Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 6

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Hótel Jörð Af hinni óbrengluðu dagskrá Stöðvar 2 má ráða að stöðin sú bjóði vart upp á annað en amer- ískar spennumyndir. Vissulega eru amerískir lögguþættir fyrirferð- armiklir í dagskránni, eínkum síðdegis, en vonandi færast þessir þættir aftar með breyttum frétta- tíma. Það er nóg rými í sjónvarps- glugga áhorfenda fyrir létta skemmtiþætti og jafnvel íþróttir á þeirri stundu dagsins þegar menn koma þreyttir heim að huga að málsverði. Og fátt veit ég notalegra en setjast síðan í sjónvarpsstólinn með blessuð börnin horfín á vit Óla lokbrár. Ys og þys dagsins að baki og skilningarvitin hungrar í flókna leynilögregluþætti, góðar kvik- myndir eða spjallþætti. Og svo bíður bókin þess að vera lesin milli svefns og vöku. Stundum óskar maður þess nú að sjónvarpið hyrfí frá fimmtudögunum og mikið sakna ég sjónvarpslausa mánaðarins. Þá var bókahátíð í litlum bæ. En þannig er nú veröldin að fyrr en varir er maður fangi nýrra tíma og lætur sér bara vel líka. Eða eins og vinur okkar ljúflingurinn Tómas sagði: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við emm gestír og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Við eigum ekki þann mann í hinu rismikla fleyi Ijósvakafjölmiðlanna er kemst með tæmar þar sem skáld- ið Tómas hafði hælana. I kvæðinu Hótel Jörð rúmast allt vort líf á A-4. Samt örvænti ég ekki því vafa- laust hljóðnar fjölmiðlaysinn og þá kvikna stjömur vorsins á ný. En fram hjá þeirri staðreynd verður ekki horft að í dag tjáir manneskjan sig á fílmu. Vandamálin hafa svo sem ekkert breyst þótt tjáningar- formið hafí tekið stakkaskiptum. Enn sem fyrr erum við gestir á Hótel Jörð og eins og Tómas segin En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og lætí. Allt lendir í stöðugrí keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sætí. Á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskveld var manneskjuleg mynd frá CBS er lýsti á nærfærinn hátt nokkmm hótelgestum er áttu í stökustu vandræðum með vistina. Myndin nefndist á fmmmálinu: Vit- al Signs eða Lífsmark og fjallaði nánar tiltekið um feðga sem stríddu við fíkniefnavanda. Pabbinn drykkjusjúklingur og sonurinn fíkniefnaneytandi. Nú halda víst flestir að hér hafí verið lýst efnalitl- um suðurríkjaslánum er hírðust á ystu mörkum mannlegrar tilvem. Nei, aldeilis ekki, pabbinn frægur skurðlæknir og stráksi nýútskrifað- ur læknir. Bílaflotinn glæsilegur og ekki síður einbýlishúsið. Sum sé fyrirmyndarfeðgar á ytra borði en að baki glæsilegrar framhliðarinnar leyndust vansælir einstaklingar, fangar í búri fíkniefna. En feðgam- ir vom ekki einir í búrinu, þar hírðust og eiginkonumar og nán- ustu starfsfélagamir. Daufleg vist það, enda fór svo að lokum að hinn virti skurðlæknir sá ekki nema eina færa leið út úr búrinu þrönga. En mörgum finnst hún dýr þessi hótel- dvöl, þó deilt sé um, hvort hótelið sjálft muni græoa. En við, sem ferðumst, eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gistístaði að ræða. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Starfsmenn Svæðisútvarpsins eru frá vinstri: Þorgeir Ólafsson, Sverrir Gauti Diego, Óskar Páll Sveinsson, tæknimaður, og Sigurður Helgason. Rás2: Tónlistarkvöld útvarpsins Svæðisút- varpið: Breyttur útsending- artími ■I Frá og með 30 síðasta mánu- degi breyttist útsendingartími Svæðisút- varps Reykjavíkur og nágrennis. Utsendingamar verða sem áður alla virka daga, en hefjast nú kl. 17:30 í stað 17:03 áður. Sent er út á tíðninni FM 90,1. I svæðisútvarpinu er fjallað um málefni byggðarlaga við Faxaflóa, þ.e. höfuð- borgarsvæðisins, Suður- nesja og Skipaskaga. Áhersla er lögð á að gera sveitarstjómarmálum góð skil, en auk þeirra er fjallað úm flest hlustendum við- komandi. Svæðisútvarpið er til húsa í hinu nýja Útvarps- húsi, að Efstaleiti 1 og er síminn 6 88 1 88. Um- sjónarmaður útvarpsins er Sverrir Gauti Diego. IB Um dreifíkerfí 00 Rásar 2 er á miðvikudags- kvöldum útvarpað Tónlist- arkvöldi Ríkisútvarpsins. I kvöld verða flutt