Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUD AGURl 5. OKTÓBER 1986 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Fj árlagafrumvarpið Fjárlagafrumvarp fyrir kom- andi ár var lagt fram á fyrsta starfsdegi Alþingis, eins og hefð stendur til. Frumvarpið gerir ráð fyrir 41.584 m.kr. ríkis- sjóðsútgjöldum, sem er 6,1% hækkun frá áætlun líðandi árs. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs 1987 eru hinsvegar rúmlega 40.000 m.kr., sem er 8,1% hækkun frá 1986. Þetta þýðir, að áætlaður ríkissjóðshalli 1987 er rúmlega hálfur annar milljarður króna. Þetta er fjórðungs minni ríkis- sjóðshalli en í ár, en hann verður líklega um 2,2 milljarðar króna. Stefint er að því að minnka ríkis- sjóðshalla í áföngum, ár frá ári, unz ríkissjóðsjöfnuði er náð. Fyrirsjáanlegur ríkissjóðshalli 1986 verður mun meiri en §ár- lagaáætlanir stóðu til. Ein meginskýring þessa mikla ríkis- sjóðshalla er skerðing ríkissjóðs- tekna [skattheimtu] og aukning ríkissjóðsútgjalda, sem fólst í skuldbindingum ríkisstjómarinn- ar við gerð kjarasáttmála í febrúarmánuði síðastliðnum. Fjármálaráðherra hefur haldið því fram að hlutur ríkissjóðs hafi verið lykillinn að kjarasátt- inni og þar með ein af meginfor- sendum þeirrar verðbólguhjöðn- unar, sem nú er góðu heilli staðreynd, og efnahagsbatans í þjóðarbúskapnum, þó ytri að- stæður valdi jafnframt miklu um. Hailalaus ríkisbúskapur hefur verið keppikefli sjálfstæðis- manna árum og áratugum saman, enda hefur stefnan í ríkis^ármálum víðtæk áhrif á efnahagsbúskap þjóðarinnar í heild. Þess vegna er það við- kvæmt mál fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, þegar ríkissjóður er ár eftir ár rekinn með halla undir stjóm § árm ál aráðherra úr röð- um sjálfstæðismanna. Á hitt er hins vegar að líta, að síðari árin hafa komið fram sterkar raddir innan flokksins um það, að þessi mikla áherzla á hallalausan ríkis- búskap ætti ekki lengur við og að þær aðstæður gætu skapast í efnahags- og atvinnumálum að réttlætanlegt væri að reka ríkis- sjóð með halla, tímabundið, til þess að ná öðmm mikilvægum efnahagsmarkmiðum. Sú er t.d. réttlæting hlutdeildar ríkissjóðs í kjarasáttinni í febrúar sl. og fylgjandi ríkissjóðshalla. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í stjómarmyndun 1983 og embætti fjármálaráðherra féll í hans hlut, hafði það verið eitt helzta baráttumál talsmanna flokksins á AJþingi að lækka ríkisútgjöld og lækka jafnframt skatta. Við stjómarmyndunina fékk Sjálfstæðisflokkurinn tæki- færi til þess að framkvæma þessi stefnumál, þar sem helztu út- gjaldaráðuneytin komu í hlut flokksins ásamt fjármálaráðu- neytinu. Flokkurinn hefur nú haft á fjórða ár til þess að sýna árangur í þessum eftium. Fengin reynsla á þessum tíma sýnir, að hægar er um að tala en í að komast. Sennilega er óraunsætt að ætla, að hægt sé að skera útgjöld verulega niður. Raun- hæfara er að halda aukningu útgjalda i skeljum. Á allmörgum ámm er þá hægt að ná því marki að minnka hlutdeild ríkisins í þjóðarbúskapnum. Með sama hætti hefur Sjálfstæðisflokkur- inn ekki treyst sér til að standa að