Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Nýtt fyrir- tæki í jarð- borunum NÝ'IT fyrirtæki í jarðborun, ís- bor hf., mun hefja starfsemi sina um miðjan september. Að sögn Friðfinns Daníelssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, lítur vel út með verkefni. „Þetta er spuming um markaðssókn," sagði hann. F'yrirtækið hefur keypt jarð- bor frá Bandaríkjunum og er ætlunin að sinna verkefnum um allt land. Hæsta meðalverð síðan í maí GUÐMUNDUR Kristinn SU seldi f gærmorgun 37 tonna afla í Grimsby fyrir 2.534 þúsund krónur. Meðalverð fyrir hvert kíló var 68,70, sem er mjög gott verð og hæsta verð sem fengist hefur fyrir fiskafla síðan í maí. Guðmundur Kristinn var með 26>/z tonn af þorski og fyrir hann fengust 77,45 krónur fyrir hvert kíló. Jttur£unblnbít> FRÁ OG með 1. september kostar áskrift Morgunblaðs- ins kr. 500 á mánuði. í lausasölu kr. 50 eintakið. Grunnverð auglýsinga verð- ur frá og með sama tíma kr. 330 dálksentimetrinn. Jafnmikil steypa íflughlöðin FRAMKVÆMDIR við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eru í fullum gangi. Um þessar mundir er unnið að því að steypa flug- hlöð og fara f þau 10 þúsund rúmmetrar af steypu eða jafnmikil Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson og í 120 venjuleg einbýlishús steypa og í 120 venjuleg einbýlishús. Myndin sýnir vel útlit nýju flugstöðvarinnar. Glugginn á stöðinni er engin smásmíði en hann er 400 fermetrar og mun vera einn sá stærsti í Evrópu. Morgunblaðið/Júlíus Steypubifreið steyptist um OKUMAÐUR steypubifreiðar missti stjórn á farartækinu á Reykjanesbraut í gær og valt bifreiðin á hliðina. Ohappið varð við Krýsuvíkurafleggjara og eru nánari tildrög slyss- ins ekki kunn. Ökumaðurinn meiddist nokkuð í veltunni og var fluttur í slysadeild. Húsnæðisstofnun: Lífeyrissjóðirnir keyptu spariskírteini fyrir 204 milljónir á einum degi MIKIL sala hefur verið undan- farna tvo daga á spariskírteinum ríkissjóðs, merktum Húsnæðis- stofnun. Lífeyrissjóðirnir hafa fest kaup á spariskírteinum fyrir 256 milljónir og 590 þúsund krónur og aðeins í gær voru seld spariskirteini fyrir 204 milljónir. Hjá Byggingarsjóði ríkisins keyptu sparisjóðirnir spariskírteini að upphæð 193.390.000 króna en af Byggingarsjóði verkamanna fyr- ir 63.200.000. Þessi miklu kaup lífeyrissjóðanna hafa í för með sér mikið fjárstreymi úr bönkunum, þar sem sjóðirnir geyma sitt fé. Lausafjárstaða bank- anna hefur verið góð á þessu ári, en þessar úttektir ganga mjög á þá stöðu. Það bætir heidur ekki úr Kindakjötið: Lítur út fyrir 4.150 tonna framleiðslu umfram neyslu REIKNAÐ er með að offramleiðsla á kindakjöti i haust verði 4.150 tonn. Möguleikar eru að selja að hámarki 2.550 tonn til Evrópu sam- kvæmt föstum viðskiptasamningum landanna og eru þá um 1.600 tonn eftir af umframbirgðunum sem ekki er vitað um neinn markað fyrir en talin er þörf á að koma úr landi. Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur að undanfömu verið að fjalla um vandamál í sölu dilkakjöts. Sam- kvæmt upplýsingum Auðuns Bjarna Ólafssonar framkvæmdastjóra nefndarinnar Iítur dæmið þannig út: Útlit er fyrir að birgðir við upp- haf siáturtíðar í haust verði 2.400 tonn og að um 12.200 tonn komi út úr slátruninni. Samtals eru þetta 14.600 tonn. Innanlandssalan á næsta verðlagsári er áætluð 9.500 tonn, rýrnun 150 tonn og æskilegar birgðir við upphaf sláturtíðar 1987 eru taldar vera 800 tonn. Eru þá eftir 4.150 tonn sem er líkleg of- framleiðsla í haust. Fastir viðskiptasamningar eru um sölu á 2.550 tonnum til Evrópu: 600 tonn til Noregs, 650 tonn til Svíþjóðar, 700 tonn til Færeyja og 600 tonn til Evrópubandalagsríkj- anna. Auðunn Bjami sagði að afskaplega litlir möguleikar virtust vera til að selja þau 1.600 tonn sem þá eru eftir fyrir viðunandi verð, en nauðsynlegt væri að kanna það til hlítar því nauðsynlegt væri að koma þessum birgðum úr landi. Birgðir af nautakjöti hafa verið að safnast upp undanfarna mánuði. Auðunn Bjarni sagði að æskilegt væri að selja birgðimar úr landi til að létta á markaðnum, en ekki væri vitað um neina markaði fyrir kjötið. Sömuleiðis teldu kjúklinga- bændur þörf á að grynnka á birgðum kjúklingakjöts með út- flutningi. Sjá ennfremur „Búvörar hækka um 3%“ á bls. 4. skák, að þessar úttektir fara saman við það þegar greiðsla söluskatts til ríkissjóðs fer fram, en þá taka fyrirtæki mikla fjármuni út af reikningum sínum og hefur greiðsla söluskattsins ávallt í för með sér lægð í lausafjárstöðu bankanna. I samtali við Eirík Guðnason, hagfræðing hjá Seðlabankanum, sagðist hann ekki treysta sér tii þess að meta hvaða áhrif þetta myndi hafa á stöðu bankanna gagn- vart Seðlabankanaum, en sjálfsagt kæmi þetta mörgum illa, en á hitt væri að líta, að þetta er hlutur, sem engum ætti að koma á óvart og hefðu bankarnir sjálfsagt gripið til einhvers aðhalds á útlánum þrátt fyrir aukningu innlána. Eiríkur gat þess, að yrði viðskiptabanki uppi- skroppa með lausafé, og lenti í yfirdrætti hjá Seðlabankanum, sem Seðlabankinn telur óviðunandi, yrði viðkomandi banki að útvega sér lán hjá öðram banka, en slíkt gæti eins og gefur að skilja reynst æði erfitt. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins, hefur mikið verið spurt um spari- skírteini ríkissjóðs hjá Fjárfesting- arfélaginu, en salan hjá þeim hefur þó verið minni en menn áttu von á; töluverð sala en ekkert óvenju mikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.