Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
Útgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö.
Einkaverzlun og
almannahagur
að eru fyrst og fremst
hagsmunir neytenda sem
knúðu á um frjálsa verzlun og
verzlunarsamkeppni. Hörð sam-
keppni um viðskipti neytenda
tryggir bæði meira vöruúrval
og hóflegra vöruverð en ella
væri. Samkeppni í smásölu-
verzlun í Reylgavík og ná-
grenni, sem farið hefur
harðnandi, hefur fært fólki á
höfuðborgarsvæðinu hagstæð-
ari viðskipti — meiri kaupmátt
— en því fólki í stijálbýli, sem
hefur ekki í önnur hús að venda
en eina kaupfélagsverzlun. Það
er síðan saga út af fyrir sig að
rekstrarstaða strjálbýliskaup-
félaga, sumra hverra, hefur
farið versnandi, á sama tíma
og staða SÍS hefur styrkzt.
Staða stijálbýliskaupfélaga
hefur veikzt. Þau eru máske
ekki homrekur hjá Sambandinu
og samvinnuhreyfingunni. Það
fer hinsvegar ekki fram hjá
neinum að samvinnuverzlunin
leggur höfuðkapp á að styrkja
stöðu sína á höfuðborgarsvæð-
inu. Á tiltölulega stuttum tíma
hefur samvinnuverzlunin eign-
ast tvo stórmarkaði í Reykjavík,
Markað við Sund, sem SIS og
KRON o.fl. standa að, og Kaup-
stað í Mjódd (Víði), er KRON
hefur eignast. Þá mun Sláturfé-
lag Suðurlands, sem er sam-
vinnufélag að forminu til, eiga
aðild að rekstri Nýja bæjar, þar
sem áður var stórverzlun Vöru-
markaðarins við Eiðisgranda.
Samvinnuverzlun hefur fært
út kvíar á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki er þó allt sem sýnist í því
efni. í fyrsta lagi hefur verið
látið að því liggja að KRON
muni selja stórmarkað, sem fyr-
irtækið hefur rekið í Kópavogi,
á mörkum Breiðholts. í annan
stað er talið líklegt að fækkað
verði smærri KRON-verzlunum,
sem gegnt hafa svipuðu hlut-
verki og „kaupmaðurinn á
hominu" fyrir næsta nágrenni
sitt. KRON dregur því væntan-
lega úr þjónustu, að þessu leyti,
samtímis því sem það sækir í
sig veðrið með nýjum verzlunar-
háttum.
Einkarekstur hefur um lang-
an aldur haft tögl og hagldir í
smásöluverzlun á höfuðborgar-
svæðinu. Lengi framan af bar
kaupmaðurinn á hominu hitann
og þungann í verzlunarþjónustu
við Reykvíkinga. Hann gegnir
enn veigamiklu hlutverki að
þessu leyti — og gerir vonandi
lengi enn. Síðan komu kjörbúðir
og loks stórmarkaðir, sem
einkareksturinn átti frumkvæði
að, og bmtu ís að nýjum verzl-
unarháttum. Verzlunarsam-
keppni, sem einkareksturinn var
og er burðarásinn í, hefur allar
götur fært Reykvíkingum vöru-
úrval og verzlunarþjónustu, sem
staðið hefur fyrir sínu.
Það er hinsvegar full ástæða
til að treysta stöðu einkaverzl-
unar í höfuðborginni. Einka-
verzlunin er eina trygging
neytenda fyrir þeirri verzlunar-
samkeppni, sem er forsenda
hliðstæðs vömframboðs og hlið-
stæðrar verðsamkeppni og
einkennir verzlunarþjónustu á
Vesturlöndum. Þau eigenda-
skipti, sem nýlega hafa orðið á
stórmörkuðum á höfuðborgar-
svæðinu, benda til þess, að
skyndilega hafí hallað undan
fæti hjá einkaverzluninni. Það
er áhyggjuefni.
