Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVER2LUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA BARNAÖRYGGI Börnunum er óhætt í baði þarsem hitastillta Danfoss baðblöndunartækið gætir rétta hitastigsins. Á því er öryggi gegn of heitu vatni. Kannaðu aðra kosti Dan- foss og verðið kemur þérá óvart. = HEÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 N Á M S K E I Ð saNskipti Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Enn komast nokkrir að á næsta námskeið sem byrjar mánudag 20. okt. kl. 20-23. Skráning og upplýsingar í síma 2-57-70 kl. 17-18 og í síma 62-11-32 og 8-28-04 á kvöldin. saNískipti FRÆE3BLA OG RAÐGJÖF S.F. Einhell LOFTPRESSUR STÓR VERÐLÆKKUN Skeljungsbúðin SÍÖumúla33 símar 81722 og 38125 HÖFUM FENGIÐ TAKMARKAÐ MAGN AF 300 OG 400 LTR. PRESSUM Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI. GERÐ 300 KR. 24.680 (31.064) GERÐ 400 KR. 36.315 (44.285) Vangaveltur umskólamál eftirBjama E. Sig- urðsson Einhver mjög greindur maður lét þau orð falla að erfitt væri að spá og þá sér í lagi um framtíðina. Þann- ig verður það sjálfeagt áfram og til þess að móta stefnu í skólamálum þarf væntanlega lengra mál en kemst fyrir í stuttri grein. Þær tilkynningar sem nú berast á öldum ljósvakans frá hæsta embætti menntamála gefa tilefni til fyrstu vangaveltnanna. Taka skal af dreifbýlinu rúmlega 170 milljónir í snatri. Hvaða ástæða er fyrir Stóra bróður að greiða alla þessa peninga út um hinar dreifðu byggðir landsins? Þetta fólk getur bara séð um sig sjálft fyrst það vill ekki flyija á mölina. En það er ein spuming sem vaknar Hvað fær ríkisvaldið til baka af þessum framlögum sínum í formi: kílómetragjalds, söluskatts af bflum, olíuskatts, gúmmígjalds, söluskatts af bifreiðatryggingum, tekjuskatts, og launaskatts? Nei, annars, við skulum sleppa þessu. Ekki erum við að teija eftir að borga okkar hluta af útgjöldum samfélagsins. Rfldð þarf jú að hafa fjármagn til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Skipuð hefur verið nefnd valin- kunnra manna til að endurskoða grunnskólalögin. Þar mætti hugsa sér að talað verði um dreifingu valds í menntamálum. Fjármálin verði flutt heim í héruð. Fjármálastjóri skóla hafi beint samband við rfldsvaldið. Kennara- fundir, skólastjórar, skólanefndir og sveitarstjómir á hveijum stað verði raunverulega ábyrgar. Fjármálin þar með tekin út af fræðsluskrifstofum og þeirra starf- semi beint meira að fagiegu hbðun- um. Settur verði á fót jöfnunarsjóður sveitarfélaga til að annast akstur skólabama, gæslu og fleiri slíka þætti. Þá þyrfti jöfnunarsjóðsnefnd. I henni saetu 2 frá ráðuneyti, 2 frá sambandi sveitarfélaga og væntan- lega oddamaður frá Kennarasam- bandinu. Bókakvóti, kennsluframlag allt og starf að félagsmálum verði greitt af ríki en bókasöfn, kennslutæki og mötuneyti af sveitarfélögum. Þó skal það framlag ákveðið sem lágmarks- iramlag á hvert bam. Starfsemi hvers skólahverfis verði óbundnari reglugerðarákvæðum en nú er. Snúum okkur þá að Suðurlandi sérstaklega. Hvers konar heild er Suðuriand? Hvað heldur því eiginlega saman? Kjördæmaskipan? Það að við ber- um sameiginlega ábyrgð á 6—8 þingmönnum á löggjafarsamkomu þjóðarinnar og getum samglaðst yfir airekum þeirra? Að við emm ábúendur í blómleg- asta lágiaunasvæði landsins og framleiðum gífurlega orku úr fall- vötnum okkar ásamt umframfóðri til manneldis og niðurgreiðslna? Að við lítum bænaraugum vestur yfir heiði til Stóra bróður í von um fjármagn, vinnu framkvæmdir og eyðslu á orkunni okkar en einnig í von um frumkvæði til alls þess sem okkur langar til að gera en gemm ekki? Ef ástandið er svona er þá skóta- starfið ekki unnið á svipuðum nótum? Ég sé Suðurland ekki endilega fyrir mér sem eina heild með