Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 17 ALPAROS Rhododendron ferrugineum Það eru tvær tegundir alpa- rósa, sem vaxa í hlíðum Alpafjall- anna, Pyreneafjöllum og á nokkrum stöðum öðrum í Evrópu. Önnur þeirra, Rhododendron ferr- ugineum, oft nefnd hin eiginlega eða ekta Alparós, er nú ræktuð nokkuð víða í görðum hér á Reykjavíkursvæðinu og hefur reynst fremur vel og sums staðar mjög vel. Hin tegundin, Rhodo- dendron hirsutum, sem stundum er kennd við Týrol, er sjaldséðari hér á landi og líklega ekki eins auðveld í ræktun. Hún er því sjaldnar flutt inn. Fljótt á litið eru þessar tvær tegundir mjög líkar hvor annarri í útliti. Rhod. ferrug- ineum er með hárlausum blöðum, sem eru rauðbrún á neðra borði, en á Týrolalparósinni eru blöðin randhærð og græn báðum megin. Þetta eru sígrænir runnar, sem eru venjulega um 30—50 sm á hæð, en munu þó geta náð allt að eins metra hæð við viss skil- yrði. Blómin eru nokkuð mörg saman í sveiplaga klösum, rósrauð BLÓM VIKUNNAR 18 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir að lit. Til eru hvít afbrigði, sem sögð eru jafnvel enn fallegri. Þó að alparósir þessar séu þekktar sem garðplöntur erlendis frá því á miðri 17. öld er mjög stutt síðan að farið var að rækta þær hér á landi. í Garðagróðri, sem kom út fyrst árið 1950, er ekki minnst á þær. Kristmann Guðmundsson, sem reyndi fjölda tegunda alparósa í garði sínum í Hveragerði, nefnir ekki heldur þessar tegundir í bók sinni Garða- prýði, sem út kom 1961. Sumarið 1965 held ég að það hafi verið, sem ég kom í heimsókn í Lysti- garðinn á Akureyri. Þar voru þá í beði á skjólgóðum stað tvær plöntur, sem strax vöktu forvitni mína. En þetta voru báðar þær tegundir, sem hér hafa verið nefndar. Ekki báru þær vott um mikla blómgun, enda munu þær hafa verið nýkomnar í garðinn. Mér er sagt að alparósir þessar blómstri nú vel á Ákureyri. Alparósir þrífast ekki nema í súrum jarðvegi. Týrólalparósin mun þó vera ein af fáum undan- tekningum og ættu menn því fremur að reyna við hana í görð- um þar sem kalki og skeljasandi hefur verið blandað í jarðveginn. Á Reykjavíkursvæðinu hefur ræktun Rhod. ferrugineum tekist mjög vel án þess að nokkuð sér- stakt hafí komið til í sambandi Alparós — Rhododendron ferrugineum við jarðvegsblöndun. Af þeirri reynslu sem fengist hefur af rækt- un þessara tveggja tegunda hér á landi undanfarin 20 ár hefur komið í ljós að báðar eni harð- gerðar og vetrarskýli óþarft. Rétt er þó að velja þeim skjólgóðan og bjartan vaxtarstað. Báðar eru sólarplöntur. í heimkynnum sínum vaxa þær ofar skógarmörk- um í 1.500 til 2500 m hæð, oft innan um annan lágvaxinn runna- eða tijágróður. Fram að þessu hafa báðar þess- ar tegundir verið fluttar inn frá erlendum garðyrkjustöðvum, en það kann þó að breytast á næstu árum, plöntur þessar þroska hér fræ á hveiju ári og er þegar nokk- uð af plöntum í uppeldi hér. Kristinn Guðsteinsson Heilsuskokk Abyrgðar og IR 12. vika 12. vika 1. DAGUR: Upphitun Skokka 100 m + ganga 100 m 4x Skokka 200 m + ganga 100 m 3x Skokka 300 m + ganga 200 m 2x Hlaupa 50 m + ganga 50 m 6x Skokka 600 m + ganga 300 m Teygjur 2. DAGUR: Upphitun Skokka 4.400 m með 600 m og 400 m skokki og 100—200 m göngu á milli Teygjur 3. DAGUR Upphitun Skokka 300 m + ganga 200 m Skokka 100 m + hlaupa 100 m + ganga 250 m 4x Skokka 200 m + ganga 100 m 3x Skokka 500 m + ganga 300 m 2x Hlaupa 50 m + ganga 50 m 4x Teygjur Þjálfun Sú trú hefur orðið nokkuð al- menn vegna framfara í læknavís- indum að heilsa sé það sem læknar gefi fólki. Þó er ljóst, að nú á dög- um leggja menn sívaxandi áherslu á heilsubætandi aðgerðir í stað þess að einblína á það sem gerist innan veggja sjúkrahúsanna. Hér er um að ræða nýtt .markmið sem allir geta sett sér, af því að það beinir fólki inn á brautina til heilsurækt- ar. Það er þrennt sem athyglin beinist einkum að þegar rætt er um heilbrigðari lifnaðarhætti: Þjálfun, næring og ábyrgð einstaklingsins. Tökum þjálfunina fyrir. Hugsa skyldi um þjálfun í víðtækasta skilningi. Hún nær til gönguferða og annars létts líkam- legs álags, og hún hefur bein áhrif á heilsuna og er því gott ráð til þess að bæta hana. Það er nauðsynlegt fyrir fólk í öllum aldurshójium að þjálfa sig á einhvern hátt. I æsku og á unglings- árunum býr þjálfun menn undir það sem bíður þeirra á fullorðinsárun- um. Á efri árum léttir hún hreyfíng- ar og viðheldur andlegri vöku. Þá er ótalið það sem ekki skiptir minnstu, en það er gleðin sem því fylgir að hreyfa sig og reyna á sig, en hún eykur vellíðanina sem er grundvöllur heilsunnar. **Artline200 **Artline200 ■M*Arlline200 o f Frábær með mjóum hægt erað tæklfærl. þægllegurí 4lltum, svart og grænt. bóka- og verslunum. tússpennl plastoddi, sem notavlðöll Létturog hendl. Fæstí - blátt - rautt Fæst í fiestum ritfanga- HEKLU-BILASALURINN ei opinn frá kl. 13 til 17 laugaidag og sunnudag 30. - 31. ágúst ÞAR GEFUR AÐ LÍTA FARARTÆKI FRAMTÍÐARINNAR UNDRABÍLINN FRÁ MITSUBISHI MP-90X Feröamáti Iramtídarinnai: □ Leiösagnarkeríi tengt gervitungli □ Stjórnkeríi sem tekur miö af öllum umhveríisþáttum □ Útlitshönnun sem minnir á geimfar. NOTADIR BÍLAJR: Bflasalan BJALLAN verður opln á sama tíma TÖLVUVÆDD BÍLAVJDSKIPTI d HEKLAHF iLaugavegi 170-172 Siml 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.