Samkeppni einkaverzlunar
og samvinnuverzlunar á jafíi-
stöðugmndvelli, skattalega sem
á annan hátt, er af hinu góða,
en rekstrarleg jafnstaða er for-
senda marktækrar samkeppni.
Verzlunareinokun, hvort heldur
er í höndum kaupfélags eða
annars rekstrarforms, leiðir
hinsvegar hvorki til betri vöm
eða þjónustu né lægra vöm-
verðs, svo sem dæmin sanna
enn í dag. Það er því almanna-
hagur, þegar grannt er gáð, að
einkaverzlunin haldi stöðu sinni
á höfuðborgarsvæðinu, hér eftir
sem hingað til.
Verzlunin, sem atvinnugrein,
er stór vinnuveitandi. Ársstörf
í verzlun em milli 13-15 þúsund
í lanainu. Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur er fjölmennasta
stéttarfélagið. Þau fjölmörgu
starfstækifæri, sem verzlunin
gefur, vega þungt á íslenzkum
vinnumarkaði.
Vandi atvinnugreinarinnar er
af hliðstæðum toga og annarra
atvinnugreina og tengist efna-
hagsþróun heima og heiman.
Nefna má Qármagnsvanda,
tengdan fjárfestingu og vöm-
birgðum. Eiginfjárstaða rekstr-
araðila skiptir því miklu máli,
ekki sízt í umfangsmeiri verzl-
un. Skattaleg mismunun styrkir
eiginfjármyndun í samvinnu-
rekstri umfram einkarekstur.
Jafnræði þarf að tiyggja í þessu
efni.
Svokölluð samvinnuverzlun
sækir nú fast að höfuðvígi
einkaverzlunar í landinu, hér í
Reykjavík. Þeirri sókn hljóta
einkaframtaksmenn að mæta.
Almannahagur á samleið með
þeim í varðveizlu fíjálsrar verzl-
unar og verzlunarsamkeppni.
Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstj órnarinnar:
Á þríðja þúsund manns unnu
að öflun og dreifingri frétta
„LÍKLEGA hafa blaða- og frétta-
menn verið vel á annað þúsund,
en alls hafa líklega hátt á þriðja
þúsund manns unnið að öflun og
dreifingu frétta af leiðtogafund-
inum hér, þegar allt er talið.
Þjónustan við þetta fólk gekk
mjög vel. Erlendu fréttamenn-
imir voru dolfallnir yfir hæfni
íslendinga hvað varðaði fjar-
skipti og skipulagningu. Þeir eru
vel dómbærir á þessa hluti og
kröfuhart fólk, sem lætur það í
Ijósi, ef þvi finnst eitthvað vel
gert og það gerði það svo sannar-
lega,“ sagði Magnús Torfi
Ólafsson, blaðafulltrúi ríkis-
stjóraarinnar og formaður
fjölmiðlanefndar leiðtogafund-
arins.
„Við, sem störfuðum að skipu-
lagningu þjónustu fyrir fréttamenn,
ákváðum strax að fara fram á þrjú
hús til afnota. Þetta voru Haga-
skóli, íþróttahús Hagaskóla og
Melaskóii. í Hagaskóla vorum við
með frétta- og upplýsingamiðstöð
og þar sá Póstur og sími um síma-
þjónustu, telex, telefax, pósthús og
fleira, en þar var einnig skyndibita-
staður. I skólastofunum fengu
ýmsar fréttastofur og slík fyrirtæki
inni. í íþróttahúsinu var kynningar-
miðstöð, meðal annars fyrir at-
vinnuvegina með útflytjendur í
fararbroddi. Flugleiðir voru einnig
þar með farmiðaafgreiðslu og þar
var hluti af tæknisýningu
Reykjavíkurborgar. í Melaskóla var
töluverður fjöldi minni sjónvarps-
stöðva, ^sem ekki leigðu sérstakt
húsnæði og voru margar hveijar
háðar þjónustu íslenzka sjónvarps-
ins hvað varðaði sendingar og
tækjakost. Þar má nefiia EBU-
stöðvamar og stöðvar frá Japan,
Frakklandi, Ítalíu, Ástralíu og fleiri
löndum. Þar voru tveir sendar fyrir
sjónvarpsefni. Maríanna Friðjóns-
dóttir og hennar fólk hafði umsjón
með þessari flóknu starfsemi í
Melaskóla með slíkri röggsemi að
Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingnr Pósts og síma:
Starfsfólk Póst off síma
stóð sig með mikilli prýði
nægilegt nú og því var breytt geisla
frá öðrum Intersat-hnetti, sem áður
beindist annars vegar að Washing-
ton og hins vegar að Lyon í
Frakklandi. Frakklandsgeislanum
var beint að Reykjavík og með því
náðist þjónusta við þær litlu jarð-
stöðvar, sem tengdust Bandaríkjun-
um.
