Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 42
38Gf íraeÖT>?0 I HUOAaUXIVGIM ,aiQAJaVlUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 % ■ : Minning: Þórir Baldvins- son arkitekt Kenndu mér, líkt þér, bjarkar blað/ að blikna giaður, er haustar að, bíður mín l sælla sumar/ ódáins mitt á akri tré/ aftur þá grær, þótt fölnað sé/ og greinar grænka hrumar. Ósjálfrátt komu mér þessar ljóðlínur í hug þegar mér barst helfregn Þóris Baldvinssonar. Hann kvaddi lífíð með líkum hætti og bleikt laufíð sem fellur til jarðar ^ þegar haustblærinn andar. Með honum er genginn óvenjulegur maður, tjölhæfur og fjölmenntaður. Þegar ég hugsa til þeirra Qölmörgu manna, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, er hann í hópi þeirra sem ég tel hvað mestan ávinning að hafa blandað geði við. Til þess bar margt. Hann var maður bjartsýni og viljastyrks, hollráður og góðvilj- aður og skarpskyggn. Hann bjó yfír vfðtækri þekking og var alla ævi sflesandi og drakk í sig nýjar kenningar og vitneslqu um flest á milli himins og jarðar með sama áhuga og æskumaðurinn. Þórir Baldvinsson skorti aldrei umræðu- efni og sú umræða var allt fræðandi og menntandi. Hann var mikill húmoristi í bestu merkingu þess orðs. Hann átti mörg hugðarefni, en gat að sjálfsögðu ekki sinnt þeim öllum eins og hann vildi. Samt fékkst hann við ljóðagerð og rit- störf og ég ætla að hugur hans hafí alla tíð verið bundinn bók- menntum og bókmenntaiðju, enda mörg skáld og góð í frændgarði hans. Sköpunarþrá sinni gat hann svalað við teikniborðið. Þórir Bald- vinsson var arkitekt að mennt og vann ævistarf sitt á þeim vett- vangi. Ég hafði stundum orð á því við hann að enginn maður á íslandi fyrr né síðar hefði sett svipmót sitt á byggðir landsins eins og hann. Hann veitti teiknistofu landbúnað- arins forstöðu um langa tfð og frá hans hendi eru komnar teikningam- ar að sveitabæjum og penings- húsum um allt land. Hann sagði mér að það hafí ekki alltaf verið auðvelt að vinna þetta verk. Hann vissi að oftar en ekki var byggt af litium efnum og því varð að kosta kapps um að byggingaframkvæmd- imar yrðu viðkomandi ekki ofviða. Hann sagði mér einnig að hann hefði reynt eftir getu að afla sér vitneskju um staðhætti og um- hverfí þeirra bygginga sem átti að reisa og reyna að fella þær með smekklegum hætti inní landslag og umhverfí þannig að piýði yrði að. Þórir Grani Baldvinsson — eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Granastöðum í Köldukinn 20. nóv- ember 1901. Foreldrar hans vom Kristfn Jónasdóttir fá Sflalæk og Baldvin Baldvinsson, en foreldrar hans fluttu skömmu síðar að Hálsi í Kinn og síðar að Ófeígsstöðum þar sem þau áttu heima til æviloka. Þórir Baldvinsson var í föðurætt af hinni nafnkunnu Illugastaðaætt og í móðurætt bæði búhöldar og góðskáld svo að hann var frænd- margur í héraði. Föðuramma hans, Guðrún Oddsdóttir, var ættuð sunn- an úr Ámessýslu og Þórir minntist hennar alltaf með mikilli hlýju, enda mun gamla konan hafa haft mikil áhrif á hann og mótað margt það í fari hans sem fylgdi honum ævina á enda. í ætt hennar var margt um þjóðhaga smiði og hagleiksfólk svo að áhugi á öllu sem laut að tækni og hugkvæmni bjó í báðum ættum. Þórir Baldvinsson fæddist inn í voröld íslenskra sveita. Fyrsti ára- tugur þessarar aldar boðaði bændum og búaliði trú á gæði landsins og framfarimar komu líkt °g lygn straumur og styrktu það sérstæða menningarlíf