Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
233. tbl. 72. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Viðbrögð við ræðu Reagans:
Harkalega deilt um
stefnu forsetans
Bandarískir ráðamenn bjartsýnir
Washinston, frá Agneai Bragadóttur, blaóanunni Morgunblaðsins.
LJOST er að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, á undir bögg að
sækja vegna leiðtogafundarins í Reykjavík. Fjölmiðiar draga upp
þá mynd, að meirihluti Bandaríkj amanna hafi orðið fyrir vonbrigð-
um með Reykjavíkurfundinn. Talsmenn stjórnarinnar segja á hinn
bóginn, að mikill árangur bafa náðst.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kveðst sannfærður
um að hann og Eduard Shevard-
nadze , utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, taki upp þráðinn á ný f Vín
eftir hálfan mánuð, þegar framhald
öryggisráðstefnu Evrópu hefst þar.
Bandarískir embættismenn hafa
látið mjög að sér kveða í blöðum og
sjónvarpi og ftrekað þau sjónarmið,
sem forsetinn lét f ljós f ræðu sinni
f fyrrakvöld. Kenneth L. Adelman,
forstöðumaður Afvopnunarstofnun-
ar Bandaríkjanna, segir t.d. að útlitið
f afvopnunarmálum sé mun bjartara
en það var. Fyrrum starfsmenn sömu
stofnunar eru á öðru máli og segja
bandarfsk stjómvöld reyna að fegra
árangur fundarins f Reykjavík.
Garry Hart, öldungardeildarþing-
maður demókrataflokksins, sagði f
viðtali við sjónvarpsstöðina CBS f
gær :„Ég tel að forsetinn hafi gert
hroðaleg mistök og komið þjóðinni
f afar erfíða stöðu á fundinum f
Reykjavík."
Donald Regan, starfsamanna-
stjóri Hvfta hússins, sagði í ABC
sjónvarpsstöðinni, að almenningur í
Bandarfkjunum hefði hingað til ekki
gert sér grein fyrir mikilvægi geim-
vamaáætlunarinnar fyrir Banda-
rfkin. Hann taldi, að póiitfsk staða
forsetans væri óbreytt eftir
Reykjavíkurfundinn.
Sjá ennfremur ræðu Ronalds
Reagan Bandarfkjaforseta á
miðopnu og fréttir á bls. 22.
AP/Símamynd
Hlaut friðarverðlaun Nóbels
Elia Wiesel, prófessor við Háskólann í Boston, hlaut í gær friðarverðlaun Nóbles árið 1986. Wiesel,
sem sést hér með ljölskyldu sinni, lifði af vist í útrýmingarbúðum nasista á árum seinni heimsstyijaldar-
innar, og hefur frá þeim tíma haft mikil afskipti af mannréttindamálum.
Sjá bls. 24.
Yitzhak Shamir
Israel:
Deilur um
valdaskiptin
Jerúsalem.AP.
ÍSRAELSKA þingið frestaði í
gær afgreiðslu á traustsyfírlýs-
ingu við Yitzhak Shamir, sem
forsætisráðherra, þar sem upp
komu deilur á síðustu stundu
milli leiðtoga Likudbandalagsins
og Verkamannaflokksins um
ýmis atriði.
Shimon Peres, sagði af sér sem
forsætisráðherra sl. föstudag, og
átti að taka við embætti utanrfkis-
ráðherra f gær. Samkvæmt
samkomulagi er gert var eftir
sfðustu kosningar átti Shamir að
taka við embætti forsætisráðherra.
Á blaðamannfundi f gær var Uzi
Bar-Am, aðalritari Verkamanna-
flokksins, mjög harðorður f garð
Likudbandalagsins. Sagði hann, að
bandalagið með Shamir í broddi
fylkingar hefði óvænt komið fram
með óaðgengilegar hugmyndir
varðandi stöðuveitingar þ. á m. að
Yitzhak Modai, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, er Peres vék úr
ríki88tjóm vegna harðrar gangíýni
hans á stjómina, yrði ráðherra í
hinu nýja ráðuneyti Shamirs.
Mikhail Gorbachev ávarpar sovésku þjóðina:
Segir Bandaríkjaforseta hafa
eignað sér tillögur Sovétmanna
Moskvu, AP.
MIKHAIL S. GORBACHEV, leiðtogi Sovétríkjanna , sagði í gær-
kvöldi að Ronald Reagan hefði í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinn-
ar í fyrrakvöld eignað sér afvopnunartillögur Sovétmanna.
Gorbachev ávarpaði sovésku þjóðina í gærkvöldi og var klukkustund-
ar langri ræðu hans sjónvarpað beint um Sovétríkin.
Mikhail Gorbachev sagði Reagan
Bandaríkjaforseta hafa eignað sér
afvopnunartillögur Sovétmanna bar
sem hann hefði vitað að þær myndu
höfða tii bandarísku þjóðarinnar.
