Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 5. OKTÓBER 1986 25
að taka mið af þörfum þjóðarinnar og að-
stæðum á hveijum tíma.
í menntastefnu Háskólans í dag er eink-
um lögð áhersla á þrennt. í fyrsta lagi að
veita breiða og góða undirstöðumenntun í
fræðigreininni, að veita þekkingu og þjálfun
sambærilega við kröfur erlendra háskóla. I
öðru lagi að efla samstarf við framhalds-
skóla og skilgreina betur þá undirstöðu-
menntun sem nemendur þurfa að fá í
framhaldsskólum til þess að þeir hafi full
not af háskólakennslunni. í þriðja lagi að
efla endurmenntun og símenntun og um
leið undirstöðumenntun í landinu.
Hraðar breytingar og framfarir í mörgum
fræðigreinum gera auknar kröfur til Háskól-
ans og eitt af erfíðustu vandamálum allra
háskóla er baráttan við stöðnun. Eitt tæki
í þeirri baráttu er reglubundin úttekt og
endurskoðun á námsefni og kennsluháttum
deilda og námsbrauta. Slík endurskoðun á
starfsemi deilda er í undirbúningi, starfínu
verður stjómað af Þróunamefnd Háskólans
undir forystu Þóris Einarssonar prófessors
Undirbúning þessa starfs annast Fjar-
kennsludeild Háskólans undir foiystu Jóns
Torfa Jónassonar dósents. Þörf fyrir aukna
menntun vex ört og kröfur um bætta þjón-
ustu á þessu sviði fara vaxandi svo og
kröfur um sveigjanlegt nám og nám með
starfí. Góð almenn menntun og aukin
símenntun em forsendur fyrir frekari hag-
nýtingu þekkingar á flestum sviðum at-
vinnulífs. Atvinnulíf framtíðarinnar gerir
harðari kröfur tii þekkingar og þjálfunar í
nýjum tæknigreinum. Nauðug viljug verðum
við samkeppnisaðilar í úrvinnsluiðnaði,
þekkingariðnaði og hátækniiðnaði.
Háskóli íslands er æðsta menntastofnun
allra landsmanna. Við verðum að búa okkur
undir aukna fjarkennslu og jafnvel opinn
háskóla þar sem nemendum er veitt marg-
vísleg menntun án tillits til aldurs, búsetu
eða fyrri menntunar. Með aðstoð útvarps
og sjónvarps, myndbanda- og tölvutækni
er unnt að færa skólann til nemandans og
bæta aðstöðu nemenda í grunnskólum og
framhaldsskólum hvar sem er á landinu. A
Áformað er að skapa slíkum mönnum skil-
yrði til vísindastarfa án kennslu- eða stjóm-
unarskyldu. Slíkir rannsóknastyrkir verða
auglýstir og veittir í nafni gefanda, hvort
heldur það er einstaklingur eða fyrirtæki.
Væntum við jákvæðra undirtekta fram-
sýnna forystumanna í atvinnulífínu.
Forsenda þess að okkur takist að ná
markmiðum okkar, þ.e. að efla menntun og
rannsóknir, er að starfsaðstaðan verði við-
unandi. En hver eru þá helstu vandamál
Háskólans í dag? Vandamálin eru einkum
tvenns konar, húsnæðisskortur og léleg
launakjör. Brýnustu þarfír Háskólans era
meira og betra húsnæði til kennslu og rann-
sókna. Húsnæðið er of lítið, óhentugt og
dreift of víða um bæinn og torveldar það
mjög kennslu og nám, einnig rannsóknir
og stjómun. Við eram með hús læknadeild-
og hús verkfræðideildar á ýmsum
byggingarstigum og er
aðkallandi að gera
og fær nefndin sérft-æðinga utan og innar
Háskólans til að annast úttektina. Niður-
stöður siíkrar athugunar munu sýna hvort
deildin uppfyllir þær kröfur sem gera verður
á hveijum tíma og, ef ekki, hverra úrbóta
er þörf. Ný þekking og ný tækni þurfa að
fá svigrúm og verður þá annað námsefni
að víkja.
Eitt af þeim verkefnum sem mörgum
deildum Háskólans reynist örðugt að sinna
er þjálfun í sjálfstæðum vísindalegum vinnu-
brögðum. Sú þjálfun fer einkum fram við
nám til meistaraprófs eða doktorsprófs, en
Háskólinn býður yfírleitt ekki upp á slíkt
nám. Mikilvægt er að efla kennslu til meist-
araprófs og veita stúdentum tækifæri til
að glíma í auknum mæli við íslensk rann-
sóknaverkefni.
