Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 41
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Samskipti á j afnr éttisgrund velli Samskipti íslands og Banda- ríkjanna hafa verið mjög náin og góð allt frá því í heims- styrjöldinni síðari. Bandaríkin eru vissulega stórveldi og ís- lendingar smáþjóð, en samt hafa tengsl þjóðanna að jafnaði verið á grundvelli jafnréttis- hugmynda. Bandaríkjamenn hafa gert sér grein fyrir því, að þeir þurfa að taka tillit til þeirrar sérstöðu, sem fámenni, menning og lífshættir Islend- inga, skapar, og það höfum við kunnað að meta og það hefur aukið virðingu okkar fyrir stór- veldinu. Þennan skilning virtist hins vegar skorta á tímabili nú nýlega, þegar bandarískir emb- ættismenn höfðu í hótunum við okkur. Vonandi er sá ágrein- ingur brátt úr sögunni. Deil- umar um sjóflutninga fyrir vamarliðið undanfarin tvö og hálft ár voru líka alvarlegar fyrir samband þjóðanna, en nú hefur verið fundin á þeim lausn, sem er skynsamleg og sann- gjöm. Því ber að fagna. í ræðu, sem Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra flutti í gær á fundi íslensk-ameríska verslunaráðsins í Washington, fjallaði hann ýtarlega um hin margþættu samskipti okkar við Bandaríkin og staldraði einkum við hin viðskiptalegu og pólitísku tengsl. Hann minnti á, að fáar þjóðir heims ættu meira undir hindrunarlausum alþjóðaviðskiptum en íslend- ingar, þar sem útflutningur okkur nemur um helmingi þjóð- arframleiðslunnar. Hann benti á, að Bandaríkin væru stærsta, einstaka útflutningsland okkar. Þangað færu um 27% heildar- útflutningsins, en tæplega 7% af innflutningum kæmi þaðan. Útflutningur íslendinga gæti ekki skipt sköpum fyrir mark- aði okkar í Bandaríkjunum eða Evrópu, en hann réði úrslitum um afkomu þjóðarinnar. „An jafnræðis á alþjóðamörkuðum fær efnahagsstarfsemi [íslend- inga] ekki þrifíst. Hvers konar hindranir og viðskiptaþvinganir eru eðli máls samkvæmt eitur í okkar beinum," sagði fjár- málaráðherra. Þorsteinn Pálsson gerði hvaladeiluna og deiluna um sjó- flutningana að sérstöku um- fjöllunarefni í ræðu sinni. Hann lagði áherslu á, að íslendingar teldu það óréttmæta afskipta- semi af innanríkismálum sínum, ef Bandaríkjastjóm ætl- aði með vísan til laga um vemdun dýrategunda, að knýja íslendinga til að hætta hval- veiðum í vísindaskyni, sem fram fæm á grundvelli alþjóða- samþykkta. „Frá okkar sjónar- miði á að skera úr ágreiningi um þau efni á vettvangi Al- þjóðahvalveiðiráðsins og ekki annars staðar. Frekari afskipti ríkisstjómar Bandaríkjanna af því, hvaða ákvarðanir íslensk stjómvöld taka um hvalveiðar, yrði aðeins vatn á myllu þeirra sem vilja af annarlegum hug- myndafræði- og hugsjónaá- stæðum spilla hinu góða sambandi þjóðanna og reka fleyg í samstarf lýðræðisþjóð- anna í vamarmálum," sagði hann. Fjármálaráðherra áréttaði síðan, að bandaríska vamarlið- ið á Islandi dveldist hér á gmndvelli tvíhliða samnings þjóðanna, er veitti Islendingum úrslitavald um allt er varðar framkvæmd hans í landi þeirra. „Það brýtur í bága við anda þess samnings, ef önnur þjóðin krefst sérréttinda, sem ekki em bein ákvæði um í samningnum sjálfum," sagði hann. Og hann bætti við: „Telji Bandaríkja- menn sig ekki geta haldið úti kaupskipaflota, nema hann njóti Vemdar