Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986
Stjömu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Ég er fædd 5. júní 1959 kl.
8 að morgni í Reykjavík. Ég
hef mikinn áhuga á stjömu-
speki og langar að vita um
hæfileika mína á sviði starfs
og frama. Einnig langar mig
til að vita hvemig næstu
mánuðir koma til með að
verða. Um breytingar eða
lægð. Með fyrirfram þökk!
Tvíburi."
Svar:
Þú hefur Sól, Tungl og
Merkúr t Tvíbura, Venus í
Krabba, Mars Rísandi í Ljóni
og Fiskamerkið á Miðhimni.
Stjórnmál
Tvíburaplánetumar eru í 11.
húsi hópsamstarfs og þjóð-
félagsþátttöku. Það bendir til
þess að þér henti að taka
þátt í félagsstarfí og vinna
fyrir hópa í þjóðfélaginu, t.d
einhveija hugsjónahreyfíngu
sem vinnur að bættum heimi.
Stjómmál gætu t.d. hentað
þér vel.
Upplýsinga-
miðlun
Tvíburi er merki tjáskipta,
upplýsingamiðlunar og fé-
lagslegs samstarfs. Slík svið
ættu að eiga vel við þig. Það
gæti því átt við þig, samfara
þátttöku í stjómmála- eða
hópstarfí, að læra og leggja
stund á fjölmiðlun/blaða-
mennsku, læra tungumál og
almennt að efla þekkingu
þína á þjóðfélaginu. Nám í
íögfræði eða námskeið í lög-
um og félagsfræði geta átt
vel við þig.
Fjölbreytileiki
Það sem þó skiptir aðalmáli
fyrir þig sem Tvíbura er að
það sem þú fæst við sé fjöl-
breytilegt. Menntun sem ekki
er of langvarandi og gefur
kost á flölbreytilegum störf-
um hentar best. Tvíburi á
ekki að setja stefnuna á eitt
fag eða starf heldur hafa
augun opin og fást við margt.
Skorpuvinna
Veika hlið þín sem Tvíbura
er fólgpn í eirðarleysi og erfíð-
leika með að sitja kyrr og
rækta hæfíleika þína. Best
er þvf fyrir þig að vinna í
skorpum, taka tvo tíma í
ákveðið verk og snúa þér
síðan að öðru. Þú ættir ekki
að pína þig til að sitja lengi
yfír sama málinu. Það geng-
ur einfaldlega ekki og er
tímasóun.
Stolt
Rísandi mars í Ljóni táknar
að þú hefur ákveðna, hressa,
opna og stolta framkomu.
Þú ert ráðrík, vilt vera í
miðju, hljóta athygli og virð-
ingu. Ljónið gerir þig einnig
skapandi, stórtæka, einlæga
og gjafmilda.
Hrœringar
Ákveðnar hræringar hafa
verið í lífí þínu undanfarið.
Plútó hefur verið á Neptún-
usi í spennuafstöðu við Mars
og Rísandi. Það táknar að
draumar þínir eru að breyt-
ast. Viðhorf þitt til karl-
manna getur hafa breyst og
jafnframt fas þitt og fram-
koma. Plútó táknar að þú
gengur í gegnum dauða og
endurfæðingu á þessum svið-
um. Þetta hefur varað
undanfarið eitt til tvö ár, en
er nú að ganga yfír.
Ný tœkifœri
Það má segja að þú sért að
fara inn I rólegra tímabil en
áður þó ekki sé rétt að kalla
það lægð. Eitt gerist þó á
næstunni og það er að Júpít-
er fer á Miðhiminn í janúar
1987 (ef fæðingartíminn er
réttur). Það gæti táknað upp-
hefð í sambandi við starf og
ný tækifæri sem leiða til
ferðalaga og aukins þroska.
X-9
pöKK,CopfUGA n! T OH-HANN Kom
Eb PÁ/STAV ÆPAA/P/ £/N3 06
Hrtrfí/v/6' \JÁK//B&urr-'&S£7T/
j 6-asto ^ 4
C)IW Klng Featurn Syndical*, Inc. World rlghts reserved.
, , --/{0,/At/œrrH.
HH/l /o,„PHlL / Á V/SSl/L£6A
Þú£Hr////im! 4 e/t££f
GRETTIR
SUMT fÓLtC BAKA TALAR
U/M AP SKKlFA BÆKUR.