þeim víðtæku skattalækkun- um, sem fylgismenn flokksins gátu með nokkrum rökum vænzt. En vissulega hafa Qármálaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins á þessu tímabili sýnt viðleitni í þessa átt og lækkað marga skattapinkla, þótt t.d. skattbyrð- in á þessu ári hafi komið mörgum á óvart. En reynsla þessa kjörtímabils sýnir, að ekki er hægt að ná jafnskjótum árangri í þessum eftium, eins og tals- menn flokksins voru búnir að gefa kjósendum vonir um. Ríkissjóður er og háður launa- þróun í landinu sem langstærsti launagreiðandinn. Launaliður fjárlagafrumvarps fyrir komandi ár hækkar þannig um 4.510 m.kr. frá fyrri fjárlögum og 3.870 m.kr. frá áætluðum niður- stöðum 1986. Þessi hækkun stafar að lang stærstum hluta af beinum launahækkunum, en jafnframt af því, að 13 dag- gjaldasjúkrahús færast yfír á ijárlög, og ríkisstarfsmönnum fjölgar, einkum í skóla- og heil- brigðiskerfínu. Tvær meginbreytingar eru á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins. Lækkun tekjuskatta um 300 m.kr. og hækkun skatta á inn- fluttar olíuvörur um 600 m.kr. Fj ármálaráðherra réttlætir „olíu- skattinn" með því að ríkissjóðir víða á Vesturlöndum hafí tekið til sín hluta af þeim þjóðhagslega ávinningi, sem felist í verðlækk- un olíu á heimsmarkaði, og slíkt sé einnig réttlætanlegt hér, við ríkjandi aðstæður, bæði í ríkis- íjármálum og í þjóðarbúskapnum í heild. Þetta þýðir hinsvegar, að ávinningur verðlækkunar á olíu kemur ekki alfarið í hlut almennings og atvinnuvega. Sú staðreynd, að formaður Sjálf- stæðisflokksins skuli telja sig knúinn til að leggja fram tillögu um þennan nýja skatt, sýnir bet- ur en flest annað, hversu erfið viðureignin við ríkisfíármálin er. Þessi skattur verður mjög um- deildur eins og allir nýir skattar. Ávarp Ronalds Reagan til bandarísku þjóðarínnar: Aldrei eins nærri samningi um veröld án kjamavopna Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, býr sig undir að skýra banda- risku þjóðinni frá viðræðunum við Mikhail Gorbachev í Reykjavik. Ávarpi hans var útvarpað og sjónvarpað um Bandaríkin og viða um heim. Eins og flestum ykkar er kunn- ugt er ég nýkominn frá fundum á íslandi með leiðtoga Sovétrílganna, Mikhail Gorbachev aðalritara. Mig langar að hafa sama háttinn á og þegar ég sneri aftur frá leiðtoga- fundinum í Genf á síðasta ári og veija nokkrum mínútum til að veita ykkur innsýn í það, sem gerðist í þessum viðræðum. Það bjó ótalmargt undir þessum umræðum og fyrst nú eru menn famir að átta sig á hvað var í húfí. Við lögðum fram umfangsmestu tillögu mannkynssögunnar um tak- mörkun vígbúnaðar. Við gerðum tilboð um að öllum langdrægum eldflaugum - bæði sovéskum og bandarískum - yrði eytt af jörð- unni árið 1996. Við höfum aldrei staðið jafn nálægt samkomulagi, sem leitt gæti til veraldar án kjam- orkuvopna og þegar leiðir skildu og þetta tilboð Bandaríkjamanna lá enn á samningaborðinu. En í upphafi langar mig að segja að frá því að fundir mínir með Gorbachev hófust hef ég alltaf talið ykkur, bandarísku þjóðina, vera fullgilda þátttakendur. Þið megið trúa því að án ykkar stuðnings