Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Utanrikismálanefnd: „Viðreisn“ við formannskjör UTANRÍKISMÁLANEFND Alþings kom saman til síns fyrsta fundar síðdegis i gær og skiptu nefndarmenn með sér verkum. Agreiningur varð um kosningu formanns, meðal annars á milli stjóraarflok- kanna, en Eyjólfur Konráð Jónsson var endurkosinn formaður með 4 atkvæðum fulitrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, að þvi er talið er, en Haraldur Ólafsson Framsóknarflokki fékk 2 atkvæði og einn nefndarmaður skilaði auðu. Eyjólfur, sem verið hefur starf- andi formaður nefndarinnar mest allt kjörtímabilið og kjörinn formað- ur á síðasta þingi, kallaði neftidina saman og stjómaði formannskjöri. Stungið var upp á honum og Har- aldi Ölafssyni. „Það kom gjörsam- lega flatt upp á mig að framsóknar- menn skyldu stinga upp á Haraldi, ég hafði enga hugmynd um að það stæði til,“ sagði Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið í gær. Viðhöfð var leynileg kosning á milli þessara fulltrúa stjómarflokkanna og var Eyjólfur kosinn með 4 atkvæðum, Haraldur fékk 2 og einn seðill var auður. Almennt er talið að myndast hafi „viðreisn" í formannskjörinu og Eyjólfur fengið atkvæði sjálf- stæðismannanna þriggja sem sæti eiga í nefndinni og Kjartans Jó- hannssonar Alþýðuflokki. Einnig er talið víst að Haraldur Ólafsson hafi fengið eigið atkvæði og samflokks- manns síns Ingvars Gislasonar en fulltrúi Alþýðubandalagsins hafi setið hjá. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði í gær að það hefði komið sér á óvart að Framsóknarflokkurinn skyldi tefla Haraldi fram. „Það hafði ekkert verið minnst á að þama yrði breyting á. Þess ber þó að gæta að framsóknarmenn hafa ver- ið ósáttir við að hafa ekki formann utanríkismálanefndar og stungu upp á sínum manni í fyrra. En það hefði verið skemmtilegra að vita um þessa afstöðu þeirra nú,“ sagði Ólafur. Eftir að Eyjólfur hafði verið kos- inn formaður nefndarinnar stakk hann upp á Haraldi Ólafssyni sem varaformanni og Kjartani Jóhanns- syni sem ritara og komu ekki fram aðrar tillögur. Morgunbiaóið/Ami sæberg Stefnt að fundi VSÍ og ASÍ fljótlega Samningaráð og framkvæmda- stjóm Vinnuveitendasambands íslands hafa átt reglulega fundi að undanfömu til þess að ræða viðhorfin til næstu kjarasamn- inga, en eins og kunnugt er verða samningar lausir um áramótin. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdasijóri VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að eiga fund með forsvars- mönnum Alþýðusambands íslands fljótlega til þess að undirbúa við- ræður um næstu kjarasamninga. Myndin er frá fundi samninga- ráðsins í gær. Auk Þórarins em á myndinni, taldir frá hægri, þeir Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, Viglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda og Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ. Með þeim í samningaráði sitja einnig Hörður Sigurgestsson, forstjóri og Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri. 200 ára afmæli Reykjavíkur: toftonm islandsmótið i handknattleík 1980-7 Fylgiblað um handknattleik í DAG fylgir Morgunblaðinu sérstakt kynningarblað um 1. deildarliðin ( handknattleik. í blaðinu eru myndir af leik- mönnum liðanna ásamt ýmsum upplýsingum um þá. Rætt er við þjálfara og fyrir- liða allra liðanna og skrá er yfir leiki þessa keppnistíma- bils. Heildarútgj öld orðin yfir hundrað milljónir Á móti koma tekjur og eignfærður kostnaður HEILDARÚTGJÖLD Reykjavíkurborgar og borgarstofníina vegna 200 ára afmælis borgarinnar á þessu ári eru orðin á annað hundrað milljónir kr. Að frádregnum ýmsum tekjum, svo sem aðgangseyri að sýningum og framlögum annarra er kostnaður borgarinnar nú rúmar 90 miUjónir kr. Litíð er á stóran hluta þessa kostnaðar sem varanleg verðmætí og verður meirihlutí upphæðarinnar eignfærð hjá borginni og stofnunum hennar, tíl dæmis ýmis tæki sem keypt hafa verið vegna hátíðarhaldanna. Upplýsingar um kostnað við 200 ára afmælið kemur fram í svari borgarstjóra við fyrirspum Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarfulltrúa sem lagt var fram í borgarráði í gær. í svarinu er gerð grein fyrir umræddum kostnaði í fimm liðum. Um er að ræða bráða- birgðatölur sem miðaðar eru við stöðu reikninga hjá borgarbókhaldi þann 8. október síðastliðinn. Almennur kostnaður er 13,7 milljónir kr. Frá því eru dregnar innkomnar tekjur 3,8 milljónir og óinnkomnar tekjur (minjagripir, birgðir o.fl.) 4,9 milljónir kr., þann- ig að staðan er 4,4 milljónir kr. þann 8. október. Á árinu 1985 var kostnaður við þennan lið 7,8 millj- ónir kr. Kostnaður við hátíðardagskrá er 16,2 milljónir kr., tekjur 1,8 milljón og staðan 8. október því 14,4 millj- ónir kr. Kostnaður við hátíðardag- skrá var 1,6 milljón á árinu 1985, og kemur sá kostnaður til viðbótar kostnaðinum í ár. Sýningin Reykjavík í 200 ár hef- ur kostað það sem af er þessu ári 9,8 milljónir kr. Frá eru dregnar tekjur 1,8 milljónir kr. og „verð- mæti í ljósmyndum, krambúð o.fl.