til flutninga til bandarískra herstöðva í fjar- lægum löndum, á það rætur að rekja til þess, að um mis- brest er að ræða í útgerð skipanna. Hvers vegna má lög- mál samkeppninnar ekki gilda almennt í sjóflutningum?" Ráðherra nefndi einnig, að þeirri skoðun hefði vaxið fylgi á íslandi að undanfömu að samband okkar við Bandaríkin hefði goldið þess á síðustu missemm, að í Washington hefðu menn ekki nægilegan skilning á sérstöðu landsins og hinu sérstaka sambandi, sem tókst að skapa milli þjóðanna fyrir um 40 ámm. Hann taldi, að það ætti að vera kappsmál ráðamanna í löndunum báðum að sjá til þess að misskilningur eða skortur á vitneskju um aðstæður hjá hvomm um sig leiddi ekki til vandræða, sem stofnað gætu hinu mikilvæga samstarfí þjóðanna í öryggis- málum í hættu eða spillt þeim viðskiptatengslum, sem hafa myndast milli þeirra. Undir þessi orð tekur Morgunblaðið heilshugar. Dagana, sem liðnir eru frá því, að hin óvænta tilkynning um Reykjavíkurfund þeirra Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mikhails Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, barst hingað höfum við aðeins fundið smjörþefinn af því, sem koma skal. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að mikið stendur til og það er sjálfur forsætisráðherra okkar, Steingrím- ur Hermannsson, sem er í slagnum miðjum, ef marka má fréttir. A milli þess, sem hann ræðir við erlenda og innlenda blaðamenn, er forsætisráðherrann að skipuleggja nýtingu hótela og ferðir flug- véla til landsins. Hann kvartaði undan því á fimmtudaginn, að sér þættu höfðingjam- ir í austri og vestri heldur seinir að taka ákvarðanir. Annað er vonandi uppi á ten- ingnum hér á landi. Á það hefur verið bent, að ekki ætti að vera þörf á því fyrir forsætisráðherrann að hafa afskipti af einstökum framkvæmd- arþáttum, enda hefur verið skipuð sérstök nefnd ^ embættismanna til að annast þá hlið. Á hinn bóginn er á það að líta, að hér er svo mikið í húfi fyrir land og þjóð, að ábyrgðin á því, sem miður fer lendir með einum eða öðrum hætti á ríkisstjóm- inni og þá ekki síst oddvita hennar, sem samþykkti hin óvenjulegu tilmæli um að efna til þessarar stuttu en mögnuðu heims- kynningar á íslandi og þeim, sem landið byggja. Eðlilegast er að sjálfsögðu, að nú um helgina verði opinberlega og afdráttarlaust með tilkynningu skýrt frá því, hvert menn eigi að snúa sér til að unnt sé að hnýta alla enda saman í tæka tíð, svo að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Það er til dæmis með öllu óviðunandi, að þeir, sem þurfa að svara fyrirspumum erlendra blaðamanna um það, hvert þeir eigi að snúa sér til að fá vitneskju um hina íslensku hlið málsins séu í þeirri aðstöðu að geta varla bent á neinn annan en for- sætisráðherra landsins. Til marks um þau vandamál, sem við er að etja, eru reglumar, sem settar voru á föstudag um það, að fyrir utan frétta- menn þurfa erlendir farþegar, sem koma í flugvélum til landsins að hafa í höndum staðfestingu, sem flugvallarstarfsmenn meta gilda um að þeir hafi tryggt sér húsnæði á íslandi. Fundir, sem þessir draga alltaf að sér hópa, sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri - ekki endi- lega við þá Reagan og Gorbachev - heldur hinn mikla §ölda fréttamanna, sem safn- ast saman