Við vorum með þjónustumiðstöð
í Hagaskóla, en þar var talsími,
ritsími, telex, telefax og pósthús,
en auk þess voru settir upp 14 sérs-
takir kortasímar þar og 5 I Mela-
skóla. í Hagaskóla vorum við með
26 símaklefa, 7 telextæki og 5 hrað-
virk telefaxtæki og var þessi
búnaður töluvert notaður.
Við ákváðum þegar í upphafi að
stefna að því að hinn almenni
símnotandi þyrfti ekki að bera
kostnað af þessu ævintýri og ég
trúi ekki öðru en tekjur nægi fyrir
gjöldum. Það er þó ljóst að kostnað-
ur við fréttamiðstöðina verður meiri
en tekjur, en ég reikna með að ríkis-
stjómin greiði þann mismun, sem
verður á gjöldum og tekjum, enda
bað hún um þessa þjónustu," sagði
Þorvarður Jónsson.
„Starfsmenn Pósts og síma
unnu nánast dag og nótt við að
afgreiða þær óskir og pantanir
á þjónustu, sem óskað var. Það
stóð aldrei á þjónustu okkar og
þeir, sem hennar nutu voru nyög
ánægðir með dugnað starfsfólks
okkar, sem hefur staðið sig með
mikilli prýði. Erlendu frétta-
mennirair eru kröfuharðir og
hafa komið viða og þeir sögðust
sjaldan eða aldrei fengið jafn
snögga úrlausn allra mála,“
sagði Þorvarður Jónsson, yfir-
verkfræðingur þj' Pósti og sima,
er Morgunblaðið ræddi við hann
um þátt Pósts og síma í leið-
togafundinum.
„Talsímarásum um Skyggni var
flölgað úr 220 í um það bil 300,
um 60 leigulínur voru tengdar milli
íslands og annarra landa. Sjálf-
virkum línum til Bandaríkjanna var
fíölgað úr 48 í 54 og auk þess var
símasamböndum breytt með þeim
hætti, að hringja mætti til Banda-
ríkjanna um London, og þannig
bættust við 32 línur vestur um haf
og því voru alls opnar þangað 86
línur. Þessi breyting var f undirbún-
ingi fyrir fundinn og svo vildi til
að henni var lokið fyrir hann, en
breytingin er til frambúðar. í
Reylgavík voru pantaðar 800 sjálf-
virkar línur og settar upp og auk
þess 100 á Keflavíkurflugvelli. Þá
var sett upp mikið af beinum sam-
böndum milli staða í Reykjavík og
milli Keflavíkurflugvallar og
Reykjavíkur, meðal annars 4 víra
samband, bæði fyrir útvarp og tal-
sendingar með sjónvarpi auk
sjónvarpssambands með örbylgju.
Þá voru sett upp 17 30 rása stafræn
fjölrásatæki til að tengja saman
ýmis svæði og lagðir ljósleiðara-
strengir til að auka afkastagetu
símakerfísins.