hefðu þessir fundir aldrei verið haldnir og við hefðum ekki getað unnið að lokatakmarki stefnu okkar í utanríkismálum - heimsfriði og frelsi. Og ég gekk skrefí lengra á íslandi til að ná fram þessum mark- miðum. Áður en ég greini frá viðræðum okkar langar mig til að skýra fyrir ykkur tvo hluti, sem voru snar þátt- ur í viðræðunum. Hér er annars vegar um samning að ræða og hins vegar um vamir, sem við emm að reyna að þróa, gegn kjamorkuvopn- um. Nöfinin hljóma kunnuglega: SDI og ABM-sáttmálinn. Þetta eru skammstafanir yfir geimvamaáætl- unina (Strategic Defense Initiative) og sáttmála, er bannar gagneld- flaugar (Anti-Ballistic Missiles). Fyrir nokkmm ámm ákváðu Bandaríkjamenn og Sovétmenn að takmarka vamir gegn kjamorku- flaugaárás við einn stað í hvom ríki. Þar mætti setja upp nokkur skeyti, sem nota mætti til að stöðva og skjóta niður aðvífandi lg'amorku- eldflaugar. Þar með sögðum við skilið við stefnu okkar í vamarmál- um, sem nefnd hefur verið gagn- kvæm gereyðing og þýðir að annar aðili getur svarað í sömu mynt ef hinn gerir kjamorkuárás. Þessi hót- un beggja um gereyðingu var talin koma í veg fyrir að annar aðilinn yrði fyrri til að gera árás. Því sitjum við nú uppi með mörg þúsund kjamaodda, sem beint er að löndum beggja. Sovétmenn settu upp nokkrar gagnflaugar umhverfis Moskvu eins og kveðið er á um í ABM-sáttmálanum. Við létum það ógert þar sem að takmarkaðar vamir virtust haldlausar gegn hót- un um gereyðingu þjóðarinnar. Um nokkurra ára skeið höfum við haft spumir af því að Sovét- menn em að undirbúa vamir fyrir öll Sovétríkin. Þeir hafa sett upp stóran ratsjárskerm við Krasnoy- arsk. Við teljum að hann sé mikil- vægur hlekkur ratsjárkerfís, sem ætlað er að stýra gagnflaugum til vamar Sovétmönnum. Þetta er brot á gagnfíaugasáttmálanum. Fyrir nokkmm ámm bað ég yfír- menn hersins að rannsaka og athuga hvort til væri raunhæf leið til að eyða kjamorkuvopnum milli þess sem þeim hefur verið skotið á loft og þau hæfa skotmarkið frekar en að svara í sömu mynt og myrða fjölda manns. Þetta gerði ég vegna þess að ég taldi gagnkvæma ge- reyðingu og fíöldamorð á bæði þeirra borgumm og okkar bera sið- leysi vitni. Við köllum þetta markmið SDI og vísindamenn okk- ar, sem nú rannsaka slíkt kerfí em sannfærðir um að það sé raunhæft. Að þeirra sögn verður hægt koma vamarkerfí fyrir í geimnum innan nokkurra ára. Ég vil taka fram að við bijótum ekki gagnflaugasáttmálann því að hann leyfír slíkar rannsóknir. Ef og þegar við seljum SDI í gagnið, þá leyfír sáttmálinn einnig að horf- ið sé frá honum með sex mánaða fyrirvara. Og ég vil leggja áherslu á að kjamorka kemur hvergi nærri SDI. Á íslandi komum við saman til annars fundar okkar. Á fyrsta fund- inum og þeim tíma, sem síðan er liðinn, höfum við rætt leiðir til að fækka og útrýma alveg kjamorku- vopnum. Það hefur fram til þessa ekki borið árangur. Gorbachev aðalrítari, She- vardnadze, utanríkisráðherra hans, og George Shultz utanríkisráðherra og ég ræddumst við tæpar tíu klukkustundir á laugardag og sunnudag. Við einskorðuðum um- ræður okkar ekki aðeins við afvopnun. Við