í kringum höfðingjana. Eins og þegar hefur komið fram hafa til dæm- is landflótta sovéskir gyðingar skýrt frá því, að þeir ætli að fjölmenna hingað til að minna á þær hörmungar, sem þeir mega þola, er fá ekki að flytjast frá Sov- étríkjunum. Líklega voru fyrrgreindar reglur settar á föstudaginn til að hafa stjórn á ferðum mótmælahópa. Hindranir af þessu tagi hafa verið eitur í beinum Íslendinga og eru vonandi enn. Á hinn bóginn er til þess að líta, að þessar reglur gilda aðeins um þá, sem koma flugleiðis. Hvemig staðið verður að málum gagnvart þeim, sem koma á sjó, er óljóst. En á það má minna, að fyrir rúmu ári, þegar ut- anríkisráðherrar þeirra þjóða, sem taka þátt í öryggisráðstefnu Evrópu hittust í Helsinki, leigðu sovéskir andófsmenn sér skip og sigldu til Helsinki - ef til vill til að komast í kringum reglur, eins og hér hefur verið lýst. En Finnar hafa verið órag- ir við að setja strangar reglur um hegðan almennings, þegar þeir taka að sér að skipuleggja fundi af þessu tagi. Staðarvalið Eðlilegt er, að menn velti fyrir sér hvers vegna ísland varð fyrir valinu. Fyrir þá, sem lifa og hrærast í alþjóðastjómmálum, skipta ákvarðanir um slík atriði miklu. Kunnar em fréttir af því, að mikilvægir fundir geti ekki hafíst vegna þess, að þeir, sem eiga að sitja þá, geta ekki komið sér saman um það, hvemig borðið á að vera í laginu eða hvemig stólum er raðað um- hverfís það. Undanfama daga hafa fulltrú- ar þeirra Reagans og Gorbachevs skoðað krók og kima í mörgum húsum hér í borg- inni til að geta tekið ákvörðun um það, hvert þeirra sé heppilegast. Ekki hafa borist tíðindi af því, að stórpólitískar deilur séu um húsin, hins vegar hefur því verið fleygt, að ákvarðanir hafí dregist á langinn vegna þess að Sovétmenn þurfi að fá grænt ljós frá Moskvu en á hinn bóginn geti Bandaríkjamennimir tekið af skarið á staðnum. Eduard Shevardnadse, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, er nú á ferðalagi í Vesturheimi. Eftir að tilkynnt hafði verið um fundinn og staðarvalið var hann spurð- ur: Hvers vegna ísland? Hann svaraði á þá leið, að staðurinn væri fallegur og róleg- ur. Þá væri unnt að hittast hér án þess að of mikið veður væri gert út af því. Einnig var það haft eftir ráðherranum, að hér væri öryggi vegna vem bandaríska vamarliðsins auk þess sem hann hefur látið orð falla á þann veg, að ýmsar aðrar aðstæður hér á landi stuðli að því að góð- ur árangur náist á fundinum. Utanríkisráðherramir Shevardnadse og George Shultz hafa báðir komið hingað áður á ferðum sínum yfír Atlantshaf. Raunar var Shultz hér á fundi þeirra Georges Pompidou, Frakklandsforseta, og Richard Nixon, Bandaríkjaforseta, 1973, en þá var hann fjármálaráðherra Banda- ríkjanna. Em það í sjálfu sér góð meðmæli með því, hvemig staðið hefur verið að móttöku þessara áhrifamiklu manna, að þeir hafa greinilega ekki lagt stein í götu þess, að húsbændur þeirra komi hingað líka. Shevardnadse var hér 30. október 1985 og eins og einhverjir muna kannski varð dálítill hvellur og fíölmiðlafár vegna þess að bandarískar herþotur vom að at- hafna sig á Keflavíkurflugvelli í þann mund, sem vél sovéska utanríkisráðherr- ans var að hefja sig á loft. Var helst að skilja á upphafsmönnum þeirrar furðulegu uppákomu í blöðunum, að