Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 27 Guðmundur Bjarna- son — Minningarorð Fæddur 27. nóvember 1955 Dáinn 22. ágúst 1986 I dag er kvaddur hinstu kveðju æskuvinur minn Guðmundur Bjarnason frá Mosfelli. Frá því ég man eftir mér vorum við óaðskiljan- legir vinir og leikfélagar, en við ólumst upp á sitt hvorum bænum, Mosfelli I og II í Mosfellsdal. Margs er að minnast frá þeim tíma, t.d. er mér sérlega minnisstætt er verið var að byggja kirkjuna á Mosfelli, þar sem Guðmundur verður jarð- settur í dag. Saman horfðum við á þessa fallegu byggingu rísa og þótti okkur mikið til koma. Saman fórum við í marga veiðitúrana upp í Leir- vogsvatn og eru það ógleymanlegar stundir sem við áttum þar. Veiðin var oft misjöfn eins og gengur, en það skipti ekki höfuðmáli. Þá má einnig minnast reiðtúranna, sem farið var í á fallegum sumarkvöld- um um dalinn okkar góða. Við Guðmundur gengum saman í skóla, fyrst í barnaskólann að Brúarlandi og síðan að Varmá. Við vorum bekkjarfélagar enda aldurs- munurinn ekki mikill, aðeins vika á milli okkar. Við vorum fermdir sam- an að hausti til í kirkjunni á Mosfelli af séra Bjarna, föður Guð- mundar. Við vorum búnir að bíða spenntir eftir þeirri stund eins og svo margir aðrir, enda fermingin stór stund í lífí hvers unglings. En þar kom að leiðir skildu er ég flutt- ist til Reykjavíkur, og hittumst við félagarnir því miður alltof sjaldan eftir það. Eftir lifír því minningin um góðan dreng. Guðmundur var fæddur á Mos- felli 27. nóvember 1955, sonur séra Bjama Sigurðssonar og Aðalbjarg- ar Guðmundsdóttur, og eru böm þeirra auk Guðmundar: Hilmir sem er látinn, Bjarki, Þórunn og Sif. Ég of fjölskylda mín vottum for- eldrum, systkinum, sambýliskonu og öðmm aðstandendum okkar innilegustu samúð. Far |)ú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fynr allt og allt. (V. Briem) Magnús Benediktsson Fagran sumardag dró ský fyrir sólu. Hann hélt á brott, þangað sem fallegum, ungum manni hefur verið tekið tveim höndum. Harmi slegin sjáum við á bak Guðmundi Bjamasyni frá Mosfelli og söknuðurinn er sár. Hlýja hans og látleysi hafði mikil áhrif á okkur. Hæverskan, sem var hans aðall, er þegar að er gáð af rót virðingar fyrir því sem gott er og fallegt. Góður Guð gefí Sigrúnu, foreldr- um og systkinum Guðmundar styrk í þessari miklu sorg. Látum þennan skilnað kenna okkur og uppörva að ástunda og efla vináttu hver ann- ars. Góður Guð gefí að ástvinunum auðnist aftur að fínnast og gleðjast saman. Ásdís, Svanfríður, Hanna og Inga Birting afmæl- is- og minning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar tii birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þegar ég kveð Guðmund bróður minn hinstu kveðju í Mosfellskirkju- garði í dag koma ótal myndir upp í hugann. Ég sé lítinn fallegan dreng hlaupa hér um túnin og hjálpa til við heyskapinn. Kannski sest hann upp á dráttarvélina hjá Bergi vinnumanni og þeir fara að snúa heyi. Pabbi var nefnilega að slá úti á túni í alla nótt og það er brakandi þurrkur í dag. Það glamp- ar á allt í sólskininu, en það er eitt sem ber af öllu öðm, það er ljósa og fallega hárið á Guðmundi bróður mínum, það á engan sinn líka. Nú þarf hann að sækja kýrnar og leika sér við besta vininn sinn, hann Magga á Mosfelli. I dag sé ég líka glæsilegan og lífsglaðan ungling á ferð hér um staðinn. Hann ólgar af fjöri og þrótti og er tilbúinn að fara á hest- bak eða veiða uppi í Leirvogsvatni. Hann er harðduglegur til allrar vinnu og ósérhlífínn. Hárið er ennþá