Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 52
SEGÐU [RNARHÓLL ÞEGAR FERÐ LJTAÐ BORÐA ----SÍMI18833-- STERKTKORT MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Steingrímur fer fram á Reykjanesi Skilningur en einhver sárindi, segir for- Tnaður kj ör dæmisráðsins á Vestfjörðum STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra tilkynnti á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi, að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér til framboðs í björdæminu ef flokksmenn óskuðu þess. Steingrímur hefur verið þingmað- ur Framsöknarflnkksins á Vestfjörðum í 15 ár og í framboði þar síðan 1968. Steingrímur sagði á fundinum i gærkvöldi að hann yrði að láta persónulegar tilfinningar víkja fyrir skyldum sinum sem formað- ur Framsóknarflokksins og gæfi því kost á sér til framboðs fyrir fiokkinn i Reykjaneskjördæmi. -^J'undarmenn stóðu upp og klöpp- uðu er formaðurinn hafði tilkynnt þessa ákvörðun sína. Framsóknar- flokkurinn fékk engann mann kjörinn í þessu kjördæmi við siðustu kosningar, Jóhann Ein- varðsson aðstoðarmaður félags- málaráðherra var þá í fyrsta sæti listans. „Það geta verið einhver sárindi hér en ég held að menn almennt skilji þessa ákvörðun hans. Við sjáum eftir Steingrimi, teljum •tiann hafa staðið sig vel, en verð- Stúlka illa slösuð: • • Okumaður hvarf af vettvangi EKIÐ var á stúlku á Týsgðtu, skammt frá gatnamótunum við Skólavörðustig, aðfara- nótt sunnudagsins. Ökumað- urinn stöðvaði ekki, heldur hvarf af vettvangi og óskar lögreglan eftir að hafa tal af honum eða öðrum þeim sem eitthvað kunna að vita um málið. Stúlkan var á ferð ásamt fimm félögum sínum skömmu fyrir klukkan eitt um nóttina. Hún slasaðist mikið við árekst- urinn og er m.a. illa lærbrotin. Bifreiðinni er lýst sem áberandi hvítri Datsun-bifreið af gerðinni 160 eða 180 og af árgerð 1977 eða 1978. Einhveijir farþegar voru með ökumanni f bifreiðinni. Allir þeir sem einhveijar upp- lýsingar hafa um slys þetta eru beðnir um að snúa sér tii slysa- rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Bílvelta á Reykjanesbraut BÍLVELTA varð á Reykjanes- braut, við Voga, snemma i gærmorgun. Engin slys urðu á mönnum, en bifreiðin er talsvert skemmd. Ökumaðurinn missti stjóm á bif- ^eiðinni laust fyrir klukkan 7:30 f gærmorgun, en mikil hálka var á Reykjanesbrautinni um það leiti. Bifreiðin valt út af veginum, en engan sakaði. Að sögn lögreglunnar f Keflavfk er nú talin ástæða til að vara ökumenn við hálku á vegum og f dag, 15. október, er ökumönn- um leyfílegt að setja vetrardekk uadir bíla sína. um að virða þessa ákvörðun þó við höfum reiknað með honum f framboði hér,“ sagði Sigurður Viggósson á Patreksfirði, formað- ur kjördæmisráðs Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum. Sagði Sigurður að flokkurinn myndi efna til skoðanakönnunar vegna undirbúnings framboðs flokksins í næstu kosningum. Rjúpnaveiði hefst í dag RJÚPNAVEIÐI hefst í dag, 15. október. Veiðimenn eru sumir hveijir f viðbragðsstöðu og ætia að hefja veiðarnar strax og birt- ir. Að mati sérfræðinga er ijúpna- stofninn í hámarki í ár, en hann nær hámarki á 10 ára fresti, þ.e. þegar ártalið endar á tölunni sex. Sveiflur í rjúpnastofiiinum hafa verið sérstaklega rannsakaðar af íslenzkum fuglafræðingum. Sam- kvæmt þessu er búist við góðri ijúpnaveiði í ár. *,! ff í bárujárnshúsið við Bergþórugötu Hið fræga bárujárnshús við Berg- þórugötuna, sem