ræddum einnig það sem við köllum mannréttindabrot Sovétmanna. Þeir meina fólki að flytjast brott frá Rússlandi til þess að geta stundað trú sína án þess að eiga ofsóknir yfír höfði sér. Þeir banna fólki að flytja úr landi til að sameinast fjölskyldum sínum, eigin- konum og eiginmönnum, sem landamæri skilja að. í flestum þessara tilvika bijóta Sovétmenn annað samkomulag: Helsinki-sáttmálann, sem þeir und- irrituðu 1975. Fyrir skömmu frel- suðum við Yuri Orlov. Hann var settur í fangelsi fyrir að benda stjóm sinni á að það væri brot á sáttmálanum að leyfa borgurum hvorki að fara úr landi né snúa aftur. Við ræddum einnig um Afganist- an, Angólu, Nicaragua og Kambódfu. Aftur á móti var tak- mörkun vígbúnaðar meginumræðu- efnið að þeirra ósk. Við fjölluðum um að fíarlægja meðaldrægar eldflaugar í Evrópu og Asíu og virtumst sammála um að hægt væri að fækka þeim veru- lega. Báðir aðiljar virtust reiðbúnir til að fínna leið til að fækka lang- drægum eldflaugum, sem við beinum hver að öðrum, og jafnvel taka þær niður með öllu. SDI kom til tals þegar þessi mál voru til umræðu. Ég lagði fram tillögu um að halda áfram yfírstandandi rannsóknum. Þegar og ef þar að kæmi að tilraun- ir væru á lokastigi myndu Sovét- menn fá leyfi til að fylgjast með. Þetta yrði staðfest í samningi, sem þegar yrði undirritaður. Ef áætlun- in væri raunhæf myndu báðir aðiljar eyða árásarflaugum sínum og deila með sér kostum hátæknilegs vam- arkerfis. Ég útskýrði að þessar vamir myndu koma f veg fyrir að samkomulagið yrði brotið og veija gegn þeim möguleika að einhver bijálæðingur ákvæði dag einn að búa til kjamorkuskeyti, þótt við hefðum eytt kjamorkuvopnum okk- ar. Því að við verðum að gera okkur grein fyrir því að allur heimurinn veit hvemig búa á vopnin til. Ég kvað það svipað dæmi að við geymdum enn gasgrímumar okkar þótt þjóðir heims hefðu bannað eit- urgas þegar fyrri heimsstyijöldinni lauk. Okkur virtist miða áfram í að fækka vopnum, þótt aðalritarinn léti skína í andstöðu sína gegn SDI og hann legði til að við skuldbindum okkur til að virða gagnflaugasátt- málann í nokkur ár þegar leið á daginn. Shultz lagði til að við létum sér- fræðinga okkar fá minnisatriði ritara okkar um allt, sem okkur hafði farið á milli. Þeir gætu farið yfir öll atríðin um nóttina og þann- ig komist að þvf um hvaða atriði við væmm sammála og hvar ágrein- ingur skildi að. Ég get upplýst ykkur um það með þakklæti og virð- ingu að þeir unnu alla nóttina þar til klukkan hálf sjö. í gærmorgun, sunnudag, komum við aftur saman, Gorbachev og ég ásamt utanríkisráðherrum okkar og litum á skýrslu fulltrúa okkar. Hún lofaði mjög góðu. Sovétmenn fóm fram á að því yrði frestað um tíu ár að hrinda geimvamaáætluninni í framkvæmd. Við gerðum tilraun til að upp- fylla kröfur þeirra án þess að falla frá meginreglum okkar og hags- munum með því að leggja fram tíu ára áætlun. Hafist yrði handa við að fækka öllum langdrægum kjam- orkuvopnum: sprengjuflugvélum, stýriflaugum um borð í flugvélum, langdrægum eldflaugum á landi, sem skjóta má milli heimsálfa, og flaugum og öðmm vopnum