Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 + Háskolimiþmfstuðnmg og skRning til að uppfyUa óskir þjóðarimmr Rœða Sigmundar Guðbjamasonar, háskólarektors, á hátíðarsamkomu í Háskólabiói U. október í tilefni af 75 ára afmœli Háskóla Islands I Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, hæstvirtu ráðherrar, virðulegu gestir, kæru samstarfsmenn og stúdentar, Islend- ingar nær og fjær. Ég býð ykkur öll hjartan- lega velkomin til þessarar hátíðar sem til er efnt vegna 75 ára afmælis Háskóla ís- lands. Háskóla íslands er mikil sæmd að þátt- töku forseta íslands í þessari hátíð og þökkum við ávarp forseta og hvatningarorð. Ég þakka hæstvirtri ríkisstjóm glöggan skilning á málefnum Háskólans og þann stuðning sem veittur er m.a. með eflingu Rannsóknasjóðs Háskólans, eins og fram kom í ávarpi menntamálaráðherra. Vil ég þakka sérstaklega gott samstarf við menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, svo_ og fyrirrennara hans f starfí. Ég þakka þeim ljölmörgu aðilum sem unnið hafa að undirbúningi þessarar hátíðar og sérstaklega þakka ég Páli Sigurðssyni, dósent, sem hefur annast skipulag og fram- kvæmdastjóm alla. í dag er fáni Háskóla íslands dreginn að húni í fyrsta sinn. Fáninn er hvítur kross á bláum feldi en á miðjum feldinum er Pallas Aþena, gyðja mennta, vísinda og lista. Fáninn skírskotar til sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar, baráttu fyrir frelsi og aukinni menntun. II Saga Háskóla íslands er saga linnulausr- ar baráttu og uppbyggingar. Stofnun Háskólans og starf er samofíð sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, baráttu sem lauk ekki með lýðveldisstofnun 17. júní 1944, því að varðveisla sjálfstæðis krefst stöðugrar sókn- ar. Háskóli íslands gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu þjóðarinnar fyrir menn- ingarlegu, efnahagslegu og stjómmálalegu sjálfstæði. A þessum tímamótum lítum við fyrst yfír farinn veg en síðan fram á leið. Við minn- umst þeirra manna sem mddu brautina, við minnumst þeirra fyrir framsýni, Iq'ark og þrautseigju. Atburðir slíkir sem stofnun háskóla hjá fámennri og fátækri þjóð verða ekki af sjálfu sér eða fyrir nein söguleg lögmál. Slíkir hlutir gerast aðeins með at- orku og baráttu margra manna og stöndum við í þakkarskuld við þá. Fyrstu hugmyndir um slíkan skóla á ís- landi koma fram í ritgerð eftir Baldvin Einarsson árið 1828 og í ritlingi eftir Tóm- as Sæmundsson 1832. í fyrsta árgangi Fjölnis 1835 nefnir Tómas háskóla meðal þeirra fjögurra húsa sem hann hugsar sér í framtíðinni við Austurvöll og verði hjarta Reykjavíkur. Jón Sigurðsson fjallar i Nýjum félagsritum árið 1842 um skóla á íslandi. Hann stingur upp á samræmdu skólakerfí fyrir allt landið og vísi að háskóla sem lagað- ur væri eftir þörfum þjóðarinnar og síðan aukinn smám saman. A hinu fyrsta endur- reista alþingi 1845 flytur Jón bænarskrá um þjóðskóla á íslandi, sem m.a. átti að annast menntun embættismanna landsins. Bænarskráin var samin af Jóni og undirrit- uð af 24 stúdentum og kandídötum í Kaupmannahöfn. Bænarskráin um þjóðskóla flýtti fram- kvæmdum í skólamálum og stofnun embættismannaskóla sem urðu undanfari Háskóla íslands. Prestaskóli var stofnaður 1847, læknaskóli 1876 og lagaskóli var stofnaður 1908. Fyrsta frumvarp til laga um stofnun há- skóla á íslandi bar Benedikt Sveinsson fram á Alþingi 1881. Málið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild, en í efri deild var það svæft í nefnd. Háskóla- frumvarpið var flutt í ýmsum myndum á Alþingi 1883, 1885, 1891 og 1893. Á þing- inu 1893 hlaut háskólafrumvarpið samþykki beggja þingdeilda og var