tvö verk. Hið fyrra er Sköpun- in, eftir Joseph Haydn, en hið síðara er verðlaunaverk Tónskáldaþings 1986, verkið Kraft, eftir Magnus Lindberg, en hann er 28 ára gamall Finni. Sköpunin var flutt á Akureyri á tónleikum, sem helgaðir voru 100 ára af- mæli KEA. Passíukórinn á Akureyri flutti, en ein- söngvarar voru Sólrún Bragadóttir, Bergþór Páls- son og Michael J. Clarke. Roar Kvam stjómaði. Sköpunina samdi Haydn eftir Lundúnadvöl sina á síðasta áratug 18. aldar, en þar varð hann fyrir margvíslegum áhrifum. Hann kynntist tónlist Hándels þar og hreifst mjög að, enda eru í Sköp- uninni vísanir í verk Hándels. Þá varð Haydn ekki fyr- ir minni áhrifum frá John Milton, meðan á Lundúna- dvöl hans stóð, því Sköpun- in er að meira og minna leyti byggð á hugsýnum Miltons, sem fram koma í ljóði hans Paradísarmissi. r UTVARP 1 MIÐVIKUDAGUR 5. nóvember 6.45 Veðurfragnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin Páll Benediktsson, Þorgrím- ur Gestsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar ki. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Maddit" eftir Astrid Lindgren. Sigrún Árnadóttir þýddi. Þórey Aöalsteins- dóttir les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úr forystugreinurr dagblaöanna. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Áður fyrr á árunum Umsión: Ágústa Björnsdótt- ir. (Aöur útvarpaö í mars 1981.) 11.00 Fréttir. 11.03 Islenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Jón Aöalsteinn Jónsson flytur. 11.18 Morguntónleikar a. Óbókonsert í Es-dúr eftir Vincenzo Bellini. Heinz Holliger og Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins í Frankfurt leika; Eliahu Inbal stjórnar. b. Serenaða í D-dúr op. 25 eftir Ludwig van Beethoven. Eugenia Zuckerman, Pinch- as Zukerman og Michael Tree leika á flautu, fiölu og víólu. c. Inngangur, stef og til- brigöi eftir Heinrich Aloys Práger. Gunilla von Bahr og Diego Blanco leika á flautu og gitar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsi.ts önn - Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guöjónsson 14.00 Miödegissagan: „Ör- lagasteinninn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. Sigurður Gunn- arsson les þýöingu sína (2). 14.30 Segöu mér aö sunnan Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suöraenum slóöum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö Stjórnendur: Vernharöur Linnet og Sigurlaug M. Jón- asdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar a. Konsert fyrir tvö píanó eftir Igor Stravinski. Alfons og Aloys Kontarsky leika. b. Fagottsónata eftir Paul Hindemith. Milan Tukovic og John Perry leika. c. „Capriccio" í e-moll op. 81 nr. 3 eftir Felix Mend- elssohn. Crawford-kvartett- inn leikur. 17.40 Torgið — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson og Anna G. Magnúsdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Af Skúlamálum Jón Þ. Þór sagnfræöingur flytur erindi. 20.00 Ekkert mál Bryndís Jónsdóttir og Sig- urður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Létt tónlist 21.00 „Ég er víöavangsins barn" Dagskrá um fræðimanninn og skáldiö Indriöa Þorkels- son á Fjalli i samantekt Bolla Gústavssonar i Laufási. Lesari meö honum: Jóna Hrönn Bolladóttir. Tónlistin i þættinum er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. (Frá Akur- SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 5. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Úr myndabókinni 27. þáttur. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Umsjón Agnes Johansen. Kynnir Anna Maria Péturs- dóttir. 18.50 Auglýsingarogdagskrá 19.00 Prúöuleikararnir Valdir þættir. 6. Með Sandy Duncan. Ný brúöumynda- syrpa meö bestu þáttunum frá gullöld prúöuleikara Jims Henson og samstarfs- manna hans. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 19.30 Fréttir og veöur. 20.00 Auglýsingar 20.10 I takt viö tímann Blandaöur þáttur um fólk og fréttnæmt efni. Fjallaö verður m.a. um fjölmiöla- byltingu, vetrartísku og hljómplötuútgáfu. Gestut í þættinum: Ástríður Thorar- ensen. Umsjónarmenn: Jón Gústafsson, Ásdis Lofts- dóttir og Elín Hirst. Útsend- ingu stjórnar Tage Ammendrup. 