um borð í kafbátum. Að fimm árum liðnum hefði þessum vopnum verið fækkað um helming. Á næstu fimm árum yrði flaugum af öllum gerðum út- rýmt. Á þeim tíma yrði haldið áffarn að gera rannsóknir og tilraunir á SDI í samræmi við ABM-sáttmál- ann. Að tíu árum liðnum yrðu allar langdrægar eldflaugar úr sögunni. Þá gætum við byijað að setja upp þróuð vamarkerfi og um leið leyft Sovétmönnum að gera slíkt hið sama. Þar hófst deilan. Aðalritarinn vildi koma að orðalagi, sem í raun hefði komið í veg fyrir að við gæt- um þróað SDI í öll þessi tíu ár. í raun var hann að kæfa SDI og öll sú vinna, sem lögð hafði verið í samkomulag um að fækka kjam- orkuvopnum, myndi renna út í sandinn ef ég samþykkti. Ég sagði honum að ég hefði hei- tið bandarísku þjóðinni að láta SDI ekki af hendi í samningum: ég gæti ekki með nokkru móti greint þjóðinni frá því að stjómin ætlaði að láta hana vamarlausa gegn ge- reyðingu í Igamorkustyijöld. Ég fór til Reykjavíkur staðráðinn í því að unnt væri að leggja allt að veði í samningum nema tvennt: frelsi okkar og ffamtíð. Ég er enn bjartsýnn um að finna megi lausn. Dymar em opnar og tækifærið til að útiýma kjamorkuvánni er innan seilingar. Því má ykkur vera ljóst að árang- ur náðist í Reykjavík. Og við munum halda áfram að ná árangri ef við leggjum fram hyggilegar, ígmndaðar og fyrst og fremst raun- hæfar tillögur við Sovétmenn. Það hefur verið stefna þessarar stjómar frá upphafi að gera sér ekki rangar hugmyndir um Sovétmenn og loka- takmark þeirra. Við höfum verið opinskáir á almennum vettvangi um þann veigamikla, siðferðislega mun sem er á einræði og lýðræði. Við lýstum yfír því að stefna Bandaríkjamanna í utanríkismálum væri ekki aðeins fólgin í að koma í veg fyrir að stríð brytist út heldur einnig að tryggja framgang frelsis. Og við lögðum áherslu á það að við myndum treysta lýðræðisstjóm- ir í sessi og efla lýðræði um heim allan. Því höfum við stutt frelsis- sveitir, sem veita einræðisöflum í Afganistan, Nicaragua, Angólu, Kambódíu og víðar mótstöðu. Að lokum hófum við að efla her- inn, byggja upp nýjan fælingar- mátt, og sem mest er um vert hófust rannsóknir á sviði geim- vama. Það vom þessir þættir, sem drógu Sovétmenn að samninga- borðinu fyrir alvöm. Um leið og við settum okkur þessi markmið í ut- anríkismálum ákváðum við að stíga skref í átt að öðm meginmarkmiði okkai" slaka á spennu milli Banda- ríkjamanna og Sovétmanna og leita leiða til að koma í veg fyrir stríð og halda frið. Nú er þessi stefna farin að bera árangur - til marks um það má hafa, að á íslandi miðaði vemlega í viðræðunum um takmörku vígbún- aðar. í fyrsta sinn í langan tíma komst skriður á viðræður Banda- rflgamanna og Sovétmanna um niðurskurð í vopnabúnaði, viðræð- ur, sem vom í réttum farvegi, ekki aðeins um takmörkun vígbúnaðar, heldur einnig um fækkun vopna. Þrátt fyrir allan árangurinn, sem við náðum í afvopnunarviðræðun- um, verðum við að hafa í huga, að á íslandi var rætt um fleira, atriði, sem skipta okkur höfuðmáli. Eins og ég hef minnst á var eitt þessara mála almenn mannréttindi. Kennedy heitinn forseti sagði