EN SUAÓIR LÁTA VEI2PA '
AF PVÍ AP QERA pA& )
JA.. TÁ,SVOUA VIL é<3 L'ÁTÁ
AtVNPA M\G FVTeilR
iZm pavis
©1986 United Feature Syndlcate.lnc.
TOMMI OG JENNI
UOSKA
HAMN VlSSt EKKI EINU;
SINNl HVAPAVINNU,
HAMN FálSK EKKI,
FERDINAND
SMAFOLK
MERE'STHE WORLPWARI
FLVIN6 ACE CONFINEP
TO BEP UJITI4TI4E TERRIBLE
FLL) OF 1918...
THE BEAUTIFOL FRENCH
UJAITRES5 FROM A NEARBV
CAFE HA5 BEEN TAKIN6
CARE OF ME...
BONJOUR, M0N5IEUR.. I
HAVE FOR VOU A
PIECE OF MAIL...
HOUJ NICE...A
l'GET UJELL'' CARP
FROMTHE REP BARON!
Héma er flugkappinn úr
fyrra stríði í rúminu með
hina skelfilegu inflúensu
Fagra gengilbeinan af
kránni rétt hjá hefur ver-
ið að hjúkra mér.
Góðan dag, Monsieur. Ég
er með bréf til þin__
En sætt... kort frá
Rauða baróninum þar
sem hann óskar mér góðs
bata!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Par frá Líbanon hellti sér f
hæpna alslemmu í aukakeppn-
inni um Rosenblumbikarinn á
Miami. Sagnhafi fór illa af stað
f úrspilinu, en bjargaði sér í
hom með tvöföldu trompbragði:
Austur gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ 542
¥ G9732
♦ 93
♦ 975
Norður
♦ Á
¥ KD1084
♦ ÁKD64
♦ 64
Austur
♦ KDGlO^g.
♦ G875
♦ K82
Suður
♦ 973
¥ Á65
♦ 102
♦ ÁDG103
Vestur Norður Austur Suður
Vestur Norður Austur Suður
— — 2spaðar Pass
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu
Pass 5grönd Pass 6 lauf
Pass Pass 7 hjörtu? Pass Pass
Stökk norðurs í fjóra tígla við
veikri tveggja spaða opnun aust-
urs sýndi rauðu litina og sterfr-
spil. Suður valdi hjartað, án þess
að sýna nokkum sérstakan
áhuga á slemmu, en samt keyrði
norður spilið upp í alslemmu.
Hann fékk upp tvo ása og lauf-
lit og lét sér það nægja.
Vestur spilaði út spaða. Ásinn
í borðinu átti slaginn og nú gat
sagnhafí unnið spilið auðveld-
lega með því að spila litlu hjarta
á ásinn, sem er hárrétt spila-
mennska. Eina skiptið sem hann
getur grætt á þvi að leggja fyrst
niður kónginn í hjarta er þega?*'
vestur á níuna blanka. Og þá
þarf hann að fínna það að svína
fyrir gosann fjórða í austur. Sem
er vægast sagt hæpið eftir opn-
un austurs á veikum tveimur í
spaða.
Eigi að síður tók sagnhafi
hjartakónginn fyrst. Sá leguna
og spilaði laufí á drottninguna.
Síðan kom hjartasexa^ sjöa og
átta. Næst tók hann ÁK í tígli
og svínaði svo aftur í laufi. Tók
svo laufás, henti tígli, og spilaði
meira laufi. Vestur trompaði,
sagnhafí yrirtrompaði, stakk
tígul með hjartaásnum og spilaði
enn laufi. Og vestur varð að
gefast upp því hann var fastur
í trompbragði í annað sinn. V*
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp á ung-
verska meistaramótinu sl. vor í
viðureign alþjóðlegu meistar-
anna Hazai, sem hafði hvitt og
átti leik, og Karolyi.
Hvftur fann nú afar einfalda
fléttu sem leiðir til máts í tveim-
ur leikjum: 28. Hf8+! og svartui*-
gafst upp. Skákmeistari Ung-
veijalands varð stórmeistarinn
Ivan Farago sem hlaut 10 v. af
13 mögulegum. Næst urðu þau
Szusza Polgar og Hazai með 9
v. Ólympíulið Ungveija í Dubai
verður væntanlega skipað þeim
Portisch, Ribli, Sax, Adoijan,
Pinter og Farago.