Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 45 * I þorpi Akha-ættbálksins Akha-bömin hópast í kringnm Yai í von um meira sælgæti og blöðrur, en slíkur fengur er sjaldgæfur hátt uppi í fjöllum Norður-Thailands. Á baki fimmtuga fílsins í kæfandi hitamollunni munaði minnstu að fílnum tækist að fylla ranann vatni úr læknum og svetta yfir sig með þeim afleiðingum að „farþegarnir“ rennblotnuðu, en hann hlýddi skipun- um stjórnanda síns og lét allt vatnssull lönd og leið. Götulíf í Bangkok Algeng sjón á götum Bangkok, — götusalamir raða •• Okuferð í Mosagarðinn, vinsælan þjóðgarð meðal Thailendinga sér upp beggja vegna gangstéttarinnar og það er fátt Greinarhöfundur í Wuang Deklai-þjóðgarðinum sem er í sem ekki er á boðstólum. Verslunin blómstrar þótt ólög- um tveggja klukkustunda akstursleið norðaustur af Bang- leg sé. kok. Wuang þýðir garður en Deklai mosi. Heilögu vatni hellt úr kuðungi í thailensku brúðkaupi er haldið fast við fomar hefðir. Að lokinni vígslunni kemur til kasta ættingjanna að hella heilögu vatni yfir hendur hjónanna nýgiftu og færa þeim ámaðaróskir. maður á að venjast. í stað vanalegs salemis er notast við nokkurs konar postulínsskál þar sem setið er á hækjum sér. Brúnir skálarinnar eru rifflaðar til hliðanna svo fætumir séu stöðugri og renni ekki á hálu postulíninu. Að sögn Yais er hugs- unin á bak við þessa „klósettfflós- ófíu“ sú að Thailendingar álíta það heillavænlegra að margir fætur snerti sama flötinn en margir rass- ar. Tvöfalt siðferði Thailendingar em mjög siðprúð þjóð og með sterka siðferðiskennd sem á rætur að rekja til Búddatrú- arinnar. Kemur þetta berlega í Ijós í sambandi við klæðaburð kvenna. Þeim er skilyrðislaust gert að ganga í brjóstahöldum. Berar axlir mega alls ekki sjást og þaðan af síður eitthvað uppeftir fótleggjum. Allt til þess að erta ekki hvatir karl- mannanna, sem yfirleitt geta um fijálsara höfuð strokið í klæðaburði. En það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. Um það bera vændi og óendanlegir möguleikar kyn- markaðarins vitni. í Bangkok em starfandi fleiri þúsund vændiskon- ur, flest allar fátækar sveitastúlkur. Margar þessara stúlkna starfa í götu nokkurri þar sem ekkert er að fínna nema „sexsjoppur". Phat Phong, en svo heitir gatan, býður upp á flest allt á sviði kynlífs og það virðist vera markaður fyrir þetta allt saman. Öll er þessi starf- semi ólögleg en látin viðgangast því miklir fjármunir em í húfi. Spill- ing innan lögreglu, þar sem mútur koma í veg fyrir að armur réttvís- innar nái fram að ganga, er umtöluð. Rós norðursins Þegar liðið var á seinni hluta fjögurra vikna dvalar minnar í Thai- landi hafði ég dvalið lengst af í Bangkok og næsta nágrenni. Ég fór því að hugsa mér til hreyfings til þess að kynnast landi og þjóð enn frekar og varð Norður-Thailand fyrir valinu. Við Yai áttum að baki 14 tíma lestarferð þegar lestin silaðist inn á brautarstöðina í Chieng Mai, sem er önnur stærsta borg landsins. Frá Chieng Mai liggja leiðir til allra helstu markverðustu staða Norður-Thailands. Þama tekur náttúran stakkaskiptum. Sléttur Mið- og Norðaustur-Thailands, þaktar óendanlegum hrísgijónaökr- um eða skógi, urðu að víkja fyrir viðáttumiklu fjalllendi klæddu þétt- um regnskógi. Loftslagið þama er líka ólíkt