einu sinni: „og, þegar allt kemur til alls, er ekki friðurinn sá gmndvöllur, sem mannréttindi byggjast á“. Ég tók það skýrt fram, að Bandaríkja- menn hygðust ekki nota sér í áróðursskyni það, sem áynnist í þessu efni, en ég lagði líka áherslu á, að meiri virðing fyrir mannrétt- indum í Sovétríkjunum sjálfum væri forsenda fyrir bættum sam- skiptum þjóðanna. Stjómvöld, sem virða sína eigin þegna einskis, geta ekki vænst þess, að erlendar þjóðir treysti þeim. Það sagði ég Gorbachev í Reykjavík og það sagði ég honum í Genf. Við Bandaríkjamenn metum minna orð- in, sem falla á fundum eins og þessum, en verkin, sem á eftir fylgja. Þegar að því kemur að dæma frammistöðu Sovétmanna í mann- réttindamálum viljum við, að verkin sýni merkin. Annað mál, sem við ræddum á íslandi, var eitt af meginágreinings- efnum okkar og Sovétmanna. Hér er um að ræða svæðisbundin átök. Meðan á leiðtogafundi stendur kann okkur Bandaríkjamönnum að gleymast það, sem Sovétmenn haf- ast að í Áfganistan, Mið-Ameríku, Afríku og Suðaustur-Asíu, en þar til Sovétmenn hafa breytt stefiiu sinni munum við sjá til þess, að vinir okkar í þessum heimshlutum, þeir, sem beijast fyrir frelsi og sjálf- stæði, fái þann stuðning, sem til þarf. Að lokum vil ég nefna fíórða málið, sem um var rætt, gagnkvæm samskipti ríkisstjómanna og borg- aranna sjálfra. Á fundinum í Genf í fyrra fögnuðum við samningum um aukin menningarsamskipti og á íslandi miðaði einnig áfram í þessu efni. Ég vil þó taka það fram, að við Bandaríkjamenn erum ákveðnir í að stefna að auknum samskiptum milli venjulegs fólks, milli þúsunda óbreyttra borgara í löndunum báð- um en ekki á milli nokkurra útval- inna. Af þessu má ráða, að á íslandi náðist árangur í mörgum mikilvæg- um málum. Við ítrekuðum okkar fíögur meginmarkmið, komumst að raun um samkomulagsvilja í mikil- vægum málum og rasddum enn á ný gömul ágreiningsefni. Eg ætla að víkja aftur að SDI. Ég get ímyndað mér, að sumir landa minna spyiji sig nú þessarar spum- ingar: Hvers vegna ekki að fallast á kröfu Gorbachevs? Hvers vegna ekki að hætta við SDI til að ná samkomulagi? Svarið er einfalt. SDI var trygg- ing okkar fyrir því, að Sovétmenn stæðu við þá samninga, sem þeir þóttust tilbúnir að gera í Reykjavík. SDI var trygging okkar ef svo skyldi fara, sem oft hefur gerst, að Sovétmenn stæðu ekki við gerða samninga. Það var vegna SDI, að Sovétmenn féllust á fundinn f Genf og á íslandi. SDI er lykillinn að heimi án kjamavopna. Sovétmenn skilja þetta. Þeir hafa sjálfír varið miklu meira fé og miklu meiri tíma í rannsóknir á geim- vamakerfí en við. Eina raunvem- lega gagnflaugakerfið nú á dögum er umhverfis Moskvu, höfuðborg Sovétríkjanna. Það, sem Gorbachev fór fram á í Reykjavík, var, að Bandaríkjamenn samþykktu breyt- ingu á 14 ára gömlum gagneld- flaugasáttmála (ABM), sem Sovétmenn hafa nú þegar þverbrot- ið. Ég sagði honum, að slíka samningagerð stunduðum við ekki í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ættu að velta fyrir sér þessum mikilvægu spum- ingum: Hvemig getur viðbúnaður, sem er eingöngu til vamar Banda- ríkjunum, ógnað