Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. Á'GÚST 1986 47 Spjótkast kvenna: Whitbread vann ÍR í 2. deild HEIMIR Karlsson, þjálfari og leik- maður ÍR, skoraði bæði mörkin í 2:0-sigri IR gegn Sandgerði í 3. deild í knattspyrnu í gærkvöldi og tryggði liði sínu þar með sæti í 2. deild næsta ár. Stjarnan vann ÍK 1:0 í sama riðli með marki Jóns Árnasonar. ÍR sigr- aði í riðlinum, hlaut 26 stig, en Fylkir og ÍK fengu 22 stig. ÍAvann ÞRIGGJA liða úrslitakeppni í eldri flokki í knattspyrnu lauk með sigri ÍA, sem hlaut þar með íslands- meistaratitilinn 1986. ÍA tryggði sér titilinn með markalausu jafn- tefli gegn KR á miðvikudaginn. Drengjamet EINAR Kristjánsson, KR, setti drengjamet í hástökki í gærkvöldi á innanfélagsmóti hjá KR, þegar hann stökk 2,02 m. Stefán Þór Stefánsson, ÍR, átti fyrra metið, sem var 2,01 m. Pétursmálið FH áfrýjaði úrskurði íþrótta- dómsstóls ÍBH í Pétursmálinu svonefnda til dómstóls KSÍ og Þór, Akureyri, lagði inn kæru vegna sama máls til héraðs- dómsstóls ÍBA áður en fresturinn til að áfrýja og kæra rann út í gær. Frestur UBK til að kæra rennur út á mánudaginn og verð- ur að öllum líkindum kært fyrír þann tíma. Áfrýjun FH verður tekin fyrir hjá dómstól KSÍ á mánudaginn, en ekki hefur verið ákveðið, hvenær kæra Þórs verður dómtekin. • Sergei Bubka SERGEI Bubka fagnaði innilega er honum tókst loks að smeygja sér yfir byrjunarhæð sína, 5,70 metra, í stangarstökkinu í þriðju og síðustu tilraun. Eftir erfiða byrjun þurfti Bubka aðeins að stökkva einu sinni aftur til öðlast aftur Evrópumeistaratitilinn. Þakkaði hann síðan góðan stuðn- ing áhorfenda með þvf að reyna við nýtt heimsmet, 6,05 metra, en átti vonlausar tilraunir við þá hæð. Bubka var ólikur sjálfum sér og taugar hans þandar þegar hann reyndi við byrjunarhæðina fyrsta sinni, enda hafði hann þá nýhorft á helsta keppinaut sinn undanfarið ár, Frakkann Thierry Wigneron, falla úr leik á byrjunarhæð, 5,65 og 5,70. Austur-þýska stúlkan Heike Drechsler jafnaði heimsmet sitt og löndu sinnar Maritu Koch þeg- ar hún sigraði í 200 metra hlaupi í gærkvöldi á 21,71. Eftir hlaupið hljóp Drechsler sig- „ÞAÐ VAR viljastyrkur og kraftur sem fleytti mér áfram í úrslitun- um en ekki heimsmetið í gær," sagði hin breska Fatima Whit- bread eftir glæsilegan sigur i spjótkasti á Evrópumeistarmót- inu í gærkvöldi. Með undraverð- um hætti tókst henni að yfirstíga Bubka reyndi að hughreysta Wigneron með því klappa honum á axlir, en síðan beið hans erfið barátta við fyrstu hæð. Önnur til- raun Bubka við 5,70 var jafn vonlaus og sú fyrri og fór nú að fara um áhorfendur, því lítill svipur hefði orðið á keppninni ef báðar aðalkempurnar féllu úr leik. í þriðju tilraun tókst hinsvegar allt saman og Bubka sveif örugglega yfir rána. Var fögnuður hans mikill og inni- legur þegar hann skall niöur í rennblauta dýninuna. Frakkinn Phillipe Collet og eldri Bubka-bróðurinn, Wassili, stukku báðir 5,75 metra og börðust við heimsmethafann um verðlaunin. Ráin var hækkuð 5,85 og fór Sergei yfir þá í fyrstu tilraun. urhring á vellinum og veifaði ákaft til áhorfenda, sem er afar sjald- gæft af iþróttamanni austurblokk- arinnar. Vann þessi glæsilega afrekskona hug og hjörtu áhorf- enda. mótlæti í fyrstu tveimur umferð- unum og sigra. Kastaði