Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 18
18“ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Spá um atvinnu- horfur lækna Á vegum læknafélaga Norðurlandanna hefur um nokkurra ára skeið verið starfandi vinnuhópur, sem meðal annars vinnur að reglulegum framtíðarspám um fjölda lækna og atvinnuhorf- ur. Fulltrúi Læknafélags Islands í hópnum hefur verið gjaldkeri félagsins, Sveinn Magnússon læknir við Heilsugæsluna i Garðabæ og kynnti hann síðustu spár hópsins á aðalfundi Lækna- félags íslands á Sauðárkróki 22.-23. ágúst sl. Spáin bendir til offjölgunar lækna innan fárra ára. I árslok 1985 voru 693 læknar starfandi á íslandi og 290 íslensk- ir læknar starfandi erlendis. Við gerð spárinnar var gert ráð fyrir því, að 60 læknastúdentar útskrifuðust frá Háskóla Islands 1986, 50 útskrifíst 1987 og 1988 en frá og með 1989 hafi fjöldatakmarkan- ir haft áhrif og 36 útskrifist. Gerð var ráð fyrir óbreyttum aldri við upphaf náms, svo og óbreyttum eftirlaunaaldri, jafnfram var ekki gert ráð fyrir fjölgun íslenskra lækna erlendis. Að gefnum þessum forsendum um fjölgun lækna, var gert ráð fyrir að eftirspum eftir læknum, þar er aukning á stöðugildum, yrði 2,5% á ári fram til 2010. Þær forsendur sem áður eru nefndar eru allar umdeilanlegar og gætu breytingar á þeim haft áhrif til beggja átta, en útkoman sést á eftirfarandi töflu, þar sem meðal annars má sjá, að atvinnulausir iæknar á íslandi verða flestir um 1995, alls 150. Framboð og eftirspurn eftir læknum á íslandi framti!2010 Ár Framboð Eftir- spurn Atvinnu- lausir 1985 685 685 0 1990 890 775 115 1995 1025 875 150 2000 1130 990 140 2005 1215 1120 95 2010 1330 1270 60 1400 ____ 1300 - 1200 . 1100 - 1000 900 800 - 700 FRAMBgp- ,-D EFTiRáPURN ....f 600 ■ . 1985 1990 1995 ----r-y 2000 ..... 2005 2010 Hópurinn hefur gert svipaða spá fyrir hvert hinna Norðurland- anna. I Danmörku eru nú þegar 400 atvinnulausir læknar. Er reiknað með að þar nái atvinnuleysi lækna hámarki um 1995 og verði þá um 1.700 atvinnulausir. í Finnlandi er spáð atvinnuleysi, sem nái hámarki um 2005, þar verði þá 2.600 læknar atvinnulausir. Á sama tíma muni atvinnu- leysi einnig ná hámarki í Noregi og Svíþjóð og vera um 2.100 í Noregi en 3.500 í Svíþjóð. Fyrir öll Norðurlöndin lítur þetta þannig út: NORÐURLÖND Framboð og eftirspum eftir læknum Ár Frambod Eftirepurn Offramboð 1985 56.300 55.500 56.800 -1.300 1990 65.600 63.800 61.000 + 2.800 1995 72.800 70.900 64.100 + 6.800 2000 79.100 76.900 67.900 + 9.000 2005 83.300 81.000 71.600 + 9.400 2010 85.000 82.600 75.800 + 6.800 »4 B2 - •O 78 70 74 72 70 - «8 «2 CO - sa 50 - Fjöldi lækna í þús. Ef tlrspurn /..- aooB 2010 1025 1020 1005 2000 Þessi þróun í átt að offjölgun lækna hefur meðal annars orðið til þess að yfirvöld hafa dregið úr fjölda læknastúdenta á Norðurlöndun- um, til dæmis í Danmörku úr 620 í 400, í Svíþjóð úr 1026 í 845. íslendingar munu mennta hlutfallslega flesta lækna fram til 2010, þrátt fyrir takmörkun við 36 læknanema á ári. FJÖLDIÍBÚA Á LÆKNIÁ NORÐURLÖNDUNUM FRAM TIL 2010 Ár Danmörk Finnland tsland Nores-ur Svíþjóð Medaltal 1985 350 470 350 450 390 410 1990 310 400 270 380 34C 350 1995 300 350 230 330 300 320 2000 290 320 210 300 270 290 2005 280 300 200 270 260 270 2010 280 300 180 260 250 270 Takmarkanir n ágran nalan d anna lækna á fslandi árlega í stað 36. inn i læknadeildir myndu saxnsvara útskrift 20—22 Staðarsel, fegursta gata Reykjavíkur 1986. Reykjavík: j Umhverfismálaráð veitir viður- \ kenningu fyrir snyrtilegt umhverfi Umhverfismálaráð Reykjaví- kur hefur veitt 13 aðilum viður- kenningu fyrir gott framtak í fegrunarmálum í borginni. Viðurkenningu sem fegursta gata Reykjavíkur hlaut Staðarsel í Breiðholti og viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við fjölbýlishús hlutu Qölbýlishúsin við Miðleiti 5 til 7 og fjölbýlishús við Flyðru- granda 2 til 10 og 12 til 20. í umsögn dómnefndar segir m.a. að bygging hússins við Miðleiti sé glæsileg og lóðarfrágangur einstak- lega skemmtilegur. Haldist hann í hendur við byggingarframkvæmdir og telji matsmenn að slíkt sé til fyrirmyndar. Dómnefnd telur húsin við Flyðrugranda falla vel að um- hverfi sínu og veita skjól gegn hafgolunni. Þá segir að leikaðstaða bama sé góð. Frágangur svo og viðhald sé til fyrirmyndar. Fyrirtæki og stofnanir, sem fá viðurkenningu fyrir snyrtilegt