Sovétríkjunum eða einhveiju öðm ríki? Hvers vegna em Sovétmenn svona áfjáðir í að Bandaríkin verði ávallt berskjölduð fyrir sovéskum eldflaugum? Nú er ástandið þannig, að allar fijálsar þjóðir em gersamlega vamarlausar fýrir eldflaugum Sovétmanna, hvort sem þeim er skotið af slysni eða ásetningi, en hvers vegna vilja Sov- étmenn, að svo verði um alla framtíð? Af þessum sökum, góðir landar, get ég ekki, né nokkur annar bandarískur forseti, heitið því, að viðræðumar á íslandi eða aðrar viðræður við Gorbachev muni óhjá- kvæmilega leiða til sögulegra samninga. Við munum ekki falla frá þeim meginmarkmiðum, sem við höfðum að leiðarljósi f Reykjavík. Við viljum heldur engan samning en samning, sem er slæm- ur fyrir bandarísku þjóðina. Nú veit ég, að þið veltið því fyr- ir ykkur hvort nokkrar horfur em á öðrum leiðtogafundi. Gorbachev gaf ekkert í skyn um það hvort eða hvenær hann hygðist koma til Bandaríkjanna eins og þó var ákveðið í Genf en ég endurtek, að heimboð okkar stendur enn og við höfum trú á, að frekari viðræður séu gagnlegar. í þessu máli verða Sovétmenn að taka af skarið. Hveijar sem horfumar kunna að vera nú á þessari stundu vil ég taka fram, að ég er mjög bjartsýnn á, að næsti leiðtogafundur geti fært okkur nær friði og frelsi um allan heim. Við skulum átta okkur á því, að það, sem gerðist á fundinum í Reykjavík, er mjög ólíkt því, sem verið hefur að gerast í áratugi. Það er ólíkt vegna ósérhlífninnar og fómanna, sem bandaríska þjóðin hefur fært á undanfömum árum. Dugnaður ykkar hefur endurvakið og aukið eftiahagslega getu þjóðar- innar, stuðningur ykkar hefur fært okkur aftur hemaðarlegan styrk. Hugrekki ykkar og staðfesta á erf- iðum tímum hefur komið flatt upp á fjandmenn þjóðarinnar, glatt vini okkar og haft áhrif um allan heim. Vestræn lýðræðisríki og Atlants- hafsbandalagið em traustari en nokkru sinni fyrr og um allan heim vilja þjóðimar tileinka sér hugsjónir lýðræðisins og hins fijálsa hag- kerfís. Vegna þess, að bandaríska þjóðin sofnaði ekki á verðinum þeg- ar hættan steðjaði að er lýðræðið nú í sókn. Ef það er eitthvað, sem þessar októberviðræður kenndu mér, þá er það það, að nú semjum við af styrkleika, ólíkt því, sem áður var. Þess vegna hillir nú undir mikil- væga samninga við Sovétmenn. Hugmyndir okkar og tillögur liggja fyrir. Frá þeim munum við ekki hverfa og emm tilbúnir til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Samningamenn okkar munu halda aftur til Genfar og við emm undir það búnir að ræða við og semja við Sovétmenn hvar og hvenær sem þeir vilja. Það er því ástæða, mjög góð ástæða, til að vera bjartsýnn. Arangurinn af viðræðunum við Gorbachev jók mér þessa bjartsýni. Ég varð líka var við hana þegar ég fór frá íslandi í gær, þegar ég ræddi við landa okkar, unga menn og konur, f herstöðinni í Keflavík, þessarí mikilvægu herstöð, sem er miklu nær herstöðvum Sovétmanna en okkar eigin ströndum. Eins og ávallt áður var ég stoltur og ánægð- ur með að eiga með þeim litla stund og þakka þeim þær fómir, sem þau færa í þágu föðurlandsins. Þau em verðugir fulltrúar bandarísku