líklega myndi Shevardnadse aldrei líta land og þjóð réttu auga eftir það. Raunin er önnur - en þetta atvik er góð áminning um það fyrir leið- togafundinn, hvemig unnt er að blása upp mál út af engu. Málatilbúnaður Eins og fram hefur komið á síðum Morgunblaðsins undanfama daga, skiptast menn nokkuð í tvö hom, þegar rætt er um efnislega hlið leiðtogafundarins. Ann- ars vegar em þeir, sem binda töluverðar vonir við að risaveldin stefni eindregið að því að ná samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar, og hins vegar þeir, sem segja, að fundir af þessu tagi séu lítið annað en fí'ölmiðlasýning, er gefí falskar vonir. í fyrri hópnum em stjómmálamenn en í hinum síðari fyrrverandi stjómmálamenn, landflótta Sovétmenn og margir frétta- skýrendur fíölmiðla auk svokallaðra sérfræðinga í alþjóðamálum. Ef marka má tilkynninguna, sem gefín var út í Moskvu og Washington á þriðju- daginn, er það tilgangur fundarins hér að undirbúa fund leiðtoganna í Bandaríkjun- um síðar á þessu ári. Tilkynningin gefur alls ekki til kynna, að mikils sé að vænta á fundinum. Ummæli talsmanna ríkis- stjóma landanna síðan þykja á hinn bóginn benda til annars. Eða eins og einn hinna erlendu blaðamanna sagði við þann, sem þetta ritar: Það hefur verið gefíð það sterk- lega í skyn að einhvers sé að vænta á fundinum, að hingað koma mun fleiri Qöl- miðlamenn en reiknað var með í upphafi. Sú staðreynd, að Reagan og Gorbachev tókst að halda því leyndu í tíu daga, frá 20. til 30. september, að þeir ætluðu að hittast á íslandi veldur því vafalaust einn- ig, að ijölmiðlar treysta ekki alfarið fullyrðingum um, að ekkert sérstakt eigi eftir að gerast í Reykjavík. Evrópueldflaugarnar Hvers er þá að vænta? Ef tekið er mið af þeim yfírlýsingum, sem gefnar hafa verið undanfarið, beinist athyglin helst að MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 41 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. október meðaldrægum kjamorkueldflaugum í Evr- ópu, Evrópueldflaugunum svonefndu. Sovétmenn urðu fyrstir til að koma slíkum flaugum fyrir, SS-20-eldflaugunum, og er tæpur áratugur síðan. 1979 ákváðu aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins að svara í sömu mynt með því að bandarískar stýri- flaugar og Pershing Il-flaugar yrðu settar upp í fímm Evrópuríkjum. Samhliða tóku ríkin ákvörðun um, að flaugamar yrðu ekki fluttar til Evrópu, fyrr en reynt hefði verið að semja við Sovétmenn um að þeir fjarlægðu SS-20-flaugamar. Slíkir samn- ingar tókust ekki og fyrir árslok 1983 komu fyrstu bandarísku flaugamar til Bretlands og Þýskalands, þrátt fyrir harða andstöðu friðarhreyfínga. Síðan hafa ítal- ir, Belgar og Hollendingar einnig sam- þykkt að taka við bandarískum flaugum. Sovétmenn og Bandaríkjamenn settust að samningaviðræðum í Genf um fækkun meðaldrægu eldflauganna í lok nóvember 1981. Þá lá fyrir tillaga frá Reagan um það, hvemig ætti að standa almennt að viðræðum um takmörkun vígbúnaðar og yrði fyrsta skref hennar, að horfíð yrði frá uppsetningu bandarísku Evrópuflauganna, ef Sovétmenn fíarlægðu allar meðaldrægar eldflaugar sínar. Var þessi tillaga kölluð „núll-lausnin“. Sovétmenn féllust ekki á hana enda vonuðu þeir, að friðarhreyfíng- amar og stjómarandstæðingar í Evrópu- löndunum