Um Skyggni er venjulega'aðeins
ein sjónvarpsrás til útlanda, en þeim
var fíölgað í þijár og fóru sending--
ar um hann meðal annars til
Sovétríkjanna. Auk þess heimilaði
Póstur og sími uppsetningu 9 lítilla
jarðstöðva til sjónvarpssendinga,
þar af 5 til Bandaríkjanna og eina
til vara og þijár til Evrópu. Auk
þess rak fréttastofa Bandaríkjanna
útvarps- og sjónvarpsþjónustu fyrir
þarlendar stöðvar og hafði eina
jarðstöð með 8 dagskrárlínum vest-
ur um haf. Nokkrar breytingar á
venjulegu gervihnattasambandi
voru nauðsynlegar til að gera þetta
að veruleika. Venjulega fara send-
ingar í gegnum Skyggni um gervi-
hnött, sem er með mjög breiðan
geisla, sem nær frá Norður-
Ameríku yfír Norður-Atlantshaf og
til Evrópu. Það var hins vegar ekki
undrun sætir. Þó allir hafi gert sitt
bezta, hafði Maríanna og hennar
fólk erfíðasta hlutverkið af öllum,
og skilaði því bezt. Helgi Ágústsson
hafði umsjón með starfínu í Haga-
skóla, en honum til aðstoðar voru
Jón Hákon Magnússon, Sigríður
Snævarr og Jóhanna Birgisdóttir.
Hinum kröfuhörðu útlendingum
fannst mikið til koma hæfni fjölda
ungs fólks, sem starfaði þama und-
ir stjóm Jóhönnu.
Fjarskiptin gengn vel
Hins vegar hefði allt þetta starf
verið unnið fyrir gíg, hefðu starfs-
menn Pósts og síma ekki lagt nótt
við dag og náð ótrúlegum árangri.
Fjarskiptakerfíð stóðst álagið éins
og til var ætlazt, enda unnu þessir
starfsmenn störf sín rösklega og
af nákvæmni og þekkingu.
Af þessu öllu verður töluverður
kostnaður en Póstur og sími ætti
að fá tekjur á móti framlagi sínu,
því fyrir þjónustu fyrirtækisins var
greitt. Ánnar kostnaður lendir
líklega á Bandarílqunum og Sovét-
ríkjunum, þar sem þau báðu um
þessa aðstöðu hér,“ sagði Magnús
Torfí Ólafsson.
Auk Magnúsar Torfa sátu eftir-
taldir í fíölmiðlanefndinni: Helgi
Ágústsson, Bjöm Friðfinnsson,
Karl Jóhannsson, Ágúst Geirsson,
Maríanna Friðjónsdóttir, Þráinn
Þorvaldsson og Jón Hákon Magnús-
son.
Hef ðbundnar reglur í
heiðri hafðar
„Fyrirkomulagið, sem notað var
til að skipta aðtöðu að fréttaflutn-
ingi af leiðtogafundinum á milli
fréttastofa var samkvæmt hefð-
bundinni fyrirmynd þegar um slíka
atburði er að ræða“, sagði Magnús
Torfi, en á hans herðum hvíldi
skipulagning á skiptingu á aðgangi
fréttamanna á upplýsingum af leið-
Magnús Torfi Ólafsson, blaða-
fulltrúi rfkisstjóraarinnar.
togafundinum. „Þegar mikil skari
fréttamanna safnast saman til að
fylgjast með svona málum em myn-
daðir svokallaðir „poolar", sem er
ensk sletta dregið af því sem Eng-
lendingar kalla „to pool resources",
það er að margir aðilar leggja sam-
an getu sína á einhveiju sviði. Þetta
er sem sagt takmarkaður hópur
manna, sem er fulltrúar miklu
stærri heildar", sagði Magnús Torfí.
„Þrengsti „poolinn" getur verið
einn, tveir eða þrír menn, þar sem
talið er að ekki komist fleiri að og
eins getur hann talið tugi manna.
