Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Ringulreið í viðskiptum: Finnar selja arabíska olíu í umboði Rússa Frá Lar* Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins i Helainki. FINNSKA olíufélagið Neste mun síðar á þessu ári hefja sölu á olíu frá Mið-Austurlöndum í umboði Sovétmanna. Litið verð- ur á olíusöluna sem innflutning frá Sovétríkjunum til Finnlands. Með olíusölunni vonast Sovét- menn til að minnka viðskiptahall- ann við Finnland. Raunar mun mikið af olíunni hvorki koma við í finnskum né sovéskum höfnum. Fyrirhugað er að Neste kaupi olíuna í Mið-Austurlöndum og selji hana síðan í Vestur-Evrópu. Salan hefst Dæmdur fyr- ir tölvusmygl BrÍHtol, AP. BREZKUR tölfræðingur að nafni Alan Simmons, var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í gær fyrir að smygla tölvum og hátæknibúnaði til Sovétríkjanna. Hann smyglaði tækjunum í gegnum Svíþjóð. Jafnframt fangelsisdómnum var Simmons dæmdur í 20.000 sterl- ingspunda sekt, en það jafngildir 1,2 milljónum ísl. kr. Simmons var handtekinn í nóv- ember 1984 þegar hann var að koma tölvum fyrir í vöruhúsi á flug- vellinum í Birmingham. Útflutn- ingsskjölin, sem hann afhenti, reyndust fölsuð. Hann var ákærður fyrir átta brot á reglum, sem eiga að koma í veg fyrir að flytja út tælq'abúnað, sem gæti komið að hemaðarlegum notum. Samtals hafði Simmons orðið sér út um tövlubúnað að verðmæti einn- ar milljónar sterlingspunda. Seldi hann Sovétmönnum tækin á þre- földu verði. Veijandi Simmons sagði hann vera ævintýramann, sem hefði reynt hefði að auðgast á því hversu ginnkeyptir Sovétmenn væru. Tölvubúnaðurinn væru ósköp venju- legur heimilistölvur. í ár og verður henni fram haldið á næsta ári. Undanfama daga hafa fulltrúar Neste setið fundi með fulltrúum Opec-ríkja í Genf. Ákveðið hefur verið kaupa olíu frá Alsír og nokkr- um löndum við Persaflóa. Hluti olíunnar mun einnig koma frá Sov- étríkjunum. Með því að veita Finnum umboð til olíusölunnar vonast Sovétmenn til að rétta af viðskiptahallann við Finnland. Samkvæmt gildandi vömskiptasamningum geta Finnar aðeins flutt út vömr til Sovétríkj- anna fyrir sömu upphæð og þeir kaupa inn vaming frá Sovétríkjun- um. Þetta reyndist vandalaust þegar olíuverð var hátt. En í ár hefur það lækkað stórlega. Ef Finnar geta ekki fundið nýjar inn- flutningsvömr í bráð mun útflutn- ingur frá Finnlandi til Sovétríkj- anna dragast vemlega saman. Þetta kann að hafa stóraukið at- vinnuleysi og efnahagskreppu í för með sér. Drottningin heilsar Deng Xiaoping Ferðalag Elísabetar Bretlandsdrottningar til Kína hefur vakið mikla athygli. Þessi mynd var tekin í gær í Peking af drottningunni og manni hennar, Filippusi prins, eru þau gengu á fund Dengs Xiaoping, eins helzta leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins. Elie Wiesel hlýtur friðarverðlaun Nóbels: Mikilhæfur andlegnr leiðtogi og kennimaður - að áliti úthlutunarnefndarinnar Ósló, New York, AP. „ÉG ER mjög hrærður og þakklátur", sagði Elie Wiesel, prófessor við háskólann í Boston í Bandaríkjunum, er honum var tilkynnt að hann hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1986. Hann sagði að sér findist ástandið í heiminum ógnvekjandi og að friður myndi ekki ríkja fyrr en kynþáttahatri og öðrum öfgum, hefði verið út- rýmt. „Eg hef alltaf sagt mina meiningu, en þessi verðlaun hafa þau áhrif að fleira fólk mun hlusta betur á það