ljóst og fallegt. Það er sólskin og sumar í Mosfellsdal og Guðmundur og fóstbróðir hans, hann Nonni í Dalsgarði, ætla saman á hestbak í kvöld. Svo sé ég líka Guðmund og Sig- rúnu koma í heimsókn upp á Hvirfil til okkar Þóm. Guðmundur er byij- aður á skógrækt héma niðri í dalnum. Ég veit að hann og Sigrún eiga sér drauma um þennan gróður- reit. Mig langar að hjálpa þeim við að láta þessa drauma rætast. Og um næstu helgi ætla þau tvö saman í útilegu. Ég hef sjaldan séð fal- legra kæmstupar. Hún strýkur honum um ljóst hárið. Allar þessar stundir em liðnar. En þessar minningar og ótal fleiri geymi ég, og svo á ég líka lokk úr ljósu hári. Hann ætla ég að geyma sérstaklega vel. Bjarki Vinur okkar, Guðmundur Bjama- son, verður jarðsunginn í dag. Hann var sonur hjónanna Aðalbjargar Guðmundsdóttur og séra Bjama Sigurðssonar, fyrmm prests að Mosfelli í Mosfellssveit. Þar fæddist Guðmundur og þar hlýtur hann sína hinstu hvílu við hlið Hilmis bróður síns sem lést af slysförum fyrir sex ámm. Eftirlifandi systkini þeirra em Sif og Þómnn, sem em búsett- ar í Danmörku, og Bjarki sem býr í Mosfellssveit. Guðmundur var drengur góður og hvers manns hugljúfí. Andlát hans bar brátt að og í huga okkar hljómar sú spuming sem þeir þekkja svo vel, sem misst hafa vin fyrir aldur fram, spumingin af hveiju. Við henni er ekkert svar nú fremur en endranær, aðeins sorg og eftirsjá að góðum vini. Það var bjart yfír Guðmundi eða Gvendi, eins og hann var kallaður í vinahópi, og alls staðar var hann aufúsugestur. Gvendur var líka höfðingi heim að sækja og allir ævinlega velkomnir á hlýlegt heim- ili hans og sambýliskonu hans, Sigrúnar Magnúsdóttur. Guðmundur var búfræðingur frá Hvanneyri og mikill náttúmunn- andi. Hann var natinn við skepnur og þeir vom óteljandi reiðtúrarnir, langir og stuttir, sem hann fór um landið og þá undi hann sér best. Þrátt fyrir að Guðmundur væri mikill mannkostamaður og vel af Guði gerður var líf hans ekki dans á rósum. Hann háði harða baráttu fyrir tilveru sinni og við sjálfan sig og gafst ekki upp þótt á móti blési. Þar kom þó að Guðmundur tapaði baráttunni. Hann skilur eftir sig skarð í stóram vinahópi sem seint eða aidrei verður fyllt. Við söknum Guðmundar sárt en sárari er söknuður foreldra hans, systkina og sambýliskonu. Það er huggun harmi gegn að minningin lifír, minningin um góðan dreng sem dó svo ungur. Siggi og Ragnhildur Ég hitti Guðmund ekki, oft hin síðari árin vegna eigin Ijarvem við nám og hans við störf til sjávar og sveita. Ég man þó að eitt sinn ég rakst á hann á síðastliðnum vetri og tók í hönd hans. Man hve þykk hún var og vinnuþétt. Slík hönd og bjart yfírbragð hlýtur að hafa nóg að starfa í garðinum handan móð- unnar. Við, fjölskyldan í Túnfæti, vott- um foreldmm hans, systkinum, unnustu og öðmm aðstandendum og syrgjendum innilegustu samúð. Þorkell Jóelsson Sumir eiga stór og íburðarmikil hús. Það átti Guðmundur ekki. Hann átti stórt, saklaust hjarta. Guðmundi mági mínum kynntist ég fyrir 6 ámm og fyrir þessi kynni vil ég þakka. Þau vom alltof stutt. Aldrei mun ég gleyma Ijóshærða, fallega manninum sem brosti svo fallega með augunum sínum. Þóra Sigþórsdóttir Góður vinur er horfínn úr stómm vinahópi. I dag kveðjum við Guð- mund Bjarnason frá Mosfelli hinsta sinni. Það er eins og orð verði svo ósköp fánýt. Samt langar okkur að koma fáum, fátæklegum kveðjuorð- um á framfæri, lítilli kveðju til drengsins sem sleit með okkur bamsskónum héma í dalnum og var okkur svo oft samferða bæði í leik og