Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR Í5. OKTÓBER 1986 Norræna Skógræktarsambandið: Skógar Evrópu eru í hættu vegna mengunar Á ÞINGI Norræna Skógræktarsambandsins sem haldið var í Finnlandi í sumar, var samþykkt ályktun þar sem meðal annars er bent á þá hættu sem skógum Evrópu stafar af mengun andrúmsloftsins. Þingið sóttu 1200 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, sem starfa að skógræktarmálum, hvort heldur er á sviði einkarekstrar, áhugasamtaka eða hins opinbera. í frétt frá Skógræktarfélagi ís- lands og Skógrækt ríkisins segir að íslendingar hafi átt aðild að Norræna Skógræktarsambandinu allt frá árinu 1974 og átt fulltrúa í stjóm og undimefnd. í ályktun sambandsins segir: „Skógrækt og viðarframleiðsla á Norðurlöndum er öflugri nú en nokkm sinni fyrr og er svo fyrir að þakka raun- hæfum lantímaáætlunum og markvissri endumýjun skógarins. Frekari framþróun á þessum vett- vangi er í sjónmáli. Frá alþjóðlegu sjónarmiði er það mikils um vert að viðarmagn í skógum Norður- landa aukist að mun, ekki hvað síst þegar tekið er tillit til þess að skógareyðing á sér stað á öðmm landssvæðum jarðar. Skógurinn er auðlind sem Norð- urlandaþjóðimar geta ekki án verið. Skógrækt hefur úrslitaáhrif á efnahagslega velferð og atvinnu- öryggi í þessum löndum. Með vaxandi þéttbýli og auknum frítíma fólks, eykst um leið mikil- vægi skóglenda til heilsusamlegrar útivistar. Skógræktarmenn á Norðurlönd- um em þess fullvissir að skynsam- leg nýting skógarins og náttúm- vemd eiga ágæta samleið. Þetta tvennt þarf ekki að stangast á ef þess er gætt að nægilegt tillit sé tekið til náttúruvemdarsjónarmiða við nýtingu skógarins og almenn- ingi verði kynnt rækilega sú starfsemi sem þar fer fram. Aukin iðnvæðing og Qölgun fólks í þéttbýli hefur leitt af sér mengun andrúmsloftsins svo skóg- um Evrópu stafar hætta af. Lífríkið í fjöldamörgum ám og vötnum á Norðurlöndum hefur þegar orðið fyrir skakkaföllum. Skógurinn á Norðurlöndum hefur einnig skaðast að vissu marki af sömu orsökum. Þar sem þessi mengun stafar að hluta til frá svæðum utan Norðurlandanna, teljum við nauðsynlegt að ríkis- stjómir á Norðurlöndum haldi áfram viðleitni sinni til þess að takmarka hvers konar mengun andrúmsloftsins í samvinnu við ríkisstjómir annarra Evrópuríkja. Vindar og regn láta sig landamæri þjóða engu skipta og því er sam- vinna á alþjóðagrundvelli nauðsyn í þessu máli. Til þess að árangur megp nást verður að krefjast hald- bærra aðgerða, t.d. með eflingu rannsókna og raunhæfra vama- raðgerða af hálfu stjómvalda. Skógræktarmenn á Norðurlönd- um vilja fyrir sitt leyti vinna einhuga að því að búa skógunum hin ákjósanlegustu vaxtarskilyrði og tryggja honum eðlilega end- umýjun. - Forsendur fyrir framtíðarvelferð norðurlandaþjóðanna er tengd vel- ferð skóganna óijúfandi böndum." Tekið er fram í frétt Skógrækt- arfélags íslands og Skógræktar ríkisins að enda þótt íslendingar eigi ekki við þau vandamál að stríða sem getið er um í áskorun- inni er svo mikilvægt mál á ferðinni að mati allra frændþjóða okkar á Norðurlöndum, að það hljóti að vera skylda okkar Islendinga að taka undir þessi vamaðarorð sem berast frá þessu fjölmenna þingi skógræktarmanna, enda er heill þeirra í þessu máli einnig okkar heill - sem og annarra Evrópu- þjóða. Á þinginu var hveiju Norður- landanna fyrir sig falið að koma ályktuninni á framfæri í erlend sendiráð í sínu heimalandi svo og í sendiráð síns lands erlendis, þar sem ástæða þykir til að vekja sér- staka athygli á þeirri áskomn sem í ályktuninni felst. Bændasam tökin færðu Raisu skartgripi ogsjal Þegar Raisa Gorbacheva heimsótti Búrfell í Grímsnesi á sunnu- dag afhenti bóndinn þar, Böðvar Pálsson, Raisu gjöf frá Bændasamtökunum. Voru það hálsmen og næla úr víravirki og sjal og hyrna úr eingirni. Á þessari mynd sjást skartgripimir islensku. Mönnum sem ákveða svona, getur ekki verið sjálfrátt Ályktun unglinganna samþykkt í Tónabæ Unglingar í Reykjavík: Skora á leiðtoga stórveld- anna að eyða kjarnavopnum MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun fundar nemendaráða grunnskólanna og félagsmið- stöðvaráða i Reykjvaík um afvopnunarmál sem haldinn var í Tónabæ á laugardag. Ályktunin er á þrem tungumál- um, ensku, rússnesku og íslensku og er svohljóðandi: 1. Stórveldin sjái sameiginlega um eyðingu lqamavopna. 