tilliti til skólamála þótt við eigum §öl- margt sameiginlegt Ég velti gjaman vöngum yfir hugmyndinni urr. borg- arsamfélag. Öll höfum við hugieitt þetta. Sterkir þéttbýliskjamar geta í svo mörgum tilfellum sameinast, styrkt og stutt hvem annan og fram- kvæmt nauðsynlega hluti. Dæmi: Brú yfir Ölfusá. Bundið slitlag á vegi. Sameiginlegur rekstur stofnana og fyrirtækja. Sem stendur er hér þeytingur á fólki til og frá. Leitað er út fyrir flórð- unginn eftir vinnu. Hér er rótleysi. Vinnan er fyrir öllu. Hinir fullorðnu ráða aðsetri flöl- skyldunnar og gera oft stuttan stans. Þetta bitnar á bömunum sem ná ekki að aðlagast menntunarhefð á viðkomustöðvunum. Þetta ástand finnst mér einkenna okkar þéttbýlis- kjama, Arborgarsvæðið í heild. Þessu þarf að mæta með margvís- legum pólitískum aðgerðum svo sem sameiningu sveitarfélaga og heildar- skipulagningu atvinnumála, heil- brigðismála og menntamála. Lítum nú á ytri ramma skóta- starfsins. Skólahúsnæði, kennslurými, bóka- söfn og félagslega aðstöðu. Þetta er sá rammi sem hjarta menningarinnar slær í. Fjölbrautaskóii Suðurlands er gott dæmi um samvinnu öllum til hags- bóta. Þar kemur samtakamáttur okkar í ljós. Þessi samvinna gæti Bjarni E. Sigurðsson Hver skóli hefur sín sér- einkenni og sérþarfir. Því eru hugmyndir um breytta kennsluhætti óramargar. Samt ganga þar nokkrir þættir eins og rauður þráður í gegn. einnig birst í öðrum skólastofnunum. Við megum ekki falla í þá giyflu sem fordæmi eru fyrir að héraðsskól- amir veslist upp í næsta nágrenni við framhaldsskólana, aðgerða- og verkefnalausir. Ég nefiii Fjölbrautaskólann á Akranesi andspænis Reykholtsskóla. Sauðárkrókur og Reykir í Hrúta- firði, Húsavík og Laugaskóli í Þingeyjarsýslu, Egilsstaðir og Al- þýðuskólinn á Eiðum og loks Fjöl- brautaskólinn á Selfossi og Héraðsskólinn á Laugarvatni. Hluti ^ölbrautar gæti verið á Laugarvatni. Þar er húsnæði bæði til kennslu og heimavistar. Okkur hættir við að henda því gamla og byggja rándýrt í staðinn. Samnýting þess sem fyrir er og þess nýja hlýtur að vera hagkvæmust. Þá erum við komin að innri ramma skólastarfeins. Vangaveltur þar um eru óþrjótandi og allt sem sagt verð- ur orkar tvímælis. Fýrst vil ég varpa fram nokkrum spumingum. 1. Eku kaup og kjör kennara eins og náttúrlögmáíin, óumbreytan- leg? LANGAR ÞIG AÐ LÆRA? Sýningin „Menntun '86“ er stórkostlegt tækifæri fyrir alla þá sem vilja kynna sér það nýjasta á sviöi kennslu og menntamála. Rúmlega 200 aðilar sýna þér hvernig þú getur bætt kennslu þína. FSL, Föreningen Svenska Láromedelsproducenter, gengst jafnframt fyrir ráðstefnu, þar sem fjallað verður um 36 að- skilin efni. Til dæmis má nefna: — Breytingar á því umhverfi sem börn nútímans alast upp í. — Tölvukennsla í skólum. — Fjárhagur skóla og samfélags. — Kennsluhættir. — Er skólinn í takt við timann? Hefur þú áhuga? Þá skaltu snúa þér til FSL. Síminn er 46 8 24 22 80 og þú færð dagskrá ráðstefnunnar senda um hæl. Menningarlíf hefst í skólanum! Á meðan ráðstefnan stendur yfir munu nemendur sýna dans og leikrit á hverjum degi, auk þess sem þeir munu leika tóntist. Ýmsir vinnuhópar munu einnig starfa. Verið velkomin á „Menntun ’86“ — kjörið tækifæri til endur- menntunar. MENNTUN ’86 7. norræna sýningin á kennslu- gögnum og tækjum, dagana 4.-7. nóvember 1986, Stock- holmsmássan, Alvsjö. Skipuleggjendur eru Stockholmsmassan í samvinnu við FSL, Föreningen Svenska Laromedelsproducenter. Opin: þriðjudag 10—17, mið- vikudag 9—20, flmmtudag 9—17, föstudag 9—16. Aögangseyrir er 30 sœnskar krónur fyrir aöra en boösgesti. Börn yngri en 16 óra fá aöeins aögang í fylgd meö fullorönum. Nánari upplýsingar um sýning- una eru veittar í síma 46 8 749 11 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.