Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
73
UMSJÓN/VILMAR PÉTURSSON
Morgunbiaðiö/VI P
Þaö er fagmannlegur etfll yflr Baldrl Steinl þegar hann býr sig undir
að „smassa" boltanum { gólfið hjá andstaaAingnum.
„Doldið
erfitt"
- sagði Jón Þórarinn
„ÞETTA er doldið erfitt. Það er
erfiðast þegar maður er aftarlega
og boltinn kemur laust rétt yfir
netið. Þá þarf maður að hlaupa
til að ná honum," svaraði Jón
Þórarinn Þorvaldsson spurningu
blaðamanns um hvort badminton
væri erfið íþrótt.
Jón hafði aldrei spilað badmin-
ton áður en hann kom með
skólafélögum sínum í tíma hjá TBR
en kvaðst nú ákveðinn í að halda
áfram. „Það er dáldið auðvelt að
spila við strák sem heitir Fjalar en
ég hef nú samt aldrei farið í al-
mennilegan leik við hann," sagði
Jón að lokum.
Björn Hrafnkelsson:
Örugglega
skemmti-
legast
að keppa
„ÉG VARÐ ofboðslega hissa þeg-
ar mér var gefinn spaði og fríir
tímar,“ sagði Bjöm Hrafnkelsson
um viðbrögð sín við framtaki TBR
að bjóða 9 ára krökkum Lang-
holtsskóla fría badminton-
kennslu.
Björn var eins og félagar hans
nýkominn úr sprautu hjá skóla-
hjúkrunarkonunni þegar hann
mætti á æfingu en hann bar sig
karlmannlega og sagðist ekkert
hafa fundið fyrir því.
„Við erum nú ekki farnir að spila
leiki ennþá en erum stundum að
slá kúlunni á milli. Það verður ör-
ugglega skemmtilegast að keppa
en svo er líka gaman að halda
boltanum á lofti. Metið mitt er
17,“ sagði Björn.
V f' rnk,mm wj
Morgunblaðið/VIP
Árans, missti ég nú af honum þessum. Jón Þórarinn er greinllega
ekki ánægður með að hltta ekkl þennan bolta.
Sigurður Valtýsson var kjörlnn Mkmaður ársins f 2. flokki KR í knatt-
spymu fyrir skömmu. LUMA stóð aig frábærlega í sumar, strákamir
urðu bæði fslands- og bikarmelstarar undir öruggrí stjóm Sigurðar
f vörninni. Slgurður er til hasgri á myndinni, ánægður á svip, en við
hlið hans eru félagar hana, ekki síAur ánægðir, þeir Þorsteinn Hall-
dórsson og Magnús Gytfason til vinstri, en þeir léku sína fyrstu leiki
með meistaraflokki f sumar og eru miklar vonir bundnar við þá eins
og allt 2. flokks liðið.
Vikingar héldu uppskeruhátfð afna fýrir skSmmu og veittu þá ungu
og efnilegu knattspymufólkl félagsins verðlaun.
40 skip eru
búin með
kvótann
40 FISKISKIP hafa nú lokið
aflakvóta sínum og önnur 109
eiga eftir minna en 10% af hon-
um. 728 skip eru skráð með kvóta
og 145 smábátar. Mun minna
hefur verið um söiu eða færslu
kvóta milli skipa nú en á síðasta
ári.
Samkvæmt upplýsingum Fiskifé-
lags íslands eru 28 skipanna 40 á
aflammarki, en 12 veiða samkvæmt
sóknarmarki með hánark á þor-
skafla en ótakmarkaðar veiðar á
öðrum fiskitegundum. í báðum til- ás.
fellum er leyfilegt að taka á þessu
ári 5% af kvóta næsta árs, en að-
eins er heimilt að færa aflakvóta
milli skipa, sem gerð eru út eftir
aflamarki. Eitt þessara skipa er
togari. Af hinum 109, sem eiga
eftir minna en einn tíunda leyfilegs
afla, eru 6 togarar.
Hjálpræðisherinn:
Ofursta-
heimsókn og
foringja-
ráðstefna
Einar Madsen ofurstí
í Reykjavk
OFURSTAHJÓNIN Einar og Berg-
ljót Madsen eru í heimsókn á íslandi
um þessar mundir. Einar er yfir-
maður Hjálpræðishersins á íslandi,
í Færeyjum og Noregi.
Einar mun halda fyrirlestra á
foringjaráðstefnu, sem verður hald-
in í Reykjavík. Hana sækja allir
foringjar sem starfa í deild Færeyja
og íslands. Ráðstefnunni lýkur með
almennri samkomu í umsjá ráð-
stefnumeðlina miðvikudaginn 8.
okt. kl. 20.30, ræðumaður verður
ofursti Einar Madsen.
Bergljót Madsen er forseti
ýmissa samtaka innan hersins, þ.a.
m. heimilasambandsins. Hún mun
tala á fundi heimilasambandsins í
Reykjavík, mánudaginn 6. okt. kl.
16.00.
Gestimir ftá Færeyjum munu
taka þátt f samkomunni á sunnudag
5. okt., það em þær kapteinn Ingrid
Björke og lautinantamir Marianna
Jakobsen, Björg Tronstad og Britt
Grimstad.
Þær mun einnig heimsækja vist-
fólk á Dalbraut og Heilsuhælinu í
Hveragerði og syngja.