2. Skorað er á leiðtoga stórveld- anna að minnka fjárveitingar til hemaðar og nota peningana til þarfari hluta, svo sem til uppbygjg- ingar menntamála og heilbrigðis- þjónustu í þróunarlöndunum. í lok ályktunarinnar segir; „Nú er ykkar tækifæri, Reagan og Gor- basjov. Látið drauma alls heimsins rætast, okkar unglinganna og þeirra manna sem hafa helgað frið- arbaráttu allt sitt líf, drauma um að láta afkomendur okkar lifa í kjamorkuvopnalausum heimi." Undir ályktunina skrifa 107 ungl- ingar nöfn sin. - segir Kristján Ragnarsson „ÉG held ég hafi ekki fengið óvæntari frétt i langan tima og mér finnst að mönnum, sem ákveða svona hluti, geti ekki verið sjálfr- , átt. Undanfarin ár hefur sí vaxandi orkukostnaður lamað útgerðina. Nú hefur þessi kostnaður lækkað, en er þó ekki nærri jafnlágur og hjá eigendum fiskiskipa annarra þjóða. Ég vil ekki trúa þvi að skatt- lagning af þessu tagi verði að veruleika. Það er ekki aðeins það, að aðrar þjóðir styrki sjávarútveg sinn í samkeppni við okkur og við stöndum vegna þess frammi fyrir þvi til dæmis að geta ekki selt síld. Samt sem áður á að skattleggja mestu nauðsynjar útgerðar- innar hér verulega,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, er hann var inntur álits á fyrirhugðaðri skattlagningu á olíuvör- um á næsta ári. „Ég skil varla að menn skuli láta sér detta þetta í hug og get heldur ekki ímyndað mér að þetta nái fram að ganga. Ennfremur vitum við lítið eða ekkert um það, hvort lækkun á oliuverði undanfama mánuði er var- anleg eða ekki. Síðustu daga hefur verð heldur hækkað í kjölfar líkna á því að OPEC-ríkin dragi úr fram- leiðslu sinni. Því er engin trygging fyrir áframhaldandi lágu olíuverði og með þessu getur verið að á næsta ári verði olía, jafndýr og fyrir lækk- Halldór Ásgrímsson um olíuskattinn: Kemur að einhverju leyti á útgerðina ti þessi skattur r. Eg hef verið „ÞAÐ á eftir að ganga frá þvi með hvaða hætti verður útfærður. þeirrar skoðunar að hann eigi að koma á orku almennt vegna þess, að nokkuð erfitt er að skijja á milli orkunotenda, en frekari útfærsla er ófrágengin. Ég hef gert ráð fyrir að hann komi að einhveiju leyti á útgerðina, en f hvaða mæli hann leggst á hana, er ekki hægt að segja á þessari stundu,“ sagði Halldór Ásgrfms- son, sjávarútvegsráðherra, er hann var inntur álits á fyrir- huguðum olfuskatti. „Vegna hinnar miklu lækkunar, sem orðið hefur á olíu tel ég að útgerðin geti tekið eitthvað á sig af þessu. Það má nú heldur ekki gleyma því, að það eru heilmiklir peningár, sem útgerðin fær endur- greidda f gegn um uppsafnaðan söluskatt, eða 700 milljónir króna, samkvæmt ijárlagafrumvarpi fyrir næsta ár,“ sagði Halldór Ásgríms- son. un, stórlega skattlögð. Verð á gasolíu til fiskiskipa er núna 6,90 krónur fyrir hvem lítra. í Englandi er þetta verð núna um 4,50, í Þýzka- landi 4,55, Noregi 4,70 og Dan- mörku 4,80. Því er verðið hér að meðaltali 50% hærra fyrir skattlagn- ingu en hjá þessum keppinautum okkar og nú stendur til að bæta um einni krónu ofan á verðið til okkar með þessarí skattlagningu. Ástæða þess, að hagur útgerðar undanfarín ár hefur verið jafnbágur og raun ber vitni, er hið háa olíu- verð. Maður furðar sig því á skiln- ingsleysi stjómvalda á hag þessarar atvinnugreinar, ef þau telja nú unnt að hefja skattlagningu á þessum mikilvægu aðföngum. Útgerðin kaupir um 40% af öllum innfluttum olíuvömm til landsins. Og af þessum ástæðum hefur útgerðin safnað vemlegum vanskilaskuldum og þá sérstaklega við olíufélögin og hefiir enn ekki getað grynnkað á þeim skuldum nema f litlum mæli. Þetta er því mikið áfall í þeirri viðleitni að geta komið útgerðinni á réttan kjöl á ný. Mér er með öllu óskiljan- legt, að ríkisstjómin hafi ekki meiri skilning á afkomu útgerðar, að at- vinnugrein, sem hefur tapað vem- legum flármunum undanfarin ár, skuli nú vera skattlögð á fyrsta ár- inu, sem sjáanlegur bati er í rekstri," sagði Kristján Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.