Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVnCUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Afmæliskveðja: Ingólfur Guðmunds- soná Ég man það eins og það hefði skeð í gær þegar fundum okkar Ingólfs bar fyrst saman. Það var viku af marz 1963. Ég var þá að hefja kynnisferð um Austur-Skafta- fellssýslu sem nýr frambjóðandi. Ingólfur kom í heimsókn niður í Skálholt, sem þá var gistihús, gamla heimilið vinar hans Sigurðar Olafssonar, þess margfræga manns. Með okkur Ingólfi tókst þá þegar vinátta sem aldrei hefír borið skugga á síðan. Ingólfur Guðmundsson fæddist að Skálafelli í Suðursveit 15. októ- ber 1896 og fyllir því níunda áratuginn í dag. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Aradóttir og Guðmundur Sigurðsson, búendur þá á Skálafelli, og var Ingólfur einn tólf systkina sem öll komust til manns og miklar ættir eru af aust- ur þar. Ingólfur fór strax að vinna fyrir sér þegar kraftar leyfðu, sem þá var alsiða, enda maðurinn strax hugmikill að bjarga sér og verk- sígjam. Stóð hugur hans þá og ævinlega til sjávarins, og einnig eftir að Ægir hafði veitt honum þungar búsifjar. Ingólfur gerðist ungur kaupa- maður hjá séra Jóni Péturssyni á Kálfafellsstað. Lá honum gott orð til þess heimilis æ síðan. Það var siður búhölda að senda hjú sín í útróðra ef tök voru á, en fyrir landi i Suðursveit voru þá hin fengsælu fískimið og örskammt undan, en sjósókn hin varasamasta á árabát- um fyrir opnu hafí. Gat brimað á auga lifandi bili og lending um leið háskasamleg svo sem mörg raun bar vitni. Það var í einni slfkri brim- lendingu við Bjamarhraunssand árið 1920 að skipi því, sem Ingólfur var háseti á, hlekktist á og varð mannskaði, en Ingólfur varð undir skipinu er því hvolfdi, bjargaðist við illan ieik brotinn á fæti og hlaut af örkuml sem hann fékk aldrei bót á. Átti hann lengi í þeim sárum, en 1921 tekur hann sig upp og sigl- ir til Akureyrar. Þar tekur við honum Steingrfmur Matthíasson, læknir, sonur þjóðskáldsins, og gerði að sárum Ingólfs með þeim hætti að undravert mátti telja, þó alheill yrði hann aldrei. Mat Ingólf- ur Steingrím mest alira manna og taldi hann lífgjafa sinn. Þrátt fyrir þetta mikla áfall stóð hugur Ingólfs ávallt til sjávarins. Var hann í skiprúmi hjá Sigurði Ólafssyni, hinum þekkta sægarpi, á skipi hans Björgvin í margar ver- tíðir, og var Sigurður hinn annar maður sem Ingólfur virti mest. Með honum segir Ingólfur að sér hafí liðið bezt. Hjá honum var skemmti- legast, og vita allir sem þekktu Sigurð að er dagsanna. Ingólfur hefir lengst af ævinnar átt heima á Höfn. Hann bjó í litlu húsi að Höfðavegi 10 með konu sinni, Lússfu Jónsdóttur, sem lézt úr krabbameini fyrir allmörgum árum. Þeim varð einnar dóttur auð- ið, Nönnu, sem reynzt hefír föður sínum einstaklega vel í elli hans. Ingólfur er góður heim að sækja og manna glaðbeittastur. Hann er sjálfstæðismaður af lífi og sál og verður þar engu um þokað. Um leið og ég færi þessum gamla einkavini mínum innilegar kveðjur mínar og minna, óska ég honum fagurs og friðsæls ævikvölds. Sverrir Hermannsson Divine skemmtir í SÖNGVARINN og leikarinn Di- vine er væntanlegur hingað til lands og mun hann skemmta gestum veitingahússins Evrópu dagana 16., 17., ig 18. október. Divine er tæplega 150 kílóa þungur karlmaður, sem jafnan kemur fram í kvengervi. Hann gat sér fyrst frægðar fyrir kvikmynda- leik í myndum leikstjórans John Waters, sem var gestur kvikmynda- hátíðar í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Árið 1978 sneri hann sér að tónlisitinn líka og er í dag jafnvel þekktari fyrir söng sinn en leik, að Stöð 2 setur upp endursenda: „Þarf að holufylla svæðið, sem Stöð 2 er ætlað að ná til“ - segir Signrður Kolbeinsson, áskriftasljóri KOMIÐ hefur í ljós að ein- staka svæði hafa ekki náð útsendingum Stöðvar 2 nægilega vel svo við ætlum að koma upp endursenda- kerfi á næstu vikum. Það þarf að holufylla það svæði, sem Stöð 2 er ætlað að ná til,“ sagði Sigurður Kol- beinsson, áskriftastjóri Stöðvar 2, í samtali við Morgunblaðið. endursendinum verður komið upp á Borgarspítalanum ef tilskilin lejrfi fást eftir u.