Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Jóhannes Páll II páfi um hinn vonda sjálfan: Satan er alheims- lygari og morðingi Vatikanið. Eftir Samuel Koo, blaðamann AP- frettastofunnar. SATAN, hinn vondi sjálfur, sem fölnað hefur í meðvitund krist- inna manna undanfarna áratugi, fékk fyrir ferðina í sumar hjá Jóhannesi Páli páfa II, er hann predikaði yfir pílagrímum. I upphafi fjallaði páfi um engla og endaði síðan á djöflinum. „Sat- an er alheimslygari og morðingi," sagði páfinn meðál annars. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem páfi gerir Satan að umtalsefni opinberlega. Páfí dró ímynd Satans sterkum dráttum í vitund áheyrenda sinna og sótti líkingar til Biblíunnar. Satan er „hinn illi“, „óhreinn andi“, „freistari“ og „And-Krist- ur“. Þá líkti hann honum við ljón, dreka og nöðru. Páfí sagði að Djöfullinn væri ennþá athafna- samur í mannlífínu, hann „freist- aði manna til illra verka . . . og sneri þeim brott frá lögmáli Drott- ins“. Itölsk blöð og tímarit gripu snarlega tækifærið og birtu frétt- ir og myndir af páfa, þar sem hann barðist við risavaxna skepnu með hom og hala vopnaða þríforki. Skýring páfa á tilveru og merk- ingu Satans kom í lok sex vikna fræðslu um Drottin, skapara „allra hluta, séðra og óséðra", þar með taldra engla og var skýring hans á líkum nótum og hefð- bundin skýring kirkjunnar. Kirkj- an kennir að Satan sé fallinn engill, genginn á vald hins illa. Afl sem á í stöðugri baráttu við hið góða og sem reynir að snúa siðferðiskennd manna sér í vil. Predikanir páfa um þetta efni komust í fréttimar einkum vegna þess að kenning kaþólsku kirkj- unnar um Satan hefur mikið til farið úr tísku undanfamar tvær aldir. Margir guðfræðingar nú til dags líta á frásagnir Biblíunnar um Satan sem líkingamál til þess að skýra nærveru hins illa í manni og heimi. Skoðanakannanir, sem teknar hafa verið í nokkmm evr- ópskum ríkjum undanfarin 15 ár, sýna að flestir þeir sem játa ka- þólska trú, taka ekki kenninguna um djöfulinn alvarlega. Páfí sagði að hann vildi búa trúaða undir heimsendi, eins og sagt er fyrir um í Biblíunni og „skýra hina sönnu trú kirkjunnar gegn þeim sem umsnúa henni, annað hvort með því að ýkja vald Djöfulsins úr hófí eða með því að neita eða draga úr hans illa valdi. Séra Corrado Balducci, þekktur sérfræðingur Vatikansins í djöfla- fræðum, sagði að ræður páfa hafí verið til þess ætlaðar að setja kenningu kirkjunnar um Satan í rétt ljós. Framsókn guðleysis í nútímanum mætti rekja til þess að vald hins illa væri vanmetið. Páfí sagði að Satan „hefði hæfí- leika til þess að villa um fyrir fólki og fá það til þess að neita tilvist hans í nafni skynsemis- Jóhannes Páll páfi II hyggju og allrar annarrar heim- speki, sem leitar allra leiða til þess að forðast að viðurkenna verk hans“. Balducci sagði einnig að kristin kirkja kynni að hafa lagt of mikla áherslu á tilvem Djöfulsins fram á 18. öldina og þannig gefíð for- lagatrú undir fótinn, jafnvel meðal kristinna manna. „En í nútíman- um hefur kenningin um Satan ekki lengur fylgi og því þarf að koma á jafnvægi á ný,“ sagði hann. Ónefndur embættismaður í Vatikaninu sagði að sér sýndist að páfanum hefði gengið tvennt til með því að vekja upp þessa umræðu. Annars vegar að kaþól- ikkar gleymdu ekki tilvem Satans og hins vegar það að kirkjan stemmdi stigu við djöfladýrkun og særingum með því að láta af- stöðu sína skýrt í ljósi. Færst hefur í vöxt að almenningur reyni að særa út djöfla og kirkjuyfír- völd hafa lagt áherslu á að særingar ættu að vera undir stjóm þeirra. Jón Páll lœtur sér ekki nœgja 1TONN 1 slncr bisvtiv nvivi iiim Þing Jafnaðarmannaflokksins í Niirnberg: Brandt endurkjör- inn formaður Nttrnberg, AP. WILLY Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, var endur- kjörinn formaður Jafnaðar- mannaflokksins með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða í gær. Hann hefur verið formaður flokksins undanfarin 22 ár. Ekk- ert mótframboð kom fram og var Brandt kjörinn með 398 atkvæð- um gegn 28, en fjórir sátu hjá. Brandt, sem er nú 72 ára að aldri, hefur verið leiðtogi jafnaðar- manna lengur en nokkur annar á þessari öld. Aðeins August Bebel, sem var formaður flokksins í fjóra áratugi á síðustu öld, hefur verið lengur formaður flokksins. Brandt hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1971 fyrir slökunar- og afvopnun- arstefnu sína, en þá gegndi hann embætti kanslara. Flokksþingið í Niimberg endur- kaus einnig báða varaformenn flokksins, Johannes Rau, sem fyrr í vikunni var kjörinn kanslaraefni flokksins í þingkosningunum í upp- hafí næsta árs, og Hans-Jochen Vogel, sem leiðir flokkinn á þinginu í Bonn. Þingið hefur samþykkt stefnu- yfírlýsingu, þar sem stefna Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, er harðlega gagnrýnd. Meðal annars er árás Bandaríkjanna á Líbýu 14. apríl í vor fordæmd, sem og stuðn- ingur þeirra við skæruliða, sem beijast gegn stjómvöldum í Nic- aragua, geimvamaráætlunin og staðsetning meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Þeir sem til máls tóku á þinginu, skoruðu á Bandaríkjamenn að end- urtaka ekki árásina á Líbýu, en um þann möguleika hefur verið rætt í Willy Brandt dagblöðum undanfarið. Jafnaðarmenn eru fylgjandi áframhaldandi þátttöku Vestur- Þýskalands í Atlantshafsbandalag- inu. Þeir vilja bann við tilraunum með kjamorkuvopn og skoruðu á Bandaríkjamenn að taka jákvætt í tillögur Mikhails S. Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, um afvopnun. ENSKA OG SPÆNSKA OG ÞÝSKA OG FRANSKA hefJ'ast^V '-'O Innritun kl. 9-20 ^ alla daga líkaum helgina!4 ^Æskuskólinn " 12 vikna námskeið| ) Viðskiptaskólinn ( , 10 vikna námskeið. Enskuskólinn 7 vikna námskeið ■ Evrópuskólinn 7 vikna námskeið. Túngata 5 25330 Erlendir Sanngjarnt kennarar. verð. Oll námsgögn innifalin. OG ITALSKA OG ISLENSKA OG MEIRI ENSKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.