þjóð- arinnar, staðráðin í að veija ekki aðeins sitt eigið frelsi, heldur frelsi annarra einnig, þeirra, sem nú byggju í öðmm heimi og verri ef ekki hefði komið til styrkur og stað- festa Bandaríkjamanna. „Hvar sem hugsjónir frelsis og sjáifstæðis birtast, þar slær hjarta Bandaríkj amanna, blessunarorð þeirra og bænir," sagði John Quincy Adams. Hann trúði á framtíð þess- arar þjóðar. Góðir Bandaríkjamenn, við emm stoltir af sögu okkar og örlögin hafa treyst okkur fyrir þeim draumi, sem mennimir hafa ávallt látið sig dreyma, draumnum um frið og frelsi á jörðu. Annar for- seti, Harry Tmman, sagði, að á okkar tímum hefðu orðið tvær skelfilegustu styijaldir í sögunni og að „nú bæri mönnunum umfram allt að læra að lifa saman f friði" Með þessa hugsjón að leiðarljósi fór ég til Genfar fyrir ári og til íslands f síðustu viku. Með þessa hugsjón í huga þakka ég ykkur fyrir allan þann stuðning, sem þið hafið veitt mér, og ég bið ykkur enn um hjálp og fyrirbænir í leit- inni að heimi þar sem friður ríkir og frelsið er frumburðarréttur hvers manns. Grandi hf: Snorri Sturluson RE hefur fiskað fyr- ir 79 millj. Ottó aflahæstur SNORRI Sturluson hefur frá áramótum til ágústloka skilað mestum aflaverðmætum á land af togurum Granda hf, alls rúm- um 79 milljónum króna. Hann hefur hins vegar minnstan afla togaranna en mikil verðmæti stafa af þvi að skipið hefur að mestu selt afla sinn erlendis. Ottó N. Þorláksson hefur hins vegar skilað mestum afla á land til vinnslu heima eða 3.308 lest- um. Alls hafa togarar Granda hf aflað 16.794 lesta að verð- mæti 380,6 milljónir króna umrætt tímabil. Meðalverð á kíló er 22,63 krónur. Ásbjöm hefur aflað 2.476 lesta að verðmæti 50,8 milljónir króna, meðalverð 20,53. Ásgeir hefur áfl- að 2.354 lesta að verðmæti 45,8 milljónir króna, meðalverð 19,49. Ásþór er með 1.972 lestir að verð- mæti 36,8 milljónir króna, meðal- verð 18,68. Hjörleifur er með 2.091 lest að verðmæti 41,1 milljón króna, meðalverð 19,68. Jón Bald- vinsson er með 2.762 lestir að verðmæti 58 milljónir króna, með- alverð 21 króna. Ottó N. Þorláks- son er með 3.308 lestir að verðmæti 68,6 milljónir króna, meðalverð 20,73. Snorri Sturluson er með 1.831 lest að verðmæti 79,4 milljónir króna, meðalverð 43.34. Áflasamsetning Granda hf frá áramótum til ágústloka er með þeim hætti að karfi er 49,4%, þorskur 26,7, ufsi 10,6, grálúða 6,6, ýsa 3,2 og aðrar tegundir 3,5%. Sagnfræði- sjóður Björns Þor- steinsson- ar stofnaður ERFINGJAR Dr. Björns Þorsteinssonar sagnfræði- prófessors hafa stofnað sjóð er nefnist Sagnfræðisjóður Bjöms Þorsteinssonar. Til- gangur sjóðsins er að styrkja nemendur i kandi- datsnámi. Til sjóðsins renna m.a. höf- undarlaun Bjöms af væntan- legri íslandssögu, sem hann hafði lokið við fyrir andlát sitt. í samræmi við óskir Bjöms mun sjóðurinn styrkja nem- endur í kandidatsnámi svo og kandídata. Tekið er við minn- ingargjöfum í sjóðinn á skrif- stofu Háskóla Islands. Dr. Bjöm Þorsteinsson sagnfræðiprófessor lést 6. okt- ober s.l. og fer útför hans fram á morgun kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.