Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 26 Minning: Halldór Gíslason frá Kambshóli Fæddur 25. september 1919 Dáinn 20. ágríst 1986 Halldór Gíslason var fæddur 25. september 1919 á Valdarási í Víðídal. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Guðmundsson frá Skárastöð- um í Miðfírði og Halldóra Steinunn Pétursdóttir frá Melum í Ames- hreppi, Strandasýslu. Arið 1916 flytja þau hjón með 6 böm í Valdarássel og búa þar í 3 ár en 1919 að Valdarási og þar fæðist yngsti sonur þeirra, sá er við nú kveðjum í dag. Stuttu eftir fæðingu hans veiktist móðir hans af banvænum sjúkdómi og er hún dáin á fyrsta aldursári hans. Og við kistu hennar er hinn ungi sveinn skírður nafni móður sinnar. Svo ungur missti Halldór móður sína. Urðu þá mikil þáttaskil í lífí fjölskyldunnar. Einstaeður faðirinn með sjö böm, flest í ómegð, treyst- ist ekki til að halda búskap áfram því hart var mjög í ári. Er því heim- iiið leyst upp og yngri bömunum komið fyrir hjá vinum og vanda- mönnum. Elsti sonurinn fer í vinnumennsku og dóttirin, sem er 15 ára, fer einnig í vinnumennsku að Hvarfí í Víðidal og hefur með sér ungan bróður sinn, Halldór, ársgamlan. Þar elst hann síðan upp til fullorðinsára í skjóli systur sinnar, sem alla tíð var honum sem móðir, meðan hann þurfti á að halda, og í systurhlutverki þegar árunum fjölgaði og hún þá tekin við húsmóðurstörfum á því góða heimili. Halldór var snemma verkmaður góður, fylginn sér og hvatur til orðs og æðis, léttur í lund og drengur góður. Hann hafði næmt tóneyra og góða söngrödd, unni æskuheim- ili sfnu og mat það mikils. Tuttugu og átta ára festir hann ráð sitt og gengur að eiga Elín- borgu Halldórsdóttur frá Másstöð- um í Vatnsdal, vel gefna og mæta konu. Gifta þau sig á afmælisdag- inn hans, 25. september 1947. Stofna þau fyrst heimili að Litlu- Ásgeirsá en eftir 3ja ára búskap þar kaupa þau jörðina Kambhól, sem var kotbýli húsalaust og hafði staðið í eyði í nokkur ár. Ungu hjón- in hefla hér iandnámsstarf með nýrri og aukinni ræktun um tún og haga, byggja upp öll hús að vandaðri gerð og gera kotið sem var að góðbýli. Fénaðinum fjölgar og verður afurðaríkur. Búsæld er góð, iðnar hendur fítla um gróður og garða og snyrtilegt handbragð er utan bæjar og innan. Hjónin eru samhuga og samhent njóta þau unaðar við lausn viðfangsefna sinna. En tíminn líður og árunum fjölg- ar, viðhorfín breytast, nýir einstakl- ingar koma inn í myndina, önnur áform skapast og verða til. Tvö böm þeirra eru að vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstakl- ingar. Dóttirin flyst að heiman og sest að á Hvammstanga en sonur- inn er heima, arftakinn. Samhuga vilja þau gefa honum olnbogarými. Þau láta honum eftir ábýlisjörð sína og flytja til Hvammstanga, þar sem síðar verður starfsvettvangur þeirra eftir því sem til féll. Þetta er lífsins saga, stutt og fáorð. En minningin um góðan dreng, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, lifir. Geymir sögu af grand- vörum manni, sem ekki sóttist eftir vegtyllum, en vann glaður við sitt, ljúfmenni í framkomu, verkhagur, glaður í viðmóti og trúverðugur. Þegar ég set þessar hugleiðingar á blað þá þrengja sér fram í hug- ann gamlar minningar frá löngu liðnum dögum. Þegar fyrstu kynni mín verða við það góða fólk, sem Halldór var vaxinn frá, foreldra hans og systkini. Það var á vordögum 1916 að myndarleg hjón með sex böm koma á æskuheimili mitt. Þetta fólk er að flytja búferlum í Valdarássel, lítið býli, örreytiskot í næsta ná- grenni við heimili foreldra minna. Snemma tókst góð kynning á milli heimilanna og þessara nýju ná- granna. Enda vorum við systkinin á líkum aldri og bömin í