Morgunblaðið - 30.08.1986, Side 13
þýtt að hagkvæmara væri í sjálfu
sér að framleiða fyrir Bandaríkja-
markað en áður, hefði líka verið
ennþá hagkvæmara að framleiða
fyrir Evrópumarkað. Meira gengis-
sig hefði því mjög ólíklega leitt til
aukins framboðs á fiski til Banda-
ríkjanna.
Spurningar vakna þá um hvemig
unnt sé að tryggja langtímahags-
muni frystiiðnaðarins í Banda-
ríkjunum, því án efa mun innan
margra missera verða aftur hag-
kvæmt að framleiða fyrir þann
markað. Vel má vera að sölusam-
tökunum takist að beita frystihúsa-
menn fortölum einn og einn þannig
að þeir hafí langtímahagsmunina í
huga en líka er hugsanlegt að sölu-
samtökin þurfi að gera formlega
langtímasamninga við einstök
frystihús um framleiðslu fyrir
Bandaríkin. Það gæti þá væntan-
lega þýtt að þeir sem taka á sig
óhagkvæmari framleiðslu nú njóti
þess með hærra verði eða forgangi
þegar betur gengur. Slíkt fyrir-
komulag myndi hins vegar breyta
grundvailaruppbyggingir sölusam-
takanna.
Hæpið er að forráðamenn fisk-
vinnslunnar geti búist við því að
íslenska krónan fylgi dollaranum
frekar en verið hefur þar sem geng-
ið er nánast stöðugt miðað við
kaupvog erlendra mynta sem kemst
næst því að vera mælikvarði á út-
flutningsgengi. Gengissig umfram
það teygir um of á verðlagsmark-
miðunum og þá yrði tæpast unnt
að mæla hækkun framfærsluvísi-
tölunnar í eins stafs tölu á þessu
ári eins og allt kapp hefur verið
lagt á að ná til þess að skapa skil-
yrði fyrir batnandi lífskjörum án
verðbólgu.
Langtímalausnir
nauðsynlegar
Sá bráðavandi sem frystingin á
nú við að etja verður ekki leystur
nema með því að viðskiptabankarn-
ir sjái um að skuldbreyta lánum
þannig að fyrirtæki sem á annað
borð eru ekki of illa farin geti losn-
að út úr þeirri vanskilasúpu sem
er að sliga reksturinn. Hafa verður
í huga að bankarnir eru þegar að
lána mest af þessum peningum
beint til fyrirtækjanna sjálfra eða
óbeint með því að fjármagna við-
skiptafyrirtæki þeirra. Málið snýst
því e.t.v. fyrst og fremst um hvaða
vextir eru greiddir af fjármagninu,
hvort það eru háir vanskilavextir
eða venjulegir skuldabréfavextir.
Höfuðáhersluna verður að leggja
á að leysa mál frystingarinnar til
lengri tíma og þá kemur annars
vegar til það sem forráðamenn
hennar geta gert sjálfir þegar kem-
ur að næstu fiskverðsákvörðun og
í sambandi við önnur innri mál, og
hins vegar verða stjómvöld með
einhveijum hætti að greiða fyrir
aukinni eiginfjármyndun í atvinnu-
greininni (eins og í atvinnulífmu
yfirleitt).
Viðskiptahalli á þessu ári mun
snarminnka frá því sem var í fyrra
(jafnvel fara undir 2% af þjóðar-
framleiðslu) og á næsta ári eru
góðar horfur á því að jafnvægi geti
verið í utanríkisviðskiptum þrátt
fyrir óbreytt gengi krónunnar. Það
þýðir að í heild fær sjávarútvegur-
inn sömu aðstöðu og aðrar atvinnu-
greinar til þess að keppa um
vinnuafl, fjármagn og þjónustu og
verði hann undir í þeirri samkeppni
verður fyrst og fremst að leita inná
við til skýringa.
Hvaða kaupmáttur?
Kaupmáttur atvinnutekna á
mann jókst um 8% á árinu 1985 og
í apríl spáði Þjóðhagsstofnun 4,5%
aukningu í ár. Nú er ljóst að aukn-
ingin hlýtur að verða nokkru meiri.