Háskólinn hlýtur að leitast við að tryggja
traustan grann að þeirri menntun sem hann
veitir. Undirstöðuna leggja grannskólamir
og framhaldsskólamir. Er því nauðsyn að
samstilla allt menntakerfíð þannig að hvert
stig verði styrkt í starfí sínu og skili nemend-
um vel undirbúnum fyrir næsta áfanga. Hér
er þörf aukins samstarfs og samstillingar á
verkum og væntingum í skólakerfínu. Há-
skólanum er nauðsyn að auka samstarf við
framhaldsskólana. Kennuram og nemendum
framhaldsskólanna þarf að vera ljóst hvaða
kröfur Háskólinn gerir til nýstúdenta. Kröf-
ur um almenna undirstöðumenntun þurfa
að vera skýrar svo og sérkröfur einstakra
háskóladeilda ef slíkar era fyrir hendi. Unn-
ið er að þessu verkefni af Kennslumáladeild
Háskólans undir forystu Þorsteins Vil-
hjálmssonar dósents.
Eðlilegt er að Háskólinn hafí náið sam-
starf við aðra skóla á háskólastigi í þeirri
viðleitni að auka fjölbreytni í námsframboði
og efla verkmenntun og styttra fagnám.
Aukin þörf er fyrir stutt og hagnýtt nám
að loknu stúdentsprófí. Slíkt nám getur
hentað ýmsum nemendum betur en hið hefð-
bundna háskólanám og það gæti jafnframt
hentað betur ýmsum atvinnugreinum. Slíkt
nám mætti skipuleggja þannig að kostur
væri á frekara námi við Háskóla íslands.
Endurmenntun verður vaxandi í Háskóla
íslands og ríkari áhersla verður lögð á
símenntun og almenningsfræðslu, t.d. með
fjarkennslu og jafnvel opnum háskója.
Fjarkennsla á vegum Háskóla íslands
hefst nú á þessu hausti með námskeiði til
kennsluréttinda fyrir réttindalausa kennara.
þennan hátt er einnig unnt að veita betri
menntun hveijum sem er og hvar sem vera
skal, hvort heldur það er iðnfræðsla eða
búnaðarfræðsla, fræðsla um fiskvinnslu eða
fiskirækt, tækni eða vísindi.
Með íjarkennslu og markvissum stuðningi
við starf fjölbrautaskóla og verkmennta-
skóla er unnt að koma nokkuð til móts við
þarfir landsbyggðarinnar og þarfír atvinnu-
lífsins. Menntunarþörf atvinnulífsins er
margþætt og síbreytileg, er hún öðram
þræði þörf fyrir símenntun starfsmanna,
eldri sem yngri. Oft er deilt um hvort at-
vinnulífíð eigi að móta menntunina eða
menntunin eigi að móta atvinnulífið. Hér
verður að mætast á miðri leið. Ef atvinnulíf-
ið á að móta menntunina þá miðast hún við
þarfir atvinnulífsins í dag sem innan tíðar
er atvinnulíf gærdagsins. Slíkt leiðir skjótt
til stöðnunar í heimi hraðfara breytinga.
Menntun verður að skapa traustan og breið-
an grann sem tekur mið af morgundeginum
en jafnframt starfstækifæram dagsins í
dag. í vaxandi mæli munu menn afla sér
staðgóðrar menntunar í einni fræðigrein og
síðan viðbótarmenntunar í annarri oft
óskyldri grein til að auka fæmi sína og
þekkingu og bæta jafnframt samkeppnisað-
stöðuna í atvinnulífinu. Endurmenntun eða
símenntun er nauðsyn nú þegar og mun
þörfin vaxa í náinni framtíð. Háskóli Islands
mun óhjákvæmilega verða virkari á þessum
vettvangi. Menntastefna Háskóla íslands
er í stuttu máli sú að efla bæði æðri mennt-
un í landinu og þá undirstöðumenntun sem
háskólakennslan og atvinnulíf landsmanna
byggir á.
V
í vísindastefnu Háskólans er lögð áhersla
á tvennt: í fyrsta lagi er stefnt að aukinni
og markvissri rannsóknastarfsemi, og í öðra
lagi er stefnt að aukinni hagnýtingu þekk-
ingar og rannsóknar.
I þessu efni er nauðsyn að efla Rann-
sóknasjóð Háskólans en í þann sjóð sækja
kennarar og aðrir sérfræðingar Háskólans
um styrk til vel skilgreindra verkefna og
gera jafnframt grein fyrir framvindu og
niðurstöðum rannsókna. Vísindanefnd Há-
skólans undir forystu Sveinbjörns Bjöms-
sonar prófessors annast úthlutun
rannsóknastyrlqa og jafnframt útgáfu
Rannsóknaskrár Háskólans þar sem verk-
efnin era kjmnt stuttlega. Fyrsta skráin er
að koma út um þessar mundir. Markmiðið
er að auka aðhald og aga og jafnframt
hagkvæmari ráðstöfun takmarkaðra fjár-
muna.
Aukin áhersla á hagnýtingu þekkingar
og rannsókna er viðleitni til að efla atvinnu-
líf landsmanna. Atvinnulífíð þarfnast nýrra
starfskrafta, nýrra hugmynda og aðstöðu
til rannsókna. Háskólinn þarfnast hins veg-
ar fjárstuðnings og reynslu atvinnulífsins.
Tengsl Háskólans og atvinnulífsins hafa
verið töluverð og munu aukast með ýmsum
hætti. Háskólinn hefur menntað starfsfólk
fyrir atvinnulífíð áram saman, en þessi þátt-
ur hefur ætíð þótt sjálfsagður. Með aukinni
endurmenntunarþörf mun þessi þjónusta
vaxa.
