Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 31 AKUREYRI Þróunarfélagið kynnt á Akureyri og Húsavík GUNNLAUGUR Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lags íslands, og Jafet Ólafsson, ráðgjafi hjá félaginu, voru á ferðalagi hér nyrðra í gær og fyrradag, ræddu við forráða- menn nokkurra fyrirtækja á Akureyri og Húsavík og kynntu það sem Þróunarfélagið hefur upp á að bjóða. í samtali við Morgunblaðið sögð- ust þeir Gunnlaugur og Jafet telja það framtíðina að peningastofnanir, eins og Þróunarfélagið, leituðu út á land - ekki að viðskiptavinurinn þyrfti alltaf að leita til þeirra. „Þró- unarfélag íslands getur tekið þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hlut- afé, það veitir líka lán og veitir ábyrgðir gagnvart bönkum og öðr- um sjóðum vegna lána,“ sagði Jafet. Að sögn Gunnlaugs hefur það mælst vel fyrir að „við bönkum upp á og kynnum starfsemi okkar. Við heyrum þá líka vel hljóðið í mönnum og finnum hveijar hugmjmdir þeirra eru. Við höfum hugsað okkur að vera reglulega úti á landi og hitta forráðamenn fyrirtækja og við höf- um einmitt átt mjög gott samstarf við sveitarstjómir og Iðnþróunarfé- lög sem lagt hafa okkur til aðstöðu til að taka viðtöl við menn frá fyrir- tækjum," sagði hann. Þeir Gunnlaugur og Jafet sögð- ust telja atvinnuástand á svæðinu gott nú. „Menn em því síður tilbún- ir í áhættusamar nýjungar með aðstoð Þróunarfélagsins en lýst betur á einhveijar framleiðniauk- andi aðgerðir," sagði Gunnlaugur. Þróunarfélagið tók til starfa á þessu ári. Skrifstofa þess var opnuð Síðustu landanir togara ÚA: Harðbakur með 168 tonn að verðmæti 3,5 milljóna FJÓRIR togara Útgerðarfélags Akureyringa hafa landað síðustu daga, allir sem nú eru a veiðum, Riðuveikin í Saurbæjarhreppi: Reiknað með niðurskurði i* * fljótlega FÉ Á þremur bæjum í Saurbæj- arhreppi, þar sem riðuveiki fannst í sumar, verður að öllum líkindum skorið mjög fljótlega. Hér er um að ræða bæina Vill- ingadal, Hóla og Krónustaði. Ákveðið var að áður en aðgerðir yrðu hafnar yrði samið við alla bændur í hreppnum - að þeir féll- ust á að þeirra fé yrði skorið ef í því fyndist riðuveiki. Búið er að semja við þorra bændanna en þá má telja á fingmm annarrar handar sem ekki hafa skrifað undir sam- komulag. Reiknað er meðað það gerist fljótlega og því má búst við að féð á bæjunum þremur verði skorið einhem næstu daga. Um er ræða 300-400 fjár alls. Auk bæjanna þriggja hefur greinst riða á tveimur cm bæjum í hreppnum. Fyrir nokkmm fannst riða í fé sem skorið var strax og var þá hætt við járbúskap á bæn- um. Þá fannst riða í einni kind á öðmm bæ fyrir um fímm ámm síðan. Hún var skorin og hefur veik- in ekki fundist þar á bæ eftir það. Málþing um mál haldið á MÁLÞING um menningarmáJ verður haldið á Akureyri 8. nóv- ember næstkomandi. Það er nýstofnuð Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar sem gengst fyr- ir málþinginu. Ekki hefur dagskrá málþingsins endanlega verið ákveðin en en reiknað er með að það verði gert í næstu viku. Framsögumenn verða fengnir úr sem flstum hópum á menningarsviðinu, og fjalla þeir t.d. um tónlist, myndlist, leiklist, ritlist, söfn bsæjarins og félagsmál. Þeir flytja stutt innngangserindi, þá verða hópumræður og síðan um- ræður sem allir geta tekið þátt í. mennmgar- Akureyri Málþingið er öllum opiA Ingólfur Ármannsson, SKóla- og menningarfulltrúi, er framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Hann sagði að nefndin, sem væri ný af nálinni, væri nú að undirbúa starfsemi sína og væri hugmyndin að heyra í full- trúum hinna ýmsa málaflokka