starfi. Það hefur stundum verið sagt að lífið sé eins og íslensk veðrátta, risjótt og umhleypingasöm og skipt- ist á skin og skúrir. Ef til vill bjó Guðmundur við það veðurfar öðmm fremur. En aldrei minnumst við þess að svo þungbúið væri í lofti að hann flytti ekki með sér heiðríkju, birtu og yl með nærver- unni einni, þessi viðmótsþýði, brosmildi og elskulegi vinur okkar, sem ef til vill bar meiri þjáningu í bijósti en nokkurt okkar hinna. Guðmundur var einn úr hópi fímm systkina; bama Aðalbjargar Guðmundsdóttur og séra Bjama Sigurðssonar á Mosfelli í Mosfells- dal. Á Mosfelli var hann borinn og bamfæddur og búsettur meðan fað- ir hans var þar þjónandi prestur og leit alltaf á Mosfellsdalinn sem sitt heimkynni, þó hann flytti héðan búferlum fyrir nokkmm ámm. Þó vinir Guðmundar hér eigi um sárt að binda við fráfall hans er harmurinn þungbærari hjá hans nánustu, sambýliskonu hans, Sig- rúnu Magnúsdóttur, systkinum og foreldmm. f vanmætti okkar vottum við hans nánustu samúð og dýpstu hluttekningu á þessari þungbæm sorgarstund. I Dalsgarði mun minningin um brosandi ljúflinginn og vininn, Gvend press, sem hvarf svo langt fyrir aldur fram, halda áfram að ylja okkur þar til yfír lýkur. Vinir Jensína Olöf Sól- mundsdóttir - Kveðja Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Hún Sína-amma mín verður jarðsungin frá Hólskirkju í dag. Hún lést 23. ágúst sl. í sjúkrahús- inu í Bolungarvík, en þar hafði hún dvalið í tæpt ár. Mig langar að skrifa nokkrar línur til að minnast hennar. Hún fæddist í Hjarðardal í Dýra- firði 24. júní 1901. Foreldrar hennar vom Guðrún Pálmadóttir, fædd á Ingjaldssandi, og Sólmundur Guðmundsson, ættaður af Snæfells- nesi. Börn þeirra vom Guðmundur Magnús, Valdemar, Þuríður, sem dó á fyrsta ári, Páll og Jensína Olöf. Og fóstursonur þeirra var Bjami Gunnarsson. Þau systkini em nú öll látin. Amma flutti til Bolungarvíkur árið 1910 ásamt foreldram sínum og Páli bróður sínum. Þau festu bæði rætur og bjuggu hér til dauða- dags. Hér kynntist amma afa, Guðmundi Sigurjóni Ásgeirssyni, sem einnig hafði flust hingað frá Dýrafirði. Afí stundaði sjómennsku mestan hluta ævi sinnar en hann lést árið 1972, 78 ára gamall. Þau eignuðust íjóra syni: Sævar, sem er kvæntur Bjameyju J. Kristjáns- dóttur, Geir, kvæntur Unu H. Halldórsdóttur, Gunnar, kvæntur Ingibjörgu Pétursdóttur, og Rögn- valdur Karstein kvæntur Erlu Siguijónsdóttur. Þeir bræður búa allir í Bolungarvík nema Gunnar, sem býr í Reykjavík. Bamabömin em 13 talsins og bamabamabömin em nú þegar orðin 17. Amma vann lengst af í fiski, fyrst hjá Pétri Oddssyni og síðar hjá Einari Guðfínnssyni, þá fór hún líka til Sigluijarðar í síld. Síðustu ár sín á vinnumarkaðinum vann hún hins vegar í sjúkraskýlinu. Því starfi hefur hún gegnt með sóma og sinnt sjúklingunum af alúð og hlýju, en það vom eiginleikar sem hún átti í svo ríkum mæli. Amma tók mikinn þátt í fé- iagslífi bæjarins. Hún var meðal annars virkur félagi í kvenfélaginu Brautinni frá unga aldri og var heiðursfélagi þar síðari árin. Einnig starfaði hún í Slysavarnafélaginu og söng í kirkjukómum frá því hún var 16 ára og fram á sjötugsaldur. Heimili ömmu og afa var sérlega hlýlegt og þægilegt. Þar var alltaf tekið vel á móti öllum. Þau vom líka ófá sporin okkar bamabam- anna og síðar bamabamabamanna þangað. Ég man því miður lítið eft- ir afa mínum en þó get ég vitnað um það að hann var einstaklega bamgóður. Hann var hlýr og inni- legur og ég man að það var blik í augunum á honum þegar hann tók á móti