Reglan er sú, að reynt er að koma
fyrir fulltrúum allra greina frétta-
öflunarstéttanna, það er skirfandi
menn, myndatökumenn, sjónvarps-
upptökumenn, hljóðmenn og
tæknimenn. Þessir em fyrst og
fremst valdir úr hópi þeirra, sem
mesta hafa útbreiðslu eða ná til sem
flestra. Að öðm jöfnu ganga því
stóm fféttastofumar fyrir og stór
blöð em tekin fram yfir lítil og við
tökum stórt sjónvarpskerfí fram
jrfir eina sjálfstæða stöð. En þegar
stærri hópar komast að er leitast
við að fullnægja ekki aðeins þessum
kröfum að ná til sem flestra, heldur
er einnig komið til móts við hina
smærri og valdir þeir sem njóta
álits", sagði Magnús Trofi ennfrem-
ur.
Stórveldin fá tvo þriðju,
og aðrir þriðjung
Hann sagði að reglan væri sú
að þegar um samskipti Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna væri að
ræða væri skiptingin sú að Banda-
ríkjamenn fengju hlutdeild að
einum þriðja, Sovétmenn að einum
þriðja og fréttamenn annars staðar
úr heiminum að einum þriðja.
Magnús Torfí hafði það hlutverk
að úthluta alþjóðalega þriðjungn-
um. Hann sagði að samskiptin við
fréttamenn hefðu yfirleitt verið góð
hvað þetta snerti.
„Þessar reglur em hvergi til
skráðar, en ég þykist þekkja þær
nokkuð vel eftir 40 ára afskipti af
fjölmiðlamálum", sagði Magnús
Torfi. „Og af þessum reglum stafar ,
sú mismunun, sem til dæmis var
gerð á íslenzkum blöðum. Morgun-
blaðið fékk því, vegna útbreiðslu
sinnar, nokkum forgang. Á sama
hátt fengu báðar deildir ríkisút-
varpsins, hljóðvarp og sjónvarp,
forgang enda höfðu þær ákaflega
mikilvægu hlutverki að gegna fyrir
erlenda starfsbræður sína.“
Magnús Torfi sagði, að þeir sem
valdir væm í þessa hópa hefðu
skyldum að gegna gagnvart þeim
sem utan við stæðu varðandi upp-
lýsingar. „Ég held að þetta hafi
gengið allt saman eins og til var
ætlast", sagði hann. „Auðvitað get-
ur komið einhver ágreiningur um
þessa skiptingu og þetta vill oft
verða sviptingasamt þar sem marg-
ir em að vekja athygli á sér. En
þegar upp var staðið held að allir
hafi verið bærilega ánægðir", sagði
Magnús Torfi Ólafsson.
33
Hrossin rekin um borð í „írsku rósina“ sem eins og sjá má er skráð
í Panama.
Morgunblaöið/Valdimar Kristinsson
Halldór Gunnarsson ráðgast hér við einn skipverjann um það hvera-
ig skuli raða hrossunum í skipið.
Tæplega 400 hross utan með gripaflutningaskipi:
Vonbrigði með dræmar imdirtektir bænda
- segir Halldór Gunnarsson
Á LAUGARDAGINN sigldi frá
Þorlákshöfn belgiskt gripaflutn-
ingaskip með 388 hross innan-
borðs sem eiga að fara til ýmissa
staða í Evrópu. Hrossunum verð-
ur skipað út í þremur höfnum í
Fredriksstad í Noregi, Esbjerg í
Danmörku og Gent í Belgíu. Það
er Félag hrossabænda sem stend-
ur fyrir þessum flutningum i
samvinnu við Búvörudeild Sam-
bandsins en þetta er þriðja skipið
•sem þessir aðilar fá hingað til
lands til hrossaflutninga. Ekki
tókst að fylla skipið sem getur
tekið rúmlega 500 hross og sagði
Halldór Gunnarsson hjá Félagi
hrossabænda að það hefði valdið
þeim vonbrigðum sem að þessu
standa hversu dræm viðbrögð
hrossabænda voru með að láta
hross af hendi i þennan flutning.