á menningarsviðinu - mat þeirra á stöðu menningarmála í bænum og hugmyndum um framhaldið. Meðal þess sem eflaust verður rætt á málþinginu er aðstaða til menningarstarfs í bænum - en mik- ið hefur verið rætt um húsnæði eða öllu heldur húsnæðisskort þeirra sem stunda menningarstarfsemi. í vor og starfsemin „fór á fullt í sumar," eins og þeir sögðu. Á milli 40 og 50 mál hafa komið inn á borð hjá félaginu að sögn Gunn- laugs og er búið að afgreiða 8 þeirra - þar af tvö hér á svæðinu: “Við erum með tvær ábyrgðir á lánum sem aðrir veita. Annars vjá Árlaxi í Kelduhverfí og hins vegar hjá Islensku dýrafóðri á Laugum. Það framleiðir gæludýrafóður sem unnið er fiskúrgangi. Það er mjög spennandi framleiðsla - í fóðrið er nýtt efni sem annars færi í gúanó," sagði Gunnlaugur. Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar, var í fyrstu stjóm Þróunarfélagsins en nú hefur Jón Sigurðarson, frarrikvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS, tekið sæti hans og hér af svæðinu eru einnig tveir varamenn í stjóminni - Bjöm Jósep Amviðarson bæjarfulltrúi á Akur- eyri og Valgerður Sverrisdóttir á Lómatjöm. „Við eigum því viss tengsl við svæðið sem við ætlum að rækta," sagði Gunnlaugur. Jafet Ólafsson ráðgjafl Þróunarfélagsins og Gunnlaugur Sigmunds- son framkvæmdastjóri þess. Ólafsfjörður: Videó-Skann sýn- ir efni frá Stöð 2 Á MORGUN, fimmtudag, hefjast útsendingar á sjónvarpsefni frá Stöð 2 á Ólafsfirði. Það er Skúli Pálsson, eigandi Videó-skann kapalkerfisins, sem hefur samið við íslenska sjónvarps- félagið um kaup á efni frá Stöð 2 og mun hann sýna efnið viku eftir að það er sýnt syðra. Efnið frá Stöð 2 verður viðbót við það sjónvarpsefni sem Ólafs- firðingar hafa til þessa átt kost á að njóta því Skúli hyggst halda áfram með staðarefni í kapalkerfí sínu svo og auglýsingar. Ólafsfirð- ingar ættu því að hafa úr nógu sjónvarpsefni að velja; efni Video- skann, Stöðvar 2 og ríkissjónvarps- ins. en Svalbakur er í slipp þessa dagana. Að sögn Einars Óskars- sonar þjá ÚA hefur veiði verið frekar dræm undanfarið en „þetta er oft svona á haustin," sagði hann. Sléttbakur landaði á mánudaginn 102 tonnum og var heildarverð- mæti aflans um 2 milljónir króna. 45 tonn aflans var grálúða, 40 tonn voru af þorski, 8 tonn af kola og minna af öðrum tegundum. Slétt- bakur fer sennilega f tvo túra til viðbótar áður en hann fer í slipp f Slippstöðinni þar sem veigamiklar breytingar verða gerðir á skipinu - honum breytt í frystitogara. Á miðvikudag í síðustu viku, 8. októsber, landaði Harðbakur 168 tonnum að verðmæti 3,5 milljóna króna. í aflanum voru 83 tonn af grálúðu, 51 tonn af þorski og 13 tonn af kola - minna af öðru. 6. október landaði Kaldbakur 160 tonnum - þar af voru 78 tonn af þorski og 60 tonn af grálúðu. Heild- arverðmæti aflans voru 3,2 milljónir króna. Fjórði togarinn sem nú er á veið- um er Hrímbakur. Hann landaði 2. október 78 tonnum að verðmæti 1,2 milljónum króna. Hann kom með 64 tonn af krafa og 6 tonn af þorski. Von var á Hrímbaki til löndunar f dag. Svalbakur er í slipp þessa dag- ana, eins og áður sagði. Skrokkur skipsins hefur verið sandblásinn og auk þess gerðar lítilsháttar lagfær- ingar á því. Ekki er ljóst hvenær skipið fer til veiða á ný, en vonast er til þess að það verði fyrir mánað- armót. Sjálfstæðisfólk í Norðurlandskjördæmi eystra Kjósum frjálslynda og einarða konu íbaráttu- sveit okkar Kjósum Margréti Kristinsdóttur hússtjórn- arkennara í eitt af efstu sætum listans í prófkjöri flokksins 18. okt. nk. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.