttum og sóttum, en höfðum ekki erindi sem erfiði. FH-ingar máttu ekki við því að tapa leiknum vegna fallhættu og við urðum að vinna til að halda forystu í deildinni. • Ásgeir Elíasson Leikurinn á morgun verður ger- ólíkur. Þar mætast tvö sóknarlið, sem bæði hafa það markmið að skora fleiri mörk en andstæðing- arnir. Þetta verður sóknarleikur á báða bóga og því má reikna með opnum leik. Leikmenn beggja liða hafa skorað mörg mörk í sumar eftir skyndisóknir og á morgun verður það spurningin hverjir nýta færin. Undirbúningur okkar fyrir leikinn er að mestu leyti eins og fyrir aðra leiki, nema hvað við eyðum degin- um í dag saman, hittumst aftur snemma í fyrramálið, borðum saman og förum síðan í úrslitaleik- inn, leikum okkar leik og erum staðráðnir í að sigra," sagði Ás- geir Elíasson. Bikarmeistarar 1960—1985 1960 KR-Fram 2—0 Fram—ÍA? 1961 KR—ÍA 4-3 Að meðaltali gerir sigurliðið 1962 KR-Fram 3-0 2,4 mörk í úrslitaleiknum, en fær 1963 KR-ÍA 4—1 á sig 0,81 mark! 1964 KR-ÍA 4—0 Sigrar í bikarkeppninni hafa 1965 Valur-ÍA 5-3 fallið sem hér segir: 1966 KR—Valur 1—0 KR 7 sinnum 1967 KR—Víkingur 3-0 Fram 5 sinnum 1968 ÍBV-KRb 2—1 ÍA 4sinnum 1969 ÍBA-ÍA 1 —1 og3—2 Valur 4sinnum 1970 Fram—ÍBV 2—1 ÍBV 3 sinnum 1971 Víkingur—UBK 1—0 ÍBA 1 sinni 1972 l'BV-FH 2—0 ÍBK 1 sinni 1973 Fram-ÍBK 2—1 Víkingur 1 sinni 1974 Valur—ÍA 4—1 Til úrslita hafa þessi lið hins 1975 ÍBK-ÍA 1—0 vegar leikið: 1976 Valur-ÍA 3-0 ÍA 12sinnum 1977 Valur-Fram 2—1 Fram 10sinnum 1978 ÍA-Valur 1-0 KR 8 sinnum 1979 Fram—Valur 1-0 Valur 7 sinnum 1980 Fram-ÍBV 2-1 ÍBV 6 sinnum 1981 ÍBV—Fram 3—2 ÍBK 4sinnum 1982 ÍA-I'BK 2-1 Víkingur 2 sinnum 1983 ÍA-ÍBV 2-1 ÍBA 1 sinni 1984 ÍA—Fram 2—1 FH 1 sinni 1985 Fram—ÍBK 3-1 KRb 1 sinni 1986 27. úrslitaleikurinn: UBK 1 sinni • % • ^ V.#' Fallhlífarstökk Á bikarúrslitaleiknum munu nokkrir reyndir fallhlífarstökkv- arar sýna listir sínar. Munu 2 til 3 íslenskir stökkvarar koma svífandi inn á leikvöllinn kl. 13.45, ásamt kunnum banda- rískum stökkvara, Larry Bagley. Er hann raunar kunnur fyrir að stökkva með farþega, en óvfst hvort af því getur orðið að þessu sinni. Allir eru stökkvararnir reyndir, með mörg hundruð stökk að baki, og eru félagar í Fallhlífar- sambandi íslands. Úrslitin fara eftir dagsforminu - segir Jim Barron, þjálfari ÍA „Við leikum aldrei upp á jafn- tefli, heldur förum í hvern leik með því hugarfari að vinna. Lang- besti leikur okkar í sumar var í undanúrslitum Mjólkurbikar- keppninnar, þegar við unnum Val 3:1, og ef við náum að sýna slfkan leik gegn Fram á morgun í sjáifum úrslitaleiknum, þá þarf ekki að spyrja að leikslokum," sagði Jim Barron, þjálfari ÍA, f samtali við Morgunblaðið. Jim Barron tók við Skagaliöinu í vor og hefur fetað í fótspor fyrir- rennara sinna. ÍA er enn einu sinni í úrslitum bikarkeppninnar, en þetta er í 13. skipti, sem Skaginn leikur til úrslita. Framarar leika Jim Barron Forsala gengur vel FORSALAN á