Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Morgunblaoio/Borkur Borgarstjóri, Davíð Oddsson, afhendir Bjarnveigu Karlsdóttur og Sigurbirni Logasyni viðurkenning- arskjal, sem þau tóku við sem fulltrúar íbúa fegurstu götu Reykjavíkur, Staðarsels í Seljahverfi. „Fólki þykir aUtaf vænt um götuna sína“ - segja fulltrúar íbúa Staðarsels, fegurstu götu Reykjavíkur „FÓLKI þykir alltaf vænt um götuna sína og þó að ekki sé um beina samvinnu á ræða virðist vera afskaplega mikill áhugi hjá öllum íbúunum á þvi að hlúa að umhverfinu og gera það sem vistlegast,“ sögðu hjónin Bjarnveig Karlsdóttir og Sigurbjöm Logason, sem í gær veittu viðtöku verðlaunaskjali fyrir hönd ibúa fegurstu götu Reykjavíkur, að dómi umhverfismálaráðs borg- arinnar; Staðarsels í Seljahverfi i Breiðholtinu. Athöftiin fór fram í Höfða og afhenti borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, verðlaunahöfun- um viðurkenningarskjöl. Borgar- stjóri gat þess að honum þætti sem nýafstaðin hátíðahöld í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar hefðu haft góð áhrif á borgarbraginn, fólk tæki gjaman ti) hjá sér þegar eitthvað stæði fyrir dyrum og þannig hefði það verið í Reykjavík nú. „Okkur fínnst ákaflega gott að búa í Seljahverfí," sögðu þau Bjamveig og Sigurbjörn, sem bjuggu reyndar við aðra verð- launagötu, Sæviðarsund, áður en þau fluttu sig um set í Breið- holtið fyrir 8 ámm. „Staðarselið er lítil gata og lokuð, fólk þekkist vel og er mjög duglegt að fegra og snyrta kringum húsin. Það eru góðar lóðir við götuna og rúmt um húsin, en enginn garður er eins,“ sögðu þau. Þau Margrét Finnbogadóttir og Sigurgeir Svanbergsson tóku við viðurkenningu umhverfísmála- ráðs fyrir hönd íbúa fjölbýlis- hússins í Miðleiti 7 og eiga það sameiginlegt með þeim Bjam- veigu og Sigurbimi, að hafa áður búið við verðlaunagötu. En þau bjuggu við Seljugerði þangað til að þau fluttu í Miðleitið í fyrra. „Húsið heitir Gimli og er fyrir fólk sem komið er yfír sextugt," sögðu þau. „Það voru vissulega viðbrigði að fara úr einbýlishúsi í fyölbýlishús. En hitt var orðið allt of stórt og íbúðimar í Gimli em mjög skemmtilegar og um- hverfíð snyrtilegt, auk þess sem boðið er upp á ýmiss konar þjón- ustu, m.a. mötuneyti, snyrtistofu og sameiginlega setustofu," sögðu þau hjón og Margrét bætti því við að það væri svo rúmt í húsinu að hægt væri að halda heilu veislumar á göngunum. Sjá nánar á bls. 18 og 19. Búvörur hækka um rúmlega 3% Nýr verðlag’sgrundvöllur tekur gildi í september ÚTSÖLUVERÐ búvara mun hækka um nálægt 3% á mánudag. Verð- ið til bænda hækkar um 2,86%, og hækka óniðurgreiddar búvörur almennt um sömu prósentu en aðrar vörur, svo sem kindakjöt og mjólkurvörur hækka meira, líklega á bilinu 3,2-3,4% Verðlagsnefnd búvara (sex- mannanefnd) vinnur nú að gerð nýs verðlagsgmndvallar búvara, svo sem búvörulögin mæla fyrir um. Verkinu er ekki lokið og hefur nefndin því ákveðið að gefa út nýtt verð til bráðabirgða, á meðan verið er að ljúka við verðlagningu sam- kvæmt nýja grundvellinum. Miðað er við að það verði ekki síðar en 30. september. I frétt frá verðlagsnefndinni kemur fram að grundvöllur nýja verðlagsgrundvallarins eru bú- reikningar og sérstakt úrtak úr framtölum bænda fyrir árið 1984. Valið var úrtak úr búmarksskrám Framleiðsluráðs og miðað við að í úrtak kæmi 7. hver bóndi sem hefði búmark umfram 250 ærgildi. Beðið var um framtöl fólks á 473 lög- býlum, en til endanlegrar úrvinnslu komu 424 framtöl. í fréttinni kem- ur einnig fram að verk þetta hefur reynst umfangsmeira og flóknara en nefndin gerði ráð fyrir í byijun, einkum við söfnun og flokkun upp- lýsinga, og því hafí ekki tekist að verðleggja samkvæmt þessum upp- lýsingum nú. Fram hefur komið hér í blaðinu Hæfi varö hæfni í FRÉTT á bls. 2 í blaðinu í gær var slæm villa sem breytti merkingu fréttarinnar alveg. í stað orðsins hæfi stóð orðið hæfni. Rétt var fyrirsögnin þannig; Lögreglumenn: Oska umsagnar Iögmanna um hæfí Boga Nilssonar. Fram átti að koma í fréttinni, að Landssamband lögreglumanna vildi fyrir hönd Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna fá um- sögn Lögmannafélags íslands um það hvort Bogi væri hæfur að lögum til að gegna embætti rannsóknar- lögreglustjóra. