Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
43
Einstæðir foreldr-
ar ræða um Félags-
málastofnunina
Fundur í Skeljahelli á mánudagskvöld
FÉLAG einstæðra foreldra efnir
til fyrsta félagsfundar vetrarins
næstkomandi mánudagskvöld 6.
október og verður rætt um starf-
semi Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur. Fundurinn verður
í Skeijahelli, Skeljanesi 6 og
hefst kl. 21, stundvíslega.
Erla Þórðardóttir, félagsráðgjafi
og Aðalsteinn Sigfússon, bamasál-
fræðingur kynna starfsemi stofnun-
arinnar og þá þjónustu og aðstoð
sem einstæðir foreldrar og böm
þeirra geta leitað þar eftir, þegar
vandi steðjar að, eins og komizt er
að orði í fréttatilkynningu frá FEF.
Alkunna er, að meðal skjólstæðinga
Félagsmálastofnunar er mikill fjöldi
einstæðra foreldra, einkum mæðra.
Leitað er eftir margs konar fyrir-
greiðslu, húsnæðis, framfærslu-
styrks, ráðgjafar af ýmsu tagi og
er þá aðeins drepið á það sem brýn-
ast er flestum skjólstæðingum
stofnunarinnar. Langoftast er um
tímabundna aðstoð að ræða og á
fundinum verða fyrirspumir gesta
til framsögumanna og munu þeir
væntanlega skýra hvaða skilyrði
umsækjendur þurfa að uppfylla til
að fá fyrirgreiðslu svo og hvaða
takmörkunum hún er bundin. Félag
einstæðra foreldra hefur um langa
hríð haft samskipti af ýmsu tagi
við félagsmálastofnunina og hafa
þau aukist enn, eftir að FEF kom
á laggimar neyðar- og bráðabirgða-
húsnæði í Skeljanesi 6 og Öldugötu
11 og leysir þá einatt vanda ein-
Aðalsteinn Sigfússon framsðgu-
maður
stæðra foreldra sem lenda í því að
missa húsnæði skyndilega og Fé-
lagsmálastofnunin getur ekki sinnt
að bragði.
Búast má við fjörugum umræð-
um, segir í tilkynningu FEF.
Fundarstjóri verður Hrafn Jökuls-
son.
Kaffi og meðlæti verður á borð-
um. Áður en fundarefnið verður
tekið fyrir verður kynnt vetrarstarf
FEF í stómm dráttum.
Eria Þórðardótdr framsögumað-
ur
Hrafn Jökulsson, fundarstjóri á
mánudagskvöld.
Yetrarstarf
Askírkju
SUNNUDAGINN 5. október,
hefst vetrarstarf í Áskirkju.
Við guðsþjónustuna kl. 2, þar
sem Garðar Cortes syngur
einsöng, verður tekinn í notk-
un nýr messuskrúði og fagnað
frágangi svæðisins utan
kirkjudyra.
Bamastarf vetrarins hefst með
bamaguðsþjónustu kl. 11 á
sunnudaginn og verða þær fram-
vegis hvem sunnudagsmorgun á
sama tíma.
Klukkan tvö verður guðsþjón-
usta í Áskirkju og nýr messuhök-
ull og altarisklæði tekin í notkun
eins og fyrr segir. Er skrúðinn
grænn að lit svo sem hæfir þess-
um tíma kirkjuársins. Er hann
unninn af Ásdísi Jakobsdóttur,
en auk ísaums hennar piýðir
hökulinn mynd eftir kirkjulista-
konuna Unni Ólafsdóttur, en
allur annar skrúði Áskirkju er
verk þeirrar merku listakonu og
Ásdísar Jakobsdóttur, sem lengi
starfaði með Unni.
Við guðsþjónustuna syngur
kirkjukór Áskirkju undir stjóm
Kristjáns Sigtryggssonar og
Garðar Cortes syngur einsöng.
Þá verður lýst framkvæmdum
sem staðið hafa í sumar við frá-
gang stéttar við kirkjudyr og
gangstíg og akbraut. Svæðið allt
og brautir eru lagðar hitalögn
sem veruleg bót verður að í hálku
en þessar aðgerðir allar hafa
rýmkað aðkomuna að kirkjunni
verulega og prýtt hana mjög.
Svæðið er teiknað af Reyni Vil-
hjálmssyni landslagsarkitekt.
Eftir guðsþjónustuna selur
Safnaðarfélag Ásprestakalls
kaffi í Safnaðarheimili Áskirkju
og rennur ágóðinn í kirkjubygg-
ingarsjóð sem mjög er fjárvana
vegna kostnaðar við áðumefndar
framkvæmdir og frágang þeirra.
Á næstunni verða því gfróseðlar
sendir inn á flest heimili í sókn-
inni með beiðni um Qárstuðning.
Er það von mín að vel verði við
þeirri beiðni bmgðist eins og
endranær er líkt hefur staðið á
og ennfremur að sóknarböm og
velunnarar Áskirkju fjölmenni til
kirkjunnar á sunnudag og njóti
þess sem fyrir augu og eyru ber
og fram verður reitt.
Árni Bergur Sigurbjörnsson
ONEIIANLEGA SERSIAKUR
E
1migendur Citroén BX hafa
ástæðu til að bera höfuðið hátt,
því BX-inn er svo sannarlega
engum öðrum líkur.
BX-inn er listilega hannaður
í alla staði, en kostar samt
aðeins frá kr. 478.000.
BX er glæsilegur fjölskyldu-
og sportbíll, fimm dyra, fram-
hjoladrifinn, sparneytinn og með
frábæra aksturseiginleika.
Aðalsmerki Citroén eru auðvit-
að á sínum stað; vökvafjöðrunin,
hæðastillingin, falleg innréttingin
og listilega hannað mælaborðið
svo fátt eitt sé talið.
Þú getur eignast þennan glæsi-
lega bíl á mjög góðum greiðslu-
kjörum. Innifalið í verðinu er
m.a. ryðvörn, skráning, skattur,
hlífðarpanna undir vél og stútfull-
ur bensíntankur.
Líttu við í Lágmúlanum og
kynntu þér kosti BX.
Umboðsmaður okkar á Akureyri
er Gunnar Jóhannsson, sími
96-25684.
Gfobust
CITROEN BX BR BNGUM OÐRUM UKUR
LAGMULA 5
SÍMI 681555
CITROÉN