fímm kæmu í veg fyrir, að bandarísku flaugamar yrðu fluttar þang- að. Það gerðist ekki og í nóvember 1983 slitu Sovétmenn viðræðunum í Genf í mótmælaskyni við uppsetningu bandarísku flauganna. Einu ári síðar eða í nóvember 1984 til- kynntu Bandaríkjamenn og Sovétmenn síðan sameiginlega, að þeir myndu að nýju hefja viðræður um takmörkun vígbún- aðar í Genf. Til þeirra var síðan gengið í mars 1985. Þar er rætt um eftirtalin við- fangsefni: 1. Leiðir til að draga úr eyðingarmætti og fækka kjamorkuvopnum í langdrægum eldflaugum. 2. Leiðir til að fíarlægja eða fækka meðaldrægum eldflaugum. 3. Gagneldflaugakerfí og geimvamir. Eins og áður sagði beinist athyglin nú einkum að meðaldrægu eldflaugunum. Það er talið, að í Genf hafí tekist að gera drög að einhvers konar samkomulagi um fækk- un Evrópueldflauganna. Sovétmenn hafa fallið frá fyrri skilyrðum um að eldflaugar Frakka og Breta komi til álita í slíku sam- komulagi og Bandaríkjamenn setja það ekki lengur sem skilyrði, að Sovétmenn Qarlægi SS-20-eldflaugar sínar frá Asíu, það er flaugar, sem ná ekki til skotmarka í Vestur-Evrópu án þess að vera fluttar í evrópskan hluta Sovétríkjanna. Eins og málum er háttað nú er það sem sé von margra, að á þessu sviði hinna flóknu viðræðna um takmörkun vígbúnað- ar verði unnt að komast að einhverri niðurstöðu á Reykjavíkurfundinum. Merkið frá Reykjavík Mikil leynd hefur hvílt yfír Genfar- viðræðunum. Þannig að allt, sem um þær er sagt, eru óstaðfestar vangaveltur. Nú hafa Bandaríkjamenn farið þess á leit, að fullkomin leynd hvíli einnig yfír Reykjavík- ur-viðræðunum. Engu að síður mun sá herskari fjölmiðlamanna, sem hingað kem- ur, hafa nóg að gera þó ekki væri til annars en að réttlæta kostnaðinn við ís- landsförina. En hér kunna að gerast merkilegir atburðir, sem réttlæta ekki að- eins kostnað fjölmiðla heldur umstangið allt og fundinn sjálfan. 1968 var efnt til utanríkisráðherrafund- ar Atlantshafsbandalagsins hér á landi - ráðgert er að halda annan slíkan fund hér næsta vor - þar var Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra innan Varsjárbanda- lagsins gefíð merki, sem síðan hefur verið kallað merkið frá Reykjavík (Reykjavík- signal), og var túlkað á þann veg, að Atlantshafsbandalagsríkin væru fús til að hefja viðræður um öryggismál við Varsjár- bandalagið. Raunar má segja, að til þess tíma sé unnt að rekja þróunina í samskipt- um austurs og vesturs á þessu sviði síðan. REYKJAVIK Ekkert bendir til að sambærileg þátta- skil verði í sambúð austurs og vesturs í Reykjavík að þessu sinni. Á hinn bóginn kynni Reykjavík að verða kennd við mark- vert samkomulag um fækkun kjamorku- eldflauga, ef spár þeirra, sem bjartsýnastir eru, rætast. Afmæli Háskóla íslands Háskóli íslands er 75 ára á þessu ári og er þess minnst með margvíslegum hætti um þessar mundir. Þegar Háskólinn átti hálfrar aldar afmæli árið 1961 var þess einnig minnst með miklum glæsibrag. Háskólahátíð fór þá fram hinn 6. október, en við það tækifæri var Háskólabíó tekið í notkun í fyrsta sinn. Þá voru kennarar skólans alls 90 að tölu og stúdentar 780. Nú eru fastir kennarar um 230 og stunda- kennarar, sem hafa mismikla kennslu með höndum, ekki færri en 800. Háskólastúd- entar eru orðnir um 4.500. Fróðlegt er að