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi afsökunar á þess- um mistökum. að nefndin hefur ákveðið að gera sérstakan verðlagsgrundvöll fyrir hreint kúabú og annan fyrir sauð- fjárbú, en eldri grundvöllurinn, sem er frá árinu 1980, er fyrir blandað bú. Útlit er fyrir að nýi grundvöllur- inn leiði til hækkunar búvara umfram verðlagsþróun, ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða, vegna þess að ýmis rekstrarkostn- aður í gamla grundvellinum hefur verið vanmetinn og að tvískipting grundvallarins geri það að verkum að kindakjöt þurfi að hækka meira en mjólkurvörur. Loðnuveiði á Jan Mayen-svæðinu: Ekki hefur enn verið tilkynnt um afla ALLUR loðnubátaflotinn var i gær kominn norður í haf, eða á leið þangað, til að leita uppi loðnuna en ekki hafði verið tilkynnt um neinn afla til Loðnunefndar í gærdag. Síðustu bátamir sem til- kynntu afla undan Vestfjörðum voru Skarðsvík SH með 600 tonn, Eldborg GK með 1.300 tonn, Bergur VE með 250 tonn og Harpa RE með 300 tonn. Þó svo loðnuflotinn hafi aftur sótt á miðin sem hann var á áður en fréttist af loðnunni fyr- ir vestan verður áfram tekið við hráefni til bræðslu á Bol- ungavík, en þar var byijað að bræða loðnu þegar flotinn flutti sig um set í vikunni. 25 bátar eru nú á loðnuveiðum. „Samvimmhreyfingin verður að aðlaga sig breyttum aðstæðum,“ — segir Erlendur Einarsson, sem í gær vann sinn síðasta starfsdag sem forstjóri Sambandsins ERLENDUR Einarsson lætur næstkomandi mánudag af störfum sem forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga eftir 32 ára starf. Morgunblaðið átti stutt viðtal við Erlend á síðasta degi hans í forstjórastóli. „Ég hef verið að ganga frá ýmsum hlutum og afgreiða mál, sem fyrir liggja; má eiginlega segja, að ég sé að hreinsa borðið og á eftir er síðasti framkvæmda- stjómarfundur minn,“ sagði Erlendur, en hann mun verða Guðjóni Olafssyni tilvonandi for- stjóra til ráðgjafar og aðstoðar fram að næstu áramótum. Þó að Erlendur hætti störfum sem forstjóri, er langt frá því, að hann sé að setjast í helgan stein. Hann mun áfram gegna stjómarformannsstöðu hjá Sam- vinnutryggingum, Samvinnu- bankanum og fjárfestingafyrir- tækinu Lind. Einnig er Erlendur í stjóm Iðnþróunarfélagsins og ráðgjafastjóm Alþjóðasamvinnu- varpað frá sér þessari miklu bankans. „Það er gott að geta ábyrgð, sem þessu starfí fylgir; maður hefur vart getað um frjálst höfuð strokið þennan tíma.“ Þegar litið væri til baka, sagði Erlendur að Sambandið hefði á þessum tíma vaxið til mikilla murgunuiaciio/ umuia Erlendur Einarsson og forstjórastóll Sambandsins, sem hann hefur nú yfirgefið eftir 32 ára setu. muna, eins og raunar væri með allt atvinnulíf á íslandi, en hins vegar væri vöxturinn líklega einna mestur hjá sjávarafurða- deild. Fyrsta árið hans var heildarsalan 8.000 tonn af freð- físki, en hins vegar væri salan fyrstu sjö mánuði þessa árs orðin 34.000 tonn og væri það 17% aukning í magni frá sama tíma í fyrra og 46% aukning í krónum. Undanfarin ár hafa verið erfíð hjá SÍS að sögn Erlends, 1984 hafi verið afar erfítt, ástandið skárra 1985 og þokkalegt það sem af Væri þessu ári; rúmar 100 milljónir í rekstrarafgang. Erlendur kvaðst vera bjart- sýnn á framtíðina, enda benti margt til þess, að hagstæð þróun væri að eiga sér stað í efnahags- málum. „Samvinnuformið mun áfram spjara sig sem rekstrar- form, en hins vegar þarf það að aðlaga sig breyttum aðstæðum markaðarins og takast á við ný verkefni. Olnbogarými á íslensk- um markaði er mjög takmarkað og ekki pláss fyrir óheftan mark- aðsbúskap. Þetta hefur verið ákaflega spennandi og erfítt verkefni og treysti ég tilvonandi forstjóra mjög vel til þess að leysa það vel af hendi,“ sagði Erlendur Einars- son fráfarandi forstjóri hlutfalls- lega stærsta samvinnufyrirtækis f heiminum að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.