Sovétleiðtoginn ítrekaði þá skoð-
un sína að Reykjavíkurfundurinn
hefði verið árangursríkur en sagði
ekkert um hvenær hann myndi aft-
ur eiga fund með Ronald Reagan.
Gorbachev kvaðst enn vera von-
góður um áframhaldandi viðræður
um afvopnunarmál en sagðist jafn-
framt telja að það væri Bandaríkja-
manna að ákveða hvert framhaldið
yrði. Hann ítrekaði andstöðu sína
við geimvamaáætlun Bandaríkja-
stjómar og sagði hana vera ógnun
við friðinn. Jafnframt benti hann á
að Sovétmenn hefðu verið reiðubún-
ir til að samþykkja tilraunir með
geimvopn svo framarlega sem þær
færu fram á rannsóknarstofum.
Gorbachev flallaði ítarlega um til-
lögur þær sem hann lagði fram á
fundinum í Reykjavík og sagði að
Ungveijaland:
Mannsheilum smyglað
vestur yfir járntjald
ÞÚSUNDUM mannsheila hefur veríð smyglað frá Ungveijalandi
til Vesturlanda um tiu ára skeið. Uppvist varð um hneyksli þetta
fyrír skömmu, en vestræn lyfjafyrirtæki kaupa mannsheila dýru
verði. Læknaprófessorinn Ferenc Laszlom, við læknaháskólann
i Szeged, hefur veríð ákærður fyrir að vera höfuðpaurinn í spill-
ingarvef þessum.
í flestum vestrænum ríkjum
þarf samþykki ættingja til þess
að ijarlægja líffæri úr líkum, en
í Ungveijalandi mega læknar taka
það sem þeir vilja, til rannsókna
í þágu vísindanna. Að sögn ríkis-
saksóknara var þessi reglugerð
grundvöllur hinna óhugnanlegu
viðskipta Laszlo prófessors og
ítalska fyrirtækisins Serono.
Að sögn breska blaðsins The
Times hófust viðskipti þessi fyrir
tíu árum, en þá kom Laszlo við á
krufningastofu háskólans, einnar
hinnar bestu í Austur-Evrópu.
Laszlo, sem var yfirmaður horm-
ónafræðideildar háskólans, stakk
upp á því við starfsmenn stofun-
ar að þeir færðu sér fjóra
mannsheila til viðbótar í viku
hverri. Fyrir hvem heiladingul,
þann kirtil sem framleiðir vaxtar-
hormón, skyldu þeir fá þijár
fórintur að launum, en það jafn-
gildir tæpum þremur íslenskum
krónum.
Áður en yfír lauk fengu þeir
þó tæpar 40 krónur fyrir stykkið,
eftir að þeir uppgötvuðu að Las-
zlo græddi ofljár á viðskiptunum.
Áður en hann var handtekinn er
talið að hann hafi selt um 5.000
heila og hagnast um þijár og
hálfa milljón íslenskra króna.
Heiladingullinn er verðmætur
hluti mannslikamans, þar sem
hann kemur visindamönnum að
miklu gagni við tilraunir með
vaxtarhormón.
Réttarhöldin, sem hófust í
síðustu viku, halda áfram, en lítið
hefur heyrst um þau í Ungveija-
andi. Það litla, sem heyrst hefur
þó vakið mikinn óhug í landinu,
ekki síst vegna þess mikla álits,
sem læknar njóta þar.
með þeim hefði verið unnt að heQa
nýtt skeið í sögu mannkyns.
Mikhai) Gorbachev sagði enn-
fremur að Bandaríkjamenn virtust
telja að Sovétsijómin myndi að lok-
um fallast á geimvamaáætlunina
og einhliða afvopnun. Þetta sagði
hann vera alrangt. Þá sagði hann
það vera markmið Bandaríkja-
stjómar að sliga efnahag Sovétríkj-
anna með vígbúnaðarkapphlaupinu
og þannig grafa undan ráðamönn-
um í Kreml og viðleitni þeirra til
að bæta hag landsmanna. Gorbac-
hev ítrekaði hvað eftir annað
samstöðu Sovétmanna og sagði þá
reiðubúna til að mæta sérhverri
ógnun.
Sjá ennfremur ræðu Ronalds
Reagan á miðopnu og fréttir
á bls. 22.
Stjjórn Belgíu
biðst lausnar
Brflssel, AP.
WILFRIED Martens, forsætis-
ráðherra Belgíu, lagði í gær
fram lausnarbeiðni fyrir stjórn
sina.
Ástæðan fyrir beiðninni eru
tungumáladeilumar milli Vallóna
og Flæmingja í landinu. Upphaf
þessara deilna nú er dómsúrskurður
um, að embættistaka bæjarstjóra
eins skuli ógilt, þar sem hann haldi
fast við frönsku, en neiti að tala
flæmsku.
Vallónar tóku strax afstöðu með
bæjarstjóranum, Jose Happart og
halda því fram, að brottvikning
hans sé gróft brot á lýðræðisregl-
um.