Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
3
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Útiit fyrir 50
millj. króna
tapáárinu
Auka þarf hlutafé til að tryggja reksturinn
- segir Ami Guðmundsson stj ómarformaður
EF ekkert verður að gert er út-
lit fyrir 50 milljón króna tap á
rekstri Steinullarverksmiðjunn-
ar á Sauðárkróki á þessu ári að
sögn Ama Guðmundssonar
stjómarformanns verksmiðjunn-
ar. Hluthafar eru að kynna sér
stöðu fyrirtækisins en allt útlit
er fyrir að auka þurfi hlutafé
ef tryggja á áframhaldandi
rekstur. Norska fyrirtækið El-
kem, sem framleiddi ofn verk-
smiðjunnar hefur fallist á
viðræður vegna galla sem fram
hafa komið.
„Við ætlum að taka á þessum
vanda strax,“ sagði Ámi en stjóm
verksmiðjunnar hefur fengið Iðn-
þróunrasjóð til liðs við sig, til_ að
kanna rekstur fyrirtækisins. Ámi
sagði að gengisþróun evrópugjald-
miðla virtist ætla að hafa slæm
áhrif á rekstur verksmiðjunnar á
þessu ári en lán vegna hennar eru
í þeim gjaldmiðli. Að auki var byggð
stærri verksmiðja og dýrari en upp-
haflega var gert ráð fyrir. Fjár-
magnskostnaður á
byggingartímanum varð um leið
hærri auk þess sem byggingartím-
inn varð lengri en upphaflega var
stefnt að.
„Að vísu var alltaf gert ráð fyrir
taprekstri fyrstu þijú árin, en þetta
er meira en gert var ráð fyrir,“
sagði Ámi. „Og það stefnir í að
auka þurfi hlutafé til að tryggja
reksturinn, lækka kostnaðarliði og
auka hagræðingu í rekstri." Hlutafé
er nú 93 milljónir króna.
Ámi sagði að um miðjan mánuð-
in hæfust viðræður við Elkem
verksmiðjumar sem framleiddu ofn
hennar um galla sem fram komu
eftir að verksmiðjan hóf fram-
leiðslu. Ofninn eyddi 25% meiri orku
miðað við útboðsgögn og hefur lítið
verið hægt að draga úr eyðslu.
„Skaðabætur, sem getið er í kaup-
samningi nægja ekki,“ sagði Ámi.
„Því þetta hefur þegar orðið okkur
kostnaðarsamt." Þessi galli á ofnin-
um hefur ekki haft áhrif á fram-
leiðsluna sem hefur líkað vel að
sögn Áma. Steinull hefur verið flutt
út til Færeyja og góðar horfur em
á innanlandsmarkaði eftir að nýju
húsnæðismálalögin komu til
sögunnar.
vwmmmmmmmmmm- vor ochhaust
8 vikna dvol á verði frá
Evropu.COSTADtL
kr. -
Stórborgarferðir
viku eða yfir helgi:
GLASGOW ...... verðfrákr. 12.670
LONDON ....... verð frá kr. 12.900
LÚXEMBORG .... verðfrá kr. 12.705
AMSTERDAM .... verðfrákr. 14.180
HAMBORG ... verðfrákr. 16.700
RÓM .......... verðfrákr. 27.200
NEW YORK ........ verð frá kr. 26.520
Skíðaferðir
í fjalladýrð
Alpanna
ZELL AM SEE -
verð frá kr. 27.418
í 2 vikur.
MAYRHOFEN íZiilertal
— verð frá kr. 24.435
í 2 vikur.
iii_r
I, KAíTARÍ^R-^r^,
ti\iikau«4« j
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
Nú gengur veturinn senn í garð og því er rétti tíminn til að taka Allir ferðamöguleikarnir og iægstu far-
ákvörðun um vetrarferðalagið. Stærsta úrvalið er hjá okkur — gjöldin eru kynnt f nýútkominni áætlun
reyndustu ferðaskrifstofu landsins. UTSÝNAR veturinn 1986—87:
BARNADEILD, AUSTURSTRÆTI 22, SIMI 45800