Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 2

Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Flugleiðir: 20 nýir flugmenn ráðnir Yfirflugstjóri Arnarflugs þar á medal FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að ráða 20 nýja flugmenn til félagsins, þar af 18 í nýjar flugmannsstöður en 2 í stað flugmanna sem láta af störf- um vegna aldurs á næsta ári. Sjö af þessum mönnum hafa starfað hjá Arnarflugi, þar af tveir sem flugstjórar. í þessum hópi er yfirflugsijóri Arnarflugs. 102 flugmenn sóttu um flug- mannsstörfín og voru þessir 20 vaidir eftir ströng próf. Fara þeir nú á námskeið hjá Flugleiðum til þjálfunar á ákveðnar flugvélateg- undir og fá fastráðningu að venjulegum reynslutíma loknum, að sögn Sæmundar Guðvinssonar fréttafulltrúa Flugleiða. Allir nýju flugmennimir byija sem aðstoðar- flugmenn, og meirihlutinn á Fokkervélum í innanlandsflugi. Amarflugsmennimir sem fengu ráðningu hafa verið atvinnulausir undanfamar vikur vegna upp- sagna Amarflugs, nema flugstjór- amir. Guðmundur Magnússon yfírflugstjóri Amarflugs vildi í gær ekki tjá sig um ástæður þess að hann hættir nú hjá Amarflugi og flyst yfír til Flugieiða. Enn hækkar frystur fiskur VERÐ á frystum fiski á Banda- ríkjamarkaði hækkar á næstu dögum, frá 5 sentum til 25 sent eftir pakkningum. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sagði ástæðu þessarar hækkunar þá að mikill fískskortur væri á markaðnum. Yrði hækkun þessi á sama tíma og verð á kjöti hefði ekki hækkað og verð á kjúkling- um, sem helst keppa við fískinn, færi lækkandi. Um nokkum tíma hefði dótturfyrirtæki SH, Cold- water Seafood, orðið að skammta viðskiptavinum sínum físk. „Við vonum þó að úr fískskortinum rætist nú þegar framleiðendur sjá hve hagkvæmar pakkningar á þorski fyrir Ameríkumarkað eru“, sagði Friðrik. Morgunblaðið/Sverrir I árekstrinum sem varð á Bústaðavegi i gærkveldi skemmdist önnur bifreiðin algjörlega, eins og sést giöggt á myndinni. Harður árekstur á Bústaðabrú HARÐUR árekstur varð við endann á brúnni yfir Kringlu- mýrarbraut um kl. 21:30 i gærkveldi. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar, sem ekið var vestur Bústaðaveg, hugð- ist beygja til vinstri niður á afleggjara að Kringlumýrarbraut. Var bifreiðinni ekið i veg fyrir aðra á austurleið eftir veginum, með þeim afleiðingum að sú skall í hlið hennar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysa- deild, en ekki munu meiðsli hans vera alvarleg. Önnur bifreiðin er gjörónýt og hin mikið skemmd. Jerry Lee Lewis syngur í Broadway HINN heimskunni rokkari Jerry Lee Lewis er væntanleg- ur til íslands og mun leika og synga i Broadway ásamt hljóm- sveit sinni dagana 6.— 9. nóvember. Jerry Lee Lewis er einn af fímm þekktustu rokkurum sögunnar, en hinir Qórir eru Fats Domino, Little Richard, Chuck Berry og sjálfur kóngurinn, Elvis Prestley. „Það er stórviðburður í íslenzku skemmtanalífí að fá sjálfan prins- inn í rokkinu hingað til lands," sagði Björgvin Halldórsson söngv- ari í gær , en hann hefur alla umsjón með komu erlendra skemmtikrafta fyrir Broadway. „Þetta er einn liðurinn í komu stórstjama í Broadway á komandi mánuðum og í beinu framhaldi af komu Jerry Lee Lewis núna og Fats Dominu s.l. vor verður reynt að fá Little Richard og Chuck Berry og eru viðræður við þá þegar hafnar," sagði Björgvin. Jerry Lee Lewis mun halda fema tónleika og mun spila og Rokksöngvarinn Lewis. Jerry Lee syngja í klukkutíma til einn og hálfan. „Ef stemningin verður eins stórkostleg og á tónleikum Fats Domino í vor verða þetta eflaust langir og eftirminnilegir tónleikar," sagði Björgvin. Lewis kemur með eigin 5 manna rokk- sveit frá Memphis í Tennesse. Miðasala er þegar hafin í Bro- adway. Starfshópur um sjávarútvegsskóla: Einn skóli komi í stað þriggja áður STARFSHÓPUR um sjávarút- vegsskóla hefur nú skilað skýrslu sinni og eru niðurstöður hópsins m.a. þær að stofnaður verði sjáv- arútvegsskóli í Reykjavík, er taki við hlutverkum Stýrimannaskól- ans, Vélskóla íslands og Fisk- vinnsluskólans í Hafnarfirði. Menntamálaráðherra og sjávarút- vegsráðherra skipuðu í janúar sl. fjögurra manna starfshóp til að gera tillögur um stofnun sjávarút- vegsskóla á framhaldsskólastigi. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins vom skipaðir Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur sem er formaður hópsins og Stefán Stefánsson, full- trúi í menntamálaráðuneytinu. Sjávarútvegsráðherra skipað: þá Finn Ingólfsson, aðstoðarmann ráð- herra og Gylfa Gaut Pétursson, deildarstjóra. Starfsmaður hópsins var ráðinn Láms Bjömsson. Aðrar niðurstöður hópsins vom þær að gildandi lögum um sjávarút- Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, flytur stefnu- ræðu ríkisstjórnar sinnar í o INNLENT kvöld klukkan 20 og verður ræðunni og umræðum um hana sjónvarpað og útvarpað beint. Forsætisráðherra hefur 30 mínútur til þess að flytja stefnu- ræðuna og verða umræður um hana í tveimur umferðum. í fyrri umferðinni hefur hver stjómmála- flokkur 20 mínútur, en í þeirri síðari 10 mínútur. Röð flokkanna í umræðunum verður sem hér seg- in Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Kvennalisti. Þessir verða talsmenn flok- kanna í umræðunum: Af hálfu Framsóknarflokks er ræðumaður, auk forsætisráðherra, Haraldur Ólafsson. Fyrir Alþýðubandalag: Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. Fyrir Sjálfstæðis- flokk: Þorsteinn Pálsson, Ólafur G. Einarsson og Matthías Á. Mat- hiesen. Fyrir Alþýðuflokk: Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Stefán Bened- iktsson. Fyrir Kvennalista: Kristín Halldórsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. vegsfræðslu verði breytt og sett rúm rammalöggjöf, er veiti svigrúm fyrir breytilegt námsframboð í takt við þróun atvinnulífsins og þarflr einstakra greina sjávarútvegsins. Sjávarútvegsskólinn verði sérstakur sérskóli á framhaidsskólastigi og heyri undir menntamálaráðuneytið, en aðfaramám að skólanum og nám á einstökum brautum geti einnig farið fram við aðra framhaldsskóla „Fiskmarkað- ur hlýtur að lækka verð“ „ÉG GET ekki séð að upp- boðsmarkaður eins og sá, sem fyrirhugað er að koma upp á ísiandi til reynslu, breyti ein- hveiju í útflutningi á ferskum fiski. Hveijum sem er verður heimilt að kaupa fiskinn og sjái hann sér hag í því að senda hann utan i gámi, getur hann gert það. Ennfremur munu skipin fylgjast með mögulegu verði á markaðnum heima og úti og haga fisksölu í samræmi við það,“ sagði Theodór Guðbergsson, starfs- maður fisksölufyrirtækisins Fylkis Ltd. i Grimsby, i sam- tali við Morgunbiaðið. Theodór sagði ennfremur, að væri eitthvað að marka fréttir um afkomu fyrstihúsa á íslandi gæti hann ekki séð að þeim yrði fært að kaupa flsk á fískmark- aði á hærra verði, en nú væri lögbundið. Hann sagði að um- boðsfyrirtækin og fískkaupend- ur í Englandi hefðu rætt þann möguleika að koma sér upp umboðsmönnum á íslandi. landsins. Þá leggur hópurinn til að stofnað verði fræðsluráð sjávarút- vegsins, skipað fulltrúum hags- munasamtaka, rannsóknastofnana og ráðuneyta, sem verði stefnu- markandi í fræðslumálum sjávarút- vegsins. Skólinn skuli fá til umráða húsnæði Stýrimannaskólans í Reylqavík og Vélskóla íslands og nýtt verknámshús Fiskvinnsluskól- ans í Hafnarfírði. Loks leggur hópurinn til að kannað verði sérs- taklega hvort stefnt skuli að því að skólinn starfi í þremur önnum, haustönn, vetrarönn og sumarönn og verði þannig rekinn allt árið um kring. Hópurinn leggur til að skól- inn skiptist í fímm deildir, vélstjórn- ardeild, fískvinnsludeild, skipstjórn- ardeild, fískeldisdeild og endurmenntunardeild. Hljómskála- garður: Ráðist ákonu RÁÐIST var á unga konu í Hljómskálagarðinum aðfamótt Iaugardagsins og gerði árásar- maðurin tílraun til að nauðga henni. Konan var á gangi á Sóleyjar- götu milli Skothúsvegar og Braga- götu þegar maðurinn réðist á hana og dró hana með sér inn í garðinn. Konan kærði atburðinn, en hefur ekki getað gefið góða lýsingu á manninum. Rannsóknarlögreglan vinnur að því að upplýsa mál þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.