sem ein- kenndi Þingeyjarsýslu á þessu skeiði. Einhvem veginn komst Benedikt á Auðnum á snoðir um það að sveinninn væri bókgefínn og sendi honum bækur til lestrar sem hann valdi sjálfur, enda fór svo að Þórir hvarf úr foreldrahúsum og hóf skólagöngu á Akureyri, en hafði líkt og löngum var með unga menn lítið brautargengi annað en góðar gáfur og sterkan vilja að bijótast áfram til mennta. Þegar markinu var næstum náð gripu forlögin fast í taumana. Vestur í Ameríku veikt- ist hann af lömunarveiki og var hætt kominn. Hann gekk því ekki heill til skógar meirihluta ævinnar. Þá sást best hvað í honum bjó hvemig hann tók þessu þunga böli. Ég heyrði hann aldrei með einu orði bera sig upp undan þeim ör- lagabrotsjó sem yfir hann gekk. Ég gat aldrei greint beiskju eða öfund vegna þeirrar byrðar sem hann mátti búa við og bera ævina á enda. Slík karlmennska er að- dáunarverð og fyrir það mat ég hann meira en fíesta aðra menn sem ég hefí þekkt. Samt var hann að mínu mati mikill hamingjumaður og þar sann- ast áþreifanlega hið fomkveðna að hver er sinnar gæfu smiður. Heilla- dfsin var kona hans, Borghildur Jónsdóttir, sem hann gekk að eiga 20. október 1934. Hún bjó honum fagurt heimili og henni fylgdi birta og hlýja hvar sem hún fór. Þau eignuðust 3 mannvænleg böm og í ellinni bættust bamabömin í hóp- inn. Ég kynntist Þóri Baldvinssyni ekki að marki fyrr en seint á ævi hans. Við vorum sveitungar og hon- um þótti það tal allgott að láta hugann reika aftur til horfínna stunda heima í sveit og enda þótt hann væri víðförull og heimsborg- ari bar hann í bijósti órofatryggð við æskustöðvamar og upmna sinn. Hann fylgdist af lifandi áhuga með öllu sem þar gerðist og horfði til framfara og betra mannlífs. Hann bar síns heimalands mót í hug og hjarta alla ævi. Þegar ellin sótti fastar að tók hann því með sama æðruleysi og öðm sem örlögin færðu honum. Hann gat því gert orð Klettafjalla- skáldsins að sínum undir ævikvöld- ið: Og hugarrór stigið í hvíluna þá að hinstu, sem við ég ei skil: svo viss, að í heiminum vari þó enn hver von mín með Ijós sitt og yl, það lifí sem best var í sálu mín sjálfs- að sólskinið verður þó til. Aðalgeir Kristjánsson Kveðja frá Grund Á nokkuð langri lffsleið hef ég átt því láni að fagna að kynnast mörgum, körlum og konum, sem á einn eða annan hátt hjálpuðu og studdu f erfíðu starfí. Einn þessara manna var Þórir Baldvinsson arki- tekt, en hann var um langt árabil í sljóm Gmndar. Minningamar um þennan góða vin og samstarfsmann em margar, en fyrst og fremst em þær um hugsjónamann, sem vann af alúð, dugnaði og framsýni að málum skjólstæðinga okkar, aldraða fólk- inu, oft heilsutæpu og vinafáu. Þama var á ferðinni einn þeirra fágætu manna, sem hugsa einnig um smælingjana, sem svo oft vilja gleymast. Hann teiknaði mörg hús fyrir þetta fólk, fyrir Gmnd og Ás, allt án endurgjalds og verður því seint gleymt. En Þórir gerði annað og meira, til hans var gott að leita, fá ráð og leiðbeiningar í starfi, holl ráð og hvatningu, sem oft kom á réttum tíma. Síðustu árin var hann rúmfastur. Við söknuðum hans á stjómarfund- unum en til hans var leitað ótal sinnum og við ræddum málin eins og áður. Nú er hann allur. Ég var erlend- is er hann fór f hinstu ferðina. Vegir em skildir að sinni og eftir emm við sem minnumst hans með virðingu og þakklæti. Við þökkum góðum Guði fyrir að hafa átt Þóri Baldvinsson að vini. Minning hans