okkur. Hann gaf sér ævin- lega góðan tíma til að sinna okkur bamabörnunum, enda var hann þá að mestu hættur að vinna. Eins og fyrr segir var afi farinn á undan ömmu yfir móðuna miklu, en minn- ing hans lifir á meðal okkar sem hann munum. Eftir að afi dó bjó amma ein í litla húsinu sínu. Ekki fækkaði ferð- um okkar þangað, enda móttökurn- ar alltaf jafn innilegar. Amma var geðgóð og glaðlynd manneskja. Hún var alltaf kát og létt og tók á móti gestum sínum opnum örmum. Hún var ánægðust þegar hún hafði sem flest af fólkinu sínu í kringum sig og í nógu að snúast við að gæða okkur á kræsingunum, sem hún átti alltaf nóg af. Hápunkturinn hjá henni var aðfangadagskvöld, þegar allir afkomendumir og makar þeirra, sem vom í plássinu, söfnuð- ust saman útfrá í litla húsinu og dmkku súkkulaði og með því. Þá var hún í essinu sínu og það geisl- aði af henni gleðin. En jafnvel á slíkum stundum gleymdi hún ekki þeim sem fjarstaddir voru og hún hitti sjaldnar, til þeirra hugsaði hún ævinlega hlýlega og minntist oft á þá. Það var alltaf viss stemmning sem fylgdi því að koma þama sam- an á aðfangadagskvöld. Það til- heyrði jólunum og það em ábyggilega fleiri en ég, sem fínnst það vanta eftir að amma hætti að halda hús. Það var einhver sjarmi yfír þessu húsi þessi kvöld, ólýsan- legur og vandfundinn annars staðar. En það var líka gott að vera einn með ömmu í góðu tómi, þá sagði hún manni margt skemmtilegt, enda var hún afar fróð og stálminn- ug og gat sagt mjög skemmtilega frá. Amma var ákaflega trygglynd og sannur vinur vina sinna og þótti mjög vænt um allt sitt fólk. Sem dæmi um tryggð hennar og hugsun- arsemi vil ég nefna að einu sinni fór hún fótgangandi, ásamt móður sinni, frá Bolungarvík til Dýrafjarð- _ ar um hávetur til að heimsækja bróður sinn sem þar lá veikur. Hún var einlæg og alúðleg og kom ævin- lega hreint fram við fólk. Amma var vinnusöm kona og myndarleg húsmóðir, henni féll sjaldan verk úr hendi. Þær vom ófáar stundirnar sem fóm í að pijóna á alla afkom- enduma, að ekki sé nú minnst á baksturinn og önnur húsmóður- störf, sem hún sinnti af miklum myndarbrag komin á nýræðisaidur. Nú er amma farin hinstu ferðina, þá ferð sem bíður okkar allra. Hún var sæl að fá hvíldina, löngum og ströngum degi var lokið. Hún hafði skilað sínu í lífinu og hennar tími var kominn. Amma mín hafði gott hjarta og hreina sál, þess vegna * veit ég að Guð tekur vel á móti henni. Þetta em fátæklegri skrif en hún amma mín á skilið en það getur verið erfitt að koma hugsunum sínum og minningum á blað. Það er hins vegar víst að í hugum okk- ar, sem hana þekktum, lifir fögur minning um góða konu sem við eig- um mikið að þakka. Blessuð sé minning ástkærrar ömmu minnar. Sólrún Geirsdóttir GENGIS- SKRANING Nr. 162 - 29.ágúst 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,620 40,740 41,220 Stpund 60,036 60,214 60,676 Kan.dollari 29,0132 29,218 29,719 Dönskkr. 5,2330 5,2475 5,1347 Norskkr. 5,5390 5,5553 5,4978 Sænskkr. 5,8729 5,8903 5,8356 Fi.mark 8,2377 8,2620 8,1254 Fr.franki 6,0379 6,0557 5,9709 Belg.franki 0,9553 0,9581 0,9351 Sv.franki 24,5068 24,5792 23,9373 Holl.gyllini 17,5351 17,5869 17,1265 V-þ.mark 19,7809 19,8393 19,3023 ítlira 0,02865 0,02874 0,02812 Austurr. sch. 2,8096 2,8179 2,7434 Port. escudo 0,2773 0,2781 0,2776 Sp.pesetí 0,3020 0,3029 0,3008 Jap.yen 0,26039 0,26115 0,26280 írsktpund 54,303 54,463 57,337 SDR (Sérst 48,9920 49,1371 49,9973 ECU, Evrópum.41,5319 41,6546 40,9005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.