Kaupmátturinn mældur á þennan
maslikvarða fer því langt með að
verða sá sami á þessu ári og hann
var á árinu 1982, en þá varð hann
hæstur. Kaupmáttur skráðra kaup-
taxta á hinum almenna vinnumark-
aði er hins vegar ennþá nærri
fjórðungi lægri en hann var þá, sem
sýnir að launaþróunin á þessum
erflðlcikatímum hefur verið allt
önnur en samist hefur um í samn-
ingum.
iiseí IVlíGA ,0K BUDAC[j1Aí)íJAJ éilQAJUWUOlíOhi
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986
Hinir almennu kauptaxtar VSÍ
og ASÍ eru notaðir beint í sífellt
minni mæli en fleiri og fleiri fyrir-
tæki hafa þess í stað komið sér upp
eigin launakerfum sem mörg hver
nota taxtana sem grunna. I sumum
tilvikum hefur verið samið sérstak-
lega um slík launakerfi milli
verkalýðsfélaga og samtaka vinnu-
veitenda, t.d. í fiskvinnslu, sauma-
skap, byggingariðnaði og stærri
verksmiðjunum, en oftast hafa fyr-
irtækin komið sér upp eigin launa-
kerfum án utanaðkomandi
aðstoðar.
I síðustu kjarasamningum var
samið um að stokka upp gildandi
launakerfi og því til undirbúnings
var ráðist í sérstaka launakönnun
sem nú er í fullum gangi. Markmið-
ið er að út úr næstu samningum
komi raunhæf lausn sem tryggi að
þeir sem hafa búið við kaupmáttar-
þróun eins og vísitala kaupmáttar
kauptaxta lýsir séu hækkaðir eitt-
hvað upp en að sem minnst röskun
verði í þeim fyrirtækjum sem borga
sínu fólki langt yfir almennum töxt-
um. Þannig má búast við því að
fyrirtæki þar sem heildartekjur fyr-
ir fulla vinnu eru um 20.000 krónur
á mánuði verði fyrir töluverðri
hækkun á launakostnaði, en reynd-
ar er vandséð hvemig slík fýrirtæki
eigi að óbreyttu að geta haldið
starfsfólki eins og ástandið er á
vinnumarkaðnum.
Vinnuafl ekki
stöðluð vara
Sérstaklega ber að forðast til-
raunir til þess að búa til nýja
almenna kauptaxta sem segja að
sama starf skuli greitt með sama
kaupi í öllum fyrirtækjum alls stað-
ar á landinu. Aðstæður eru svo
mismunandi í fýrirtækjunum að
þótt fólk eigi í meginatriðum að
vera að gera sömu hlutina, verður
alltaf einhver mismunur á milli fyr-
irtækja. Eins er vinnuafl fólk en
ekki stöðluð vara sem hægt er að
verðleggja eins og niðursuðudósir.
Starfsfólk er mismunandi eftir fyr-
irtækjum og mismunandi launakerfi
henta líka eftir því hvernig sam-
skiptin milli starfsfólks og stjórn-
enda ganga fyrir sig og eftir því
hvernig starfsfólkið hefur valist
saman.
Nýir samræmdir taxtar í stíl við
þá gömlu myndu einungis leiða af
sér nýja hringekju óformlegra
launakerfa, yfírborgana og launa-
skriðs, þar sem fyrirtækin og
starfsfólkið væru að bregðast við
þeim mismunandi aðstæðum sem í
raun eru í hveiju fyrirtæki.
Meginmarkmiðið í febrúarsamn-
ingunum var að skapa þær aðstæð-
ur að unnt væri að gera samninga
í framtíðinni sem leiddu til hóflegra
launabreytinga á vinnumarkaðnum
og þó ennþá minni verðbólgu þann-
ig að lífskjörin gætu batnað stig
af stigi. Það þýðir að í næstu samn-
ingum verður uppstokkunin á
launakerfmu að ganga fyrir en al-
mennar hækkanir að mæta afgangi
innan þeirra marka sem unnt er
að bæta lífskjörin um.
Það væru hinir raunverulegu
tímamótasamningar ef uppstokk-
unin á launakerfinu tækist með
farsælum hætti án þess að það hafi
í för með sér gengisfellingu eða
skuldasöfnun erlendis. Fýrir slíka
tímamótasamninga áttu febrúar-
samningarnir að búa í haginn og
enn sem komið er virðist dæmið
eiga að geta gengið upp.
Vandinn leysanlegnr
Nú þessa dagana er verið að taka
stóru ákvarðanimar um ríkisfjár-
málin, lánsfjármálin og þjóðhags-
áætlun. I sjálfu sér hefur alltaf legið
fyrir hvemig þessar ákvarðanir
þurfa að vera til þess að þjóna sem
framhald af febrúarsamningunum.
Utanríkisviðskiptin verða að vera
hallalaus, en það er grundvöllurinn
fyrir því að raunhæft sé að halda
stöðugu gengi og verðbólgunni í
eins stafs tölu.
