Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 36. ÁGÚST 1986 * JL h y > > mnmn Við verðum að verða okkur úti »im framliðinn kött? Ég fellst á að þú megir á ný reykja í bílskúrnum, eftir kvöldmat! HÖGNIHREKKVISI ^HERSKÓliNN H6POR EOCl EINO 51NNI GETAP SÍOkKAÐ HANN TU./ * Um vanrækslu á börnum Gunnar Sandholt, yfirmaður fjölskyldudeildar félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar skrifar „Sunnudaginn 24. ágúst birtist í Velvakanda bréf frá konum á Mímisvegi um grát í bami sem líklega var vanrækt eða illa farið með. Af þessu tilefni vil ég minna á að aðstæður og aðbúnaður bama er ekki einvörðungu mál foreldra, heldur okkar allra. Þess vegna hafa verið sett lög um vemd bama. Böm Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á þvi, að ritstjómarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspumum f Velvakanda. eiga rétt á því að við skiptum okk- ur af ef foreldrar eða umsjáraðilar bregðast í umönnun bamsins. Þess vegna vil ég hvetja þessar ágætu konur til að hafa samband við starfsmenn fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur. Samkvæmt lögum um vemd bama og ungmenna nr. 53/1966 er hveijum manni sem verður var við illa meðferð á bömum eða van- rækslu þeirra, skylt að tilkynna um það til viðkomandi bamavemdar- nefndar. Hér í Reykjavík fer Félagsmálastofnun með slíkar til- kynningar í umboði nefndarinnar. Við höfum þá reglu að tilkynnand- inn nýtur fullrar nafnleyndar ef hann óskar þess. í framhaldi af slíkum tilkynningum könnum við nánar tilefhi þeirra, athugum að- stæður bamsins og foreldranna og gemm þær ráðstafanir sem tiltækar em til að breyta aðstæðum til hins betra. Mörgum er ekki kunnugt um þessa tilkynningaskyldu og láta hana því undir höfuð leggjast. Hitt er þó algengara að fólki hrýs hugur við að „kæra“ nágranna sína, ætt- ingja eða aðra fyrir bamavemdar- nefnd. Þetta er líklega vegna þess að fólk á auðveldara með að setja sig í spor foreldranna en þess bams sem líður fyrir vanrækslu eða harð- ræði. Rétt er að hafa í huga að bamavemdamefnd er ekki refsi- dómstóll. Flestir foreldrar sem við höfum samband við em fúsir til samvinnu um að breyta aðstæðum bama sinna til hins betra. Það þarf ekki endilega að vera vegna kæm- leysis, tilfinningaleysis eða ills innrætis sem illa er farið með böm, heldur liggja oftast nær allt aðrar orsakir þar að baki.“ Yíkverji skrifar Sl. vor var Ríkisútvarpið-sjón- varp hvatt til þess í þessum dálkum að kaupa sýningarrétt á píanótónleikum Vladimirs Horowitz í Moskvu, sem fram fóm í þeirri borg hinn 20. apríl sl. Víkveiji hef- ur nú séð upptöku af þessum tónleikum og gefur það tilefni til að minna forráðamenn Ríkisút- varpsins enn á þetta mál. Óhætt er að fullyrða, að tónleik- ar þessir hafa verið einstæður viðburður. Horowitz kom til Sov- étríkjanna í fyrsta sinn í 61 ár. Hann vildi koma þangað og leika fyrir landa sína áður en hann dæi. List hans er slík að henni verður ekki lýst með orðum. Hún er óskýr- anleg en áhrif hennar á hlustand- ann djúp og sterk. Það er furðuleg og um leið ein- stök sjón að sjá þennan aldraða mann ganga fram á sviðið. Áhorf- andinn veltir því fyrir sér, hvort hann hafi styrk til þess að ganga að flyglinum. Hann er ákaflega óformlegur í framkomu. En þegar hann setzt við flygilinn og byijar að spila hverfa allar vangaveltur um aldur hans eins og dögg fyrir sólu. Fögnuður Moskvubúa á þessum tónleikum var gífurlegur. Gamli maðurinn lék þijú aukalög. Margir grétu. Á þeirri upptöku, sem hér var um að ræða vom í hléi sýndar myndir af því, þegar Horowitz heimsótti heimili Scriabins, hitti þar dóttur hans og settist við flygil hans og lék á hann í nokkrar mínút- ur. Þessir tónleikar eins merkasta listamanns þessarar aldar, þegar hann heimsótti ættland sitt eftir langa útivist, em einstakur við- burður. Hér skal enn skorað á Ríkisútvarpið að kaupa rétt til sýn- ingar á þessum tónleikum í sjón- varpi. XXX Sumir þeir, sem koma nálægt stjómmálastarfi, em þeirrar skoðunar, að fyrirgangur í fjölmiðl- um skipti mestu og sé líklegastur til fylgisaukningar. Ungir fram- sóknarmenn hafa verið aðsópsmikl- ir á þessum vettvangi að undanfömu. Einn þeirra sagði í blaðaviðtali í fyrradag, að það ætti að skipta um alla þingmenn Fram- sóknarflokksins í næstu þingkosn- ingum og koma á nýtt þing með aiveg nýjan þingflokk! Víkveija er að vísu ekkert sárt um það, þótt einhveijir þingmenn Framsóknarflokksins hverfi af þingi en yfirlýsingar á borð við þessa og raunar fleira, sem frá ungum fram- sóknarmönnum hefur komið síðustu daga, em dæmi um það, þegar menn slá um sig á opinbemm vett- vangi í þeim tiigangi einum að vekja á sér athygli en hafa í raun ekkert að segja. Það væri leiðinlegt til þess að vita, ef unga kynslóðin í Framsóknarflokknum teldi, að yfir-' borðskenndar og innihaldslausar yfírlýsingar af þessu tagi séu væn- legastar til árangurs í stjómmálum. XXX Svo að aftur sé vikið að tónlistar- málum, þá hefur Víkveiji fregnað að Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir sé um þessar mundir í Lundúnum, þar sem hún æfir hlut- verk sitt í Aidu, sem íslenzka óperan mun frumsýna í bytjun næsta árs. Það verður gaman að fylgjast með því, hvemig þessari glæsilegu söngkonu tekst upp í því hlutverki. ' 4«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.