Af þessum 388 hrossum sem fóru
nú út voru 173 reiðhross sem er-
lendir ferðamenn hefðu keypt i
sumar en afgangurinn, 215 hross,
munu fara til Belgíu þar sem þeim
verður lógað.
Tilganginn með þessum flutning-
um sagði Halldór vera þríþættan, í
fyrsta lagi væri mönnum gert kleift
að halda flutningskostnaði niðri og
benti hann á í því samband að það
kostaði 15.000 krónur fyrir hvert
hross sem fór með þessu skipi og
væri þá allt innifalið. í öðru lagi
væri reynt að skapa hrossabændum
betri kjör fyrir sláturhross en inn-
lendir sláturleyfishafar bjóða upp á.
Sagði hann að fullt verð fengist
greitt innan tveggja mánaða fyrir
þau hross sem færu með skipinu í
stað þess að fá helminginn greiddan
í desember, fjórða hluta í mars eða
apríl og afganginn í árslok. í þriðja
lagi væri þetta tilraun til að koma *
í veg fyrir að birgðir af hrossakjöti
söfnuðust upp sem erfiðlega gengi
að selja. Benti Halldór á að árlega
væri slátrað um 1.000 fullorðnum
hrossum en ljóst sé að ekki er mark-
aður innanlands fyrir nema helming
þess.
Aðspurður um ástæður þess að
ekki tókst að fylla skipið sagði Halld-
ór ástæðumar sjálfsagt margar og
taldi hann að ein ástæðan væri gaml-
ir fordómar frá þeim tíma þegar
hross voru flutt út í lestum skipa
áleiðis í kolanámur í Bretlandi. Þessi
skip sem fengin hafa verið hingað
væru sérstaklega útbúin til gripa-
flutninga og hefðu skipstjórar fyrir-
mæli um að velja hraða með tiiliti
til þess hvað hentaði hrossunum
best hveiju sinni. Þá nefndi hann
að íslenskur dýralæknir færi alltaf
með hrossunum út þannig að tryggt
er að vel fari um hrossin á leiðinni.
Félagsmálaráðuneytið:
Málsmeðferð forseta bæjar-
stjómar Seltjamamess óeðlfleg
„Ráðherra óhæfur til að fjalla um málið“, segir f orseti bæjarstjórnar
„RÁÐUNEYTIÐ telur meðferð þessa máls frá hendi forseta bæjar-
stjóraar gagnvart blindum manni, sem er kjörinn til að gegna
trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið í alla staði óeðlilega, þar með
talin brottvisun af fundi, og væntir þess að bæjarstjóra Seltjarnar-
ness tryggi að slík málsmeðferð komi ekki fyrir oftar“, segir í
bréfi, sem Félagsmálaráðuneytið hefur sent Bæjarstjóra Seltjarnar-
ness vegna máls er upp kom þegar Araþóri Helgasyni var vísað af
fundi bæjarstjómar Seltjarnaraess í september síðastliðnum. Araþór
hafði áður ritað ráðuneytinu bréf þar sem hann fór fram á afskipti
þess vegna þessa máls.
í bréfi Félagsmálaráðuneytisins
til bæjarstjómar Seltjamamess
kemur meðal annars fram að ráðu-
neytið líti svo á, að kjami þessa
máls varði þau grundvallaratriði,
sem tryggð skulu fötluðum með
lögum, það er að fötluðum skulu
tryggð sömu réttindi og öðmm þjóð-
félagsþegnum og þeim sköpuð
skilyrði til að lifa eðlilegu lífí og
hasla sér völl í samfélaginu þar sem
þeim vegnar best. Ráðuneytið legg-
Ur ríka áherslu á að í máli því, sem
hér er um að ræða, var hinn fatlaði
maður kosinn til að gegna trúnaðar-
störfum fyrir sveitarfélagið.
