Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
691140
691141
Með einu simtali er hægt að breyta
innheimtuaðferðinni. Eftir það verða
askriftargjoldm skuldfærð a viðkom-
andi greiðslukortareiknmg manaðar-
lega
VERIÐ VELKOMIN
í GREIÐSLUKORTA-
VIÐSKIPTI.
X-Jöfóar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
so ÚTVARPSHLUSTUN FIMMTUDAGINN 25. SEPT. 1986
Á þessu línuriti sést hvernig'
hlustendafjöldi hverrar
útvarpstöðvanna sveiflast
yfir daginn. Bylgjan hefur
tiltölulega jafna hlustun, á
timabilinu 7.00- 20.00 nær
hún til 21%-28% aðspurðra.
rás 1 fylgir mun
sveiflukenndari ferli, og
nær til allt að 51%
hlustenda, þegar
kvöldfréttir eru sendar út.
rás 2 fylgir líkum ferli og
Bylgjan, en nær ekki eyrum
jafn margra.
Könnun Félags ví sindastofnunar:
Flestir hlusta á
rás 1 og Bylgjuna
1 % aðspurðra stilltu á s væðisútvarp Reylqavíkur
ÚTVARPSHLUSTUN landsmanna hefur ekki aukist við tilkomu
nýrrar stöðvar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fé-
lagsvisindakönnunar Háskóla íslands sem birtar voru í gær. Svo
virðist sem Bylgjan hafi náð vinsældum á kostnað rásar tvö og
á þvi svæði þar sem heyrist til allra útvarpsstöðvanna hlusta 65%
á rás 1 einhvem tíma dagsins, og 62% á Bylgjuna. Vinsælasti
sjónvarpsþátturinn vikuna 20.- 26. september reyndist vera „Fyrir-
myndarf aðir“ á laugardagskveldi. Samkvæmt könnuninni horfðu
um 115.000 íslendingar á þáttinn.
Könnunin var unnin í samvinnu september og föstudaginn 26.
við Ríkisútvarpið, Samband
íslenskra auglýsingastofa, ís-
lenska sjónvarpsfélagið og ís-
lenska útvarpsfélagið. Gagna var
aflað helgina 27. - 28. september.
Var hringt í þá sem í úrtakinu
lentu og þeir spurðir um hlustun
þeirra á útvarp fimmtudaginn 25.
september, og kannað á hvaða
dagskrárliði þeir horfðu I dagskrá
sjónvarpsins vikuna 20. - 26. sept-
ember. Telur Félagsvísindastofn-
un að úrtakið sem var valið með
sk. „slembiaðferð" gefí mjög góða
mynd af aldursskiptingu þjóðar-
innar.
Nærfellt öll þjóðin hlustar á
útvarp einhvemtíma dagsins,
samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar. Um 94% svarenda
sögðust hafa lagt eyru við útvarp-
inu þá daga sem könnunin tók
til, en að jafnaði voru 40% að-
spurðra að hlusta. Miðað við
landið alit hlusta um 70% á rás 1
einhvemtíma dagsins, á fimmtu-
degi hlustuðu 44% á rás 2 en 26%
á föstudegi, og 54% hlustuðu á
Bylgjuna á fimmtudegi en 43% á
föstudegi. Aðeins 1% landsmanna
hlustaði á svæðisútvarp, en hér í
Reylqavík stilltu 3% aðspurðra inn
á þá rás. Á hlustunarsvæði Bylgj-
unnar er útvarpshlustun meiri en
landsmeðaltal og þar er lítill mun-
ur fjölda áheyrenda hennar og
rásar 1.
Á framhaldsþætti í sjónvarpinu
s.s. Masada, Bergerac, Vitni deyr
og Sjúkrahúsið í Svartaskógi
horfa að jafnaði 50%- 60% áhorf-
enda. Um 30%- 45% horfa á
íþróttir, fræðsluþætti og umræðu-
þætti og á bilinu 9%- 35% horfa
á bama og unglingaefni. Þess ber
að geta hvað bamaefnið varðar
að könnunin náði aðeins til aldurs-
hópsins 15- 70 ára.
Lítill kynjamunur kom fram í
könnuninni, en hinsvegar hefur
hver aldurshópur sinn smekk.
Bylgjan virðist vinsælasta útvarp-
stöðin hjá fólki á aldrinum 15-29
ára, en rás 1 á flesta hlustendur
hjá þeim sem eldri eru. Þannig
hlustuðu um 83% á aldrinum
15-29 ára á Bylgjuna einhvem
hluta dagsins, en meðal þeirra
sem em 50 ára og eldri hlustuðu
90% einhvemtíma á rás 1 og 30%
einhvemtíma á Bylgjuna. Rás 2
er önnur vinsælasta stöðin hjá
yngra fólkinu, en lenti f þriðja
sæti hjá þeim sem eldri em.
Af uppmnalegu úrtaki könnun-
arinnar náðist í tæplega 80%, en
73% kusu að svara spumingunum.
oe m i mm
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900.
FERÐASKRIF5T0FAN ÚRVAL
iÍF
FLUGLEIDIR
>að er svo sannarlega gaman að vera í London. Úrval gefur þér nú kost á að njóta lífsins í hinni sígildu
menningar- og skemmtanaborg London. Úrval sér til þess að þú lifir þar í lystisemdum í þrjá,
fimm eða sjö daga, allt eftir þínum óskum.
Hótelin sem Úrval býður í London eru fyrsta flokks og búin öllum hugsanlegum
þægindum, baði, útvarpi, sjónvarpi og síma og eru öll staðsett í hjartá
borgarinnar.
. Skemmtihehý í London
frá aðeins kr. 12.570.-
J nnifalið í verðinu er flugið til og frá London, gisting í
tvær nætur og morgunverður. Og viljirðu taka
börnin með færðu ríflegan afslátt fyrir þau.
London er yfirfull af freistingum til að falla fyrir.
Leikhús- og tónlistarlíf er hvergi blómlegra, fót-
boltinn hvergi skemmtilegri og nú, þegar pundið
hefur lækkað, er mjög hagstætt að versla í
London og gaman að borða og fara í bíó, svo
nokkuð sé nefnt.
rval býöur viðskiptavinum sínum einnig ferðir til
New York frá kr. 20.399.-, Amsterdam frá kr. 14.540,-
og Glasgow frá kr. 12.440,- og alls staðar er gist á mjög
góðum hótelum. Allar nánari upplýsingarveita sölu- og umboðs-
menn Úrvals um land allt.
Gon FOLI