Selinu, eins og það var kallað þá. Elsti sonurinn var einu ári eldri en ég og systir hans var jafngömul mér, yngri systkinin vom á líkum aldri og yngri bræður mínir og syst- ur. Með okkur öllum tókst góð vin- átta. Við lékum okkur saman og skiptumst á ánægjulegum heim- sóknum með boðum hvors til annars. Þetta er löngu liðin tíð en gleymist ei. Eg hugsaði ekki um það þá, en hef síðan oft leitt hugann að því. Hvemig hægt var að framfleyta stórri fjölskyldu á jafnlitlu býli og þægindasnauðu sem þetta hálsakot var. En samheldni og nægjusemi gaf hlýju í litla húsið og iðinn hönd bar björg í garða. Þessa góðu eðliskosti hlaut ríku- lega í arf sá sem kvaddur er hinstu kveðju í dag, minning hans er sem góðilmur öllum sem honum höfðu kynni af. Við blessum því minningu um mætan mann og góðan dreng og sendum eftirlifandi eiginkonu, bömum hans og systkinum og öðr- um ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíli hann í friði. Arinbjöm Árnason Hinn 20. ágúst sl. lést mágur minn Halldór Gíslason í Landa- kotsspítala í Reykjavík eftir sumarlanga baráttu við einn helsta ógnvald nútimamannsins, krabba- meinið. Löngu fyrr hafði hann kennt aðfara þessa meins, heymæði og astma, veikinda sem svo margir bændur á Islandi verða að kljást við. Með Halldóri er genginn góður verkmaður á velli þjóðlífsins og full- trúi frjálshuga bændastéttar, sem byggði upp landbúnað á undan- förnum áratugum, fyrir daga mjólkurkvóta, ítölu og úrtölustefnu. Halldór fæddist hinn 25. sept- ember 1919 að Valdarási í Víðidal. Foreldrar hans voru Halldóra St. Minning: Fædd 31. júlí 1970 Dáin 25. ágúst 1986 í dag, þegar við kveðjum Sigríði hinztri kveðju frá Ásólfsskála- kirkju, hnípin og orðlaus frammi fyrir því sem orðið er, bijótast fram í hugann orð Jobs: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Þetta gat hann sagt þrátt fyrir að hafa misst allt, sem hægt var að missa. Drottinn gaf og Drottinn tók. Þetta lífs undur er svo erfítt að skilja, en þeir sem reyna það með mestri þjáningu, lifa einnig gleði þess að hafa tekið í móti og síðan gleði minningarinnar, sem enginn getur tekið og er því eilíf eign. Með þá eign að veganesti er hægt að segja: Lofað veri nafn Drottins. Við erum í heilli sveit eins og ein fjölskylda í þeirri sorg og þjáningu sem fylgir svo fyrirvaralaust kalli, Pétursdóttir og Gísli Guðmundsson. Pétur faðir Halldóru var Ólason ættaður úr Árneshreppi á Strönd- um. Móðir Halldóru hét Elísabet Jóhannsdóttir og var ættuð af Snæ- fjallaströnd. Gísli var Húnvetningur í báðar ættir, sonur Unnar Jóns- dóttur frá Kambshóli og Guðmund- ar Guðmundssonar, er var dóttursonur Bjama á Bjargi sem fjölmargir Vestur-Húnvetningar eru komnir af. Halldór var yngstur 8 systkina, sem öll komust upp utan eitt, sem dó í frumbemsku. Ekki naut hann lengi móður sinnar. Hún átti við veikindi að stríða allt frá fæðingu drengsins og lést, er hann var rúm- lega eins árs. Halldór var því skírður við kistu móður sinnar og hlaut nafn hennar. Það kom í hlut elstu systurinnar í hópnum, EHsa- betar, að annast drenginn. Árið 1922 brá Gísli faðir þeirra búi og bömin fóm sitt í hveija áttina. Elísabet réðst sem vinnukona að Hvarfí í Víðidal og fylgdi Halldór henni. í Hvarfi bjó þá ekkjan Kristín Hannesdóttir með syni sínum Páli Vídalín Guðmundssyni. Þau Elísa- bet og Páll felldu hugi saman og giftust ári síðar og hófu búskap í Hvarfí. Þau tóku Halldór til sín og ólu hann upp, sem sinn eigin son. Fór afar vel á með þeim Páli og Halldóri og í raun má segja, að Halldór þekkti ekki aðra móður en Elísabetu. Halldór var síðan á Hvarfí fram yfír tvítugt en fór tíma og tíma í vinnu annars staðar, t.d. í brúarvinnu