í bréfí Félagsmálaráðuneytisins
kemur fram, að Amþór Helgason
telur sig hafa komið beiðni um
hljóðritun á framfæri við yfirstjóm
bæjarfélagsins. Hvað varðar með-
feið málsins á fundi bæjarstjómar,
bendir ráðuneytið á að ekki var leit-
að atkvæða fundarmanna um það
hvort hljóðritunin skyldi samþykkt
eða ekki. Einnig bendir ráðuneytið
á að ekki liggja fyrir aðrar upplýs-
ingar um það að fundurinn hafí
verið truflaður vegna hljóðritunar-
innar en mat forseta bæjarstjómar
eins.
Ráðuneytið leggur þunga áherslu
á að fatlaðir fái möguleika til þess
að taka þátt í því starfí sem þeim
er falið. Þegar blindur maður fæst
við sveitarstjómarstörf, komi tvær
leiðir greina eigi honum að vera
fært að fylgjast með fundarstörf-
um, þ.e. blindraletur eða hljóðritun,
að því er segir í bréfi ráðuneytis-
ins. Ráðuneytið beinir því til
bæjarstjómar Seltjamamess að
veita almennt þá aðstoð og aðstöðu
að fatlaðir geti tekið þátt í stjóm
bæjarmálefna til jafns við ófatlaða.
í þessu tilfelli eigi þetta sérstakleg
við Amþór Helgason, segir í bréfi
ráðuneytisins.
„Ég tel að Alexander Stefánsson,
félagsmálaráðherra, hafí verið
óhæfur til að úrskurða í þessu
rnáli", sagði Guðmar Magnússon,
forseti bæjarstjómar Selijamar-
ness, í samtali við Morgunblaðið.
„í viðtali í Morgunblaðinu, sem birt
er 28. september, er haft eftir ráð-
herranum að honum finnist málið
„ákaflega óeðlilegt“. Amþór hafí
vegna blindu sinnar sérstöðu og því
hefði átt að meðhöndla málið með
öðrum hætti. Síðan segir hann orð-
rétt: „Ef ég hefði verið forseti
bæjarstjómar hefði svona mál aldr-
ei komið upp“. Þetta segir ráðherra
í blaðaviðtali áður en hann hefur
fengið orð frá mér um málið. Ég
tel því að ráðherrann sé þama bú-
inn að gefa yfírlýsingar sem bindi
hendur hans fyrirfram. Ég sendi
ráðherranum síðan greinargerð um
málið, en augljóst er að hún hefur
ekki verið tekin til greina. Reyndar
hefur það komið fram á bæjar-
stjómarfundi, að Guðmundur
Einarsson, bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokksins, og samflokksmaður
þeirra Alexanders og Amþórs, sat
niður í ráðuneyti og gagnrýndi
þessa greinargerð án þess að ég
fengi nokkra möguleika til and-
svara. Mér sýnist því ljóst að
ráðherrann er alls ekki hæfur til
að úrskurða f þessu máli.
Þá finnst mér aðdróttanir ráð-
herra ósæmilegar, um að ekki liggi
fyrir aðrar upplýsingar um tmflun
á fundinum en mat mitt. Ef mér
hefði dottið í hug að þetta mikil-
væga atriði yrði dregið í efa, hefði
ég lagt fram skriflegar yfirlýsingar
um að þetta mat mitt er rétt.
Varðandi það álit ráðuneytisins
að túlkun mín á stjómmálaafskipt-
um Amþórs sé óeðlileg, þá er hér
um hreinan útúrsnúning að ræða.
