Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
Góóan daginn!
Afmæliskveðja:
Árni Jónas-
son erindreki
Þar bjuggu þau til vorsins 1945,
en þá hófst nýr kapítuli í ævi þeirra.
Ami var þá ráðinn ráðsmaður
við nýstofnað skólabú í Skógum
undir Eyjaijöllum. Bú þetta var
stofnað af Rangárvallasýslu og
Skaftafellssýslu, en sýslumar höfðu
um þessar mundir sameinast um
að byggja Héraðsskóla (gagnfræða-
skóla) að Skógum. Byggingafram-
kvæmdir við skólann vom þá
hafnar. Jafnframt þurfti að byggja
ný húsakynni fyrir skólabúið. Um
það efni hafði Ami forystu.
Héraðsskólinn í Skógum var rek-
inn af sýslunum sem byggðu hann
með sérstakri aðstoð frá ríkinu eins
og alþýðuskólamir almennt nutu
skv. sérstakri löggjöf þar um. Starf
skólans hófst haustið 1949.
Skólabúinu var ætlað það hlut-
verk að leggja skólaheimilinu til
matvæli, kjöt, mjólk og garðávexti.
í skólanum voru á fyrstu ámm
hans á annaðhundrað nemendur og
margt starfsfólk. Um eða yfir 150
manns vom þar að jafnaði fyrstu
starfsvetur skólans. Það þurfti því
fyrirhyggju til svo fullnægt væri
þörfum svo fjölmenns heimilis allan
veturinn fyrir búvömr. Búið var
blandað bú og framleiddi bæði
kindakjöt og mjólk.
Ama fórst búsljómin vel úr
hendi. Hann fóðraði búféð vel og
náði miklum afurðum. Hann flutti
með sér áhrif af búmenningu Þing-
eyinga og hafði mikil áhrif á
umhverfi sitt til bættra búskapar-
hátta.
Fjárskipti fóm fram á þessu
svæði 1952. Ami var einn af fjár-
kaupamönnunum sem sóttu fé fyrir
byggðalagið vestur að ísaQarðar-
djúpi. Hann beitti sér fyrir kyn-
bótum flárins og náði mikilsverðum
árangri í því starfi og fékk miklar
afurðir af sauðfénu og meiri afurð-
ir en flestir aðrir bændur í Eyja-
Qallasveitum. Hann gekkst fyrir
stofnun sauðfjárræktarfélags í
A-Eyjafjallahreppi og var formaður
þess. Félagið hafði mikil áhrif til
umbóta í ræktun sauðfjár á félags-
svaeðinu.
A þessum ámm ákvað Skógrækt-
arsljóri ríkisins að friða fyrir
sumarbeit afréttarland. A-Eyfell-
inga, Goðaland og Þórsmerkur-
svæðið. Þá varð þröngt um sauðfé
Eyfellinga og varð nokkurt þras um
þessa ákvörðun. Skógræktarstjóri
sagði bændunum að þeir ættu að
rækta Skógasand til beitar fyrir
féð. Gerð var tilraun með það, en
féð þreifst illa á sandinum m.a.
vegna vatnsskorts en einnig vegna
einhæfni gróðursins og þess að féð
smitaðist af ormaveiki í þeim
þröngu högum. Má vera að fleira
hafi komið til.
Túnið í Skógum var á þessum
tíma fremur lítið og nær ekkert
viðurkennt ræktunarland var í ná-
grenninu. Til þess að búreksturinn
gæti náð tilgangi sínum þurfti að
stækka túnið og auka töðufenginn.
Hinn svarti Skógasandur var
ekki árennilegur til túnræktar.
Stofnað var sérstakt félag bænda
í A-EyjaQallasveit til að vinna að
ræktun sandsins, friða hann og
girða. Ami varð formaður þess fé-
lags frá upphafi og alla tíð, á meðan
hann var í Skógum. Girtir vom
nokkur hundmð hektarar lands.
