Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 39 2. Gefum okkur að svo sé ekki. Ef peningar og mannafli væri óþijót- andi hvemig myndum við þá skipuleggja skólann okkar? Skólaþróunardeild segir; „Ef við teljum skólastarf í landinu mikilvægt þá hljótum við sífellt að reyna að finna betri leiðir til að bæta það. Niðurstöður rannsókna á skóla- starfi sýna að breytingar sem koma með valdboði utanfrá ná yfirleitt lftilli fótfestu í skólum, þótt undirbúningur sé vandaður bæði hvað varðar náms- efni og endurmenntun. Einsætt virðist að viljinn til úrbóta á skóla- starfí þurfi að koma innanfrá. Fara þarf fram meðal starfemanna skólans mat á því hvemig skólinn starfar samkvæmt fyrirmælum í lögum og regiugerðum og ekki síður sam- kvæmt skilningi kennara og skóla- stjóra á því hvað sé góður skóli. Við hljótum að verða að beina því til allra skóla í landinu að þar fari fram umræða um stefnumörkun viðkom- andi skóla innan ákvæða laga og regiugerða bæði með hliðsjón af þörf- um, velferð einstakra nemenda og kennara og með hliðgón af nánasta umhverfi og þjóðfélaginu í heild. Þessi almenna umræða skólastjóra og kennara þarf síðan að leiða til áætlunar um þá endurmenntun, sem hveijum starfemanni er þörf á til að bæta starfehæfni sina tii að vinna að settu marki, sem og tillögum um hvemig kennaramenntunin, forráða- menn bama og ungiinga, sveitarfélög og ríldsvaldið geti stutt þetta um- bótastarf." Hver skóli hefur sín séreinkenni og séiþarfir. Því eru hugmyndir um breytta kennsluhætti óramargar. Samt ganga þar nokkrir þættir eins og rauður þráður í gegn. 1. Valgreinar færist niður í 7. og 8. bekk. 2. Verklegir þættir stórauknir. Tengsl lista og verkgreina stór- aukin innbyrðis og við aðrar greinar. Tónlist, mynd- og hand- mennt notuð sem hjálpartæki við kennslu annarra greina. 3. Stundatafla fijáls svo að böm og kennarar hafi ávallt tíma til að ljúka verkefni sem gengur vel, vekur áhuga og gieði. 4. Umhverfísfræðsla og skilningur á vemdun eigin umhverfís. Ræktun og arðsemi verði stóraukin og bætt og í því skyni höfð samvinna við þau samtök og fyrirtæki í þjóð- félaginu sem að þessum málum vinna. 5. Aukin verði náms- og starferáð- gjöf í grunnskólanum. Lögð verði áhersla á að nemendur fái þjálfun í tjáningu, tilfinningalepn útrás og þeir verði sér meðvitaðir um gildi mannlegra samskipta og til- fínningaþroska 6. Tengsl við atvinnulífíð tekin alvar- legum tökum. Þá verður að hafa { huga aðstæður í hveijum skóla og umhverfi hans. 7. Að loknum skóladegi skal starfe- degi nemenda Iokið eins og hjá öðrum stéttum þjóðfélagsins. Þær breytingar sem gera þarf til að koma til móts við sjálfetæði hvers skóla og skólahéraðs eru margar. Nefna má endurmenntun kennara. Hún þarf að breytast í þá veru að þarfir einstakra skóla verði í fyr- irrúmi. Sérhver skóli gerir sér grein fyrir eigin þörfum, óskum og áætl- unum. Síðan komi ráðgefandi leið- beinendur frá skólaþróunardeild og endurmenntunardeild og vinni að þessum verkefnum með heimamönn- um. Þama mætti einnig auka tengsl milli skóla og heimila, milli foreldra og kennara, með því að foreldrar taki að einhveiju leyti þátt í þessu skipulagsstarfi og þá sérstaklega að uppeldishlutverkinu verði sinnt í sam- einingu. Endurmenntun er nú í endurskoð- un og er það vel. Það nægir alls ekki eingöngu að hækka launin okkar. Breytt tilhögun kennara þarf Uka að koma til. 1. Kennsluskylda verði færð niður í 20—24 stundir. 2. Hluti vinnuskyldu verði rannsókn- ir og þróunarstörf, undirbúningur og heimildasöfiiun. 3. Félagsmála- og fundaskylda. Kennari verði laus úr starfi þegar vinnutíma lýkur. Með slíkri tilhögun getur kennari tekið þátt í tilraunum og/eða þróunardagskrá allan vetur- inn samhliða sinni kennslu og í tengslum við hana. Sem sagt, svigrúm til stöðugrar endurmenntunar. Snúum okkur að kennarastéttinni í heild og því starfí sem hún skilar af sér upp í framhaldsskólana. 