Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986
Wilkins ekki
íhópnum
- Beardsley í byrjunarliðinu gegn Norður-írum
íkvöld
Frá Stainþórl GuAbjartuyni, blaðamanni Morgunblaðaina i Englandi.
ENSKA landsliðið í knattspyrnu
leikur gegn Norður-írum í Evr-
■w ópukeppni landsliða á Wembley-
leikvanginum f kvöld. Bobby
Robson, landsliðsþjálfari, hefur
gert flmm breytingar á enska lið-
inu sem tapaði 0:1 fyrir Svfum f
sfðasta mánuði.
Ray Wilkins, fyrrum fyrirliði, er
ekki í hópnum og ástæðan að sögn
Robsons er sú að hann vill hafa
markaskorara á bekknum sem
getur leikið á miðjunni. Þess vegna
valdi hann Nil Webb, Nottingham
Forest, á bekkinn því hann hefur
skorað 10 mörk fyrir lið sitt bað
• David Speedie getur nti farið
frá Chelsea. Vitað er að um mörg
lið hafa áhuga á að kaupa þennan
snjalla knattspyrnumann.
sem af er tímabilinu.
Peter Beardsley, framherji
Newcastle, verður í byrjunarliðinu
og er það í fyrsta skipti sem hann
leikur á heimavelli fyrir England,
en hann hefur leikið 9 landsleiki
utan Englands, síðast í Mexíkó.
Enska landsliðið verður annars
þannig skipað:
Shlhon (Southampton), Anderson (Arse-
nal), Butcher (Rangers), Watson (Ever-
ton), Samsom (Arsenal), Waddle
(Tottenham), Hoddle (Tottenham), Rob-
son (Man. Unhed), Hodge (Aaton Vllla),
Berdsley (Nottlngham Forest) og Qary
Uneker (Barcelona).
Varamenn eru: Woods (Rangers),
Madbutt (Tottenham), Webb (Nott. For-
est), Hateley (AC Mllan) og Cottee (West
Ham).
Billy Bingham, þjálfari Norður-
(ra, tilkynnir lið sitt í dag en hann
hefur þegar greint frá því að hann
muni ganga í hjónaband skömmu
fyrir leikinn.
# Peter Beardsley. Newcastle, er f byrjunarliði enska lendsllðsins
sem mastir Norður-lrum f Evrópukeppni landsliða á Wembley f kvöld.
Þetta verður ffyrsta sinn sem Beardsley leikur landsleik á heimavelli.
Evrópukeppnin íknattspyrnu
Speedie laus
allra mála
hjá Ch
Frá Stslnþóri GuAb|artssyni, biaAamsnni
MorgunblsAslns á Englsndi.
DAVID Speedie, framherjinn hjá
Chelsea, lék ekki með llði sfnu á
laugardaginn og fór fram á að
vera seldur. Chelsea varð við ósk
hans f gær og er hann nú laus
allra mála hjá fálaginu.
4
Speedie er 26 ára gamall skosk-
ur landsliðsmaður og hefur leikiö
með Chelsea undanfarin 4 ár.
Hann hefur átt í útistöðum við fé-
lagið upp á síðkastið og segist
vonast til þess að geta farið aö
helga sig knattspyrnunni 100 pró-
sent á ný. Vitað er að Glasgow
Rangers og Liverpool hafa áhuga
á að kaupa Speedie og er gert ráð
fyrir að verðið verði um milljón
pund.
Dalglish á bekknum
- þegar Skotar mæta írum í kvöld
þessa leiks og annar leikmaður
sem venjulega leikur með Skotum
í landsleikjum, Souness, er ekki í
hópnum.
Hjá írum stendur Bonner í mark-
inu en aðrir leikmenn eru: Langan,
McCarthy, Moran, Beglin,
McGrath, Houghton, Bridy,
Sheedy, Aldridge og Stapleton.
Bridy mun leika sinn 59. lands-
leik fyrir Skota í dag og þar með
hefur hann jafnað landsleikjamet
Gials sem lék hér á árum áður
með hinu fornfræga félagi Leeds
United.
Stapleton er nú í samningavið-
ræðum við Mechelen í Belgíu og
er talið mjög Ifklegt að hann verði
seldur þangað á næstu dögum.
Þess má geta að löngu er upp-
selt á leikinn og það verða því
49.000 áhorfendur sem sjá leikinn
auk þeirra sem munu fylgjast með
honum í sjónvarpi. Bæöi Skotar
og írar hafa leikið einn leik til þessa
í sínum riðli og báðir enduöu þeir
með jafntefli. Skotar gerðu marka-
laust jafntefli gegn Búlgörum í
Skotlandi og Irar náðu 2:2 jafntefli
gegn Belgum í Belgíu.
EVRÓPUKEPPNIN f knattspyrnu
verður á daaskrá f dag en þá leika
Skotar og Irar landslelk f 7. riðli
og Englendlngar msata Norður-
írum á Wembley.
Landsliðin sem hefja leikinn í
Dublin í kvöld voru tilkynnt í gær
og er landslið Skota þannig skipað
að i markinu stendur Leighton en
aðrir leikmenn eru Stewart,
Gough, Hansen, Narey, Strachan,
Aitken, McStay, MacLoud, Mo
Johnson og Sharp.
Dalglish er einn af varamönnum
V—Þýskaland og Spánn
leika í kvöld
VESTUR—ÞJÓÐVERJAR leika vln-
áttuleik við Spánverja f knatt-
spymu í kvöld. Vestur-Þjóðverjar
er eina þjóðin sem kemst sjálf-
krafa f 8-liða úrslit Evrópukeppni
landsliða, þar sem þeir halda úr-
slitakeppnina.
Bæöi Beckenbauer, þjálfari
Vestur-Þjóðverja og Miguel
Munoz, þjálfari Spánverja, hafa til-
kynnt lið sín sem mætast í kvöld.
Lið Vestur-Þjóðverja veröur þannig
skipað:
Schumacher, Hörster, Kohler, Buchwald,
Berthold, Matthaeus, Rolff, Rahn, Frontz-
ek, Waas og Eckstein.
UA Spánverja: Zubizarreta, Camacho,
Chendo, Julio Alberto, Coicoechea, Gal-
lego, Michel, Gordillo, Victor, Senor og
Butragueno.
Vandereycken
til Blau-Weiss
- er leigður út keppnistímabilið
BLAU—WEISS Berlin, sem nú er
f neðsta sæti vestur-þýsku Bun-
desligunnar f knattspyrnu, hefur
fengið belgfska landsliðsmann-
inn, Rene Vandereycken, að láni
frá Anderlecht.
Vandereycken verður hjá Berlin-
arliðinu út þetta keppnistímabil og
má leika með liðinu gegn Bayern
Munchen á laugardaginn.
Vandereycken er 32 ára miðvall-
arieikmaður og var í landsliöi Belga
sem náði fjórða sæti í heimsmeist-
arakeppninni í Mexíkó í sumar. Þaö
kom til greina að Guðmundur
Torfason færi til liðsins en forráða-
menn Blau-Weiss hafa tekið
belgíska landsliðsmanninn fram-
yfir hann.