21.05 Sjúkrahúsiö i Svarta- skógi (Die Schwarzwaldklinik). 9. Handvömm. Þýskur mynda- flokkur sem gerist meöal lækna og sjúklinga í sjúkra- húsi í fögru héraöi. Aöal- hlutverk: Klausjúrgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, Karin Hardt og Heidelinde Weis. Þýö- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.50 Seinni fréttir 21.55 Þjóövegur 66 Fyrri hluti. (Route 66 — Part One). Heimíldamynd um elstu þjóöbrautina yfir Bandaríkin frá austri til vest- urs. Leiöin liggur frá Chicago til Los Angeles um sjö riki, 3600 kílómetra leiö. |W STÖD 7VÖ Ip^ MIÐVIKUDAGUR 5. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.30 Teiknimyndir. 19.00 Þorparar (Minder). Óheiöarlegur auöjöfur neit- ar aö greiða fyrrum fanga 60 þús. pund, eins og hann hafði lofaö. Syni hans er hótaö og Terry er fenginn til að gæta hans. 20.00 Fréttir. 20.30 Dallas — bandarísk sápuópera. Lengi var þetta eini akvegur- inn til vesturstrandarinnar en nú hafa nýjar hraöbrautir leyst hann af hólmi. Feröa- lagiö eftir þjóövegi 66, sem þessi mynd lýsir, er eins konar þverskuröur af bandarísku þjóölífi utan al- faravegar ásamt sögubrot- um og fjölbreyttri alþýöutón- list. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. Siðari hluti verður sýndur aö viku liö- inni. 22.50 Dagskrárlok J.R. og Katherine gleöjast þegar Bobby og Pam skilja. J.R. reynir aö beita öllum brögðum til aö Bobby segi sig úr Ewing-fyrirtækinu. 21.30 Hardcastle & Mac- Cormic. Bandariskur sakamálaþáttur meö gam- ansömu í vafi. 22.30 Stjörnuvíg (Star Trek). Þegar óþekktur aðkomu- maöur eyðileggur þrjár kraftmiklar geimflaugar snýr James T. Kirk kapteinn aftur til hinnar nýbyggöu U.S.S. Enterprise til þess aö taka viö stjórninni. 01.00 Dagskrárlok. eyri.) (Áður útvarpaö 17. ágúst sl.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 I Aöaldalshrauni Jóhanna Á. Steingrímsdóttir segir frá. (Frá Akureyri.) 5. nóvember 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigurjóns- sonar. Guöriöur Haraldsdóttir sér um barnadagbók að lokn- um fréttum kl. 10.00. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliöur Þáttur i umsjá Gunnars Svan- bergssonar. 15.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaöan spjalli viö gesti og hlustendur. 22.40 Hljóövarp Ævar Kjartansson sér um þátt í samvínnu viö hlust- endur. 23.10 Djassþáttur — Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. TÓNLISTARKVÖLD RÍKISÚT- VARPSINS (Útvarpað um dreifikerfi rásar tvö). 20.00 „Sköpunin" eftir Joseph Haydn Sólrún Bragadóttir, Bergþór Pálsson, Michael J. Clarke, Passiukórinn á Akureyri og hljómsveit flytja undir stjórn Roars Kvam. (Hljóöritun frá tónleikum á Akureyri 18. júni í sumar.) Kynnir: Guðmundur Gilsson. 22.15 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir verðlaunaverk Tónskálda- þings 1986, „Kraft" eftir Magnus Lindberg. 23.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. 5. nóvember 06.00—07.00 Tónlist í morg- unsáriö. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur meö Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blööin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á lóttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir viö hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neytendamál og stýrir flóamarkaöi kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson f Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur viö sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00-21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson leikur létta tónlist og kannar hvaö helst er á seiöi í. iþróttalífinu. 21.00—23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir spilar og spjallar. Vilborg sniður dagskrána aö hæfi unglinga á öllum aldri, tónlistin er í góöu lagi og gestirnir líka. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar fjalla um fréttatengt efni og leika Ijúfa tónlist. 24.00—01.00 Inn I nóttina með Bylgjunni. Þægileg tónlist fyrir svefninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.