Morgunblaðið - 30.08.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Ég kem til
ykkar vinir...
Valdimar Lárusson hringdi:
„Eg vil svara Pálínu Gísladóttur
sem spyrst fyrir um kvæði. Kvæðið
er eftir Valdimar Hólm Hallstað og
kom út í ljóðabókinni „Út í kvöld-
rökkrið" sem var gefin út í
Reykjavík árið 1933.
Kvæðið er í heild 7 erindi og
heitir „Eg er á förum“. Fyrsta er-
indið er á þessa leið:
Ég kem tii ykkar vinir
svo klökkur er í dag,
með kveðjuorð og fyrirbæn á vörum.
í hinsta sinni skulum við
kátir kveða lag,
og kveðjast svo því nú ég er á förum.
Síðasta erindi kvæðisins, sem
Pálína vitnar einnig í er þannig:
Og loksins þegar stjömumar
lýsa bláan geim,
é_g legg af stað og þakka horfnu árin.
Eg Ift til baka, vina
og horfi til þín heim,
í hinsta sinn og brosi gegnum tárin."
Perlufesti
tapaðist
Margrét hringdi og sagðist hafa
tapað tvöfaldri hvítri perlufesti á
afmælisdegi Reykjavíkurborgar,
18. ágúst. Sennilega tapaðist festin
einhversstaðar í Lækjargötu.
Finnandi getur hringt í síma 36180
og er fundarlaunum heitið.
Týndur
silfurhringur
Guðrún Sigurðardóttir hringdi
og sagðist hafa týnt silfurhring með
stórum ílöngum túrkissteini. Hring-
urinn tapaðist í vesturbænum eða
á leiðinni í Þingholtin, einhverntíma
í ágúst. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 22589.
Skjaldbaka
týndí
Hafnarfirði
0800-7128 í Hafnarfirði
hringdi:
„Fyrir viku álpaðist skjaldbakan
mín út úr garðinum og hefur ekki
sést síðan. Ég er mjög áhyggjufull
um afdrif hennar því þetta grey
heyrir ekki neitt og gæti hafa villst
eitthvað út í buskann og kannski
einhveijir krakkar fundið hana.
Þetta er frekar stór skjaldbaka,
u.þ.b. 22-23 sm löng. Þeir sem
kynnu að hafa orðið hennar varið
geta hringt í síma 51525 eða
21065.“
„Eru ársreikn-
ingar Sól-
heima réttir?“
Halldóra Gunnarsdóttir, að-
standandi vistmanns á Sólheim-
um hringdi:
„Vegna fullyrðingar forstöðu-
manns Sólheima í Velvakanda, 27.
ágúst, um að vasapeningar vist-
manna hafí ekki verið skertir, vil
ég leyfa mér að vitna í ársreikninga
Sólheima, en þar stendur undir liðn-
um „Skammtímaskuldir" að vasa-
peningar vistmanna séu árið 1984
kr.276.684 og árið 1985 sé þessi
skammtímaskuld enn fyrir hendi
og sé þá kr. 667.481.“
„Getur verið að ársreikningar
Sólheima séu ekki réttir? Ef þeir
eru réttir, sem hlýtur að ætla, fá
vistmenn þá greidda vexti af þessu
láni?“
Athyglisverð
erindi á
Kjarvalsstöðum
Gamall borgari hringdi:
„Ég er búinn að skoða Reykjavík-
ur-sýninguna á Kjarvalsstöðum og
var mjög hrifinn af henni. Á sýning-
unni eru flutt ansi skemmtileg og
fróðleg erindi, á laugardögum og
sunnudögum held ég, og ég heyrði
eitt þeirra fyrir tilviljun en ég hef
hvergi séð þau auglýst. Hvorki í
útvarpi né blöðum.
Mig langar að beina þeim tilmæl-
um til aðstandenda sýningarinnar
að þeir auglýsi þessi erindi betur
því þau eru mjög áhugaverð."
Skólastjóra-
deilan í Garði
Móðir og amma hringdi:
„I Morgunblaðinu 27. ágúst, seg-
ir að deilur hafi risið vegna ráðning-
ar skólastjóra í grunnskólanum í
Garði á Suðumesjum.
Er ekki ómaklegt að draga þessa
menn inn í þann lágkúruskap sem
fylgir ósvífínni hreppapólitík sem
gerir öll mál að deilumálum? Ég
hef líka sterkan grun um að foreldr-
ar barnanna hér deili ekki um þetta
mál, heldur aðeins fámennur hópur
fólks sem sættir sig ekki við að fá
ekki að ráða.
Þessir tveir ungu menn eru áreið-
anlega báðir mjög færir og ágætir.
Annar hefur tilskilda menntun og
meii'i reynslu en hinn og er ekki
eðlilegt og sjálfsagt að taka tillit
til þess, sem og ráðherra hefur
gert og hafi hann heiður fyrir. Það
er gott að vita af því að við eigum
mann sem þorir að ráða fólk eftir
menntun og reynslu en ekki pólitík.
En einu gleyma Jjeir sem vilja
deila um þessi mál. I hópi umsækj-
enda var kona sem búin er að kenna
við skólann í fjölda ára við mjög
góðan orðstír og hélt ég að hún
ætti annað skilið af Garðbúum en
að gengið væri framhjá henni við
þessa stöðuveitingu. Þetta sýnir
best hver lágkúra ríkir í kringum
þetta mál allt.
Ég er búin að eiga börn og bama-
börn í bamaskólanum hér í 40 ár
og tel mig því dómbæra um málið.“
Hættið að
tala um
veðurguði
2311-5182 hringdi:
„Mig langar til að spyija þá sem
alltaf eru að staglast á að „Veður-
guðirnir“ séu okkur hliðhollir eða
öfugt hveijir þessir guðir séu.
í heiðni var Njörður einn talinn
stjóma vatni og vindum. Þá fannst
líka sjómönnum ráðlegra að hafa
hann með í ráðum í baráttu þeirra
við Ægi. Kristnir menn trúa á einn
Guð almáttugan, skapara himins
og jarðar, en ekki neina ímyndaða
guði.
I sambandi við stórafmæli borg-
arinnar var sífellt verið að staglast
á því hve veðurguðirnir væm okkur
hliðhollir. Ættum við ekki heldur
að þakka skaparanum fyrir þessa
dýrlegu daga?
í öllum bænum hættið að tala
um þessa veðurguði. Lofíð í ein-
lægni þann sem hefur kærleikann
og valdið og máttinn bæði á himni
og jörðu.“
V/SA
ODYR fatnaour
Á ALGJÖRU LÁGMARKSVERÐI
H-húsið
AUÐBREKKU-KOPAVOGI 1
Opió: 10-19 virka daga/10-17á laugardögum
HRAÐLESTRAR
NÁMSKEIÐ
Vilt þú auðvelda þér námið og vinnuna?
Vilt þú margfalda lestrarhraðann?
Vilt þú eiga meiri frítíma frá náminu og vinnunni?
Vilt þú læra árangursríkar aðferðir í námstækni?
Svarir þú þessum spurningum játandi skaltu
ekki hika lengur, heldur drífa þig á næsta hrað-
lestrarnámskeið sem hefst þriðjudaginn 2.
september nk.
Skráning öll kvöld kl. 20.00—22.00 í síma
611096.
HraAlestrarskólinn
VERKSMIÐJU
norðan