til Guðmundar bróður síns og múraravinnu í Reykjavík hjá Jóhannesi bróður sínum. Árið 1947 urðu þáttaskil í lífi Halldórs. Það ár á 28. afmælisdegi sínum gekk hann að eiga systur mína Elínborgu M. Halldórsdóttur frá Másstöðum í Vatnssdal. Elín- borg er dóttir hjónanna Þorbjargar móðir að morgni frá litlu bami, heitkona frá unnusta, dóttir frá foreldmm, — frá systkinum, vanda- mönnum, vinum og sveitungum. Drottinn gaf. Það lifðum við öll með Sigríði, í gleði hennar og ein- lægni og löngun til að gera allt vel. Þau tvö kynntust ung og ást þeirra varð svo fljótt að kærleika, þeim kærleika sem öfundar ekki, hreykir sér ekki, leitar ekki sín eig- in, samgleðst sannleikanum, breiðir yfir, trúir, vonar og umber. Og litli drengurinn þeirra fékk að teyga af þessum kærleika þeirra í níu mán- uði. Drottinn tók. Það var að morgni mánudags. Dagurinn eins og myrkvaðist og musteristjald trúar okkar eins og rifnaði í sundur. Hvað er hel? Ollum líkn sem lifa vel. Engill sem til lífsins leiðir. Jónsdóttur frá Másstöðum og Halldórs Jónssonar trésmiðs, sem, er hér var komið sögu, bjuggu í Reykjavík. Ungu hjónin voru fyrsta veturinn í Reykjavík og leigðu á Hofteigi 40 hjá þeim mætu hjónum Ingibjörgu Bjömsdóttur og Jónasi Guðjóns- syni. En hugur þeirra stóð til sveitabúskapar og vorið 1948 hófu þau búskap á Litlu-Ásgeirsá í Víði- dal. Jörðina leigðu þau af Jónasi bónda Bjömssyni og bjuggu þar í tvö ár. Sú sem hér kveður mág sinn var léttastelpa hjá þeim Elínborgu og Halldóru þau tvö sumur, sem þau bjuggu á Litlu-Ásgeirsá og á margs góðs að minnast frá þeim sumrum. Aldrei hafði hún séð aðra eins ham- hleypu við heyskaparvinnu og Halldór var og fáa vissi hún syngja betur við vinnu sína. En Halldór hafði mikla og fagra tenórrödd. Það kom sér betur, að þau hjón Halldór og Elínborg voru dugnaðar- fólk því þau hófu búskap af litlum efnum og enga stönduga áttu þau að til að létta undir fjárhagslega. Þeirra auður var fólginn í dugnaði, ráðdeildarsemi, samheldni og ein- lægum áhuga á að ná settu marki. Árið 1950 keyptu þau Elínborg og Halldór jörðina Kambshól, næsta bæ framan við Valdarás og einn fremsta bæ í Víðidal. Kambshól, hafði þá verið í eyði í 4 ár og öll hús þar torfhús bæði bæjarhús og gripa. Líkt hafði raunar verið ástatt á Litlu-Ásgeirsá. Nú tóku við mestu anna- og blómaárin á starfsferli þeirra hjóna. Haustið eftir að þau hófu búskap hafði allt sauðfé verið skorið niður á þessu svæði vegna mæðiveiki og þegar nýjum bústofni var úthlutað komu í hlut þeirra hjóna 19 gimbr- ar, ein ær fullorðin og tveir lambhrútar, þ.e. helmingi færra fé en þau áttu fyrir niðurskurð. svo bústofninn var heldur smár, sem þau Elínborg og Halldór höfðu með sér að Kambshóli: 32 kindur, 4 kýr, eina kvígu og nokkur hross. Um haustið urðu þau að láta 2 kýmar því að túnið sem bæði var lítið og í órækt bar ekki meira. En útbeit var og er góð í Kambshóli og jörðin því einkar góð fjátjörð, enda fór svo fljótlega að fé Hall- dórs í Kambshóli var með því vænsta sem inn var lagt á haustin á Hvammstanga. Búskaparár þeirra Halldórs og Elínborgar í Kambshóli urðu tutt- ugu og eitt. Á þeim tíma byggðu þau upp öll hús á jörðinni og ég veit að það var föður okkar ánægju- efni að geta hjálpað til við byggingu ibúðarhússins og kynnast þeirri uppbyggingu sem dóttir hans og tengdasonur stóðu fyrir. Þau stækkuðu túnið til mikilla muna, ræstu fram votlendi og bættu við nýrækt. Eyðijörðin sem þau festu kaup á varð að vænni bújörð sem bar nær 300 fjár og 7 kýr auk hrossa. Og þannig skiluðu þau Ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros er birta él. Heitir hel. Þannig farast Matthíasi Joch- umssyni orð