þ.b. tvær vikur. Nú þegar er búið að panta sendinn og er hann væntanlegur til Iands- ins eftir 12 til 14 daga. Sá sendir á að tryggja góða útsendingu í Evrópu minnsta kosti í Evrópu. Hann hefur gefíð út 11 smáskffur og kemur sú 12. út f þessum mánuði. Að auki hefur hann sent frá sér 2 breiðskí- fur* sem báðar náðu metsölu. Á ferli sfnum hefur Divine skemmt í yfír 20 löndum en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til íslands. Fyrsta söngskemmtun hans í veitingahúsinu Evrópu verð- ur á fimmtudagskvöldið og hefst á miðnætti. Hann mun sfðan skemmta á föstudags- og laugar- dagskvöld en á sunnudag hverfur hann af landi brott. Fossvogi, Kópavogi og á svæðun- um þar í kring, en til þess að ná útsendingunum, þurfa áhorfendur á þessum svæðum að kaupa sér- stakar loftnetsgreiður fyrir UHF hátíðnisvið 65. Loftnetsgreiður þessar eru töluvert minni en hefð- bundin sjónvarpsloftnet. Sigurður sagði að aðrir veikir blettir f útsendingu væru Þing- holtin og gamli miðbærinn og yrði endursendi fyrir það svæði komið fyrir í grennd við háskólann. Þá er fyrirhugað að koma upp endurs- endi í Mosfellssveit og einnig í Túnunum fyrir neðan Laugaveg- inn. Þessi svæði yrðu hinsvegar á UHF lágtíðnisviði 25 til 29. „Það þarf enginn að óttast að hann sjái ekki Stöð 2. Við ætlum að leysa þessi vandamál, en það tekur allt sinn tíma og við óskum eftir því að fólk sýni stillingu á meðan. Við vitum að dagskráin okkar er góð og það er einmitt það sem heldur okkur bjartsýn- um,“ sagði Sigurður. XJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! raðauglýsingar raöauglýsingar raðauglýsingar Reykjaneskjördæmi Fundur veröur haldinn I kjördœmisráðl SjálfstsaAisflokksins ( Reyfcjaneskjördaemi fimmtudaginn 16. október 1986 kl. 20.00 í Sjálf- staeðishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá: 1. Tillaga frá kjömefnd um að kjördæmisráð falli frá ákvörðun sinni um prófkjör. 2. Tillaga um, að kjömefnd viðhafi skriflega skoðanakönnun um sex frambjóðendur meðal aðal- og varamanna í kjördæmisráði, aöal- og varamanna í stjómum fulltrúaráða og sjálfstæöisfélaga svo og meðmælenda prófkjörsframbjóðenda 4. okt. 1986. Stjómin. Mýrasýsla Almennur fundur sjálfstæðisfólks verður haldinn í Sjálfstæðishúsin Borgarbraut 1, laugardaginn 18. október kl. 14.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á aukafund kjördæmisráðs. 2. Önnur mál. Stjómir fóiaganna. Framboðsfundur í Breiðholti Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti boða til kynningarfundar frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hinn 18. október nk. Fundurinn verður haldinn í Menningarmiðstöðinni I Geröubergi mið- vikudaginn 15. október og hefst hann kl. 20.30. Fundarstjóri verður Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar. Hver frambjóðandi fær ca. 5 mínútur til að kynna sitt framboö og/eða sín áhugamál. Þá geta fundarmenn borið fram fyrirspurnir til þeirra. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna. Sjálfstæðisfólag Fella- og Hólahverfis, Sjálfstæðisfélag Bakka- og Stekkjahverfis, Sjálfstæðisfólag Skóga- og Seljahverfis. fHafnarfjörður Ferðamál Sternir, Félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, boðar til rabb- fundar i Sjálfstæðishúsinu milli kl. 20.00 og 21.30 í kvöld, miðviku- dagskvöld. Tilefni fundarins: Nýstofnuö nefnd á vegum bæjarins, sem á að leita leiða til að auka ferðamannastrauminn um Hafnarfjörð og gera tillög- ur að því sem orðið gæti til að auka þjónustuna við ferðamenn. Allir áhugamenn um ferðamál velkomnir. Stefnir. f • U S Opið hús Næstkomandi föstudagskvöld, þann 17. október kl. 21.30 hyggjast ungir sjálfstæðismenn eiga huggulega kvöldstund í Neðri deild Val- hallar, Háaleitisbraut 1. Hinar heimfrægu “léttu veitingar" verða á boðstólum og lótt tónlist mun óma um sali eitthvað fram eftir nóttu. Sérstakir gestir kvöldsins verða þau Geir H. Haarde, Sóveig Péturs- dóttir og Vilhjálmur Egiisson, ungir frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæöisflokksins. Allt ungt sjálfstæðisfólk er velkomið, og nýir félagar sérstaklega hvattir til að mæta — eldhressir. Stjóm Heimdallar. Akranes Benedikt Jónmundsson, bæjarfulltrúi, ver6- ur til viðtals fyrir bæjarbúa milli kl. 17.00 og 19.30 miðvikudaginn 15. október nk. ( fundarherbergi bæjarstjórnar á Heiðar- braut 40, 2. hæð, sími 2980. Sjálfstæðisfólögin á Akranesi. Aðalf undur Verkalýðsráðs Aðalfundur verka- lýðsráðs Sjálfstæð- isflokksins verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu á Akureyri dagana 25. og 26. október 1986. Fundurinn hefst kl. 13.00 laugardaginn 25. október. Dagskrá: Laugardagur 25. október. Kl. 13.00 Fundarsetning. Kosning fundarstjóra. Kosning ritara. Kosn- ing kjörnefndar. Skýrsla stjórnar. Umræöur — nefndakjör. Kl. 14.00. Ræða: Stjórnmálaviðhorfiö i upphafi þings. — Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 15.30-17.00 Nefndastörf. Sunnudagur 26. október. Kl. 10.00-12.00 Afgreiösla ályktana. Kl. 13.00 Ræða: Húsnæðis- og Itfeyrismál. — Guömundur H. Garð- arsson viðskiptafræðingur. Fyrirspurnir — umræöur. Kl. 14.30 Stjórnarkjör. Fundarslit. Þátttaka tilkynnist til framkvæmdastjóra verkalýðsróðs fyrir 18. okt- óber nk. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.