Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 7

Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 7 Hef opnað kosningaskrifstofu í Sigtúni 7, þar sem ég og samstarfsmenn mínir vinna að kjöri mínu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 18. október nk. Kosningastjóri er Sigurjón Ásbjörnsson og verður skrifstofan opin frá kl. 9—22 alla daga til kjördags. Verið velkomin. Símar: 687665 og 687390. Eyjólfur Konráð Jónsson Verðjöfnunarsjsóður: Inneign rækjuverkenda um 200 milljónir í árslok Hækka mætti hráefnisverð um 30 til 35%, væri greiðslan felld niður ALLT bendir nú til, að inneign rækjuverkenda í verðjöfnunar- sjóði verði allt að 200 mOljónir króna í árslok. Stafar þetta af því, að verð á mörkuðum erlend- is hefur verið nokkru hærra en viðmiðunarverð sjóðsins og eru nú 15% af cif-verði rækjunnar greidd í sjóðinn. Hér er um að ræða nokkuð snögg umskipti þvi á árinu 1985 bar sjóðnum að greiða 16% ofan á markaðsverð, en hann hafði ekki bolmagn til að greiða nema 6% af því og urðu seljendur að taka á sig mis- muninn. Skiptar skoðanir eru þvi um þessa greiðslu í sjóðinn nú, en verkendur gætu greitt 30 til 35% hærra hráefnisverð, yrði hún felld niður. Óttar Ingvason, framkvæmda- stjóri íslenzku útflutningsmiðstöðv- arinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að greiðsla í verð- jöfnunarsjóð kæmi ekki vegna útflutnings á rækju frystri í skel á Japansmarkað og heldur ekki á þá rækju, sem væri fryst og flutt utan til vinnslu í nágrannalöndunum, sem væru í samkeppni við okkur um markaðina. Mörgum þætti það skjóta skökku við, að slíkur útflutn- ingur væri undanþeginn greiðslu í verðjöfnunarsjóð og skapaði það talsvert misvægi í afkomu útflytj- enda. Óttar sagði, að kaupendur á rækju væru nú hikandi vegna hins háa verðs, sem væri á rækjunni, meðal annars í kjölfar aflabrests Norðmanna. Heldur hefði því dreg- ið úr sölu og verð lítiliega lækkað, meðal annars vegna lækkunar pundsins, en mest af rækjunni væri selt fyrir þann gjaldmiðil. Rækjan hefði til þessa verið seld nánast jafnóðum og hún hefði verið tilbúin til útflutnings og birgðir væru því ekki teljandi hér á landi. Þar sem rækjuvertíð færi nú að ljúka vegna veðráttu, væru ekki horfur á birgða- söfnun hér, þrátt fyrir að rækjan seldist eitthvað hægar en áður. Verðmunur á rækju væri nú vax- Sjónvarp næsta fimmtudagskvöld: Bein útsend- ing frá komu Reagans SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að sjónvarpa beint næsta fimmtu- dagskvöld frá komu Reagans Bandaríkjaforseta hingað til lands. Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri upplýsti blaðamann Morgunblaðsins um þetta í gær. „Það hefur verið talað um það, að það yrðu gerðar breytingar eftir þörfum á dagskráð Sjón- varpsins,“ sagði útvarpsstjóri, „og beinar útsendingar eftir þörfum.“ „Ég stefni að því að fréttastofa Sjónvarps hefji útsendingar frá Keflavík upp úr kl. sex í eftirmið- dag fimmtudag," sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps i samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þess væri vænst að vél forsetans kæmi hingað á milli kl. 19 og 20. Ingvi Hrafn sagði að jafnframt væri stefnt að beinni út- sendingu frá komyu Reagans til Reykjavíkur, og því þegar hann kæmi til síns bústaðar. Gorbachev kemur til íslands á föstudagskvöld, og er einnig ráð- gerð bein útsending frá komu hans. Ingvi Hrafn sagðist vonast til þess að þessi fimmtudagsútsending yrði upphafið að því að útsendingar á fímmtudagskvöldum yrðu fastur liður. andi eftir stærð, en skilaverð gæti nú farið upp í 350 til 370 krónur. An greiðslunnar í verðjöfnunarsjóð gæti þessi upphæð hins vegar verið 420 til 470 krónur. „Þetta háa verð undanfama mánuði hefur tvímæja- laust bjargað nokkrum fyrirtækjum frá gjaldþroti, enda staða margra þeirra erfíð eftir mögru árin 1984 og 1985,“ sagði Óttar Yngvason. Toppfiindurinn á íslandi skapar ódýrar ferðir til Orlando eða Amsterdam Við nýtum tómu sætin til Hollands og Ameríku og bjóðum nú íslendingum eftirtaldarferðir: ORLANDO - FLORIDA 3ja vikna sólarferð 8. október. Flug og gisting í 3 vikur frá aðeins kr. 26.800.- Flug og bíll í 3 vikur (4 í bíl) frá aðeins kr. m/sölusk. 15.600.- AMSTERDAM 5 eða 6 daga ferð 9. október Flug, gisting m/morgunverði í glæsilegu 1. flokks nýju hóteli í miðborginni, akstur til og frá flugvelli. Tryggið ykkur sæt/ strax ídag Verð frá aðeins kr. 12.750.- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRJETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKfflFSTOFA AKUREYRt: SKIPAGÖTU 18 - SÍIáAR 21800 & 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.