geymist í verkum hans hjá þakklátu fólki sem naut starfa hans. Við hjónin fæmm frú Borghildi, eiginkonu hans og bömum þeirra, tengdabömum og öðmm ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Orðin segja lítið en ég held samt að þið skiljið mig. Guð blessi minningu hans. Gísli Sigurbjömsson Þórir Baldvinsson arkitekt og fyirum forstöðumaður Teiknistofu landbúnðains er kvaddur í dag. Lokið er langri ævi og mikilli hetju- sögu. Þórir Grani, en svo hét hann fullu nafni, fæddist 20. nóvember 1901 á Granastöðum í Kaldakinn. For- eldrar hans vom hjónin Kristín Jónasdóttir frá Sflalæk í Aðaldal og Baldvin Baldvinsson frá Naustavík. Þau hjón fluttust árið 1905 að Hálsi í Kaldakinn og síðan árið 1910 að Ófeigsstöðum í sömu sveit þar sem ættmennin enn búa. Bald- vin á Ófeigsstöðum, sem lengi var oddviti Ljósvetninga, var sonur Baldvins Sigurðssonar er bjó bæði á Vargsnesi og Naustavík í Nátt- faravíkum en síðan á Granastöðum, Kristjánssonar Jónssonar á Illuga- stöðum f Fnjóskadal. Kona Baldvins Sigurðssonar, amma Þóris, var Guðrún Oddsdóttir komin sunnan úr Ámessýslu. Kristín móðir Þóris var dóttir Jónasar Guðmundssonar bónda á Sflalæk í Aðaldal og Guðrúnar Jóns- dóttur frá Stómtungu í Bárðardal. Þórir ólst upp á góðu menningar- heimili þar sem búið var vel að sínu og þó að úr litlu væri að spila á okkar mælikvarða nú skorti ekkert miðað við kröfur þess tíma. Meira var þó um hitt að þar var fylgst vel með, ekki aðeins í málefíium sveitarinnar þar sem húsbóndinn var í foiystu heldur og með málefn- um héraðs og þjóðar, í þeim var fólkið einnig þátttakandi og góðir Iiðsmenn, og þangað bámst nýir straumar utan úr hinum stóra heimi. Baráttan 'fyrir félagslegum um- bótum, aukinni fræðslu, bættum atvinnuháttum og efnahag átti all- an hug fólksins. Bjartsýni, félagshyggja og trú á framfarir einkenndi fólkið á morgni aldarinnar. Með þetta að veganesti lagði Þórir ungur út f hinn stóra heim. Hann fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan vorið 1922. Um haustið settist hann í flórða bekk Menntaskólans í Reykjavík. Veikindi töfðu hann það mikið frá námi veturinn 1922—23 að hann sá að það mundi seinka honum heilan vetur ef áfram skyldi halda. Hann var ákveðinn í að verða arkitekt og var bent á að því námi gæti hann lokið í Bandarfkjunum án þess að fara lengra í mennta- skóla, og að góður háskóli væri á því sviði í San Francisco. Þar mundi hann einnig geta unnið fyrir sér með náminu. Hann breytir því ráði sínu og ákveður að komast vestur með ein- hveiju móti. Þá er kominn til Reykjavíkur Högni Indriðason frá Fjalli í Aðaldal, frændi Þóris, og er einnig ráðinn í að komast til San Francisco þar sem Þrándur bróðir hans stundaði byggingastarfsemi. Þeir félagar fengu flutning með togara til Englands og far frá Liv- erpool með stóru innflytjendaskipi til Toronto í Kanada. Er þeir hugð- ust kaupa sér farmiða til vestur- strandarinnar hittu þeir hjálpsaman Norðmann er bauðst til að kaupa fyrir þá farmiðana, en þar var ös mikil, en þeir vantreystu sér í mál- inu og fengu honum farareyrinn. Hann fór til að kaupa miðana en kom ekki aftur og þeir stóðu uppi peningalausir. Nú var ekki um annað að ræða en fá sér vinnu og unnu þeir fyrst saman á sveitabæ, en Högni gat fyrr haldið áfram fyrir peninga sem hann fékk frá Winnipeg og skildu þeir þar. Þórir vann sig vestur eftir fyllqum Kanada og síðan til Banda- ríkjanna. Síðasta áfanga