um- hverfi em: Póstur og sími, Ármúla 25, Hitaveita Reykjavíkur, Grensás- vegi 1, Kristján Siggeirsson hf. Hesthálsi 2 til 4, _Smith og Norland' hf. Nóatúni 4, ísól hf., Skipholtil • 17, Tollvörugeymslan hf. Héðins- Gerfihnattamóttökuskermar: Hátt í 50 seldir en að- eins leyfi fyrir 18 MÓTTÖKUTÆKJUM fyrir sjónvarpsefni sem sent er um gervi- hnetti hefur fjölgað nokkuð í sumar, en verulegur hluti þeirra hefur ekki verið skráður. Samgönguráðuneytið hefur veitt leyfi fyrir 18 skermum, en seljendur segjast hafa selt um 50. Tveir aðilar flytja inn móttöku- tæki, Hljómbær hf. og Rafeind sf. Þorvaidur Sigurðsson hjá Hljómbæ sagði að þeir hefðu selt um 20 tæki, og Amar Hákonarson hjá Rafeind sagðist hafa selt um 30 skerma í sumar. Að sögn Halldórs S. Kristjánssonar skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu hafa aðeins verið veitt 18 leyfi til að setja upp skerm. Leyfið kostar nú um 5 þús- und krónur. Helstu skýringamar sem þeir gátu gefið á þessum misbresti á skráningum voru að ekki væri búið að afgreiða alla skermana, nokkur leyfi bíði afgreiðslu í ráðuneytinu, auk þess sem sumir skermamir væru hjá söluaðilum úti um land, sem ekki þurfa að skrá þá strax. Amar sagðist hafa áætlað í vor að markaður hér á landi væri fyrir 150 skerma í ár, og var hann bjart- sýnn á að sú spá stæðist, þar sem sala myndi væntanlega aukast með haustinu. Bar þeim Amari og Þor- valdi saman um að kaupendur væru aðallega fyrirtæki, einkum skemmtistaðir og hótel, og svo bet- ur stæðir einstaklingar. Minna væri um að fjölbýlishús eða íbúar við götur keyptu móttökubúnað. Tækjabúpaður af einföldustu gerð kostar um 165 þúsund. Það er skermur og einn móttakari, en þannig geta notendur áðeins horft á eina rás í einu. Ef fleiri móttakar- ar eru tengdir við skerminn er hægt að horfa á fleiri rásir í einu. Hver viðbótarmóttakari kostar 40 til 50 þúsund. Leyfi fyrir fyrsta skerminum var veitt 14. mars í vor. Samkvæmt lögum mega mest 36 notendur tengjast hverjum móttökuskermi. Sjónvarpsefnið kemur um gervi- hnöttinn Eutelsat F-l, sem flytur 10 sjónvarpsrásir. Annar sjónvarps- gervihnöttur fórst með Ariane- eldflaug nýlega, þannig að ekki verða aðrir hnettir á lofti fyrr en í fyrsta Iagi á næsta ári þar sem bæði bandaríska geimskutlan og evrópsku Ariane-flaugamar hafa verið kyrrsettar vegna óhappa, að sögn Gústafs Amar, yfirverkfræð- ings hjá Pósti og síma. Notendur hér á landi verða að verða sér úti um leyfi hjá rétthafa efnisins til að horfa á efnið, og er seljendum móttökutækjanna skylt að skila þeim þannig frá sér að kaupandinn geti aðeins horft á þær rásir sem hann hefur fengið leyfi til að horfa á. Má aðeins selja þann- ig tæki hér að það sé hægt að loka rásunum, en söluaðilum bar saman um að það væri lítið mál fyrir kunn- áttumenn að breyta því aftur. í gegnum þennan eina gervihnött senda 12 stöðvar. Tvær frá Bret- landi, Sky Channel sem sendir út skemmtiefni 18 tíma á sólarhring og Music Box sem sendir út tónlist allan sólarhringinn. Þessar stöðvar virðast einna vinsælastar, að sögn viðmælenda blaðsins, þrátt fyrir að útsending Sky Channel sé send út brengluð, þannig að það þarf að kaupa sérstakt tæki til að ná send- ingunni og kostar það um 40 þús. krónur stykkið. Einnig em allvinsælar tvær stöðvar sem senda út frá Hollandi. Europa TV sendir út tónlistarefni og kvikmyndir. Hin rásin, Film Net, var einnig oft nefnd til þrátt fyrir að hún veiti engin leyfi til að horfa á það efni sem hún sendir út en það em nær eingöngu banda- rískar bíómyndir. Sama gildir um svisshesku stöðina Teleclub. Tvær stöðvar em á svokölluðum austur- geisla gervihnattarins, sem sést illa hér. Á þeim geisla em önnur þýska stöðin, 3 Sat, og stöð frá Lúxem- borg, RTL-Plus. Hin þýska stöðin, SAT 1, sendir út fréttir, fræðslu- og skemmtiefni á þýsku. Þá nást einnig sendingar ítalska sjónvarpsins, RAI, sem ekki virtist mikill áhugi fyrir. Þá er aðeins ótal- in rás TV-5, sem er ein rása franska sjónvarpsins. Hún sendir mikið út menningarefni, og er öllum heimilt að horfa á hana. Um hennar rás senda einnig tvær aðrar stöðvar. Önnur, New World Channel, sendir út kristilegt efni á sunnudags-, mánudags- og þriðjudagsmorgnum, en hin, World Net, er á vegum Menningarmiðstöðvar Banda- ríkjanna, og fer um hana frétta- sending frá kl. 12 til 14 alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.