afgreitt sem lög, en konungur synjaði staðfestingar á þeim. Háskólamálið kom aftur til umQöllunar á Alþingi 1907 og var samþykkt þingsálykt- unartillaga í neðri deild þess efnis að skora á landstjómina að endurskoða lögin um embættismannaskólana og semja frumvarp um stofnun háskóla, sem yrði lagt fyrir al- þingi 1909. Hannes Hafstein ráðherra varð við áskorun Alþingis og bjó málið undir næsta þing. Háskólafrumvarpið var sam- þykkt af Alþingi og afgreitt sem lög og staðfest af konungi 30. júlí 1909. Á Alþingi 1911 var veitt fé til háskólans á fjárlögum og ákvað Alþingi að Háskóli íslands skyldi settur 17. júní 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, en þjóðin á það Jóni Sigurðs- syni öðrum fremur að þakka að ráðist var í slíka framkvæmd. Jón Sigurðsson var eng- um öðrum líkur að framsýni, starfsorku og viljastyrk. Kenning hans var einföld, hann taldi að frelsi og þekking væru drifkraftur og forsenda framfara og velsældar. III Hvemig vegnaði svo hinum nýja háskóla þegar draumurinn um hann var orðinn að vemleika? Það furðulega gerist að þetta óskabam þjóðarinnar verður olnbogabam í nærri þrjá áratugi. Háskólinn var í upphafí af vanefnum búinn og því var nauðsyn að efla hann skjótt og skörulega. Þeirri skyldu brást þing og stjóm um langan aldur. Éftir nærri þijá áratugi var Háskólinn enn hús- næðislaus, fáliðaður og fátækur. Háskólinn var til húsa á neðri hæð Alþingishússins til bráðabirgða í 29 á_r. í sögu Háskóla íslands sem út var gefín í tilefni af 50 ára afmæli Háskólans 1961 lýsir Guðni Jónsson þessum fyrstu áratugum í sögu Háskólans sem tímabili kyrrstöðu, afturfarar og niðurlægingar en ekki tíma vaxtar og þroska sem vænta mætti. Hin venjulega afsökun stjómvalda var féleysi, en sú afsökun verður lítils virði að mati Guðna Jónssonar þegar þess er gætt að þetta tímabil var að öðm leyti samfellt fram- faraskeið á flestum sviðum. Með stofnun Hapfidrættis Háskólans verða þáttaskil í sögu Háskólans og hefst þá nýtt framfara- tímabil. Árið 1933 hóf þáverandi háskóla- Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor rektor, prófessor Alexander Jóhannesson, baráttu fyrir þeirri hugmynd að fá Alþingi til að veita Háskólanum einkaleyfí til að reka peningahappdrætti hér á landi í því skyni að afla flár til háskólabyggingar. Háskólaráð kaus prófessorana Magnús Jónsson og Sigurð Nordal til að vinna að málinu með rektor og hlaut málið almennt fylgi meðal þingmanna. Vom lög um stofn- un happdrættis afgreidd á Alþingi og fengu þau konungsstaðfestingu sama ár, þ.e. 1933. Var einkaleyfíð veitt frá 1. jan. 1934 og var tilgreint að ágóðanum skyldi varið til þess að reisa hús handa Háskólanum, en honum var gert að greiða í ríkissjóð 20% af nettóarði í einkaleyfísgjald. Happdrætti Háskólans var aflgjafí fyrir þróttlítinn háskóla. Athyglisvert er að fyrsta húsið, sem reist var fyrir happdrættisfé, var Atvinnudeild Háskólans. Vorið 1936 var byrjað á byggingunni og var hún tekin í notkun í september 1937. En veitum at- hygli orðum þáverandi háskólarektors, Níelsar Dungal, af þessu tilefni: „Atvinnu- deildin er fyrsta stofnunin, sem hér á landi er byggð fyrir Háskólans fé. Það er góðs viti að fyrsta húsið, sem þessi litli Háskóli okkar reisir, skuli vera vísindaleg vinnu- stofnun, ætluð til að bæta framleiðslu og afkomu landsmanna, og ég vonast til að hún eigi eftir að verða Háskólanum til sóma og þjóðinni til mikils gagns." Þessi von varð að vemieika, atvinnudeild- in dafnaði og varð undanfari rannsókna- stofnana atvinnuveganna sem hafa átt dijúgan þátt í örri atvinnuþróun á liðnum ámm. Framkvæmdir við háskólabygginguna hófust 1936 