hætt var við að rífa vegna sögugildis og Davíð borgarstjóri orti um í dægurlaga- texta, hefur fengið nýtt hlutverk. Bamaheimilið Os flutti úr Berg- staðastrætinu og á Bergþórugöt- una í gær. Margt var gert til hátíðabrigða og húsið m.a. skreytt hátt og lágt. Morgunblaðið/Þorkell 46 loðnulandanir hjá SR í Siglufirði: Sýnataka um borð kostar verksmiðjuna 2,4 milljónir UMTALSVERÐUR munur hefur komið fram á sýnum, sem tekin eru úr loðnuförmum, eftir þvi hvort þau eru tekin úr skipi við upphaf löndunar eða við dælingu farmsins í land. Það er Rann- sóknarstofnun fískiðnaðarins, sem hefur athugað mál þetta að beiðni Síldarverksmiðja ríkisins í kjölfar deilna um framkvæmd sýnatöku. Munurinn er allt að 169.500 krónum úr einstökum farmi, 715 lestum, útgerð i hag, en dæmi eru um hagnað verk- smiðju um 62.000 krónur úr 749 lesta farmi. Að meðaltali tapar verksmiðjan 52.000 krónum í 46 löndunum f ágúst og september miðað við þessar niðurstöður eða alls 2,4 miRjónum. Vegna þessa voru sýni tekin með tvennum hætti og mæld úr 46 lönd- unum hjá verksmiðju SR í Siglu- firði. Að meðaltali er fituinnihald 0,8% meira í þeim sýnum, sem tek- in eru um borð og innihald þurrefnis 0,3% meira. Verð loðnunnar er mið- að við sýni tekin um borð. Fyrir hvert 1%, sem innihald fitu breytist um hækkar eða lækkar verð á hverri lest um 50 krónur og samsvarandi breyting á þurrefni breytir verðinu um 130 krónur. Niðurstaðan sýnir að að meðaltali greiða verðsmiðjumar 52.000 krón- um meira fyrir hvem farm miðað við sýnatöku um borð en greiða þyrfti miðað við sýnatöku úr lönd- unarbúnaði. Verksmiðjueigendur telja að nauðsynlegt sé að taka sýnin með jöfnu millibili við löndun til að finna raunverulegt innihald fitu og þurr- efnis í hveijum farmi fyrir sig, bæði til að hægt sé að finna rétt verð og til að fylgjast betur en ella með nýtingu í verksmiðjunum. Sýn- in em nú tekin um borð og vegna þess hafa verksmiðjueigendur grip- ið til þess ráðs að taka sýni úr löndunarbúnaði líka til að geta bet- ur reiknað út nýtinguna. Þeir telja að með því að taka sýnin á þann hátt, verði minna af sjó dælt í iand með loðnunni og við það tapist því minna hráefni, sem ella renni til baka með sjónum. Ennfremur telja þeir mengun verða minni. Þá telja þeir sig fá betra hráefni, ef minna af sjó er dælt með loðnunni, olíu- notkun minnki og minna salt verði í mjölinu. Súðavík: Hagnaður Frosta hf. rúmlega 60 mílljónir ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrirtækið Frosti hf. var gert upp um sfðust mánaðarmót vegna eigendaskipta en þá lét Börkur Akason framkvæmdastjóri þess af störfum. Hagnaður fyrstu nfu mánuði ársins er samtals 60.874.101 króna. Að sögn Barkar Ákasonar er hagnaður af rekstri frystihússins 34.212.791 króna eftir afskriftir og hagnaður af rekstri togarans Bessa IS, var á sama tíma 26.661. 310 krónur eftir afskriftir. Afla- verðmæti togarans þessa níu mánuði er 117 milljónir og háseta- hlutur 1.604.000 krónur. Gæði framleiðslu frystihússins er í 2. til 4. sæti miðað við önnur frystihús innan SH. Um mánaðarmótin september og október tók fyrirtækið f notkun nýtt uppgert rækjuskip, Haffara sem keypt var frá Njarðvík sl. vet- ur. Skipið var endurbyggt settar í það nýjar vélar og önnur tæki. Kaupverð Haffara var 30 milljónir en er farið að nálgast 100 milljónir eftir breytingamar að sögn Barkar Ákasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.