ferðarinn- ar fór hann með skipi frá Seattle til San Francisco og var þá komið fram í júlí en frá Reykjavík var haldið 15. mars. Þórir stundaði nú byggingavinnu hjá Þrándi og vann með þeim bræðrum og fyrir þá að teikniverk- efnum með náminu árin sín f San Francisco. Síðar varð hann meðeig- andi að fyrirtækinu. Námið hóf hann haustið 1923, var í tækniskókla 1923—25 og í arkitektadeild Kalifomíuháskólans í San Francisco 1924—1926. Árið 1926 veiktist Þórir alvarlega af lömunarveiki og var um skeið vart hugað líf. Hann var mánuðum saman í sjúkrahúsi og frá störfum til ársins 1928. Hann gat því ekki lokið prófí við skólann en fór að vinna á teiknistofu sem m.a. annað- ist verkefíii fyrir þá félaga. í kreppunni sem skall á í Banda- ríkjunum 1929 misstu þeir félagar allt sitt og Þórir ákvað að halda heim eins og alltaf hafði staðið til. Til Reykjavíkur kom hann 15. mars 1930, réttum sjö árum eftir að þeir Högni héldu frá landi með togaranum. Lokið var mikilli ævintýraför, áföll og óheppileg atvik settu óneit- anlega strik í reikninginn, en með dugnaði, óbilandi þrautseigju og skapfestu yfírvann Þórir alla erfíð- leika. Hann aflaði sér þeirrar menntunar er hann dreymdi um eingöngu fyrir eigin rammleik. Fötlun sína er hann hlaut af löm- unarveikinni lét hann aldrei á sig fá og sinnti umfangsmiklum störf- um, sem oft fylgdu mikil og erfíð ferðalög, til jafíis við þá sem full- friskir voru. Þórir gerðist nú starfsmaður Teiknistofu landbúnaðarins sem stofnuð var með heimild í iögum um Byggingar- og landnámssjóð við hinn nýstofnaða Búnaðarbanka. Forstöðumaður hennar varð hann 1937 og gegndi þvf starfí til ársins 1969 að hann lét af störfum sakir aldurs. Þau þijátíu og níu ár sem Þórir Baldvinsson starfaði fyrir land- búnað og bændur þessa lands urðu meiri framfarir í sveitunum en hægt er að lýsa með fáum orðum. Ræktunarbylting gekk yfír, stór- virkar vélar umbyltu landinu, búvélar leystu handverkfæri af hólmi og framfarir urðu stórstígar á öðrum sviðum. En það, sem breytti svipmóti sveitanna hvað mest og það sem mikilvægast var fyrir fólkið í sveit- t Maðurinn minn, faðir okkar og afi, JÓHANN J. E. KÚLD, er andaðist 7. október verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Akrakirkju á Mýrum sem fást í bókabúöinni Borg, Lækjargötu 2. Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld, Eiríkur Kúld, Helgl Kúld og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, sumarlIn gestsdóttir, frá Raufarhöfn, Hrafnlstu, Hafnarflrðl, . verður jarðsett á Raufarhöfn laugardaginn 18. október ki. 14.00. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. október kl. 15.00. Rósbjörg Þorfinnsdóttlr, Bergljót Þorfinnsdóttir, Björn Ólafur Þorflnnsson, Fjóla Helgadóttlr, Eggert Þorflnnsson, Krlstfn Ólafsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Bára Gfsladóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, BIRGIR HALLDÓRSSON, Þórshöfn, Langanesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. okt. kl. 16.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guöbjörg Guðmannsdóttir. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö við fráfall og jaröarför KÖRLU INGIBJARGAR HELGADÓTTIR frá Ásbergi, Skagaströnd. Ólöf Konráösdóttir Samúelssen og fjölskylda, Þórshöfn, Færeyjum. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar, ELfSABETAR SÖLVADÓTTUR. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.