Tún var ræktað á um 300 ha. Þessi
aðgerð bjargaði mörgum bæjum í
sveitinni frá því að fara úr byggð
og skólabúið fékk næga töðu af
þessu túni. Túnræktin skilaði góð-
um árangri, þó beit á sandinum
gæfist illa. Ræktun sandsins var
afreksverk á sinum tíma miðað við
þá reynslu sem þá var til um rækt-
un á sandi.
Skólabúið hafði sláturleyfi í
nokkur ár og var slátrað þar heima
því fé sem þurfti til að skóladag-
Hinn 26. september varð Árni
Jónasson erindreki Stéttarsam-
bands bænda sjötugur.
Af því tilefni sendi ég honum
þessa sfðbúnu afmæliskveðju.
Ámi er fæddur að Grænavatni í
Mývatnssveit og var elstur fimm
bama hjónanna Jónasar Helgason-
ar bónda og söngstjóra og Hólm-
fríðar Þórðardóttur konu hans frá
Svartárkoti.
Systkini Áma em: Þóroddur
læknir á Akureyri, Helgi bóndi á
Grænavatni og tvíburasystumar
Kristfn skrifstofumaður í Kísiliðj-
unni og Jakobfna skólastarfsmaður
á Hvanneyri.
Ámi ólst upp í hópi systkina
sinna á Grænavatni í hinni undur-
fögm Mývatnssveit og vann að búi
foreldra sinna eins og venja var í
sveitum á þeim tíma.
Þá var eins og nú var fjölmenni
í Mývatnssveit og félagslíf §öl-
skrúðugt.
Faðir Áma var lengi leiðandi í
sönglífi sveitarinnar. Hann var
einnig deildarstjóri Kaupfél. Þing-
eyinga í sveitinni og kom víðar við
í félagsmálum byggðarlagsins.
Heimilið á Grænavatni var þýð-
ingarmikill hlekkur f félags- og
menningarlífi sveitarinnar. Ámi
komst ungur í hringiðu þess
mannlífs sem mótaði lífsviðhorf
hans.
Ami fór ásamt Þóroddi bróður
sfnum á kreppuárunum f gagn-
fræðaskólann á Akureyri og
stundaði nám þar í tvo vetur. Þá
var víða þröngt í búi og ungt fólk
átti ekki greiða götu að langskóla-
námi sökum fjárskorts.
Báðir vom þeir bræður afbragðs
námsmenn, en ekki vom tök á því
að báðir fæm í framhaldsnám. Því
réðist það svo að Þóroddur hélt
áfram námi í menntaskóla og síðar
í háskóla, en Ámi hvarf aftur heim
að Grænavatni og vann að búi for-
eldra sinna áfram svo sem verið
hafði.
Ámi var mjög búhneigður og
hafði sérstakan áhuga bæði á rækt-
un lands og ræktun sauðfjár. Sá
áhugi kom síðar fram í afrekum
hans á þessum sviðum báðum.
Ámi kvæntist 11. júní 1941
myndarkonu, Jóhönnu Ingvarsdótt-
ur frá Undirvegg í Kelduhverfí.
Jóhanna hafði stundað nám við
húsmæðraskólann á ísafirði einn
vetur. Hún er mikil hannyrðakona.
Hún ræktar margt í garði sínum
sem er til fyrirmyndar og leggur
mikla vinnu á sig fyrir hann.
Ungu hjónin hófu búskap á Græna-
vatni f sambýli við foreldra Áma.
f KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR
EXTIR
IKUKWAR
BANANAR DEL MONTE - APPELSÍNUR USA - MANDARÍNUR - RAUP DELEC-
IUS EPU USA - EPU RAUÐ FRÖNSK - EPU GUL FRÖNSK - EPU GRANNY
SMITH - SÍTRÓNUR URUGUAY - GREIPFRUIT RAUTT - GREIPFRUtT HVÍTT
- MELÓNUR GULAR - VATNSMELÓNUR - VÍBER RAUÐ - VÍNBER BLÁ -
VÍNBER GRÆN - PERUR - PLÓMUR - AVOCADO - ANANAS - KIWI -
KÓKOSHNETUR - UME - PASSION FRUÍT - DÖÐLUR - HNETUR i SKEL
KARTÖFLUR OQ
ÍÚRVAU