Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 17 Þáttur Alberts Guðmundssonar eftir Svein Bjömsson Á Alþingi íslendinga sitja þing- menn úr óiíkum flokkum, sem sýnt hafa íþróttahrejrfíngunni velvild og skilning á undanfomum árum. Á engan er hallað þó að fullyrt sé, að Albert Guðmundsson hafí verið í fremstu fylkingu í þeim efnum. Fyrir íþróttahrejrfínguna, sem er stærsta fjöldahreyfing frjálsra fé- lagasamtaka á íslandi, er það ómetanlegur styrkur, að eiga stuðn- ing þingmanna og ráðherra, sem skilja þýðingu íþróttastarfsins fyrir land og þjóð, ekki aðeins í orði held- ur og á lx)rði, eins og Albert „í seinni tíð hefur Al- bert Guðmundsson í sinni ráðherratíð verið sérstök hjálparhella íþróttahreyfingarinn- ar. Sá stuðningur hefur verið íþróttahreyfing- unni ómetanlegur.“ Guðmundsson hefur margsinnis sýnt. Gildi íþrótta er ómetanlegt í nútímaþjóðfélagi. Þá er sjónum ekki aðeins beint að keppnisfólkinu og Albert Guðmundsson afreksmönnunum, sem borið hafa hróður íslands víða heldur líka að hinum, sem iðka íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Þá má ekki gleyma æskufólki landsins, sem fær i íþróttum útrás fyrir heilbrigða athafnaþrá í keppni og leik. íslenzk íþróttahreyfíng er öflug og sterk í dag. Það hefur fyrst og fremst gerzt vegna þrotlausrar vinnu forystumanna íþróttahreyf- ingarinnar og iþróttafólksins sjálfs. En þar kemur einnig til velvild stjómmálamanna, og sem betur fer, er skilningur þeirra á þessum málaflokki sffellt að aukast, bæði á Alþingi og í bæjar- og sveitarstjóm- um. Minnist ég sérstaklega þess átaks, sem Halldór E. Sigurðsson, fyrrv. flármálaráðherra, beitti sér fyrir á sínum tíma, þegar hann rétti íþróttasjóð við. í seinni tíð hefur Albert Guð- mundsson í sinni ráðherratíð verið sérstök hjálparhella íþróttahreyf- ingarinnar. Sá stuðningur hefur verið íþróttahreyfingunni ómetan- legur. Nú, þegar raddir em uppi um það, að Albert Guðmundsson megi missa sig af þingi, vil ég minna á þennan þátt hans og hversu þýð- ingarmikill hann hefur verið fyrir íþróttahreyfínguna. Höfundur er forseti ÍSÍ. Sverrir fer í opinbera heimsókn til Svíþjóðar MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Sverri Hermannsyni, hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Svíðþjóðar. Að sögn Sverris hefst heimsóknin 9. nóvember nk., en dagskrá hennar liggur ekki fyr- ir. „Lennart Bodström, mennta- málaráðherra svía, hefur sýnt mikinn áhuga á samvinnu norður- landanna á sviði menntamála" sagði Sverrir. „Við hittumst hér í vetur, og mér fínnst mjög ánægjulegt hversu bráðan bug hann vann að því að bjóða mér í þessa heimsókn." Sólveig Pétursdóttir er okkar kona Kosningaskrifstofan aö Sudurlandsbraut 4, 3ju hæö er opin frá kl. 14.00-21.00, sími 38303 og 84990. Veljum Sólveigu Pétursdóttur sæti meóa/efstu manna i prófkjörinu. okkar og stefnu til framdráttar. -------------------- Sjálfstæöisflokkurinn í Reykjavík stefnir aö sigri í næstu Alþingiskosningum. Til þess að svo megi verða þurfum viö aö stilla upp sterkum lista, - lista sem höföar til allra aldurs- og þjóðfélagshópa. Sólveig Péturs- dóttir er 34 ára lögfræöingur, sem myndi styrkja þingflokk Sjálfstæöismanna meö þekkingu sinni og áhuga. Stuöningur við Sólveigu í prófkjörinu 18. október mun stuöla aö sterkum lista, starfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.