Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986
Hver talar
við hvern?
Hér sjáið þið mynd af fólki að
tala í síma. Tveir og tveir tala sam-
an. Þið eigið að fínna út hver er að
tala við hvem. Ef þið fínnið það
ekki út öðruvísi getið þið notað blý-
ant og rakið ykkur eftir snúrunum.
Hafnfirskir
brandarar
Ágústa V. Sverrisdóttir í
Hafnarfírði sendi Bamasíð-
unni tvo brandara um
daginn. Þeir em að vísu ekki
það sem við köllum ekta
Hafnarfjarðarbrandara en
við látum þá samt flakka:
Gesturinn: Þjónn, það er fluga
f aúpunni minni.
Þjónninn: Bjóstu viðhesti, eða
hvað? —
Myndagáta 14
-
Á síðustu myndagátu,
þeirri númer 13, vom
gleraugu. Bamasíðan
fékk bréf víða að af
landinu með svömm við
þessari myndagátu. Úr
bunkanum kom, þegar
dregið var, nafn Guðríðar
Esterar Geirsdóttur á
Stokkseyri. Þakka ykkur
öllum fyrir að senda svör
og ræða um síðuna. Hún
kemur hálfsmánaðarlega
og oftast á miðvikudög-
um. E.t.v. verður síðan
birt oftar seinna meir.
Bamasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
Útsala, útsala & öllum hæðum.
Útsala, útsala & öllum hæðum.
Kjallarinn.
Þökk fyrir skemmtunina,
Ágústa.
Ekkert kynslóðabil?
Bamasíðan fékk. sent efni sem
böm í bamaskólanum á Þing-
eyri unnu á starfsviku um daginn.
Hér verða birt tvö viðtöl sem þau
tóku við eldri borgara staðarins.
Ef til vill er hér um að ræða verð-
andi blaða- og fréttamenn þjóðar-
innar! Það að ólíkir aldurshópar
tali saman ætti að geta eytt þessu
svokallaða kynslóðabili þ.e.a.s. ef
það er þá til á stað eins og Þing-
eyri. Þó viðtölin séu ekki löng ættuð
þið að fá örstutt inngrip í hvað við-
mælendur hafa verið að gera og
hvemig lff fólks var fyrr á öldinni.
Fyrst em það íris Thonipsen í
8. bekk og Dóra Sigurðardóttir í
6. bekk sem tala við Gunnar Sig-
urðsson.
Sp.: Hvað hefur þú gert um dag-
ana, alltaf verslað?
Gunnar: Ég vann ýmis sveita-
störf í uppvextinum. Síðar fór ég
Ymislegt um Þingeyri
Með skrifum bamanna frá
Þingeyri og viðtölunum
þeirra er ekki úr vegi að birta
nokkrar upplýsingar um staðinn.
Hvar er Þingeyri: Á Vestfjörð-
um, nánar tiltekið við Dýrafjörð.
íbúafjöldi: f Þingeyrarhreppi og
nágrenni búa um 495 manns.
Atvinna: Aðallega fískveiðar og
-vinnsla.
Samgöngur: Hægt er að fljúga
til Þingeyrar bæði frá ísafírði með
Jlugfélaginu Emi svo og frá
Reykjavík með Flugleiðum. Aætl-
unarbílar aka þangað meðan fært
er, en á vetmm getur vegurinn
teppst.
Ef þið hafíð áhuga á að vita hve
langt er að aka þangað má geta
þess að það em 477 km frá
Reykjavík, 603 km frá Akureyri,
878 frá Egilsstöðum en ekki nema
66 km frá ísafírði.
Póstnúmer: 470 Þingeyri.
Svæðisnúmer síma: 94.
Einkennisstafur bíla: í
að vinna á jarðýtu og enn síðar að
stunda húsasmíði. Ég hef stundað
verslunarstörf núna í 11 ár.
Sp.: Við heymm sagt að þú ætl-
ir að fara að breyta búðinni. Segðu
okkur eitthvað frá því.
Gunnar: Já, nú er ég að breyta
trésmiðjunni minni fyrrverandi í
verslun. Þetta verður kjörbúð sem
á bæði að auðvelda mér og við-
skiptavinunum að versla.
Sp.: Græðir maður á að versla?
Gunnar: Ja, til þess að græða á
verslun þarf maður mikla vinnu,
langan vinnudag, hagsýni og þrifn-
að.
Sp.: Nú hefur þú unnið ýmislegt
um ævina. Hvaða starf líkar þér
best og hvers vegna?
Gunnar: Ætli mér lfki ekki best
við húsbyggingamar vegna þess
hve starfið er fíölbreytt.
Sp.: Hvað viltu segja að lokum?
Gunnar: Ég vil þakka ykkur fyr-
ir komuna og er glaður yfír því að
nýir kennarar em komnir í skólann,
sérstaklega tónlistarkennarinn.
Sæborg Reynisdóttir, 9 ára, íris
Andrésdóttir, 10 ára, og Guðrún
Sigþórsdóttir, 11 ára, spurðu Sigríði
Jónsdóttur sem dvelur á öldrunar-
deildinni nokkurra spuminga.
Sp.: Hvar ertu fædd og hvar átt-
irðu heima áður en þú komst
hingað??
Sigríður: Ég er fædd 24. októ-
ber 1901 í Botni í Mýrarhreppi.
Áður en ég kom hingað átti ég
heima á Höfða í Mýrarhreppi.
Sp.: Hvað getur þú frætt okkur
um frá þvi ! gamla daga, t.d. um
skólagöngu þína.
Sigríður: Ég fór níu ára gömul
út á Þingeyri í baraaskóla í einn
vetur. Veturinn eftir fór ég á Höfða
og var þar til 1915, það var ferm-
ingarárið mitt. Það var gott að vera
f skóla.
Sp.: Hvemig fínnst þér að vera
orðin svona gömul, og hvemig hef-
urðu það?
Sigríður: Ég er nú orðin 85 ára
Sigríður Jóna Jónsdóttir, 85 ára.
og mér líður vel eftir atvikum. Ég
er búin að vera héma síðan 1979.
Við þökkum þeim á Þingeyri fyr-
ir þessa sendingu og birtum
nokkrar upplýsingar um staðinn til
glöggvunar þeim ykkar sem ekki
þekkja hann.
HVAÐA
SKUGGI
Svarið við hvaða
skuggi væri eins og hund-
urinn var að skuggi nr. 2
passaði best. Rétt svar
hafði meðal annars Guð-
mundur Karl Sigurdórs-
son á Selfossi.