1. Eru næg tengsl milli grunnskóla og framhaldsskóla? 2. Ríkir skilningur þar á milli? 3. Eru framhaldsskólamir byggðir upp á þeim grunni sem grunnskól- inn leggur? Sé svo er þá eðlilegt að fallpró- senta úr grunnskóla og upp úr sé um 50%? Þama þurfa báðir aðilar að taka til höndum af velvild og skilningi. Einnig mætti spyijæ Er þessi fall- prósenta til marks um lélega fagmennsku kennarastéttarinnar f heild? Fagmennsku stéttarinnar skipti ég í 3 stig. 1. Sérhæfð þekldng kennara. 2. Þjónusta við samfélagið allt 3. Ábyrgð á þeim kennurum sem stéttinni tilheyra. Hvemig bregst stétt gmnnskóla- kennara við umdeildum afrakstri starfa sinna? Hvers vegna látum við þetta ger- ast? Af hveiju er þessi brotalöm á starfi okkar eldd löguð? Allt sem miður fer í skólanum eig- um við að ræða og láta okkur varða, sér í lagi þegar árangur okkar er svona vafasamur. Geta ástæðumar verið þær að fratrhaldsskólinn hafi ekki námsefni við hæfi sumra nemenda okkar, hafi ekki tíma handa þeim sem eru seinir til þroska? Staðreyndin er sú að allir geta lært eitthvað, allir eiga rétt á námi. í grunnskólanum er reynt að uppfylla þarfir allra nemenda. Er það einnig gert í framhaldsskólunum eða er þar forréttindastétt sem er hamp- að vegna þess að hún er betur læs og skrifandi en þeir seinþroskuðu? Ég vil sjá forsvarsmenn kennara- stéttarinnar ganga fram fyrir skjöldu og stöðva sffellda kröfugerð og tilætl- unarsemi á hendur kennurum. Þetta er botnlaus hft Við eigum að kenna allt Fyrir utan lestur, skrift, og reikn- ing og tungumál þá er það hjálp f viðlögum, umferðarfræðsla, bruna- vamir, barátta gegn ffkniefnum og nú síðast sala á umframbirgðum af mjólk. Uppeldið færist óðfluga inn í skól- ana. Við erum að snýta, hugga og reima allan daginn eins og ágætur kennari sagði nýlega. 1. Þetta em afleiðingar breyttra þjóðfélagshátta. 2. Þess að við tökum sffellt við nýju námsefni án þess að rætt sé um hvað eigi að hverfa í staðinn. 3. Fómfysi, meðaumkvunar og Slysavamafélag íslands: Námskeið um öryggismál Slysavaraaskóli sjómanna mun efna til almenns námskeiðs fyrir sjómenn, dagana 21.—24. okt. nk. Fjallað verður um helstu þætti öryggismála, svo sem endurlífg- un og skyndihjálp, flutning slasaðra og ráð til að halda lífi við erfiðar aðstæður, meðferð ýmissa björgunartækja um borð í skipum og höfnum. Björgun með þyrlum. Lög og reglur um búnað skipa svo og brunavamir og slökkvistörf. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Slysavamafélagi íslands, Landssambandi slökkviliðsmanna, Landhelgisgæslunni, Siglingamála- stofnun og Líffræðistofnun háskól- ans. Þess má geta að fyrri námskeið um öiyggismál sjómanna, sem SVFÍ hefur gengist fyrir hafa verið fjölsótt og færri komist að en vildu. Upplýsingar varðandi námskeið- in verða gefnar á skrifstofu SVFÍ. (Fréttatiikynmng.) hreinnar góðmennsku kennara. Endalausar kröfur á hendur kennur- um valda oft tfmahraki þeirra. Þá er farið að bjarga í hom. Slíkt leiðir til samviskubits og þess sem því fylg- ir. En mál er að linni og að því þurf- um við að starfa í framtíðinni. Ég vil sjá stéttina vakna og for- svarsmenn hennar segjæ Við gerum eins og við getum. Kröfumar eru of ósanngjamar. Það em takmörk fyrir því, sem við getum uppfyllt Höfuadur er skótastjóri í Þoriáks- böfn. PELSAR Pelsar, stuttir og hálfsíðir, í Ijósum litum nýkomnir. Einn- ig kvöldkjólar í miklu úrvali. Dalakofinn, Hafnarfirði. Nú taka allir slátur Islátursölu SS fá allir ókeypis leiðbeiningarbækling um slátur- gerð og uppskriftir. Með bækl- inginn í höndum geta allir búið til slátur — þú líka. Auk þess er slátur svo ódýrt og hollt að bæði magann, skynsemina og peningavitið blóð- langar í slátur. Slátursalafe Skútuvogi 4 Sími 35106 Allt til sláturgerðar á einum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.