og var hún vígð 17. júní 1940. Hönnuður var húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson. Með tilkomu háskólabyggingar og bættri starfsaðstöðu hefst ör vöxtur í háskólastarfínu. Verkfræðideild var sett á laggimar með skjótum hætti 1940 eftir að síðari heimsstyijöldin skall á og torvelt var fyrir íslenska stúdenta £ið hefja háskólanám erlendis. Leið aðeins ein og hálf vika frá þeirri ákvörðun Verkfræðingafélags íslands þann 10. október 1940 að aðstoða Háskóla Islands við að undirbúa og koma á fót kennslu í verkfræði þar til kennsla hófst þann 19. október. Forstöðumaður kennsl- unnar var kosinn Finnbogi R. Þorvaldsson. Fyrstu prófessorar verkfræðideildar vom Finnbogi R. Þorvaldsson, Leifur Ásgeirsson og Trausti Einarsson, skipaðir frá 1. júlí 1945. Saga viðskiptadeiidar hefst í lagadeild 1941 en upphafið má rekja til Viðskiptahá- skóla íslands sem stofnaður var 1938. Var Viðskiptaháskólinn innlimaður í lagadeild Háskólans, sem nefndist eftir það laga- og hagfræðideild en síðar laga- og viðskipta- deild. Fyrsti fastráðni kennarinn í viðskipta- deild var Gylfí Þ. Gíslason, skipaður dósent 1941, en Ólafur Bjömsson var settur dósent 1942. Á næstu ámm vex einnig kennsluframboð í heimspekideild með tilkomu B.A.-prófa í fjölmörgum greinum fyrir væntanlega kenn- ara. Kennsla í tannlækningum hófst 1945 í læknadeild en tannlæknadeild er stofnuð 1972 og námsbraut í lyQafræði til fyrri hluta prófs er sett á laggimar í læknadeild 1957. Annað meiriháttar vaxtarskeið verður eftir 1969 þegar uppbygging verkfræði- og raunvísindadeildar hefst. Er þá verkfræði- námið flutt inn í landið svo og kennsla til B.S.-prófs í raunvísindum. Nemendafjöldinn tvöfaldast frá 1969 til 1985, kennarafjöldinn vex hratt en aðstaða til kennslu og rann- sókna vex ekki að sama skapi. Á síðustu 10 ámm hefur starfsemin aukist enn með tilkomu félagsvísindadeildar svo og náms- brautar í hjúkmnarfræði og námsbrautar í sjúkraþjálfun í læknadeild. Háskólinn tekur tvö meiriháttar vaxtar- stökk, hið fyrra hefst um 1940 þegar stúdentafjöldinn vex úr 227 í 750, um 1955. Síðara vaxtarstökkið hefst um 1969—70 þegar stúdentaijöldinn vex úr 1250 í 4500, 1985. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á síðustu 15 ámm, aukist um 3000 nemendur á þeessum tíma án tilsvarandi aukningar á húsnæði eða annarri aðstöðu. IV Hver er þá staða Háskóla íslands í dag? Háskóli íslands er þróttmikil stofnun sem verður virkari og framsæknari með ári hveiju. Háskóli íslands er í raun ekki einn skóli heldur fy'öldi meira og minna sjálf- stæðra skóla á æðsta menntastigi þjóðarinn- ar. í dag em háskóladeildimar eða skólamir níu talsins og em þessar háskóladeildir ólík- ar að stærð, uppbyggingu og viðfangsefn- um. Sumar deildimar skiptast aftur í smærri einingar sem nefnast skorir eða námsbrautir eftir faggreinum og sérhæf- ingu. I Háskólanum og stofnunum hans starfa yfír 300 kennarar og aðrir sérfræðingar. Hér er fyrir hendi mikil þekking og orka sem ekki er fullvirkjuð enn vegna aðstöðu- leysis á mörgum sviðum. Landsmenn hafa á liðnum ámm lagt kapp á að virkja fallvötn- in og jarðhitann. Á næstu ámm vérður áhersla lögð á að virkja hugvit og þekk- ingu, að virkja þá orku sem í okkur býr og vill fá að bijótast út. Markmið háskólastarfsins er að veita menntun og vísindalega þjálfun, að afla þekkingar og miðla henni, að veita nemend- um tækifæri til að þroska hæfíleika sína til að njóta menntunar og nýta hana við ýmis störf. Áherslur breytast óhjákvæmilega á tímum örra breytinga í þjóðfélaginu. Mennta- og vísindastefna Háskólans hlýtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.