Ríkisfjármálin verða að vera í
lagi og hallinn verður að fara undir
1% af þjóðarframleiðslunni. Stjóm-
málamennimir verða að finna leiðir
til þess að koma í veg fyrir útgjalda-
aukningu, því umtalsverðar skatta-
hækkanir eða hallarekstur þrengir
að atvinnulífínu og getu þess til að.
standa undir betri lífskjörum. Halla-
rekstur sem leiðir beint eða óbeint
til þess að leita verður á erlendan
lánamarkað hefur í för með sér við-
skiptahalla og gengisfellingar fyrr
en varir.
Ráðamenn verða að láta aðila
vinnumarkaðarins sem mest sjálfa
um að ákveða launa- og kaup-
máttarþróun og beita þess í stað
aðgerðum í peningamálum til þess
að markmiðin um hallalaus utan-
ríkisviðskipti og stöðugt gengi
haldi. Höfuðkapp verður að leggja
á að efla áfram innlendan sparnað.
Næstu kjarasamningar verða að
því leyti andstæða þess sem gerðist
í febrúar að ríkisvaldið mun líklega
sem minnst hafa af þeim bein af-
skipti heldur miklu frekar óbéin
afskipti. Uppstokkun á launakerf-
inu er þess eðlis að aðilar vinnu-
markaðarins verða að ráða sjálfir
fram úr því. Þess mun fyrst og
fremst verða vænst að stjórnvöld
korrii saman fjárlögum án umtals-
verðra skattahækkana eða halla-
reksturs og að áætlanir og loforð
ráðamanna standist um það sem
að þeim snýr. Að því leyti munu
stjómvöld koma mikið við sögu við
samningsgerðina og miklar spurn-
ingar vakna vegna þess að ný
ríkisstjóm tekur væntanlega við
áður en næsta samningstímabil
rennur út og er þá óbundin af gerð-
um núverandi stjómar.
Ekki verður annað séð en að þau
viðfangsefni sem framundan em á
sviði efnahagsmála, vinnumarkaðar
eða atvinnumála séu leysanleg á
farsælan hátt. Sú tilraun sem
ákveðið var að gera með kjara-
samningunum í febrúar á að geta
tekist og að það á að vera hægt
að horfa fram á að lífskjörin geti
batnað stig af stigi samhliða lágri
verðbólgu.
Höfundur er hagfræðingur
Vinnuveitendasambands íslands.
Ráðstefna um hjúkrun:
Hjúkrun í þátíð,
nútíð og framtíð
HJÚKRUNARFÉLAG íslands og
Félag háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga boða til ráðstefnu
á Hótel Sögu 1. september nk.
Fyrirlesari verður Dr. Maryann
F. Fralic. Hún er varaforseti
Robert Wood Johnson háskóla-
sjúkrahússins í New Jersey í
Bandaríkjunum.
Ráðstefnan ber heitið ,,Hjúkran
í þátíð, nútíð og framtíð". I fréttatil-
kynningu frá félögunum segir að
fjallað verði um efni sem nú em
efst á baugi í hjúkrunarfræðum.
Ráðstefnan er opin öllum hjúkr-
unarfræðingum.
Dr. Mariann F. Fralic, fyrirlesari
á ráðstefnu hjúkrunarfræðinga.
Horfur á lækkun
kaffiverðs á næsta ári
leiðingum uppskerabrestsins á
verðlag hérlendis. Brasilía framleið-
ir fjórðung alls heimsmarkaðarins
og hefur uppskeran þar afgerandi
áhrif á heimsmarkaðsverð. Helgi
gat þess, að það sem komið hefði
í veg fyrir frekari verðhækkanir
hérlendis hefði verið stöðugt verð
dollarans.
Um horfúmar á næsta ári sagði
Helgi, að uppskeruhorfur væra góð-
ar í Brasilíu í ár og yrði uppskeran
góð ætti það að skila sér í lægra
heimsmarkaðsverði, þ.a. það væri
viðbúið, að verð á kaffi hérlendis
lækkaði eitthvað á næsta ári.
Hefur tvöfaldast
á þessu ári
í KJÖLFAR uppskerubrests á
kaffibaunum í Brasilíu á siðasta
ári og verðsprengingar í nóv-
ember hefur kaffiverð hérlendis
tvöfaldast frá áramótum. Hins
vegar er búist við að kaffiverð
lækki á næsta ári.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Helgi Bergs, framkvæmdastjóri
Kaffíbrennslunnar á Akureyri, að
ekki væri gert ráð fyrir frekari af-
lýsendur greitt reikninga
sina með greiðslukortum
frá VISA eða EURO.
VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA VIÐSKIPTI.
Auglýsingadeild, Áskrift Afgreiðsla,
sími 22480. 691140 - 691141 sími 83033