fletta Morgunblaðinu frá því f október 1961 og lesa frásögnina um Háskólahátíðina. Þar kemur m.a. fram, að Davíð skáld Stefánsson orti afmælisljóð til skólans, þar sem hann líkir honum við „helgilund". Það orð lýsir vel viðhorfí margra íslendinga til skólans, a.m.k. fyrr á árum, en líklega skortir nokkuð á að hann njóti sama skilnings um þessar mundir. Fjárveitingar ríkisins til Háskól- ans bera þess t.d. naumast merki! Annað orð í Morgunblaðinu frá þessum tíma er orðið sjaldgæft á síðari árum, þ.e. orðið „háskólaborgari", sem hefur yfír sér mjög virðulegan og hátíðlegan blæ. Óneitanlega er söknuður að því, ekki síst vegna þess að í orðinu er fólgin ákveðin afstaða til mennt- unar, sem þyrfti að vera meira áberandi í þjóðfélaginu. Vöxtur Háskólans Á afmæli Háskólans 1961 var ritað um vöxt hans og áhrif í Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins. Þar sagði m.a.: „Þegar Háskólinn tók til starfa voru íbúar Reykjavíkur einungis um 12 þúsundir og hér vantaði að sjálfsögðu margar þær menntastofnanir, sem tíðast eru í háskóla- bæjum. íbúunum hefur fjölgað og á þessum 50 árum hefur verið aflað margs, sem áður var ekki fyrir hendi. Enn er þó flestu ábótavant og lengst af hljótum við að sækja ýmiss konar sérfræðinám til annarra landa. Engu að síður miðar í rétta átt.“ Síðan fjallaði höfundur Reykjavíkur- bréfs um Háskólabygginguna, sem þá var aðeins 20 ára gömul. „Um það bil, sem hún var tekin í noktun, var um það skrif- að, að hún væri svo við vöxt, að hún yrði sennilega ekki fullnýtt fyrr en eftir 5-600 ár. Nú er hún þegar fyrir nokkrum árum orðin of lítil." Og hann hélt áfram: „í þessu efni sem öðru verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti og gæta þess þó ætíð að mennta æskulýðinn svo, að Islendingar standi engum að baki. Það á ekki við um háskólamenn eina, heldur um alla þjóðina. Dr. Magnús heitinn Jónsson, prófessor, komst eitt sinni að orði eitthvað á þá leið, að sökum fámennis væri fátt, sem við gætum keppt við aðrar þjóðir í, en þó væri það eitt: Það að láta hvem einstakan íslending verða betur menntaðan en hver einstakur annarrar þjóðar maður er. Þetta er mark, sem aldrei ætti að hvika frá. í þeirri sókn eru íslenskir stúdentar forverð- ir. Háskólinn hefur með starfí sínu lyft allri íslenzku þjóðinni, og þá ekki sízt gert Reykjavík að betri og menningarríkari bæ en hún áður var.“ Hér er óneitanlega vel mælt og sú hug- sjón, sem hér er borin fram, á jafn mikið erindi við okkur á 75 ára afmæli Háskól- ans 1986 og hún átti á 50 ára afmælinu 1961. Það er álitamál, hvort okkur hafí miðað nægilega vel í þessa átt síðasta ald- arfjórðunginn, en þó hafa verið unnin þrekvirki í skóla- og menntamálum. Sú staðreynd ætti að veita okkur byr og hvetja okkur til að halda ótrauð áfram. „Eins og fram hef- ur komið á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga, skiptast menn nokkuð í tvö horn, þegar rætt er um efnislega hlið leið- togafundarins. Annars vegar eru þeir, sem binda töluverðar vonir við að risaveldin stefni eindregið að því að ná sam- komulagi um takmörkun vígbún- aðar, og hins vegar þeir, sem segja, að fundir af þessu tagi séu lítið annað en fjölmiðlasýning, er gefi falskar von- ir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.