sem ég segi“, sagði Wiesei. Tilkynnt var í gær í Ósló, að Elie Wiesel, rithöfundur og baráttu- Filippseyjar Drög að stjórnar- skrá lögð fram Manilu, AP. STJÓRNSKIPUÐ nefnd sam- þykkti á sunnudag lokadrög að nýrri stjómarskrá Fiiippseyja, sem er ætlað að sameina hina sundraðu ibúa eyjanna. Það tók nefndina, sem í sátu 47 manns, 132 daga að koma sér saman um stjóraarskrártillöguna. í henni Látinn laus í Júgóslavíu Belgrad, AP. GRADIMIR Hadzic, þríðji Banda- ríkjamaðurínn af júgóslavnesk- um uppruna, sem látinn hefur veríð iaus síðustu daga í Juóglsv- aíu vegna þrýstings frá Banda- ríkjunum, fullyrti um helgina, að handtaka sin hefði veríð ástæðulaus með öllu. Hadzic kvaðst hafa verið látinn laus án skýringa og sagðist vona, að hann fengi sitt bandaríska vegabréf afhent fljótlega. Hann áformar að halda til Bandaríkjanna mjög bráð- lega. Júgóslavneska stjómin hefur þegar látið lausa tvo aðra menn. Var annar þeirra ákærður fyrir að dreifa andjúgóslavneskum bækling- um og hinn fyrir að vera félagi í andjúgóslavneskum samtökum. er m.a. gert ráð fyrir að kjörtímabil forseta verði sex ár og að kosið verði til þings og sveitastjóraa í mai á næsta árí. Forseta Filippseyja, frú Corazon Aquino, verður afhent tillagan á morgun, en hún verður síðan borin undir þjóðaratkvæði næstkomandi janúar. Ekki náðist í forseta landsins til þess að fá álit hennar á drögunum, en blaðafulltrúi hennar, Teodoro Benigno, sagði að samþykkt drag- anna væri mikilvægt skref til tryggingar lýðréttinda á Filippseyj- um og styrirtu auk þess stjóm frú Aquino í sessi. I miðbæ Manila kom saman krað- ak stuðningsmanna Marcosar, fyrrverandi forseta eyjanna, sem nú er í útlegð, og lét í ljós óánægju með stjómarskrárdrögin. Frú Aquino hefur að undanfömu stjómað landinu samkvæmt ákvæð- um „Frelsisstjómarskrárinnar", sem sett var til bráðabirgða, eftir að hún tók völd í landinu í krafti hers og kirkju. Andstæðingar frú Aquino segja að hún hafí tapað umboði kjósenda sinna eftir að hún afnam gömlu stjómarskrána og kröfðust því nýrra forsetakosninga, en { hinum nýju stjómarskrárdrög- um er gert ráð fyrir að hún sitji að völdum til ársins 1992. maður fyrir mannréttindum hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels að þessu sinni. í tilkynningu frá úthlut- unamefndinni segir að nú á tímum ofbeldis, kúgunar og kjmþáttahat- urs, hafí Wiesel rejmst mikilhæfur andlegur leiðtogi og kennimaður. Hann hefur skrífað mikið um rejmslu sína í útrýmingabúðum nas- ista í heimsstyijöldinni síðari, aðstæður gyðinga í Sovétríkjunum og önnur mál tengd mannréttind- um. „ Wiesel hefur boðskap að flytja mannkyninu, boðskap friðar, friðþægingar og mannlegrar reisn- ar og hann trúir því, þrátt fyrir allt sem hann hefur séð, heyrt og þolað sjálfur, að þau öfl sem beij- ast við hið illa í heiminum muni hafa sigur að lokum. Boðskapur hans byggir á því, að hann hefur sjálfur mátt þola algjöra auðmýk- ingu og horft upp á skeytingarleysi fyrir mannlegu lífí í útrýmingarbúð- um Hitlers. Þjáningar gyðinga voru uppspretta skrifa Wiesel, en hann lætur sig nú skipta örlög allra þeirra sem kúgaðir eru og þjáðir. „ segir í tilkjmningu dómneftidarinnar. „ Wiesel hefur margoft verið til- nefndur til fíðarverðlauna Nóbels. Hann fæddist árið 1928, í bænum Sighet, sem nú tilheyrir Rúmeníu. Árið 1944 fyrirskipuðu Nasistar brottflutning allra gyðinga frá bæn- um og Wieselfjölskyldan