um helið, sem kuldinn stafar frá, sem spumingarnar hljóma til: Hvers vegna, hvers SigríðurL. Hjalte- sted frá Mið-Grund henni í hendur syni sínum Jóni, þegar þau hættu búskap í desember 1971. Þeim Halldóri og Elínborgu varð tveggja bama auðið. Soninn Jón eignuðust þau 24. júlí 1948. Hann býr nú í Kambshóli ásamt konu sinni Jóhönnu Þórarinsdóttur og þremur sonum: Halldóri Þór, Þór- ami og Lárusi. Hinn 6. apríl 1951 fæddist þeim dóttirin Elísabet Pálína sem býr á Hvammstanga með manni sínum Sigfúsi ívarssyni og eiga þau einn son, Halldór. Á Hvammstanga leigðu þau hjónin fyrst að Lindarbrekku í gömlu húsi rétt ofan við bæinn en byggðu síðan allstórt hús að Brekkugötu 14 í félagi við dóttur sína og tengdason. Eftir að þau hjónin fluttu til Hvammstanga vann Halldór einn vetur hjá Hvammstangahrepp. 6 sumur var hann í brúarvinnu hjá Guðmundi brúarsmið bróður sínum en vann í áhaldahúsi vegagerðar- innar á vetmm. Vorið 1978 gerðist hann birgðavörður í áhaldahúsinu og vann þar þangað til yfír lauk. Á Hvammstanga hafði Halldór alltaf nokkrar kindur því erfítt átti hann með að segja alveg skilið við líf bóndans. Þegar þau Halldór og Elínborg fluttu til Hvammstanga veit ég að hann kvaddi sveitina með trega, en heilsan var farin að bila og skynsemin varð að ráða. Halldór var bóndi af lífí og sál. Hann unni frelsi bóndans og því að sjá allt vaxa og dafna í kringum sig. Og í göngum var hann hrókur alls fagn- aðar enda söngmaður hinn mesti. Halldór söng lengi í Víðidalstungu- kirkju og var hin síðari árin í safnaðamefnd. Á skemmtunum innan sveitar söng Halldór oft fyrir sveitunga sína og þá gjaman ljóð eftir Elínborgu konu sína, sem hún orti í tilefni þessara hátíða. Halldór hafði mikið yndi af því að ferðast og skoða landið og fóm þau hjón ár hvert í ferðalög með góðvinum og nábúum úr Víðidal, síðari búskaparárin í Kambshóli og eftir að þau fluttu til Hvamms- tanga. Halldór tók ekki mikinn þátt í sveitarstjómarmálum enda ærið verk að vinna heimafyrir, og einu kosningamar sem undirrituð veit til, að Halldór lét mikið til sín taka í, var við forsetakjör, þegar Vígdís, forseti vor, var kjörin og var hann eindreginn stuðningsmaður hennar. Þó að þau Elínborg og Halldór flyttu úr sveitinni með söknuði í huga veit ég að þau áttu góða daga á Hvammstanga. Þau gátu litið til baka yfir mikinn og góðan starfs- feril, þar sem þau unnu það afrek að synda móti straumnum, sem á fímmta áratug þessarar aldar lá svo til allur frá sveitunum til þéttbýlis, og byggja upp og bæta eyðijörð og gera hana að búsældarlegu býli. Og nú er Halldór kært kvaddur að sinni. Eg færi honum þakkir mínar og alls mágafólks hans. Guðrún Halldórsdóttir vegna? Hann svarar í þessum sama sálmi: Eilíft líf, - ver oss huggun vöm og hlíf, lif í oss, svo ávallt eygjum æðra lífíð þó að deyjum. Hvað er allt þá endar kíf? Eilíft líf. Það er í þessu svari trúarinnar sem við eigum að líta upp, líta til hans sem sagði: „Ég lifí og þér munuð lifa.“ Hann hvarf frá þessum heimi á myrkvuðum degi hinnar mestu þjáningar, en ljósið sigraði myrkrið með sinni páskasól og gleði trúarinnar sigraði sorgina og þján- inguna með orðum lærisveinsins sem kraup niður og laut höfði og sagði: „Drottinn minn og Guð minn.“ Eftir að hafa mætt hinni mestu þjáningu sagði Job: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig.“ Þessi er hinn grýtti vegur þjáningarinnar og sorgarinnar til þess að geta sagt af öllu hjarta: Lofað veri nafn Drottins, hans sem gaf og hans semm tók. Ég bið þess að hin eilífa eign sem minningin um Sigríði er megi sigra sorgina hjá þeim sem mest syrgja. Halldór Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.