Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAtiUK .30. ÁGÚST 1986 ■7 Stjórnendur Eimskipafélags íslands, talið frá vinstri: Þorkell Sigurlaugsson, Þórður Magnússon, Hörð- ur Sigurgestsson forstjóri, Valtýr Hákonarson og Þórður Sverrisson. EIMSKIP - Skipurit október 1986 STJORN FORSTJ0RI Hörður Sigurgestsson ÞROUNARDEILD Þorkell Sigurlaugsson tramkv«mðast|Ori FJARMALASVIÐ FLUTNINGASVIÐ REKSTRARSVIÐ Þóröur Magnússon Þórður Sverrisson Valtýr Hákonarson Iramkvæmdastjóri Iramkvæ TX)ast|óri Iramkvæmðastióo r FJÁRHAGSDEILD Kristján Þorsteinsson lorstoðumaður MARKAÐSDEILD Erlendur Hjaltason torstoðumaður SKIPAREKSTRARDEILD Viggó E. Maack lorstoðumaður FJARREIÐUDEILD lofstoðumaður AMERlKUDEILD LANDREKSTRARDEILD Hjörleilur Jakobsson — L lorstoðumaður lo'Stoðumaður STARFSMANNA- OG SKRIFSTOFUÞJ0NUSTA Jón B Stelánsson lorstoðumaður MEGINLANDSDEILD Sigurður Pétursson torstoðumaður INNRA EFTIRLIT Bragi Kr Guðmundsson lorstoöumaður NORDURLANDADEILD Guðmundur Halldórsson lorstoðumaðu' Skipulagsbreytingar TOLVUDEILD STÓRFLUTNINGADEILD Gytli Hauksson Garóar Þorsleinsson torstoðumaður lorstoðumaðu' Hið nýja skipurit Eimskipafélags íslands. gerðar hjá Eimskip Kaupmáttur í ár er að verða sá sami og árið 1982 ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera breytingar á stjórnskipulagi Eimskips, sem taka munu gildi þann 1. október nk. Markmið félagsins með þessum breytingum er að gera skipulag þess og ábyrgðarsvið skýrari með það að leiðarljósi að veita betri og hagkvæmari þjónustu og tryggja góða afkomu af rekstri félagsins, segir í frétt frá Eimskip. Meginbreytingin felst í því, að stofnað er rekstrarsvið, sem falið er ábyrgð á og yfirumsjón með öll- um rekstrarQármunum félagsins. Það mun reka skip féiagsins, vöru- afgreiðslur, gámaflota og sjá um akstursþjónustu og verkstæða- rekstur. Pramkvæmdastjóri rekstr- arsviðs verður Valtýr Hákonarson. Flutningasvið mun bera ábyrgð á og sjá um öll tengsl við flutninga- markaðinn. Það annast flutninga- þjónustu fyrir viðskiptamenn félagsins og verður lögð vaxandi áhersla á markaðs- og sölustarf- semi. Flutningadeildir félagsins munu í meginatriðum starfa eins og verið hefur. Framkvæmdastjóri flutningasviðs verður Þórður Sverr- isson. A fjármálasviði er deildum fækk- að með því að sameina verkefni nokkurra deilda. Fjármálasvið sér um fjármál félagsins og hefur um- sjón með áætlanagerð, upplýsinga- vinnslu og starfsmanna- og skrifstofuþjónustu þess. Verkefni flármálasviðs eru í meginatriðum óbreytt. Framkvæmdastjóri Qár- málasviðs er Þórður Magnússon. Ný deild, þróunardeild, mun vinna að stefnumótun og langtíma- áætlanagerð og mun leita að Qöl- hæfingu í verkefnavali félagsins og hafa frumkvæði um meginbreyting- ar í rekstri þess. Auk þess mun deildin fylgja eftir þróunarverkefn- um Eimskips. Framkvæmdastjóri þróunardeildar verður Þorkell Sig- urlaugsson. Auk þess breytast störf og ábyrgðarsvið forstöðumanna og fjölmargra annarra starfsmanna félagsins og skipulag er aðlagað breyttum áherslum í rekstri. Síðast voru gerðar meginbreyt- ingar á skipulagi Eimskips árið 1980. Að undirbúningi þessara skipulagsbreytinga hefur verið unn- ið með ráðgjöfum frá alþjóða- ráðgjafafyrirtækinu Booz - Allen & Hamilton. Breytingar þessar verða kynntar nánar fyrir viðskiptamönnum fé- lagsins og öðrum fyrir gildistöku þeirra þann 1. október nk. „KAUPMÁTTUR atvinnutekna á mann jókst um 8% á árinu 1985 og i aprfl spáði Þjóðhagsstofnun 4,5% aukningu í ár. Nú er ljóst að aukningin hlýtur að verða nokkru meiri. Kaupmátturinn, mældur á þennan mælikvarða, fer þvi langt með að verða orðinn sá sami á þessu ári og hann var á árinu 1982 en þá varð hann hæst- ur. Kaupmáttur skráðra kaup- taxta á hinum almenna vinnumarkaði er hins vegar ennþá nærri fjórðungi lægri en hann var þá, sem sýnir að launaþróunin á þessum erfiðleikatímum hefur verið allt önnur en samist hefur nm { mimningnm.** Það er Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur Vinnuveitendasambands íslands, sem segir svo í grein á bls. 12 og 13 í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Tilraunin með samningunum virðist ætla að tak- ast.“ í greininni segir Vilhjálmur Ijóst að framfærsluvísitalan muni ekki hækka um 7—8% á þessu ári, eins og vonast hafði verið til við gerð febrúarsamninganna, heidur að öll- um líkindum um 8,5—9%. „Hækkun- in mælist því væntanlega í eins stafs tölu, sem má teljast frábær árangur eftir allan þann tíma, sem verðbólgan hefur hlaupið á tugum prósenta," segir hann. -Sjá nánar á bls. 12 og 13 Ef stilla á AUPING botninn tU fóta er það gert áður en lagst er uppi. Á meðan legið er á AUPING botninum þarf aðeins Netið lagar sig að Ukamanum þegar lagst er ó A TTDTMfT Hrttninn AUPING ERHANNAÐUR FYRIR ÞIG! I m J3 AUPING, Hollenski rúmbotninn er einn fullkomnasti rúmbotn á markaðinum í dag. AUPING rúmbotninn er byggður upp á sérofnu neti sem lagar sig að líkamanum. AUPING botninn er loftdrifinn og með einu handtaki er hægt að stilla höfðalagið á meðan legið er í rúminu Hægt er að hækka botninn til höfða og einnig til fóta. Fólk eyðir stórum hluta ævinnar í rúmum sínum ýmist við afslöppun, lestur eða svefn. AUPING er því án efa lykill að betra lífi. Ogleitin að réttri mýkt er óþörf. AUPING botnar eru fáanlegir í öll rúm frá Ingvari og Gylfa og flest önnur rúm. AUPING er hannaður fyrir þig. VERÐIÐ ER SANNGJARNT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI INStfAR 06 CÝLFÍsf GRENSÁSVEGI3 108 REYKJAVÍK S= 681144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.