Samstarf Háskólans og atvinnulífs á sviði
rannsókna og þróunarstarfa mun aukast en
þessi samvinna hefur vaxið hröfðum skref-
um hin síðari árin. Til að auðvelda þetta
samstarf hefur verið stofíiuð Rannsókna-
þjónusta Háskólans undir forystu Valdimars
K. Jónssonar prófessors. Hlutverk Rann-
sóknaþjónustunnar er að efla og auðvelda
rannsóknir í þágu atvinnulífsins. Markmiðið
er að skapa tengsl milli þeirra sem leita
vilja ráða og aðstoðar annars vegar og hinna
fjölmörgu sérfræðinga Háskólans hins vegar
sem veitt geta umbeðna aðstoð. Tekjum af
slíkum rannsóknum verður einkum varið til
að efla aðstöðu til rannsókna og til að styrkja
Rannsóknasjóðinn. Er nú verið að undirbúa
upplýsingarit þar sem kynnt verður hvaða
aðstaða og tækjabúnaður er fyrir hendi svo
og hvaða sérfræðiþjónusta er í boði. Háskól-
inn býður fram þjónustu sína og rannsóknir
í þágu atvinnulífsins en slíkt má ekki verða
til að torvelda aðra rannsóknastarfsemi.
Undirstöðurannsóknir skapa þann grann
sem hagnýtar rannsóknir byggja á.
Samskipti Háskólans og atvinnulífsins
era raunar tvíþrætt, annars vegar styður
Háskólinn atvinnulífíð, hins vegar verður
atvinnulífið að styðja Háskólann. Nú við
þetta tækifæri býður Háskólinn fyrirtælq'um
og einstaklingum að styðja starfsemi Há-
skólans, t.d. með því að veita rannsókna-
styrki. Slíkir styrkir munu verða notaðir
fyrir tímabundnar stöður innlendra eða er-
lendra vísindamanna sem ráðnir verða sem
rannsóknaprófessorar til allt að þriggja ára.
þetta verkkennslu- og rannsóknahúsnæði
nothæft. Þörf er fyrir stærri fyririestrasali
því að stóram hópum nemenda verðui að
kenna í óhentugu leiguhúsnæði úti í bæ.
Eigið húsnæði Háskólans er nýtt að fullu,
er. t.d. farið að kenna hér í Háskólabíói.
Við treystum því að fá fjárveitingar til að
ljúka húsi læknadeildar sem staðið hefur
autt og óinnréttað um árabil.
Erfíðasta vandamál Háskólans er þó
launamál kennara. Háskólinn er ekki sam-
keppnisfær um menn og era margir hæfir
menn ekki lengur fáanlegir til að sækja um
lausar stöður. Vandamálið verður alvarlegra
þegar fáliðaðar námsbrautir missa meiri-
hluta kennara. Sem dæmi má nefna að tveir
af þremur kennuram Háskólans í matvæla-
fraeði hafa nýlega farið á fengsælli mið og
tekið önnur störf. Matvælafræðina teljum
við þó mikilvæga og er henni ætlað að
styðja matvælaiðnaðinn, sem er undirstöðu-
atvinnuvegur landsmanna. Þegar svo er
komið, er Háskólinn í hættu, því að hann
þarf að geta laðað til sín hæfustu menn á
hveijum tíma.
Ekki gefst tími til að tíunda öll okkar
áform, áætlanir og úrræði. Nýir tímar og
nýjar þarfír krefjast nýrra leiða og lausna.
Við verðum að móta Háskóla Islands eftir
aðstæðum og þörfum íslensku þjóðarinnar,
en mæta samt alþjóðlegum kröfum sem
gera verður til kennara og nemenda á hveij-
um tíma. Teljum við að Háskólinn standist
slíkar kröfur í dag í flestum greinum.
Við höfum litið yfír farinn veg og nokkuð
fram á leið. Við blessum minningu forvera
okkar í uppbyggingu Háskólans og þökkum
brautryðjandastarf þeirra. Ég vil ljúka máli
mínu með því að þakka velgjörðarmönnum
Háskólans sem hafa fært honum gjafír og
þakka landsmönnum öllum, sem sýnt hafa
Háskólanum vinsemd og veitt honum stuðn-
ing. Háskóli íslands þarfnast stuðnings og
skilnings ef hann á að geta uppfyllt óskir
þjóðarinnar, vonir hennar og þarfir. Andi
Jóns Sigurðssonar lifír vissulega í Háskóla
íslands, andi frelsis og þekkingarleitar. Við
væntum þess að nemendur fari héðan með
aukinn þroska og þekkingu, en jafnframt
og ekki síður með vilja, kjark og þraut-
seigju til að vinna að erfiðum en nauðsynleg-
um verkefnum. Allt okkar starf miðar að
því að efla þessa stofnun, til gæfu og bless-
unar allri þjóðinni á ókomnum áram. Megi
heill og gifta fylgja Háskóla íslands.