hún 76,32 metra en austur-þýska stúlkan, Petra Felke, 72,52 metra. Oft hefur Fatima Whithbread haft forystu á stórmóti í fyrstu umferðunum en síðan misst af eðalmálmi í lokin. Nú var annað upp á teningnum. Um tíma háðu Whitbread og Felke spennandi ein- vígi en sú fyrrnefnda innsiglaði sigurinn með næstlengsta kasti sögunnar í síðustu umferð. Eftir heimsmetskastið í fyrradag var Fatima Whitbread ekki bjartsýn á að geta endurtekið kast af því tagi í úrslitunum. Útlitið var heldur ekki bjart framan af því tvö fyrstu köstin voru misheppnuð, annað ógilt, en hitt 66,66 metrar. Petra Felke tók forystuna með 68,54 metra kasti í fyrstu umferð og í annarri umferð bætti hún um bet- ur, en þá sveif spjótiö í fallegum boga og stakkst í jöröina á 72 metra strikinu. , Þegar hér var komið sögu lét Whitbread til sín taka. Hleypti hún spennu og fjöri í keppnina með vel heppnuðu 72,68 metra kasti. Var hún nú í forystu og Felke átti á brattan að sækja. Heimsmethafinn fyrrverandi reyndi samt hvað hún gat til að endurheimta forystunna. Litlu munaði því í síðustu umferð- inni sveif spjótið langt út yfir völlinn og áhorfendur heldur niðri í sér andanum af eftirvæntingu, síðan missti þaö flugið og kom niður 72,52 metra frá kastlínunni. Felke játaði sig nú sigraða, gekk til Whit- bread og smellti á hana tveimur kossum. Með sigurinn í höndunum gat Whitbread slakað á taugunum í síðustu tilraun. Útfærði hún kastið við gifurlegan fögnuð tugþúsunda áhorfenda sveif spjótið 76,32 metra, sem næstlengsta kast sög- unnar. Aðeins heimsmet hennar, sett kl. 09.19 í fyrradag. Áhorfendur studdu löndur sínar rækilega í spjótkastinu og með þá að bakhjarli nældi Beate Peters óvænt í bronsverðlaun. Finnska stúlkan Tina Lillak var skugginn af sjáflri sér og gekk allt á afturfót- unum hjá henni. Hin norska Trine Solberg kastaði einnig talsvert styttra en áður og féll úr eftir þrjár umferðir. í lok keppninnar fagnaði Fatima Whithbread sigri og hljóp hring um völlinn. Lauk sigurhringnum með því að fara að stúkunni þar serr. móðir hennar sat og féllust þæi í faðma. Á Fatima móður sinni árangurinn að þakka því hún er þjálfari hennar. Frú Margaret ætt- leiddi Fatimu sem kornabam, en Fatima er af ættum Kýpur-Grikkja. Aðalfundur blakdeildar Þróttar verður haldinn laugardaginn 6. september f Þróttheimum og hefst klukkan 10 árdegis. Venju- leg aðalfundarstörf. Bubka rétt slapp Drechler vann ÚrsJrt 1. Fatima Whitbread, Bretlandi 76,32 2. Petra Felke, A-Þýskalandi 72,52 3. Beate Peters, V-Þýskalandi 68,04 . ^ 4. Tina Lillak, Finnlandi 66,66 S 5. Genowefa Olejarz, Póllandi 66,34 6. N. Jermolowitsch, Sovótríkin 62,84 Þróttarar Úrslit í bikarkeppni kvenna í dag: Valur og UBK VALUR og UBK leika til úrslita í dag í bikarkeppni kvenna f knattspyrnu og hefst leikurinn á Stjörnuvelli f Garðabæ klukk- an 16. Bikarkeppni kvenna fór fyrst fram árið 1981 og er þetta því sjötti úrslitaleikurinn. UBK vann bikarinn fyrstu þrjú árin, en und- anfarin tvö ár hafa Valsstúlkurnar sigrað í keppninni. Annars hafa úrslitaleikirnir farið þannig: 1981, UBK-Valur 4:0 1982, UBK-Valur 7:6 1983, UBK-fA 3:1 1984, Valur-ÍA 6:4 1986, Valur-ÍA 1:0 Valsstúlkurnar hafa tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í ár og stefna á tvöfaldan