bikarúrslita- leikinn hefur gengið vel, en hún heldur áfram fram að leik. Miðasalan á Laugardals- vellinum verður opin f dag frá klukkan 10 til 16 og í fyrra- málið frá klukkan 10. Fólk er hvatt til að kaupa miða á for- sölunni til að forðast biðraðir skömmu fyrir leik og eiga á hættu að missa af fyrstu mínútum úrslitaleiksins. Bein lýsing á rás eitt - Bylgjan lýsir ekki að þessu sinni Á MORGUN verður úrslitaleikur- inn f Mjólkurbikarkeppninni, bikarkeppni KSÍ, og eigast þar við lið Fram og íþróttabandalags Akraness. Rfkisútvarpið mun lýsa frá leiknum og það verða þeir Samúel Örn Erlingsson og Ingólf- ur Hannesson sem annast þá lýsingu og verður lýst frá 14—16 á rás 1. Við höfðum samband við Einar Sigurðsson útvarpsstjóra hinnar nýju útvarpsstöðvar, Bylgjunnar, og spurðum hann hvort þeir hygð- ust lýsa beint frá leiknum. Einar kvað svo ekki vera að þessu sinni því þeir gætu það ekki vegna tæknilegra örðugleika enn sem komið væri, en það stæði allt sam- an til bóta og þeir hjá Bylgjunni hefðu fullan hug á að vera með íþróttafréttir og lýsingar í fram- tíðinni. Maður leiksins ÞRIGGJA manna dómnefnd velur mann úrslitaleiksins og hlýtur sá að launum ferð fyrir tvo til Amsterdam í boði Arn- arflugs. Þetta er í fyrsta skipti, sem maður úrslitaleiksins í bikar- keppninni hérlendis er valinn, en víða erlendis hefur þessi háttur verið viðhaföur og þykir mikill heiður að vera valinn. Leikmenn beggja liða fá verðlaunapeninga frá KSÍ til eignar og liðið sem sigrar fær að varðveita nýja bikarinn í eitt ár. sinn 11. bikarúrslitaieik á morgun, en þó þessi lið hafi oftast allra verið í úrslitum, þá hafa þau aðeins einu sinni áður mæst í bikarúrslita- leik. „Nú er keppt um nýjan og glæsilegan bikar og þess vegna er það skemmtileg tilviljun að ÍA og Fram, helstu bikarúrslitalið landsins, skuli leika í fyrsta skipti um þennan fagra grip. Leikir Fram og IA í 1. deildinni í sumar hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir. Við gerðum marka- laust jafntefli á Skaganum í fyrsta leik mótsins, en Fram vann okkur í Laugardalnum. Sá leikur gat farið hvernig sem var, en þeir náðu yfir- höndinni síðasta hálftímann. < Úrslitin á morgun fara eftir dagsforminu. Liðin eru að mínu mati mjög jöfn, þegar þau ná að sýna sitt besta, en því verður ekki neitað, að Fram hefur almennt átt bestu leikina í sumar. Þetta er sóknarlið og nafnarnir í Fram, Guð- mundur Torfason og Guðmundur Steinsson, hafa sýnt í sumar, að þeir eru hættulegustu framherj- arnir í 1. deild. En Pétur Pétursson og Valgeir Barðason hafa einnig staðið sig vel hjá okkur, þannig að eins og alltaf, verður þetta keppni um hverjir skora fleiri mörk. Við högum undirbúningi fyrir leikinn á morgun eins og fyrir hvern annan leik. Eg breyti hvorki liðinu né leikaðferð og vona að sjálf- sögðu, að allir i mínu liði geri sitt besta," sagði Jim Barron.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.