Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986
5
Ferðahandbók Útsýnar
1986—1'87 komin út:
Fjölbreytt-
ir ferðamögu-
leikar vetrar-
ins kynntir
Ferðaskrifstofan Útsýn hefur
sent frá sér 16 siðna litprentaða
áætlun um vetrarferðir. Kennir
þar margra grasa, enda eykst
fjðlbreytnin í ferðavali stöðugt.
Auk almenns yfirlits yfir lægstu
fargjöld frá Islandi, er lýsing á
stórborgarferðum bæði til Evr-
ópu og New York, og ferðatim-
inn sveigjanlegri en áður bæði í
helgar- og vikuferðum sem eru
algengastar. Er London þar efst
á blaði og völ um dvöl á um 20
hótelum á sérkjörum í mismun-
andi verðflokkum.
Útsýn mun halda uppi ferðum
til Costa del Sol í allan vetur fyrir
iangdvalarfarþega, en auk þess
verður sérstök jólaferð 18. desem-
ber til 4. janúar. Vetrardvöl á Costa
del Sol er sérstaklega ódýr og veð-
urfar svipað og gott íslenzkt sumar.
Skíðaferðir eru í boði til Aust-
urríkis og sólarferðir bæði í suður,
austur og vestur. Kanaríeyjaferðir
á vetuma hafa notið vinsælda, en
nú bætast við nýir vetrarstaðir eins
og blómaeyjan Madeira og Flórída,
allt með beinu flugi héðan. Ferðir
Útsýnar til St. Petersburg í Flórída
voru fjölsóttar fyrir nokkrum ámm,
og nú hafa þær tekið kipp að nýju
með tilkomu beina flugsins til Or-
lando frá næstu mánaðamótum.
Einnig stendur til boða hin sívin-
sæla Austurlandaferð, heimsreisa
Útsýnar til Thailands, Bali og Sin-
gapore, sem hefst hinn 7. nóvem-
ber, og er nú farin fjórða árið í
röð. Ferð til Brasilíu er ráðgerð í
febrúar á næsta ári, en heimsreisa
Útsýnar í ár hefst hinn 16. þ.m.
og liggur leiðin um Las Vegas, Los
Angeles, Hawaii-eyjar og á baka-
leið er stansað í San Francisco og
New York. Er sú ferð löngu upp-
seld og sjaldan hefur verið jafn-
mikið um farpantanir hjá Útsýn á
þessum tíma árs og nú undanfarið.
Hálkan kom
ökumönnum
áóvart
ÖKUMENN voru greinilega ekki
viðbúnir því í gærmorgun að
hálka væri á götum. Urðu nokkur
óhöpp vegna þessa.
Tvær bflveltur urðu á Reykjanes-
braut í gærmorgun, en sem betur
fer urðu ekki slys á fólki. Á Vestur-
landsvegi urðu einnig óhöpp. Bifreið
valt út af veginum við Úlfarsá um
kl. 7:40 og lenti á toppinum. Um
svipað leyti valt bifreið á Sand-
skeiði. Urðu skemmdir á bifreiðum
þessum nokkrar, en ekki voru
meiðsli mikil. Lögreglan sagði að
greinilega væru menn ekki viðbúnir
hálkunni, sem hefði verið lúmsk í
gærmorgun. Götur voru auðar og
erfítt að sjá glerunginn á þeim.
Ökumenn eru hvattir til að vara sig
betur, því nú er veður farið mjög
að kólna.
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ^ (91) 28566
VIS/VSQ