sigur, en mik- ill hugur er í Blikastúlkunum að endurheimta bikarinn. Magnús Theódórsson dæmir leikinn í dag, en línuverðir veröa Friðjón Edvarðsson og Guð- mundur Sigurðsson. Ásta B. Gunnlaugsdóttir: Dalítið smeykar „ÞESSI úrslitaleikur leggst bara vel f mig en auðvitað erum við dálftið smeykar við Valsstelpurn- ar,“ sagði Ásta B. Gunnlaugs- dóttir, hin sókndjarfa Blikastúlka, er við spurðum hana að þvf hvernig Blikum litist á úrslitaleik- inn í bikarkeppni kvenna sem fram fer á Stjörnuvellinum klukk- an 16 í dag en þar eiga Breiðablik og Valur að leika. „Ég held að við verðum að vera svolítið heppnar ef við eigum að vinna Valsara. Þær eru með besta liðið núna og sérstaklega er það hún Erna í markinu. Hún hefur reynst okkur erfið í sumar og hefur varið mjög vel, stoppað allar sókn- ir okkar. Við töpuðum fyrri leiknum gegn þeim, 3:1, og þeim seinni, 3:2, þannig að það má búast við skemmtilegum leik. Við verðum að reyna aö skora fyrsta markið í leiknum en í hinum leikjunum náðu þær að skora á fyrstu mínútunum og síöan í upp- hafi síðari hálfleiks og þaö er erfitt að vinna slíkt upp. Það verður mik- il barátta á miðjunni og það lið sem nær tökunum þar vinnur þennan leik. Ég vil ekki spá um úrslit en veit að þetta verður hörkuleikur," sagði Ásta. — Hvernig finnst þér knatt- spyrnan hafa verið f sumar hjá ykkur stúlkunum? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Þetta hefur verið svipað og áður en ekki betra. Valsstúlk- urnar eru með jafnsterkasta liðið og þær eru á toppnum núna eins og við vorum fyrir nokkrum árum. Það er að verða nokkur endurnýjun í þessu núna hjá okkur og hún lof- ar góöu. Mikið af ungum stelpum úr 3. flokki, sem eru sterkar, og þetta er allt á réttri leið," sagði -Ásta en vildi ómögulega segja okk- ur hvernig leikurinn færi. Öll pressan á segir Erna Lúðvíksdóttir MARKVÖRÐUR íslandsmeist- ara Vals er landsliðsmarkvörð- urínn Ema Lúðvfksdóttir og mun hún freista þess að stöðva sóknaríotur Breiðabliks í dag f úrslitaleik f bikarkeppni kvenna. Við ræddum við Emu í gær og spurðum hana fyrst hvort þetta yrði ekki léttur leikur hjá þelm. „Nei, þetta verður sko ekki léttur leikur, það er öll pressan á okkur en við erum ákveðnar í að standast hana og vinna. Framlínan hjá Breiðabliki er sterk eri við höfum líka sterkar vamar- manneskjur sem ég vona að ráði við að stööva sóknir Blikanna. Framlínan hjá okkur er einnig sterk og við ætlum að sækja þannig að þær verði í vörninni," sagði Erna „og auðvitað er það besta leiðin til að fá ekki á sig mark að láta mótherjana vera í vöm allan tímann." - Hvernig finnst þér knatt- spyrnan hjá ykkur hafa verið í sumar? „Mér finnst þetta hafa verið frekar dauft í sumar. Það hefur farið frekar litið fyrir tslandsmót- okkur iuð inu og yfirburðir okkar Vals- manna hafa verið of miklir til þess að þetta hafi verið verulega skemmtilegt. Það er allt of mikill munur á liðum hér í fótboltanum. Þaö eru í raun þrjú lið sem skera sig úr en hin eru talsvert á eftir þannig að þetta verður aldrei nógu spennandi." - Viltu spá einhverju um úr- slit í dag? „Nei, ég vil ekki nefna neinar tölur, en við erum ákveðnar í að vinna þetta mót líka, en ég vil ekki segja hvernig," sagði Ema að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.