Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
5
Signrður Ingvi Snorrason
leikur einleik á tónleik-
um Sinfóníunnar í kvöld
SIGURÐUR Ingvi Snorrason,
klarinettleikari, leikur ein-
leik með Sinfóniuhlj ómsveit
íslands á tónleikum hennar í
Háskólabíói í kvöld. Leikin
verða verk eftir Schubert,
Sibelius og Patterson og er
það finnski hljómsveitarstjór-
inn, Petri Sakari, sem stjórn-
ar.
Sigurður Ingvi er nú skóla-
sljóri Tónlistarskóla Félags
íslenskra hljóðfæraleikara. Hann
er Reykvíkingur, fæddur árið
1950 og nam við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík og Tónlistar-
háskólann í Vínarborg. Hann
hefur leikið með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, íslensku hljóm-
sveitinni og tekið virkan þátt í
tónlistarlífí hér á landi.
Ökumaður Datsun-bifreiðaríimar fundiim:
„Get ekki skil-
ið að allsgáður
maður geti gert
svona lagað“
- segir Auður Halldórsdóttir um bílslysið
LÖGREGLAN hefur nú fundið
bifreiðina, sem ekið var á unga
konu á Týsgötu • aðfararnótt
sunnudagsins. Hefur 19 ára gam-
all piltur viðurkennt að hafa ekið
bifreiðinni um nóttina. Ekið var
á konuna á Týsgötunni aðfara-
nótt sunnudags með þeim afleið-
ingum að hún hlaut slæmt lærbrot
auk annarra meiðsla.
Slysið varð með þeim hætti að
maður konunnar var kominn út á
götuna, þegar bifreið var sveigt inn
á hana, en þau hjón voru þama á
gangi ásamt Auði Halldórsdóttur og
fleira fólki. „Þegar við vorum nærri
því komin yfir Týsgötuna sáum við
hvar hvítur Datsun kemur á fleygi-
ferð. Bílstjórinn virtist leika sér að
þvi að sveigja aðeins að okkur og
strýkst við manninn. Ég var það
heppin að vera skrefi á undan honum
en sú sem lenti í þessu var aðeins
skrefi á eftir mér. Þegar hún lenti
á bílnum var hávaðinn svo mikill að
það var eins og keyrt væri á vegg
þannig að þetta gat ekki farið fram
hjá neinum. Fólk kom meira að segja
út úr næstu húsum við hávaðann.
Bílstjórinn bremsaði ekki einu sinni
heldur ók rakleiðis áfram.
Þetta gerðist allt svo snöggt.
Bílstjórinn hefur alls ekki gert sér
grein fyrir því í hvaða stöðu við
vorum þegar hann fór þama fram
hjá. Hann hefði getað keyrt okkur
öll niður - það munaði ekki nema
skrefi. Ég get ekki skilið að alls-
gáður maður geri svona hluti," sagði
Auður.
Norræna húsið
Kvikmynda-
sýning um
Grænland
DAGSKRÁ Norræna hússins
um Grænlandstrúboðann
Hans Egede verður fram
haldið í kvöld með því að
sýnd verður kvikmynd Knud
Rasmussens um Grænland.
Erindi Haraldar Ólafssonar
um Grænland í dag verður hins
vegar ekki fyrr en annað kvöld.
Báðir dagskrárliðimir hefjast
klukkan 20.30., en auk þess
verða bækur um Grænland og
Hans Egede til sýnis í bókasafni
Norræna hússins þessa daga.
Lögreglan leitaði að bifreiðinni
eftir bifreiðaskrá, þar sem fólkið gat
gefið góða lýsingu á henni. Skömmu
fyrir miðnætti á þriðjudag fundu
lögreglumenn bifreiðina, sem var
greinilega dælduð á hægra fram-
homi. Við yfírheyrslur játaði piltur-
inn að hafa ekið á konuna, en hann
kvaðst ekki hafa séð hana. Konan
er nú á batavegi.
Merki félagsins
íslensk grafík:
Samsýn-
ingunni
að ljúka
ÍSLENSK grafík heldur nú
stærstu samsýningu sína á
verkum félagsmanna. Á sýn-
ingunni eru 155 verk eftir
32 listamenn. Sautján ár eru
liðin frá stofnun félagsins.
í sýningarskrá kemur fram
að íslensk grafík hafí haldið 6
félagssýningar til þessa, í
Norræna húsinu. Nú er það
húsnæði orðið of lítið fyrir
sýningamar. Hagur grafíklist-
arinnar hafi vænkast á
undanfömum árum, því sam-
fara stofnun gallería sem
kynna þessa listgrein, aukist
áhugi og þekking almennings.
Á sýningunni á Kjarvalsstöð-
um er áberandi hve mikið
litanotkun hefur aukist á und-
anfömum árum. Sum verk-
anna nú birtast áhorfandanum
einnig í þremur víddum.
í fréttatilkynningu félagsins
segir að sýningunni ljúki nk.
sunnudagskvöld. Hún er opin
daglega frá kl. 14.00 til 22.00.
Siglufjörður:
Opiðhúsfyrir
eldri borgara
Sigurður Ingvi Snorrason
Sigiunrði:
í KVÖLD, fimmtudag, verður
opið hús á vegum Félagsmála-
ráðs Siglufjarðar í samvinnu
við kirkjuna.
Ætlunin er að á hveijum
fímmtudegi í vetur verði Safnað-
arheimilið opið fyrir starf eldri
borgara. Þar verður boðið upp á
föndur, saumaskap, spil og reynd-
ar það tómstundastarf sem eldri
borgarar hafa áhuga á. Heitt
verður á könnunni og umsjón með
starfínu mun Hanna Snorradóttir
hafa.
Eins og kunnugt er hefur slíkt
starf notið allmikla vinsælda um
allt land og mjög víða í safnaðar-
heimilum kirkjanna. Það er von
Félagsmálaráðs og kirkjunnar að
sem flestir líti inn í kvöld og taki
þátt í því að móta starfíð í vetur.
m.j.
ÁHUGAMENN
UM STJÓRNMÁL
Greinasafn Eyjólfs Konráðs
Jónssonar, alþingismanns
„Út úr vítahringnum" á sér-
stöku kynningarverði hjá
Eymundsson, Austur-
stræti.
-c
Stuðningsmenn