Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
45
Ásmundur Ásgeirs-
son skákmeistari
Fæddur 14. mars 1906
Dáinn 2. október 1986
Einn af framvörðum skáklistar-
innar á íslandi, Ásmundur Ás-
geirsson, lést fímmtudaginn 2.
október, áttræður að aldri.
Með honum er genginn einn
helsti fulltrúi þeirrar skákkynslóð-
ar, sem setti svip á íslenskt skáklíf
á öndverðri þessari öld og fram
yfír hana miðja. Of langt yrði að
rekja hér feril Ásmundar sem
skákmeistara. Það ætti að nægja
að geta þess að íjórum sinnum
varð hann Skákmeistari íslands,
fyrst 1931, og Skákmeistari
Reykajvíkur varð hann jafnoft, í
fyrsta sinn 1930 er Skákþing
Reykjavíkur var haldið í fyrsta
sinn.
Ásmundur tefldi oft fyrir ís-
lands hönd á erlendum vettvangi,
m.a. var hann í hinni frægu för
til Buenos Aires 1939 þar sem
íslenska Ólympíuliðið í skák vann
einn sinn glæstasta sigur. Áður
hafði hann teflt fyrir íslands hönd
í þeim fjórum Ólympíumótum, sem
íslendingar höfðu verið þátttak-
endur í, fyrst í Hamborg 1930.
Til þess var tekið, að heimsmeist-
arinn dr. Euwe minntist Ásmundar
sérstaklega í ræðu að loknu
Ólympíumótinu í Stokkhólmi og
dáðist að árangri hans, verka-
mannsins íslenska sem stundaði
erfíðisvinnu langan vinnudag sér
til lífsviðurværis.
Árið 1937 varÁsmundurgerður
að heiðursfélaga Taflfélags
Reykjavíkur og heiðursfélagi
Skáksambands Islands varð hann
1981.
Af framansögðu má sjá að Ás-
mundur hefír verið afreksmaður á
skáksviðinu á sinni tíð og hefír
þó aðeins verið getið hér helstu
kennileita á langri leið hans um
skáklendumar.
Hinu má svo ekki gleyma að
skákina varð Ásmundur að stunda
i stopulum frístundum frá brauð-
striti og amstri kreppuáranna, en
á langri ævi stundaði hann hin
margvíslegustu störf, vann verka-
mannavinnu, stundaði sjóinn og
bjó um hríð austur í Mjóafírði og
tefldi þá mikið við heimamenn þar
eystra.
Sú spuming er nú áleitin hvert
hefði orðið hlutskipti Ásmundar
hefði hann fæðst svo sem hálfri
öld síðar, eða upp úr miðri 20.
öldinni. Við þeirri spumingu fæst
að vísu aldrei svar, en ekki er ólík-
legt að með þeim tækifæmm og
þeirri aðstöðu, sem okkar ungu
og glæsilegu skákmeistarar hafa
nú, hefði Ásmundur skipað sér
sess meðal hinna fremstu, slíkir
voru hæfíleikar hans og snilli
bæði í sókn og vöm taflsins.
Þótt Ásmundur hafí dregið sig
í hlé frá taflmennsku seinustu ára-
tugina var áhuginn á skák alltaf
samur, hann var tíður gestur á
skákmótum og fylgdist grannt
með því sem var að gerast í
íslensku skáklífí og gladdis yfír
þeirri grósku sem þar ríkir nú.
Sá sem þetta ritar kynntist
Ásmundi ekki fyrr en á seinustu
æviámm hans er við hittumst á
hraðfleygum stundum á skákmót-
um, í móttökum eða á skrifstofu
SÍ, en þangað kom hann stundum
til að rabba um liðna tið eða skoða
nýjustu skákir meistaranna.
Áberandi fannst mér í fari hans
hógværð hins lífsreynda manns,
góðlátleg glettni og sátt við tilver-
una, þótt vafalaust hafí vindar
blásið um lífsfley hans ekki síður
en annarra.
Að leiðarlokum færi ég Ás-
mundi þakkir íslenskrar skák-
hreyfíngar fyrir langa samfylgd
og ómetanlegt framlag hans til
eflingar skáklífí hér á landi.
Eftirlifandi ættingjum færi ég
dýpstu samúðarkveðjur. ^
Blessuð sé minning Ásmundar
Ásgeirssonar.
ÞG
t
Innijegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐMUNDAR ÞÓRARINSSON AR.
Lydia Guðmundsdóttir,
Jensína Guðmundsdóttir, Magnús Andrésson,
Hrefna Guðmundsdóttir, Ólafur Einarsson,
Kristjón Guðmundsson, Guðrún Bjarnardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns mins og föður okkar,
GUÐMUNDAR ILLUGASONAR,
Bollagörðum 7,
Seltjarnarnesi.
Halla Markúsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Kjartan Markússon,
Laufey Guðmundsdóttir, Ólafur H. Þorbjörnsson,
Lilja Guðmundsdóttlr, Sigurbjörn Haraldsson,
Sveinbjörg Guðmundsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Eysteinn J. Jósefsson,
Albert Sævar Guðmundsson, Margrét Ragnarsdóttir.
1
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem hafa auösýnt okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, fósturfööur og sonar,
HALLDÓRS S. SVEINSSONAR,
Skógargerði 9,
Reykjavfk.
Kristveig Baldursdóttlr,
Arnþór Halldórsson, Kristfn Jónsdóttir,
Sigurður Halldórsson,
Baldur Öxdal Halldórsson,
Kristveig Halldórsdóttir,
Sigrfður Árnadóttir,
Sveinn Ólafur Jónsson, Eyjólfa Guðmundsdóttir.
Þegar efnt er til veisln bjóðást ótal
möguleikar. Átthagasalurinn hentar við
öil hugsanleg tilefni. Sölustjóri
veitingadeildar í síma 29900 veitir
upplýsingar, tekur pantanir
og létlir af þér öllum éihyggjum,
hvort scm þœr varða þjónustttna,
matseðilitm, skemmtikrafta eða annan
un/lirhihiino ___ _____
vert sem tilefnið er