Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 9

Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 9 HUGVEKJA Jesús fyrir- gefur syndir eftir ÓSKAR JÓNSSON Texti: Matt. 9,1-8. Jesús var í Kapemaum að kenna fyrir fullu húsi. Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, bamið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!" En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar?“ Hvort er auðveld- ara að segja: „Syndir þínar eru fyrirgefnar" eða: „Statt upp og gekk?“ En til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir, þá segi ég þér, — og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“ En fólkið, sem horfði á þetta, varð ótta slegið og lofaði Guð, sem gefið hafði mönnum slíkt vald. í Markúsarguðspjalli segir að mennimir, sem báru lama mann- inn til Jesú, hafi verið fjórir. Húsið var troðfullt þar sem Jesús var að kenna, svo mennimir fóru með rekkjuna upp á þak hússins. Eftir að hafa rofið þakið létu þeir sjúka manninn í rekkjunni síga niður þar sem þeir vissu að Jesús var. Það var eitthvað sérstakt við þessa fjóra menn, sem báru sjúka manninn til Jesú. Þeir létu ekkert hindra sig, voru einbeittir og áttu sigrandi trú. Það var trú þeirra sem bjargaði manninum. Án íjór- menninganna hefði hann sjálfsagt legið áfram hjálparvana heima hjá sér. Þessir kærleiksríku, trúuðu menn eru sönn fyrirmynd kristn- um mönnum þann dag í dag. Það eru margir sem þurfa á hjálp þinni og minni að halda. Tökum hönd- um saman og vinnum verk fyrir Drottin. Við getum sagt öðrum frá reynslu okkar í samfélaginu við Jesúm. „Vertu hughraustur, bamið mitt, syndir þínar eru fyrirgefn- ar,“ sagði Jesús við lama mann- inn. Jesús sá strax hvað það var sem þjáði manninn mest. Það var sam- viskubit og sálarkvalir vegna syndarinnar, sem skipti miklu meira máli en þó svo að líkaminn væri lamaður. Getur það verið? Er það satt? Allt fyrirgefið. Jesús sjálfur sagði það. Margir heyrðu það og voru vitni að þessum undraverða atburði. I„Það eru margirsem þurfa á hjálp þinni að halda. Tökum höndum saman og vinnum verk jyrir Drottin. Við getum sagt öðrum jrá reynslu okkar í sam- félaginu við Jésum. “ Jesús er fær um að frelsa fallna og synduga menn. Sárþjáðum sálum að líkna sífellt er Frelsarinn enn. Jesú gef hug þinn og hjarta, Hann þerrar tárvota kinn. Nema burt eymd þína alla einn megnar Frelsari þinn. (E. R. Latta.) Nokkrir fræðimenn hneyksluð- ust á orðum Jesú: „Syndir þínar eru þér fyrirgefnar." Jesús þekkti hugsanir þeirra og segir: „Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar?“ ... En til þess að þér vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir, þá segi ég þér, — og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín.“ í Markusarguðspjalli endar frá- sögnin á þessa leið: Hann stóð upp, tók jafnskjótt rekkjuna og gekk burt í allra augsýn, svo að allir voru furðu lostnir, lofuðu Guð og sögðu: „Aldrei áður höfum vér þvílíkt séð.“ Mark. 2,12. Lamaði maðurinn hafði nú hlot- ið lækningu bæði á sál og líkama. Hann fór fagnandi heim með rekkju sína. Nú gat hann lofað Guð með vinum sínum fyrir undr- ið mikla. Jesús er hinn sami í dag og verður að eilífu. Hann gerir undraverða hluti á meðal okkar. F'yrirgefur syndir, gefur lífsfögn- uð og lífinu nýjan tilgang. Þú frelsaði lýður, syng fagnaðarljóð. ■ Þú fagnandi lýður, syng lofgerðaróð. Að baki er syndin, sem burtu var máð. Nú blasir við sjónum hin eilífa náð. Lofið Guð! Lofið Guð! Fyrir gæsku og stjóm. Lofið Guð! Lofið Guð! Fyrir Guðs lambsins fóm. Til hans má ég koma, þótt hrelli mig synd, og hreinsast að nýju i dreyra hans lind. Gakk ömggt að hásæti algæsku hans, sem afmáir syndir og skuldir hvers manns. Ver aldrei í vafa um ógrynnis náð og eilífa visku, sem þekkir öll ráð. (Fanny Crosby) FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ UERÐBREFAMflRKAÐURIMBI Genqióidaq _____Markaftsfréttir____ Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2 afb. áári 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5ár 6ár 7 ár 8ár 9ár 10 ár Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 4% 95 93 92 4% 91 90 88 5% 90 87 85 5% 86 84 82 5% 85 82 78 5% 83 79 76 5% 81 77 73 5% 79 75 71 5% 78 73 68 5% 76 71 66 Lánst. 1 afb. á ári Sölugengi m/v. mism. nafnvexti 20% HLV 15% 1 ár 89 84 85 2ár 81 72 76 3 ár 74 63 68 4ár 67 56 61 5 ár 62 50 56 KJARABRÉF Gengipr.3/10 1986 = 1,722 Nafnverð Söluverð 5.000 8.610 50.000 86.100 I DAG BJÓÐUM VIÐ ÞÉR BETRI KOSTINIM, - SPARISKÍRTEINI MEÐ 7,5% ÁRSVÖXTUM. Við bjóðum þér Spariskírteini Ríkissjóðs með hærri vöxtum. fjármál þin - sárgrein okkar 6,5% vextír hja Riklssjóði 7,5% vextir hjá okkur Odrl fiokkar Sparhk <»T*lrva RlklvsJOftj Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 simsvari allan sólarhringinn VJS/VSQ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.