Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 1
112 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 224. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Eldsvoði í sovézkum kjarnorku- kafbáti Moflkvu, AP. ELDUR kom upp í sovézkum kjarnorkukafbát undan Banda- ríkjaströnd, um eittþúsund kilómetra norðaustur af eynni Bermúda, að sögn TASS-frétta- stofunnar. Manntjón varð um borð og herma fyrstu fregnir að a.m.k. þrír hafi látizt. Kafbátur- inn er með langdrægar kjarn- orkueldflaugar innanborðs, að sögn TASS. TASS sagði enga hættu á kjam- orkuslysi. Eldurinn hefði kviknað á fostudagsmorgun en ekki kom fram hvort tekizt hefði að slökkva hann. Nærstödd sovézk skip komu kjam- orkukafbátnum til hjálpar. Áhafnir þessa skipa fást nú við afieiðingar eldsins, eins og TASS orðaði það í stuttu skeyti, sem barst rétt áður en Morgunblaðið fór í prentun. „Nefnd sérfræðinga í Moskvu hefur komizt að þeirri niðurstöðu að engin hætta sé á því að kjam- orkuvopn slqótist á loft, kjamorku- sprengingu eða umhverfísspjöllum af völdum geislunar." Talsmaður Hvíta hússins sagði sovézk yfírvöld hafa skýrt yfírvöld- um í Washington frá atburðinum og að Bandaríkjamenn hefðu boðið fram aðstoð sína ef þörf krefði. Morgunblaðið/Þorkell. AFMÆLISHÁ TÍÐ HÁSKÓLANS Hátíðarfundurinn sem haidin var í Háskólabíói í gær í tílefni af 75 ára afmæli Háskóla íslands. Meðal þeirra sem fluttu ávarp á hátíðarfundinum var frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Háskóli íslands 75 ára: £?£& getum aldrei gert Moflkvu, AP. SOVÉSKI andófsmaðurinn Yuri Orlov og kona hans, Irina, munu í dag, sunnudag, fljúga til Banda- rikjanna. Irinu var í gær geislandi af gleði þegar hún kom út úr innanríkis- ráðuneytinu í Moskvu en þar var henni sagt, að hún fengi að sjá mann sinn innan sólarhrings en hann hefur í átta ár verið í sov- éskum nauðungarvinnubúðum. Tveir synir þeirra hjóna munu fá tækifæri til að sjá og kveðja föður sinn en sá þriðji ekki. of vel við háskóla okkar“ —sagði Vigdís Finnbogadóttir forséti á hátíðarfundi í gær „VIÐ ÍSLENDINGAR getum aldrei gert of vel við háskóla okkar. Hann, sem er hvort tveggja í senn uppistaðan í menn- ingarvef okkar og vefstóilinn, á kröfu til þess að við virðum for- gangsrétt hans, að við skiljum nauðsyn þess að efla þetta óska- barn okkar og veita þvi allt það brautargengi sem kostur er á.“ Svo fórust forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur orð i ávarpi sínu á hátíðarfundi, sem haldin var í Háskólabíói i gær í Bandarískur embættismaður um Reykjavíkurfundinn: „Samkomulag um að vera sammála“ Washington, AP. HÁTTSETTUR embættismaður i Hvita húsinu segir, að leiðtogafund- urinn um næstu helgi geti greitt mjög götuna fyrir samkomulagi Bandaríkjamanna og Sovétmanna um meðaldrægar eldflaugar i Evrópu og Asíu. Tvö stórblöð í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær. The New York Times og Was- hington Post höfðu það eftir embættismanninum, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að á tveggja daga fundinum í Reykjavík næðist líklega „samkomulag um að vera sammála" um að leysa ágreininginn um meðaldrægu eldflaugamar. Sagði hann, að um yrði að ræða bráðabirgðasamkomulag um þetta mál, sem er aðalumræðuefnið á Genfarfundunum. Eftir Reagan hefur áður verið haft, að ekki væri að búast við neinum formlegum, undirrituðum samningum- á Reykj avíkurfundinum. Larry Speakes, talsmaður Hvita hússins, sagði í gær, að Bandaríkja- stjóm hefði lagt til við Sovétmenn, að ekki yrði skýrt frá árangri fund- arins fyrr en að honum loknum og kvað það vera í samræmi við þá ósk Gorbachevs, að þeir Reagan ættu með sér „stuttan einkafund". „Bandaríkjaforseti telur, að nú sé ekki timi fyrir málskraf, heldur ein- lægar viðræður," sagði Speakes. tilefni 75 ára afmælis Háskóla íslands. Fjöldi boðsgesta var við athöfnina sem sjónvarpað var beint. Þetta er í fyrsta sinn sem hátið af þessu tagi er flutt inn á heimili landsmanna á öldum ljós- vakans. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, ávarpaði samkom- una einnig og óskaði rektori, kennurum og nemendum til ham- ingju og skýrði frá ráðstöfunum, sem ríkisstjómin hefur samþykkt til eflingar rannsóknarsjóðs Háskól- ans. Rektor Háskóla íslands, Sig- mundur Guðbjamarson minntist afmælisins í ræðu, þar sem hann rakti sögu skólans og sagði meðal annars: Saga Háskóla Islands er saga linnulausrar baráttu og upp- byggingar. Stofnun Háskólans og starf er samofið sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, baráttu sem lauk ekki með lýðveldisstofnun 17. júní 1944, því að varðveisla sjálfstæðis krefst stöðugrar sóknar. Háskóli íslands gegnir mikilvægu hlutverki í bar- áttu þjóðarinnar fyrir menningar- legu, efnahagslegu og stjómmála- legu sjálfstæði." Rektor fyallaði síðan um stöðu Háskóla íslands í dag, mennta- stefnu hans og hvemig hann væri í stakk búinn að sinna hlutverki sínu, sem er að veita menntun og vísindalega þjálfun, að afla þekk- ingar og miðla henni. Sagði hann að eitt af erfíðustu vandamálum allra háskóla væri baráttan við stöðnun, en hraðar breytingar og framfarir í mörgum fraeðigreinum gerðu auknar kröfur til Háskólans. Rektor fjallaði síðan um tengsl Háskólans við atvinnulífíð og þörf- ina fyrir að lögð yrði ríkari áhersla á símenntun og almenningsfræðslu, til dæmis með fjarkennslu, eðajafn- vel opnum háskóla. „Góð almenn menntun og aukin símenntun em forsendur fyrir frekari hagnýtingu þekkingar á flestum sviðum atvinn- ulífs. Atvinnulíf framtíðarinnar gerir harðari kröfur til þekkingar og þjálfunar í nýjum tæknigrein- um,“ sagði Sigmundur og benti á að með þessari nýju kennslutækni mætti veita margvíslega menntun án tillits til búsetu, aldurs eða fyrri menntunar. Að ræðu rektors lokinni var lýst yfír kjöri 20 heiðursdoktora við Háskóla Islands og því næst leikið úr Háskólakantötu eftir Pál ísólfs- son, við ljóð Davíðs Stefánssonar. Sjá ræðu háskólarekstors á bls. 24 og 25 og fréttir á bls. 2 og baksíðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.