Hér er auðvitað átt við að Amþór
fann strax fjölmiðlaþefínn af málinu
og sá í hendi sér að með því að
hleypa því upp, gæti hann með
aðstoð Qölmiðla komið höggi á
pólitískan andstæðing, jafnvel þótt
hann þyrfti að notfæra sé samúð
almeiínings með fötluðum, til að
ná þessu pólitfska markmiði sínu,
og ráðherra gekk í gildru Amþórs.
Ég vil að lokum bæta því við,
að Bæjarstjóm Seltjamamess, og
ég þar með talinn, hefur sýnt mál-
efnum fatlaðra sérstakan skilning
á umliðnum árum og nægir að
nefna að Ferilnefnd hefur starfað
á Seltjamamesi undir foiystu Am-
þórs. Mun það vera eina sveitarfé-
lagið í landinu sem hefur stutt svo
vel við ferilnefnd að hún hefur ve-
rið þess megnug að láta eitthvað
raunhæft koma út úr starfí sfnu“
sagði Guðmar Magnússop, forseti
bæjarstjómar.
„Um leið og ég fagna úrskurði
ráðuneytisins og þeim áformum að
tryggja réttindi og starfsaðstöðu
fatlaðra til starfa að málenfum
sveitarstjóma hlýt ég að harma að
mál mitt skuli eingöngu hafa verið
tekið fyrir af þeim sjónarhóli að
blindur maður kæri það misrétti
sem hann er beittur", segir Amþór
Helgason m.a. í bréfí sem hann
hefur ritað Félagsmálaráðuneytinu.
„Þrátt fyrir að ég telji að mér
hafi freklega verið mismunað af
þeim sökum þykir mér hitt ekki
síður mikilvægsira að mér var vísað
af fundi bæjarstjómarinnar sem var
öllum opinn og bæjarstjórinn, Sig-
urgeir Sigurðsson, fór með stað-
lausa stafi, þegar hann hélt því fram
að í bæjarsamþykkt Seltjamamess
væru hljóðritanir bannaðar. Þannig
beitti hann ósannindum til þess að
réttlæta kröfu sína um að mér yrði
vikið af fundi. Þá ítreka ég það sem
ég segi í bréfí mínu til félagsmála-
ráðherra að ég telji þessa aðgerð
bæjarstjóra og forseta bæjarstjóm-
ar Seltjamamess tilræði við lýðræð-
ið í landinu".
Amþór rökstyður síðan, þessa
skoðun sína og segir m.a.: „Um
leið og réttindi og aðstaða fatlaðra
til starfa í þjóðfélaginu em tryggð
er engin ástæða til þess að búa til
sérréttindi þeim til handa. Þannig
er með öllu óeðlilegt að sjáandi ein-
staklingi, sem mætir á opinn fund
bæjarstjómar á íslandi með segul-
bandstæki sé vísað af fundinum,
en blindur áheyrandi fái að sitja
eftir með sitt tæki vegna þess að
hann er blindur. Afstaða eins og
sú, sem ráðuneytið og flestir flöl-.
miðlar hafa tekið í máli mínu getur*~
leitt til þess að menn hætti að líta
á samhengið í baráttu og störfum
fatlaðs einstaklings, heldur taki
fyrst og fremst mið af fötlun hans.
Þannig er álit hinna fötluðu rýrt
og þeim gert erfiðara um vik, þar
sem almenningsálitið segi að af-
staða þeirra mótist af fötlun sinni
en ekki málefnum."
í lok bréfs síns segir Amþón „Ég
hef hins vegar margsinnis lagt
áhersiu á í ræðu og riti að menn
eigi að fá að starfa ekki vegna
þess að þeir séu fatlaðir heldur þrátti
fyrir fötlun sína. En afstaða ráðu-
neytisins er skiljanleg, því að enginn
fatlaður einstaklingur vinnur að
málefnum fatlaðra á vegum þess
og er það alvarlegt íhugunarefni
að ráðherra skuli ekki hafa sér til
ráðuneytis einhveija úr röðum fatl-
aðra til þess að fjalla um þessi mál.“