“ sem gert er ráð fyrir að verði eign- fært hjá Árbæjarsafhi á næsta ári að upphæð 4,4 milljónir, þannig að niðurstaða þessa kostnaðarliðar er nú 3,6 milljónir tæpar. Við bætist kostnaður á árinu 1985 sem var um hálf milljón kr. Gjöld vegna tæknisýningarinnar eru komin í 37,5 milljónir kr. Inn- komnar tekjur að fjárhæð 9,2 milljónir kr. eru færðar á móti, ásamt framlagi borgarfyrirtækja 12,9 milljónir og framlögum Lands- Umfjöllun um ísland í erlendum fjölmiðlum: Talið er að auglýsingin nemi hálfum fjárlögunum SÉRFRÆÐINGAR I auglýsing- um hér á landi og í Banda- ríkjunum telja, að sú landkynning, sem ísland hefur fengið í erlendum fjölmiðlum vegna leiðtogafundarins, nemi um það bil 500 milljónum doll- ara, eða um það bil 20 milfjörð- um islenskra króna. Þess má geta að fjárlögin sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi nema rúmum 40 milljörðum króna. Þótt nánast sé útilokað meta svona landkynningu til fjár var áðumefnd niðurstaða fengin með því að leggja til grundvallar aug- lýsingaverð í stóru bandarísku sjónvarpsstöðvunum. Árið 1985 kostuðu 30 sekúndur í stóru stöðvunum, það er NBC, ABC, CBS og CNN á dýrasta tíma, til dæmis í kringum fréttatíma, frá 80 þúsund til 120 þúsund dollara. Sú forsenda var gefín, að samtals hafi verið flutt efni, sem tengdist íslandi í um það bil 25 klukku- stundir frá því að greint var frá því að leiðtogafundurinn yrði haldinn hér. Samtals eru þetta 1.500 mínút- ur og hver mínúta kostar að meðaltali 75 þúsund dollara. Það gerir samtals 112,5 milljónir doll- ara eða 4,5 milljarða fslenskra króna. Þá áætluðu menn að í minni stöðvunum í Bandaríkjun- um sem eru 1.220 talsins, þar sem að meðaltali hefði verið fjallað um ísland í um það bil 10 mínútur á dag miðað við að mínútan hefði kostað 5.000 dollara. Það eru samtals 61 milljón dollara, eða 2.4 milljarðar íslenskra króna. Samtals hefði því þessi tími í bandarísku sjónvarpsstöðvunum kostað 6.9 milljarða króna. Þá eru ótalin fyöldi útvarps- stöðva sem eru um 10 þúsund talsins og fjöldi dagblaða og tíma- rita, sem menn áætluðu að gætu hafa verið 3 milljarða króna virði. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja að í minnsta kosti 95% til- fella hafí umfjöllunin í banda- rískum íjölmiðlum verið mjög jákvæð og þess vegna séu framan- greindar tölur ekki flarri lagi. Þó erfitt sé að reikna út um- fjöllun um ísland í öðrum löndum heims telja fyrrgreindir aðilar að hiklaust megi áætla að sambæri- leg umflöllun hafí átt sér stað þar. Því megi reikna með að heild- arupphæðin sé ekki minni en 20 milljarðar íslenskra króna. virkjunar, SKÝRR og fleiri aðila að fjárhæð 3,5 milljónir. Staða þessa kostnaðarliðar er því 11,8 milljónir kr. miðað við 8. október. Á árinu 1985 námu bókfærð fram- lög borgarfyrirtækja 5,3 milljónum, en kostnaður varð 5,9 milljónir kr. Varanleg eignamyndun vegna tæknisýningarinnar er talin vera að verðmæti 21 milljón og verður sú upphæð eignfærð hjá hlutaðeig- andi borgarstofnunum og borgar- sjóði. Bókfærður eigin kostnaður borgarfyrirtækja vegna sýningar- innar nemur 10,3 milljónum, en þar af verða eignfærð verðmæti að fjár- hæð tæplega 5 milljónir kr. Fimmti liðurinn í yfirliti borgar- sfjóra er nefndur annar kostnaður. Þar eru nefndir kostnaðarliðir við afmælið sem gert var ráð fyrir á ýmsum öðrum gjaldaliðum borgar- sjóðs. Segir að í ýmsum tilvikum sé ógerlegt að greina kostnað sem tengist afmælisárinu frá hefð- bundnum kostnaði og útgjöldum sem eiga rætur að rekja til þess að framkvæmdum var flýtt og er því engin kostnaður tilgreindur fyr- ir þessa liði. Sama máli gegnir um kaup á tækjum sem ráðist var í, svo sem hljómflutningstækjum og ýmsum búnaði til útihátíðahalda, en bókfærður kostnaður vegna þessara tækjakaupa þann 8. októb- er nam 13,4 milljónum kr. Hefurjátað MAÐURINN sem handtekinn var vegna árásar á konu í kirkju- garðinum við Suðurgötu hinn 6. október, hefur játað verknaðinn. Ráðist var á konu á miðjum aldri í kirkjugarðinum um hádegisbil mánudaginn 6. október og gerð til- raun til nauðgunar. Konan kærði og daginn eftir handtók lögreglan 32 ára gamlan mann. Hann var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. þessa mánaðar. Maðurinn mun gangast undir geðrannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.