Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986
3
Helgi Magnússon
Bókum
Hafskips-
málið
væntanleg
UM NÆSTU mánaðamót er
væntanleg á markaðinn bók um
Hafskipsmálið. Höfundur bókar-
innar er fyrrum endurskoðandi
Hafskips, Helgi Magnússon við-
skiptafræðingur og löggiltur
endurkoðandi. Hann er einn sex-
menninganna sem lentu í gæslu-
varðhaldi vegna Hafskipsmálsins
síðastliðið vor.
í bókinni leitast höfundurinn við
að varpa skýrara ljósi á málið og
svarar frá sínum sjónarhóli spum-
ingunni: Hvað gerðist raunveru-
lega? Þá lýsir hann m.a. gæsluvarð-
haldsvistinni og mun hörð gagnrýni
koma fram hjá honum á málatilbún-
að. í bókinni mun Helgi einnig rekja
sögu Hafskips og einkum það sem
gerðist þegar fyrirtækið var að
komast í þrot.
Helgi Magnússon var í aðstöðu
til að fýlgjast með málefnum Haf-
skips í 14 ár sem utanaðkomandi
aðili en þó með miklar upplýsingar
innanfrá sem endurskoðandi félags-
ins. Hann telur að lýsing hans á
atburðum geti orðið til að varpa
ljósi á raunverulegar ástæður þess
að Hafskip varð gjaldþrota.
Fijálst framtak hf. mun gefa
bókina út.
(Fréttatilkynning)
„Reagan kvaðst hvergi
nafa verið jafn öruggur“
„REAGAN óskaði eftir að fá að þakka fulltrúum öryggismála-
nefndarinnar fyrir unnin störf og ræddi við mig, Böðvar Bragason
lögreglustjóra og Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra eftir að
hafa flutt ávarp sitt í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli“, sagði
Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn.
Óskar sagði að forsetinn hefði
fyrst rætt við Þorstein og Böð-
var, en síðan tekið í höndina á
sér og þakkað fyrir sig. „Reagan
sagði að hann hefði víða verið,
en hvergi hefði honum fundist
hann jafn öruggur og hér“, sagði
Óskar. „Öll öryggisgæsla á fund-
arstað, við bústað hans og þar
sem hann ók um hafí verið til
fyrirmyndar. Það kom okkur
nefndarmönnum nokkuð á óvart
að forsetinn skyldi gefa sér tíma
tii að ræða við okkur, en áður
en haldið var til Keflavíkurflug-
vallar hafði yfírmaður öryggis-
varða Reagans á orði að við
gætum búist við einhveiju
óvæntu."
Það var ekki aðeins Reagan
sem sá ástæðu til að þakka ís-
lendingum fyrir vel unnin störf,
því daginn eftir gerði Gorbachev
slíkt hið sama. „Það virðist sem
ieiðtogamir viti vel af gjörðum
hvors annars, því Gorbachev kom
til okkar áður en haldið var til
flugvallarins og ræddi við okkur
þijá. Hann talaði að vísu á rússn-
esku, en það var augljóst af
raddblænum að hann var alls
ekki að skammast", sagði Óskar.
„Það var greinilegt að almenn-
ingur skildi þann vanda sem
lögreglan var oft á tíðum í og
hjálpaði okkur á ýmsan hátt. Þá
á ég sérstaklega við íbúa þá sem
fyrir mestu ónæði urðu vegna
þess að þeir bjuggu nálægt dval-
arstað leiðtoganna og vegfarend-
ur sem töfðust oft mjög vegna
þess að leiðir voru lokaðar".
NORSKA STÁLIÐ ER KOMIÐ!
Engar
fréttir í
Stöð2
um helgar
HIN nýja sjónvarpsstöð, Stöð
2, sendir ekki út fréttir um
helgar til að byrja með. PáO
Magnússon, fréttastjóri
Stöðvar 2, sagði f samtali við
Morgunblaðið að ætlunin væri
að endurskoða afstöðuna eft-
ir u.þ.b. mánuð.
„Við ætlum að ná áttum áður
en við bætum við okkur. Hug-
myndin er að fara frekar hægt
af stað og síðan er ætlunin að
þreifa fyrir sér eftir mánuðinn
með tilliti til þess hvaða umfang
við í raun og veru ráðum við,
m.a. hvað varðar vinnslu efnis
og mannskap"
Páll sagði að einnig yrði
ákveðið seinna hvort seinni
fréttatíma yrði bætt við dag-
skrán, en það kæmi vel til
greina, og yrðu þær fréttir þá
trúlega inn á brenglaða tíman-
um.
Nýlega hóf Sindra Stál öflugt samstarf við hið velþekkta
fyrirtæki Norsk Stál.
Við væntum mikils af þessu samstarfi. Sívaxandi styrkur
Sindra Stáls felst einmitt í víðtækri og skjótri þjónustu.
Norsk Stál, Bergen.
Geysiöflug birgðastöð fyrir ýmiss konar stál, t.d. skipaplötur
og skipastangajárn. Snögg afhending vegna sérverkefna.
Norsk Stál, Fredrikstad.
Sérhæfir sig í þunnu stáli, t.d. kaldvölsuðum og galv-
aniseruðum plötum. Staðlaðar stærðir eða sniðið
nákvæmlega að óskum kaupenda.
Norsk Stál og Sindra Stál. Enn treystum við þjónustuna.
SINDRA
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.
ARGUS/SiA