var flutt í hinar illræmdu fangabúðir við Auschwitz í Póllandi, þar sem móð- ir hans og yngsta systir létust. Tvær aðrar systur urðu viðskila við Wiesel og föður hans, sem fluttir voru f Buchenwald fangabúðimar í Þýskalandi, þar sem faðir hans andaðist. Eftir styijöldina settist hann að í Frakklandi og stundaði nám við Sorbonne háskóla. Hann starfaði um skeið sem blaðamaður fyrir frönsk og ísraelsk blöð. Wiesel sótti um bandarískan ríkisborgara- rétt árið 1956 og gaf þá einnig út sína fyrstu bók, „Og heimurinn hefur ekki sagt orð“ , á jiddisku í Buenos Aires. Síðan hefur hann skrifað flölda bóka og unnið til ýmissa viðurkenninga. Ronald Reagan, forseti, sæmdi hann af- reksorðu fulltrúardeildar Banda- ríkjaþings 19. apríl 1985, fyrir störf hans sem formaður minningar- nefndar um fómarlömb nasista, fyrir mannréttindabaráttu hans og framlag hans til bókmennta, en þessi orða er ein æðsta viðurkenn- ing sem almennum bandarískum borgara getur hlotnast. Um svipað leyti var ráðgerð ferð Reagans til Vestur-Þýskalands, þar sem m.a. var á dagskrá heimsókn í kirkju- garðinn í Bitburg, þar sem margir stormsveitarmenn eru grafnir. Wiesel rejmdi að telja forsetann af þessari heimsókn, en án árangurs. Elie Wiesel er kvæntur Marion Erster Rose, sem einnig dvaldi í útiýmingabúðum nasista á stríðsár- unum og eiga þau tvö böm, pilt og stúlku. Borgarstj órnakosningar í Grikklandi. Ihaldsmenn sigruðu Aþena, AP. ÍHALDSMENN unnu sigur í borgarstjóraakosningum sem fram fóru í Grikklandi um helgina. Á mánudag höfðu rúm 90% atkvæða veríð talin. Ósigur sósialista er talinn orsakast af óánægju almennings með efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar Andreas Papapndreous. íhaldsmenn unnu sigur f þremur stærstu borgum landsins en þeim tókst þó ekki að fá hreinan meiri- hluta. I næstu viku munu kjósendur ganga að kjörborðinu að nýju og velja annan þeirra tveggja fram- bjóðenda, sem flest atkvæði hlutu. Kosið verður að nýju með þessum hætti f rúmlega 200 borgum og bæjum. Sósíalistar þurfa þá að treysta á stuðning kommúnista ef þeir ætla sér að koma í veg fyrir sigur íhaldsmanna. Frambjóðendur kommúnista hlutu flestir um 20% atkvæða í kosningunum. Sérfræðingar telja almenning hafa snúið baki við sósfalistum sök- um óánægju með efnahagsráðstaf- anir ríkisstjómarinnar. í október í fyrra ákvað sósíalistastjóm Pap- andreuos að frysta laun í landinu auk þess sem höft vom sett á inn- flutning. Ifyrir skömmu tilkjmnti Papandreou að á næsta ári mjmdi einnig reynast nauðsynlegt að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Súdan: Flutningar á hjálpar- gögnum Khartoum, AP. FLUTNINGAR á hjálpargögnum til hinna sveltandi íbúa Súdan hófust á sunnudag eftir þríggja vikna töf. Talið er að tvær til þijár milljónir manna iíði hungur í landinu sökum borgarastyijald- ar Neyðaráætlunin gengur undir nafninu Bifröst. Flogið verður með lyf og matvæli til Zaire en þaðan verða hjálpargögnin flutt með vöm- bifreiðum til Súdan. Flutningamir gátu ekki hafist fyrr en nú þar sem skæmliðar höfðu hótað því að skjóta niður flutningavélamar. Skæmliðar kröfðust þess að flogið yrði á víxl til borga sem þeir hefðu jrfírráð jrfír og til borga stjómar- hersins. Þessari kröfu hafnaði stjómin. I ágústmánuði skautu skæmliðar niður flugvél frá flugfélagi Súdan og létu 60 manns þá lífíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.