því sem gerist í Bangkok þar sem steikjandi hitinn og rakinn er næstum jafn mikill hvort heldur sem er á nóttu eða degi. Þama norðurfrá er aftur á móti kæfandi hiti á daginn en nætumar hrollkald- ar. Rós norðursins, eins og Thailend- ingar kalla Chieng Mai, á sér langa sögu sem hægt er að rekja allt til 13. aldar. Borgin liggur 1000 fet fyrir ofan sjávarmál og yfír henni gnæfa fjöll sem tilheyra Himalaja- fjallgarðinum. Það er fátt af ævintýraljóma og undrum Thai- lands sem ferðalangurinn fer á mis við í Chieng Mai og nágrenni. Þama sameinast stórfengleg og fjölbreytt náttúra, falleg musteri, sem sum hver eru hreinar fomminjar og mannlíf sem á ekkert skylt við nútímann. í Chieng Mai er líka miðstöð listiðnaðar. Víðáttumiklir tekkskógar þekja §011 norðursins. Skógarhögg er stundað af fullum krafti og til þess notaðar ævagamlar aðferðir þar sem fílar koma í stað vélvæðingar- innar. í víðfeðmi fjallanna búa ýmsir fmmstæðir ættbálkar, sem allir hafa sína sérstöðu en það eitt sameiginlegt að láta ekki áhrif nútímans á sig fá. Það er ekki aðeins allt þetta sem gerir Norður-Thailand svo nafntog- að. Ópíumræktin sveipuð mikilli leynd og dulúð, sem fer fram í af- skekktum dölum og hlíðum fyall- anna, á sinn þátt í að skapa þá stemmningu sem heltekur mann á þessum slóðum. Stemmningin fer að taka á sig mynd goðsagnar þeg- ar haldið er enn lengra til norðurs til Chieng Rai, Mae Sai og Gullna þríhymingsins, en þangað var ferð- inni heitið. Á fílabaki í fjöllunum FYá Chieng Mai er um þriggja stunda akstur til Ching Rai, lítillar borgar þar sem við Yai gistum áður en við lögðum upp í síðasta áfanga ferðalagsins, svokallað „trekking". „Trekking" er leiðangur þar sem farið er fótgangandi um óbyggð svæði, íjöll og fímindi. Oft em fílar notaðir sem fararskjótar í slíkum ferðum. Hápunktur þessara leið- angra em heimsóknir í þorp fjalla- fólksins sem býr við mjög fmmstæðar aðstæður í íjöllunum í námunda við Chieng Mai og Chieng Rai. Alls er þar að fínna sjö ætt- bálka - Meo, Lisu, Lahu, Yao, Akha, Lawa og Karen. Margir aðrir möguleikar bjóðast ævintýraþyrstum ferðalangnum. Hægt er að láta sig fljóta í makind- um niður eftir Mae Kok-fljótinu á bambusfleka eða þá þjóta áfram ígulhratt á hinum sérstæðu thai- lensku mótorbátum. Það em allar leiðir opnar í til- högun leiðangra af þessu tagi. Hægt er að velja um einn eða fleiri ferðamáta, allt frá einum degi upp í sjö eða jafnvel 14 daga ferð. Þar sem við Yai höfðum nauman tíma gafst okkur ekki tækifæri til nema eins dags leiðangurs. Völdum við bát, fíl og bfl til ferðarinnar, sem var skipulögð af eiganda gistihúss- ins sem við gistum í Chieng Rai og fyrrverandi skólastjóra. Þennan ágæta mann réðum við í okkar þjón- ustu og leigðum einnig bflinn hans. Ferðin hófst með áætlunarbát uppeftir gmnnu Mae Kok-fljótinu. Eftir um klukkustundar siglingu í sérstæðri náttúmfegurð komum við til Karen-þorpsins. Þar beið okkar fíll sem flytja átti okkur yfír ótrú- legustu torfæmr eftir slóð sem lá upp um holt og hæðir. Einhvers staðar í þessari skógi vöxnu víðáttu leyndust ópíumakramir vel faldir fyrir augum og armi laganna. Það var ekki hið þægilegasta feiðalag að sitja þessa fimmtugu frú í þann rúma klukkutíma sem t l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.