Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 45 Bryan Brown; frjálslegur fjölskyldumaður og metnað- argjarn leikari. pottinn þegar honum tókst að vinna ástir leikkonunnar Rachel Ward, sem lék Maggie, eiginkonu hans f Þymifuglunum. Þau giftu sig og búa nú í strandhúsi rétt utanvið Sydney í Ástralíu, ásamt dótturinni Rosie, tveggja ára. í febrúar eiga þau síðan von á öðru barni. Bryan varð fyrst þekktur fyrir leik sinn í framhaldsmyndafiokkn- um „Borg eins og Alice", sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Áður hafði hann leikið á sviði, bæði í Ástralfu og f Bretlandi, þar sem hann lagði mikið á sig við að tileinka sér bresk- an framburð, sem hann síðan varð að losa sig við þegar hann sneri heim til Astralíu og hóf að leika íi þarlendum kvikmyndum. Eftir Þymifuglana hefur Bryan m.a. leik- ið á móti Matt Dillon í kvikmyndinni „Rebel" og síðan lék hann aðal- hlutverkið á móti Rachel, konu sinni í myndinni „F/X“ sem sýnd var hér nýlega. Bryan kynntist Rachel þegar þau léku saman í Þymifuglunum en til- hugalíf þeirra gekk hægt og fyrsti kossinn þeirra var kvikmyndakoss. Hún er 12 ámm yngri en hann, dóttir hertogans af Dudley og fjöl- skylda hennar er í kunningjahópi bresku konungsfjölskyldunnar. Bryan er afturámóti úr verkalýðs- stétt og áttu margir von á að hjónabandið myndi ekki endast. Allt hefur þó gengið eins og í sögu hingaðtil. Þegar bömin verða orðin tvö fær Rachel væntanlega nóg að gera og eins og er kýs hún að vera heima og sinna bömunum. „Fái hún gott tilboð um hlutverk er þó ekkert sem hindrar hana í að taka því“, segir Bryan. Lafði Sarah og kærastmn, Cos- imo Fry. Lafði Sarah með súkku- laðigæja Lafði Sarah, dóttir Margrétar Bretaprinsessu og ljósmyndar- ans Anthony Armstrong Jones er nú komin á giftingaraldurinn. Sarah, sem er orðin tuttugu og tveggja ára gömul er komin með kærasta. Sá heitir Cosimo Fry og er tuttugu og átta ára gamall súkkulaðiframleiðandi. Þau hittust fyrst í brúðkaupsveislu þeirra Söru og Andrews prins og hafa síðan hist öðru hvom á laun. Sem betur fer lítur drottningin, móðursystir lafði Söm, ekki lengur mjög alvarlegum augum á hjóna- skilnaði, því vonbiðillinn, Cosimo, mun nefnilega vera fráskilinn. Hann var giftur 24 ára gamalli dóttur markgreifans af London- deriy. EINN AF OKKUR ÁÞING Á Alþingi þarf að vera fólk úr öllum áttum. Ásgeir Hannes Eiríksson kemur beint úr athafnalífinu í hjarta Reykjavíkur. Það er alltaf þörf fyrir þannig menn á þing. Kosningaskrifstofan er íTemplarasundi 3, 3. hæð, símar 28644 og 28575. VANTAR ÞIG VELSLUSAL? Fyrir árshátíðina, þorrablótið, fundi eða annan mannfagnað. Hafið þá samband við okkur og látið okkursjá um herleg- heitin. VEISLUSALURINN SuAurlandsbraut 30,5. hæð, sími 688565. Rúnar Þ. Árnason, sími 40843. frumsýnirspennumyndina. Innrásin frá Mars Ævintýraleg, splunkuný, bandarísk kvikmynd. Leikstjóri: tæknibrellumeistarinn Tobe Hooper. Myndin er tekin í Dolby-stereo. Sýnd í Starscope-stereo. Bönnuð innan 10 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.